Morgunblaðið - 06.04.2018, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Sími 567 4467 - www.gummisteypa.isAllAr gerðir reimA og færibAndA
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
V
íðir Ingþórsson er ungur
athafnamaður sem hefur
tekist að byggja upp metn-
aðarfullan rekstur á Ísa-
firði. Hann stofnaði fisk-
söluna North Atlantic
(www.fisksala.is) árið 2014 í kringum
útflutning á skötuselslifur en síðan
þá hefur fyrirtækið vaxið og dafnað
og er í dag leiðandi í sölu hágæða
sjávarfangs á innanlandsmarkaði.
„Ég hafði uppgötvað að skötusels-
lifur þykir mikill sælkeramatur í
Japan þar sem hún er framreidd í
niðursneiddum skífum og t.d. fáanleg
á matseðlum betri sushi-staða. Ég
safnaði því saman allri þeirri skötu-
selslifur sem ég gat fundið, lét pakka
fyrir mig í 5 kg frauðplastkassa með
kælimottum og sendi til Japans þar
sem ég hafði gert samning við aðila
um að kaupa vöruna af mér,“ út-
skýrir Víðir en hann er ekki nema
rétt orðinn þrítugur.
Víðir hafði áður stofnað fisksöluna
Atalon ehf. með skólabróður sínum
Birni Atla Axelssyni, sem í dag starf-
ar hjá Gamma í New York, þegar
þeir voru við nám í Menntaskólanum
á Akureyri. „Það var bara tóm-
stundaverkefni tveggja stráka sem
voru ennþá blautir bak við eyrun, en
okkur gekk samt ágætlega að selja
heilan fisk í körum til Bretlands.“
Rækjur sem bera af
Smám saman hefur bæst við vöruúr-
valið hjá North Atlantic og ekki langt
síðan fyrirtækið hóf að selja eldisaf-
urðir úr Skutulsfirði og Önundafirði.
„Á sama tíma á sér stað mikill vöxtur
í veitingastaðageiranum og fer að
spyrjast út á meðal kokkanna að á
Vestfjörðum sé rekið fyrirtæki sem
geti reddað hráefni sem ekki sé auð-
velt að fá hjá venjulegum fisksölum –
einhver sem geti útvegað þeim sjáv-
arfang með mikla sérstöðu.“
Í dag má m.a. fá hjá North Atl-
antic úrval skötuselsafurða, ígulker,
kóngakrabba, alvöru kavíar, og sól-
flúru svo nokkur dæmi séu nefnd.
Þreytist Víðir ekki á að bæta við nýj-
um tegundum og vörum, og hefur
hann sankað að sér fjölda bóka um
sjávarfang og sælkerarétti sem hann
notar sem leiðarvísi til að bæta úrval-
ið enn frekar. „Það vita t.d. ekki
margir að Ísafjörður á sér merkilega
rækjuveiðisögu, og að hér veiðist
rækja í algjörum sérflokki. Rækjan
er veidd á daginn, komið með hana
að landi á kvöldin og hún pilluð dag-
inn eftir. Ferskleikinn skilar sér í
mun meiri bragðgæðum en fólk á að
venjast, og oft að gestir veitingastaða
hafa sérstaklega orð á því ef þeir t.d.
panta sér rækjusnittu að þeir hafi
aldrei smakkað svona bragðmikla og
góða rækju. Enda markaðssetjum
við þessa vöru sem bestu rækju sem
hægt er að fá.“
Flytur inn lúxushráefni
Í dag er svo komið að um 70% af
veltu North Atlantic kemur til vegna
sölu innanlands, á meðan útflutn-
ingur myndar 30% af veltunni. Auk
þess að selja skötuselslifrina til Jap-
ans hóf North Atlantic á síðasta ári
sölu á þorsksviljum til S-Kóreu. „Við
höfum einnig nýtt okkur nýjar flug-
tengingar inn á Bandaríkjamarkað
fyrir ferskt sjávarfang og svo höfum
við selt fiskhrogn af ýmsum teg-
undum, aðalega til meginlands Evr-
ópu.“
Víðir finnur besta hráefnið sem er
í boði hér á landi en þarf líka að flytja
inn vöru erlendis frá fyrir þá kröfu-
hörðustu, lúxusveitingastaðina.
„Þetta er gúrme-vara eins og kónga-
krabbi og ekta styrjuhrogn sem geta
kostað allt að 100-150.000 kr. kílóið.
Íslenskir kokkar eru meðal þeirra
bestu í heimi í dag og eru mjög með-
vitaðir um það sem er að gerast er-
lendis, við þurfum því að vera vel
vakandi og tilbúnir að skaffa þeim
framúrskarandi hráefni,“ segir Víðir
og bætir við að það sé litlu en frá-
bæru teymi starfsmanna að þakka að
North Atlantic takist að veita við-
skiptavinum innanlands og erlendis
svona góða þjónustu.
Vill láta kafara tína kúfskel
En hvað gæti orðið næsta viðbótin
við flóruna hjá North Atlantic? Er
Viðir kannski með augastað á ein-
hverri vannýttri tegund í hafinu um-
hverfis Ísland sem gæti verið mikils
virði, rétt eins og ísfirska lúx-
usrækjan eða skötuselslifrin? „Ís-
lenskur sjávarútvegur er mjög fram-
arlega í að vinna mikið magn
sjávarafurða með nýjustu tækni, en
um leið má ekki gleyma að huga að
minni hlutunum og nostra við
ákveðna vöruflokka. Mig langar að
nefna kúfskelina, sem hefur verið að
ryðja sér til rúms og er orðin vinsælt
hráefni á fínustu Michelin-stöðum úti
í heimi. Kúfskel hefur áður verið
veidd hér á landi og veiddist t.d. í
miklum mæli hér fyrir vestan. Var
skelin þá „sjokkuð“, brotin og vöðv-
inn frystur og varan seld á lágu verði
til útlanda. Ég held að væri aftur á
móti áhugavert að skoða að láta kaf-
ara handtína kúfskelina af sjáv-
arbotninum og meðhöndla hana af
nærgætni þannig að úr verði lifandi
hágæðavara. Þannig kúfskel mætti
selja á a.m.k. fimmtánfalt hærra
verði,“ segir Víðir. „Hjartaskelin (e.
cockles) er líka mjög áhugaverð og
svo má ekki gleyma grásleppulifrinni
sem René Redzepi á NOMA sagði á
dögunum að væri alveg eins og foie
gras. Við höfum sent tvær prufu-
sendingar út til Japans og þeir eru
himinlifandi. Um þessar mundir eru
þeir að kynna hana fyrir markaðnum
og ef allt gengur að óskum þá verð-
um við farnir að safna grásleppulifur
hringinn í kringum landið.“
Sjávarafurðir fyrir þá kröfuhörðustu
North Atlantic hefur
sérhæft sig í „gúrme“
sjávarfangi og sinnir
þörfum margra fremstu
veitingastaða landsins.
Framundan er m.a. út-
flutningur á grásleppu-
lifur til Japans.
Ljósmynd/Agnes H. Aspelund
Hugmyndir „Ég held að væri
áhugavert að skoða að láta
kafara handtína kúfskelina
af sjávarbotninum og með-
höndla hana af nærgætni
þannig að úr verði lifandi há-
gæðavara,“ segir Víðir.
Áherslur „Íslenskur sjávarútvegur er mjög framarlega í að vinna mikið magn sjáv-
arafurða með nýjustu tækni, en um leið má ekki gleyma að huga að minni hlut-
unum og nostra við ákveðna vöruflokka, “ segir Víðir um framtíðarmöguleikana.