Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 10
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
S
töðinni verður skipt upp í
aðskilin eldissvæði, þann-
ig að við getum verið með
bæði lax og bleikju. Áætl-
unin eins og hún lítur út í
dag, gerir ráð fyrir að eldið skiptist
þannig til helminga. Framtíð-
arþróunin getur svo hallast í aðra
hvora áttina, en óneitanlega erum
við mjög spenntir fyrir markaðs-
umhverfi bleikjunnar eins og það er
í dag,“ segir Ingólfur um fyrirhugað
eldi. Bendir hann á að markaður
fyrir bleikju sé tiltölulega nýr á al-
þjóðavísu og vaxandi.
„Framleiðslan er rúm þrettán
þúsund tonn, sem er svipað og lax-
inn var í kringum árið 1980. Við
sjáum sóknarfæri í þeim markaði og
þá sýnist okkur verðþróunin vera
mjög jákvæð,“ segir Ingólfur, en þá
eru kostir bleikjunnar ekki upp
taldir með öllu.
„Í eldi er bleikjan spennandi
kostur, hún er harðger, hraðvaxta
við kaldar aðstæður og nýtist vel í
eldisrými. Við viljum því halda þess-
um möguleika vel opnum.“
Fleiri afurðir leynist í eldinu
Hann segist oft spurður hvers
vegna fyrirtækið ætli að ráðast í
fiskeldi á landi.
„Við höfum tekið svolítið stað-
fasta ákvörðun um að staðsetja okk-
ur á þessum væng geirans, að vera
uppi á landi og nýta okkur þá kosti
sem strandeldi gefur okkur. Við
höfum þá meiri stjórn á því sem við
erum að gera og erum um leið lausir
við ýmsa umhverfisþætti sem hafa
verið að hrjá eldi úti á sjó. Þeir
þættir eru allir meira og minna
þekktir, og eins og nýlegar fréttir
sýna þá fylgja því töluverðar áskor-
anir. Það þarf mikla og góða skipu-
lagningu svo að framleiðslan sé í
sátt við markaðinn en sömuleiðis
umhverfið,“ segir Ingólfur og bætir
við að fleiri afurðir geti leynst í eldi
á landi.
„Til að koma í veg fyrir slysa-
sleppingar frá stöðinni verða settar
upp gildrur, ásamt síunarútbúnaði á
útrennsli, til að aðskilja úrgang frá
eldisvökvanum. Úrgangurinn fer
ekki í sjóinn og ekki heldur á haug-
ana. Fyrst við erum á annað borð að
fara í þetta þá erum við mjög hrifnir
af þeim tækifærum sem leynst gætu
í rannsóknarvinnu á útfallinu. Í
seyrunni gætu falist efnafræðileg
tækifæri og okkur langar að vinna
með öðrum fagaðilum til að kanna
möguleikana þar. Annars gætum
við vel nýtt hana í áburðarfram-
leiðslu.“
Ekki að elta tískustrauma
Í það minnsta er ljóst að útfall eld-
isins verður síað.
„Í dag er annar tími en var á ár-
um áður, skítur er ekki endilega
bara skítur. Það er fullt af næring-
arefnum í seyrunni, til dæmis fos-
fór, sem gæti reynst vel á ýmsum
stöðum þarna í nærumhverfinu.“
Ingólfur segir þetta til marks um
það hugarfar sem hópurinn hafi á
leið inn í þetta stóra verkefni.
„Við erum að setja verkefnið upp
á þeim forsendum að við munum
stilla það í samræmi við þær vænt-
ingar og óskir sem við höfum. Þann-
ig erum við ekki að elta neina tísku-
strauma í hugmyndavinnunni og
viljum hanna þetta út frá því að við
nýtum okkur alla þá kosti sem til
staðar eru, á sama tíma og við erum
í algjörri sátt við umhverfið,“ segir
hann.
„Oft fer umræðan um þessa um-
hverfissátt fram í tali um krónur og
aura. Við höfum tekið eftir því að
umhverfisþættir eru metnir eftir því
hvort þeir eru arðbærir fjárhags-
lega eða ekki. En þarna erum við
ekki að hugsa út frá þeim for-
sendum, heldur umhverfisfor-
sendum; hvað við viljum gera og
hvað við viljum skilja eftir okkur.
Ég tel að okkur beri svolítil skylda
til að hugsa svona, þegar klukkan er
korter í 2020, þá eiga fyrirtæki sem
eru að nýta náttúrulegar auðlindir
að hugsa um þessa þætti.“
Ísland eigi að vera í efsta sæti
Í þessu samhengi skipti vörumerkið
Ísland líka máli.
„Ég er nú ef til vill svo heppinn að
ég hef átt samskipti við Íslands-
stofu, bæði í þessu verkefni og öðr-
um sem ég hef verið að vinna að, og
sem leikmaður, þegar maður rýnir í
þau hugrenningatengsl sem fylgja
vörumerkinu Íslandi, þá vill maður
styðja við þá þróun vörumerkisins
að Ísland sé í forgrunni í umhverf-
isumgengni, ef svo má segja. Og að
þessi stuðningur sé meðvitaður á
þann veg, að við séum bæði að halda
uppi hróðri þessarar ímyndar og
einnig að við séum ekki að tengja
okkur við ýmsar vafasamar aðferðir
sem auðveldað geta fólki að segja
„Já, Ísland er í fremstu röð, en þar
er þó pottur brotinn víða.“ Þetta
skiptir gríðarlegu máli, það er mikið
rætt um þetta í dag en hugsaðu þér
hvar umræðan verður eftir tíu til
fimmtán ár,“ segir Ingólfur við
blaðamann.
„Umhverfismál verða sífellt mik-
ilvægari og það þarf ekki að líta
lengra en til umhverfisvitundar
ungs fólks í dag. Þetta fólk reynir að
afla sér upplýsinga um meðferð um-
hverfisins við vinnslu þeirra vara
sem það kaupir, og Ísland eftir
fimmtán ár ætti að vera algjörlega í
efsta sæti hvað þetta varðar. Við
höfum tæknilega þekkingu, hátt
menntastig og allar auðlindir til að
geta verið á þeim stað í alþjóðlegum
samanburði. Við viljum leggja okkar
af mörkum til að ná þeim áfanga,
með því að keyra á þessari áætlun
sem við höfum.“
Framkvæmdir gætu hugsanlega
hafist á fyrri hluta árs 2019.
„Þetta tekur allt smá tíma. Og
þetta má líka alveg taka tíma. Ég
held að það sé mikilvægt að líta til
þess í þróunarferlinu, að við tökum
þetta skref fyrir skref og höfum
góða yfirsýn. Þannig getum við nýtt
okkur alla þá krafta sem okkur bjóð-
ast,“ segir Ingólfur. Undirbúnings-
Vilja verða
sterkur hluti af
bæjarfélaginu
Hópur manna stendur að baki fyrirtækinu Landeldi
ehf., en þeir hyggjast setja á fót lax- og bleikjueldi í
Þorlákshöfn á næstu misserum. Ingólfur Snorra-
son, forsvarsmaður hópsins, segir í samtali við 200
mílur að mikil tækifæri leynist í bleikjueldi og að
Þorlákshöfn eigi sér bjarta framtíð þrátt fyrir nýleg
áföll í atvinnulífinu.
Landeldi Tölvuteikning af fyrirhuguðu eldi við sjávarsíðuna í Þorlákshöfn. Framkvæmdir gætu hafist á fyrri hluta næsta árs.
Ingólfur Snorrason Myndin er tekin ofan í gryfjunni í Þorlákshöfn.
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Ingólfur bendir á að vistfótspor
fiskeldis, í samanburði við kjúk-
linga-, svína- og nautakjötsfram-
leiðslu, sé miklum mun lægra.
Vísar hann til gagna í nýlegri
skýrslu norska sjávarútvegsfyr-
irtækisins Marine Harvest, þar
sem fram kemur að magn kolt-
víoxíðs sem leysist út í andrúms-
loftið sé 2,7 til 2,9 kg á hvert kg af
kjöti í laxeldi og kjúklingafram-
leiðslu. Á sama tíma sé hlutfallið
30 kg af koltvíoxíði á hvert kg af
kjöti í nautakjötsframleiðslu.
„Vatnsnotkunin er sömuleiðis
langminnst í laxeldinu, eða sem
nemur tvö þúsund lítrum af vatni
á hvert kg af kjöti, miðað við hina
fæðuflokkana þar sem hún nemur
allt frá 4.300 lítrum til 15.400
lítra á hvert kg af kjöti,“ segir Ing-
ólfur og bætir við að vistspor eld-
isins sé hópnum mjög mikilvægt.
„Við sjáum það bara úti í Evr-
ópu núna, að þessi hluti starf-
seminnar er mikið til umfjöllunar.
Vistfræðilega er mikil hagsæld
fólgin í því að fólk borði meira af
fiski en kjöti, miðað við þau gögn
sem fram hafa komið.“
Vistsporið
mikilvægt
„Ekki bara standa og benda“
Í samtali við blaðamann segist Ingólfur fagna aukinni umræðu um fiskeldi í
samfélaginu.
„Og mér finnst það mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi í þesari grein, hvort
sem þeir eru úti á hafi eða inni í landi, að ekki standa bara og benda og segja
„hinir“, heldur að þeir hugsi um eigin þátt og hvað þeir geta sjálfir gert til að
gera hlutina eins vel og þeir geta,“ segir hann.
„Umræðan er á þannig krossgötum að hún getur farið í skotgrafirnar en
einnig í umræðu um hvað við erum að gera sjálf. Ég er til dæmis landeld-
ismegin, og þar af leiðandi mun ég færa rök fyrir því af hverju við höfum valið
að fara þá leiðina, en þar mun mitt innlegg nema staðar.“