Morgunblaðið - 06.04.2018, Qupperneq 27
þróaðri vörur til að svara kostnaði
við framleiðsluna hér á landi.“
Nýtt efnishagkerfi í stað olíu
Heildarfjöldi tegunda smáþörunga
er enn óþekktur og segir Kristján
það til marks um þau tækifæri sem
leynst geti í þessum iðnaði.
„Segja má að við séum algjörlega
á byrjunarreit, bæði hvað varðar
þennan fjölda óþekktra tegunda en
einnig hvað varðar framtíðarmögu-
leika í hagnýtingu þeirra tegunda
sem við þekkjum nú þegar. Heil-
mikil þróun á eftir að eiga sér stað
í vinnsluferlinu, að ná út úr þessum
lífmassa alls konar efnum,“ segir
Kristján.
„Ég hef líkt þessu við olíu-
hagkerfið, sem nú hefur verið við
lýði í næstum hundrað ár, og alla
þá framleiðslu á plasti og alls kyns
efnum sem byggist á að nota olíuna
sem frumauðlind. Ef við ætlum að
koma með nýtt efnishagkerfi í stað-
inn fyrir það þurfum við að þróa
ferla til að þróa sambærileg efni
sem geta komið í staðinn fyrir þau
gömlu. Þörungar gætu þá reynst
verðmæt uppspretta.“
Spurður hvort spá um framtíðar-
þróun geirans hér á landi hafi verið
unnin segir Kristján að svo sé ekki.
„En þau fyrirtæki sem hér hafa
haslað sér völl virðast öll reikna
með talsvert miklum vexti. Ekki er
ólíklegt að fleiri muni síðar bætast
við, en fyrirtækjunum hefur fjölgað
mjög hratt undanfarin ár.“
Morgunblaðið/Kristinn
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 27
Þantroll
...yfirfléttaður kaðall með
núningshlíf í mismunandi litum
fyrir hvert byrði
...breiðari opnun - bætir veiðarnar
...minni mótstaða á stærri togfleti
...heldur lögun vel á litlum hraða
...auðveld í köstun og hífingu
...minni titringur og lægri
hljóðbylgur, lágmarka fiskfælni
Lykill
að bættum
veiðum:
– Veiðarfæri eru okkar fag
Vaxandi áhugi er á hátækniþörungarækt hér á
landi. Ástæðan er hreint vatn, endurnýjanleg
orka á hagkvæmu verði og aðgengi að koltvísýr-
ingi frá háhitavirkjunum og kælivatni.
Áður hefur Morgunblaðið fjallað um áform ísr-
aelsks sprotafyrirtækis á sviði líftækni, Algaen-
novation, sem í samvinnu við íslenska fjárfesta
hyggst byggja hér og starfrækja eitt afkasta-
mesta framleiðslufyrirtæki í heimi á sviði smá-
þörungaræktar í auðlindagarði Orku náttúrunnar
á Hellisheiði. Fyrstu árin mun áherslan verða á
framleiðslu frumfóðurs fyrir klakstöðvar í fisk-
eldi.
Bæjarstjórn Ölfuss hefur þá veitt jákvæða um-
sögn um áform nýsköpunarfyrirtækisins Omega
tengdri verkefninu auk þess
sem ýmis afleidd þjónusta
muni vaxa.
Gunnsteinn R. Ómarsson,
bæjarstjóri Ölfuss, sagði í
samtali við Morgunblaðið í
desember að erfitt væri að
meta áhrifin af starfseminni á
sveitarfélagið, enn sem komið
er. Þarna verði reist í áföng-
um stór verksmiðja með til-
heyrandi starfsemi. Þar verði
til tugir starfa í framtíðinni, tæknistörf fyrir há-
menntað fólk. Þá verði þarna til verðmæti til út-
flutnings, til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.
Algae sem hyggst koma upp framleiðsluaðstöðu í
nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Framleiddir verða
örþörungar sem notaðir eru í matvælaframleiðslu
og snyrtivöruframleiðslu.
Hugmyndin er að fullvinna afurðirnar og flytja
út, meðal annars í formi Omega 3-olíu sem meðal
annars er notuð í fiskafóður.
Verði til tugir starfa
Í umsögn bæjarstjórnar Ölfuss um umsókn
Omega Algae til atvinnu- og nýsköpunarráðu-
neytisins um ívilnun vegna nýfjárfestinga kemur
fram að hún telur að jákvæðra áhrifa muni gæta
á samfélagið, verði af þessu verkefni, svo sem
með auknu atvinnuframboði og uppbyggingu
Hreint vatn, orka og koltvísýringur
Gunnsteinn R.
Ómarsson