Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 30
Hafþór Hreiðarsson skrifar frá Húsavík Þ au voru alveg bunkuð af fiski netin, þegar við drógum upp á laugardag fyrir páska,“ sagði Guðlaugur Óli Þorláksson, útgerðarmaður og skipstjóri á Hafborg EA-152 frá Grímsey, í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins á páskadag. „Mest fengust yfir 600 kíló í net en aflinn í heild var um 37 -38 tonn í 60 net.“ Hafborgin var þá á norðurleið eftir stuttan en snarpan veiðitíma í Breiða- firði, 10 til 11 róðra, en róið var frá Grundarfirði og landað þar. Aflanum var síðan ekið norður til Húsavíkur til vinnslu hjá GPG fiskverkun þar í bæ. „Verður sjálfdauður úr elli“ „Við byrjuðum veiðar fyrir norðan 5. mars, lögðum netin í Skjálfanda þar sem við fengum um hundrað tonn áð- ur haldið var í Breiðafjörðinn upp úr 20. mars. Þar erum við búnir að fá um 240 tonn til viðbótar. Við vorum nán- ast einskipa á miðunum og síðustu dagana var alveg mok af stórum og góðum þorski. Fiskur sem ég vil meina að við mættum og ættum að veiða mun meira af en gert er í dag. Annars verður hann bara sjálfdauður úr elli því hann hefur verið verndaður svo mikið og lengi,“ segir Guðlaugur Óli sem jafnan er kallaður Óli. Þess má geta að í heildina notuðu karlarnir á Hafborginni tæp 70 net til að veiða þessi 340 tonn upp úr sjó. Skiptu sem sagt um innan við tíu net í trossunum á tæpum mánuði. Leysir samnefnt skip af hólmi Hafborgin kom, eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu, til lands- ins um mánaðamótin janúar-febrúar á þessu ári. Var hún smíðuð í Hvide Sande á Jótlandi fyrir útgerðarfélagið Hafborg ehf. í Grímsey og er hönnuð og útbúin til neta- og dragnótaveiða. Danirnir létu reyndar smíða skrokk- inn í Póllandi, sem síðan var dreginn yfir til Danmerkur þar sem smíðin var fullkláruð. Hafborg er 284 brúttótonn að stærð, 26 metrar að lengd og átta metra breið og búin Yanmar-aðalvél. Leysir nýja skipið af hólmi samnefnt eldra skip en sú Hafborg var tæp 60 brúttótonn að stærð og gat tekið 15- 17 tonn í kör. Þá á Hafborg ehf. einn- ig línu- og handfærabátinn Kolbeins- ey EA 252 og eru báðir bátarnir á söluskrá. Að sögn Óla hefur skipið reynst mjög vel í alla staði, bæði fyrir mann- skap sem og frágang og meðferð á aflanum. Fiskurinn er settur í kör með ískrapa en lestin rúmar 50 tonn í körum með krapa. Fimm manna áhöfn er á Hafborginni og segir Óli það hafa gengið vel að afgreiða þessa 15 til 37 tonna róðra. Grímseyjarferja í tvær vikur Hafborgin er að sönnu glæsilegt skip, aðbúnaður áhafnar góður og allur tækjabúnaður hinn vandaðasti sem og annar búnaður, sem er sérvalinn með það að leiðarljósi að hámarka af- köst og aflaverðmæti. Spurður hvort skipið hafi ekki vakið athygli ís- lenskra útgerðar- og sjómanna, segir Óli að svo sé, enda nokkuð um liðið frá því að nýtt skip af þessari stærð, sem er sérhannað til neta- og drag- nótaveiða, kom í íslenska flotann. Spurður hvað væri framundan sagði Óli að næst yrði farið á ufsanet fyrir norðan en verðið á honum hefur verið á uppleið að undanförnu. Fyrst mun Hafborgin þó bregða sér í hlut- verk Grímseyjarferjunnar í tvær vik- ur núna í apríl, á meðan Sæfari fer í slipp. Konfekt um borð Þórir Örn Gunnarsson rekstrarstjóri hafna í Norðurþingi og hans menn fara um borð í Hafborgina á Húsavík. Þeir höfðu meðferðis konfekt- kassa handa Óla og áhöfninni ásamt hamingjuóskum með nýtt og glæsilegt skip. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Nýsmíði Hafborgin var smíðuð bæði í Danmörku og Póllandi. Er hún 284 brúttótonn að stærð, 26 metrar að lengd og átta metra breið. Útgerðarmaðurinn Guðlaugur Óli lætur vel af hinu nýja skipi. Ný Hafborg reynst vel í alla staði Salt Brynjar Ástþórsson og Björn Elí Víðisson hjá GPG fiskverkun pakka saltfiski. Nafni Guðlaug Óli, sonur Guðlaugs Óla, yfirvélstjóri á Hafborginni við löndun. 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.