Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 26

Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 26
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Þ að er ljóst að það er að- eins hægt að rækta visst mikið magn af nátt- úrulegum þörungum við Ísland, þar sem um er að ræða náttúrulega auðlind, og kannski er þegar komið þar að ákveðnum þolmörkum. Ef einhver vöxtur á að vera í þeirri fram- leiðslu þarf hann ef til vill helst að felast í að gera vörurnar verð- mætari,“ segir Kristján í sam- tali við 200 míl- ur. „En í smáþör- ungaræktuninni eru miklu meiri vaxtarmögu- leikar,“ bætir hann við og bendir á að hlut- ur smáþörungaræktarinnar í heildarveltu geirans sé um þriðj- ungur, þ.e. einn milljarður á síðasta ári, en stefni í að vera enn meiri. Sækja í koltvísýringinn „Við sjáum það að fyrirtækið Alga- líf á Reykjanesi, eitt og sér, reikn- ar með að vera með rúmlega millj- arð í veltu á þessu ári. Þá eru Ísraelsmenn á bak við fyrirtækið Algaennovation, sem var að setja upp rekstur uppi á Hellisheiði, og reikna með að vera með veltu upp á sjö milljarða eftir nokkur ár. Þeir völdu Hellisheiði því þeir vildu hafa aðgang að hreinum koltvísýringi, en það sem þarf til að rækta þessa þörunga er vatn, ljós, koltvísýr- ingur og næringarefni,“ segir Kristján. „Út frá þeim þörfum þurfum við að hugsa hvernig við getum keppt við þörungaræktun annars staðar í heiminum, þar sem ljósið fæst hreinlega ókeypis. Evrópusam- bandið lítur til dæmis svo á að það sé ekki samkeppnishæft við aðra í þessum geira, því sólin sé af svo skornum skammti í Evrópu. Hvað þá á Íslandi,“ segir Kristján og hlær. „Það eru helst Ástralía, syðri ríki Bandaríkjanna og Asía sem geta ræktað þörunga í stórum stíl utan- dyra. Þess vegna, ef við erum að hugsa um þörungaframleiðslu á Ís- landi, þá getum við ekki orðið sam- keppnisfær í magnframleiðslu á líf- massa. Heldur þurfum við að líta á þetta sem hátækniiðnað, þar sem háþróaðar vörur eru unnar úr þör- ungunum.“ Kostir fylgja nauðsyninni Kristján bendir á að hægt sé að markaðssetja vörurnar með vísun til þess að þær séu búnar til með hreinni orku. „Þó að við þurfum að búa til ljós- ið sjálf og getum ekki fengið það beint frá sólinni, þá er það alla vega gert með endurnýjanlegu raf- magni og vatni, sem sumir eiga reyndar í erfiðleikum með að fá.“ Spurður hver sérstaða Íslands sé, þegar kemur að aðstæðum til þörungaræktunar, nefnir Kristján að ýmsir kostir geti fylgt þeirri nauðsyn að þurfa að loka rækt- uninni fyrir náttúruöflunum hér í norðrinu. „Hvernig við neyðumst til að haga ræktuninni gerir það að verk- um að við höfum mjög góða stjórn á framleiðslunni. Við getum valið hvenær sé ljós og hvenær sé ekki ljós, til að mynda. Enn fremur er sums staðar úti verið að rækta þör- ungana í opnum tjörnum, og þá er hætta á að í framleiðsluna berist önnur efni, svo sem fuglaskítur eða annað. Með því að gera þetta innan dyra og í aðstæðum sem þú stýrir sjálfur geturðu skilað betri vöru en ella.“ Vaxtarhraðinn ofboðslegur Kristján flutti erindi um stöðu smá- þörungaræktunar hérlendis og er- lendis á ráðstefnunni Strandbúnaði 2018 í mars síðastliðnum. Á einni glærunni birti Kristján mynd frá Ólympíuleikunum í Brasilíu 2016, þar sem önnur ólympíusundlaug- anna varð græn á einni nóttu eins og frægt varð, en þar voru smáþör- ungar að verki. „Ég vildi sýna hvað þetta getur gerst hratt. Vaxtarhraðinn er svo ofboðslegur og þess vegna er smá- þörungaræktun góð leið til að byggja hratt upp lífmassa.“ En hvaða vörur eru það helst sem fást úr þörungaræktun? Krist- ján segir að fyrst og fremst sé um að ræða andoxunarefni, sem fólk kaupir og innbyrðir eins og önnur vítamín eða fæðubótarefni. Nýting- armöguleikarnir séu þó fjölmargir. „Algaennovation stefnir til dæm- is á að búa til fóður fyrir seiði í fiskeldi, þar sem þeir geta stýrt innihaldsefnunum nákvæmlega, stillt samsetninguna af Omega- fitusýrum eftir því sem þörf þykir, og þannig framleitt fóður af meiri gæðum en venjulega. Margir eru í slíkri framleiðslu, að framleiða ým- ist Omega-3- eða Omega-6- fitusýrur, eða þá í beinni fram- leiðslu lífmassa til að þurrka hann og selja. Þá er allur þörungurinn þurrkaður og fólk kaupir hann til að innbyrða, en slík framleiðsla er það sem maður býst síst við að gangi upp hér á landi. Við þurfum Áætluð velta fyrirtækja í þörungaræktun á Íslandi nam þremur milljörðum króna á síðasta ári. 120 ársverk sköpuðust í geiranum á árinu, en árið 2013 voru þau færri en sextíu. Dr. Kristján Leósson, for- stöðumaður Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, segir mikil tækifæri felast í vexti þörungaræktunar. Iðnaður í örum vexti á Íslandi Afurðir Verksmiðja Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal er einn stærsti vinnustaður bæjarins. Kúluskítur Þessi sérkennilegi grænþörungur finnst í Mývatni, þar sem hann er ein af undirstöðum lífríkisins. Kristján Leósson Grænt Ólympíu- sundlaugin í Ríó varð græn á einni nóttu. Verðmæti Þörungaverk- smiðjan á Reykhólum. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.