Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 9

Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 9
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 9 grunnsævinu sé ábótavant og í dag hafi rækt- endur fátt annað að styðjast við en eigið innsæi þegar línur eru settar niður. „Íslenski kræklingurinn hrygnir á vissum tíma árs, og koma lirfurnar sér þá fyrir á línunum. En hrúðurkarlinn hrygnir töluvert fyrr, og ef lín- urnar eru settar niður of snemma kemur hrúðurkarlinn sér þar fyrir og ekkert pláss er eftir fyrir kræklingslirfurnar. Veit rækt- andinn ekki af vandanum fyrr en hann vitjar línanna löngu seinna og gæti þá öll vinna hans verið fyrir bí,“ segir Elvar og bætir við að Skelrækt vinni að gerð aðgerðaráætlunar sem lögð verði fyrir stjórnvöld á næsta ári. Fjárfesti í tækni Elvar bendir líka á að nauðsynlegt sé að tæknivæða greinina. „Íslenskt vinnuafl er dýrt og þyrfti helst að tækjavæða veiðar og vinnslu að mestu eða öllu leyti. Þar getum við vonandi leitað fyrirmynda hjá ræktendum á Nýja-Sjálandi sem hefur orðið mikið ágengt við að tæknivæða sína skelrækt. Annað er uppi á teningnum á stöðum eins og Frakk- landi þar sem atvinnuleysi er mikið meðal ungs fólks og auðvelt að fá inn fólk til að vinna að uppskerunni í stuttan tíma í senn.“ Markaðurinn gæti tekið við mun meira magni af bláskel og segir Elvar að innlend framleiðsla sé aðeins lítill hluti af heildar- framboðinu hérlendis. Ef umfang skelræktar yrði nógu mikið gæti orðið til ný útflutnings- grein enda um gæðavöru að ræða. „Við erum með hreinan og góðan sjó, og bláskel í mjög miklum gæðum. Kuldinn virðist valda því að kræklingurinn verður þéttari í sér og hefur þetta góða bit sem kaupendur íslensks sjáv- arfangs þekkja, auk þess að hafa kraftmikið bragð. Í samanburði er kræklingur sem ræktaður er í heitari sjó bragðminni, með minni holdfyllingu og ekki með sömu bit- gæði.“ Uppskera Betri rannsóknir á hrygningu kræklings ættu að hjálpa greininni. Ef línur fara niður á röngum tíma tekur hrúðurkarlinn yfir. Von er á reglugerð frá atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytinu þar sem fram kemur að heimilt verður að halda úti grásleppubátum í 32 daga en ekki 20 daga, eins og upphaflega var tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fiskistofu. Fyrstu grásleppubátarnir á þessari vertíð eru að ná 20. degi á sunnudaginn 8. apríl. Segir í tilkynningu Fiskistofu að þeim sé nú óhætt að halda áfram veiðum í 12 daga í viðbót. Síðasti dagur grásleppuvertíðarinnar, hjá þeim bátum sem hófu veiðar á fyrsta degi, er samkvæmt þessu 20. apríl. Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir breytinguna algjörlega órökstudda. „Miðað við tölur sem við höfum um þróun vertíðarinnar verður þetta til þess að við náum einungis um það bil 64% af ráðgjöf Hafró,“ segir Axel og gagnrýnir um leið skort á sam- vinnu stjórnvalda við sambandið. „Þessu fylgir engin skýring, heldur þurfum við að leita eftir fundi til að fá rökstuðning fyr- ir þessu. Þetta er bara hroki og yfirgangur.“ Vertíðin lengd um tólf daga Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Grásleppa LS gagnrýnir framkomu stjórnvalda. Ljósmynd / Halldór Logi Friðgeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.