Morgunblaðið - 06.04.2018, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þéri i
Orkusparnaður
með Nergeco
hraðopnandi
iðnaðarhurðum
Nergeco
• Opnast hratt & örugglega
• Eru orkusparandi
• Þola mikið vindálag
• Eru öruggar & áreiðanlegar
• Henta við allar aðstæður
• 17 ára reynsla við íslen-
skar aðstæður & yfir 150
hurðir á Íslandi
Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun
má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni
Intelligent curtain sem
veitir aukið öryggi
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
F
ramandi sjávarlífverur hafa í
auknum mæli numið hér
land, en einkum hefur
þeirra orðið vart við suð-
vesturhorn Íslands á síð-
ustu tuttugu árum, segir Guðrún G.
Þórarinsdóttir, doktor í sjáv-
arlíffræði sem starfar við botnsjáv-
arsvið Hafrannsóknastofnunar.
„Á þessu
horni landsins
erum við með
járnblendiverk-
smiðjuna og
þangað koma
stór skip að utan
til að sækja járn-
blendið. Þau
koma til landsins
tóm að öðru leyti
en því að tankar
þeirra eru fullir
af kjölfestuvatni
sem ber ýmsar sjávarlífverur með
sér frá þeirra heimahöfn. Allt fram til
ársins 2010, þegar tekin var í gildi
reglugerð um bann við losun kjölfest-
uvatns innan mengunarlögsögu Ís-
lands, losuðu skipin kjölfestuvatnið
þegar til Íslands kom og þá fylgdu
framandi lífverur með,“ segir Guð-
rún.
Hlýnandi sjór síðustu áratugi
„Í raun eru flutningar framandi sjáv-
arlífvera til landsins ekki nýtt fyr-
irbæri en sennilega hafa flestar þær
tegundir sem hafa borist ekki getað
lifað hér og fjölgað sér fyrr en síðast-
liðin tíu til tuttugu ár. Á þeim tíma
hefur sjórinn við landið farið hlýn-
andi.“
Tíðar ferðir stórra skipa við suð-
vesturhornið, auk þess að þar er sjór-
inn við Ísland hlýjastur, hafa gert
það að verkum að þar hafa fundist
flestar þær framandi sjávarlífverur
sem haslað hafa sér völl undan
ströndum landsins.
„Þó ber að nefna að flestar rann-
sóknir hafa einmitt verið gerðar í
þessum landshluta. Við eigum rann-
sóknarseríur fleiri tugi ára aftur í
tímann, þannig að við getum séð
breytingar á milli ára eða áratuga.
En ef við fyndum framandi lífveru, til
dæmis í Reyðarfirði, þá hefðum við
engar fyrri rannsóknir til að styðjast
við. Eru fá rannsóknarverkefni þar í
gangi.“
Fáar tegundir taldar áleitnar
Guðrún flutti erindi á ráðstefnunni
Strandbúnaði 2018 í marsmánuði,
þar sem hún fjallaði um framandi og
áleitnar sjávarlífverur við Ísland og
einkum hugsanleg áhrif þeirra á
skeldýrarækt á Íslandi.
Fæstar framandi sjávarlífverur
gerast nokkurn tíma áleitnar eða
ágengar, en það er þegar þær verða
ráðandi, breyta ásýnd eða valda
skaða á lífríki.
„Það eru í raun fáar tegundir við
Ísland sem hægt er að telja áleitnar,
en áhrif þeirra koma oftast ekki fram
fyrr en eftir lengri tíma,“ segir Guð-
rún.
„Í dag er talið að við höfum fimm-
tán tegundir framandi sjávarlífvera
við Ísland. Aðeins hafa fjórar verið
taldar mögulega áleitnar en með tím-
anum gæti þeim fjölgað.“
Guðrún segir framandi sjáv-
arlífverur vera vaxandi vandamál um
allan heim.
„Það eru mörg dæmi um framandi
sjávarlífverur sem valdið hafa usla og
vandinn hefur aukist ár frá ári. Þessi
aukning orsakast meðal annars af
umhverfisástæðum. Sjávarhiti hefur
aukist, jöklar hafa bráðnað, og þar
með hafa náttúrulegar flutningsleiðir
og dreifing lífveranna breyst. En
þegar við tölum um framandi lífveru
þá gerum við það út frá þeirri skil-
greiningu að lífveran verði að hafa
komið til hinna nýju heimkynna fyrir
tilstilli mannsins, hvort sem það er
ómeðvitað eða af ásettu ráði.“
Mismunandi flutningsleiðir
Flutningsleiðir framandi sjáv-
arlífvera eru aðallega með kjölfest-
uvatni, sem ásætur á skipsskrokkum,
með innflutningi á eldistegund eða að
yfirlögðu ráði.
„Ef við tökum dæmi um framandi
sjávarlífveru sem hefur náð fótfestu
á Íslandi, vex vel og fjölgar sér mikið,
breiðist hratt út og veldur breyt-
ingum í nýja umhverfinu, þá er það
grjótkrabbinn. Hans varð fyrst vart í
Hvalfirði árið 2006, hefur síðan þá
breiðst hratt út um landið, og er sú
tegund sem einna helst getur talist
áleitin við strendur Íslands,“ segir
Guðrún.
„Grjótkrabbinn er talinn hafa áhrif
á trjónu- og bogakrabba í Hvalfirði
þar sem hann er í samkeppni við
þessar minni tegundir um fæðu og
virðist stofn þessara krabbategunda
hafa minnkað í samræmi við stækk-
un grjótkrabbastofnsins. Talið er
fullvíst að grjótkrabbinn hafi borist
til okkar frá Kanada með kjölfest-
uvatni skipa er komu til Hvalfjarðar
að sækja járnblendi. Í kjölfestuvatn-
inu hafa egg og/eða lirfur krabbans
lifað af flutninginn og á þessum tíma
var sjávarhiti í Hvalfirði orðinn
nægjanlega hár til þess að krabbinn
gat lifað af, vaxið og fjölgað sér þegar
kjölfestuvatnið var losað.“
Gæti orðið áleitin í framtíðinni
Önnur algeng flutningsleið fyrir líf-
verur er að berast sem ásæta á skips-
skrokki á milli hafsvæða og má þar
nefna glærmöttul, sem fyrst fannst
hér árið 2010 undir flotbryggjum á
suðvesturhorninu. Glærmöttull er sú
tegund sem hefur orðið áleitin í
kræklingarækt í Kanada og barst á
milli svæða sem ásæta á skel sem var
flutt frá austri til vesturs. Þessi teg-
und er ekki talin áleitin hér í dag en
gæti mögulega orðið það í skel-
fiskrækt nái hún hér almennilegri
fótfestu, að sögn Guðrúnar.
Önnur framandi tegund sem hefur
orðið áleitin erlendis í skelfiskrækt
og finnst hér er hafkyrja, sem fannst
hér fyrst í Hvalfirði en hefur síðan
breiðst út um Suðurland.
„Þetta er tegund sem hefur líklega
borist til okkar með kjölfestuvatni og
hefur hún fundist hér í litlu magni í
fjörupollum. Tegundin er ekki talin
mögulega áleitin en er það víða bæði í
Evrópu og Ameríku í skelfiskrækt
þar sem hún er ásæta á skeljarnar og
veldur miklum usla þar sem erfitt er
að hreinsa hana af, þegar uppskorið
er,“ segir Guðrún.
Óværa getur fylgt tegundum
Þriðja flutningsleiðin í flokkun Guð-
rúnar er þegar lífverur eru fluttar til
landsins af ásettu ráði.
„Til dæmis má nefna gróður og
skrautfiska sem fluttir er inn fyrir
fiskabúr. Þú flytur þetta inn af ásettu
ráði og svo hellirðu þessu kannski út í
bæjarlækinn, sem er ef til vill hálf-
volgur, og þá um leið gæti ný tegund
lífvera fundið sér bólfestu.“
Sú áhætta fylgir þá oft skel-
fiskrækt, þegar flutt er inn ný teg-
und til ræktunar, að henni fylgi
óværa sem ekki var ætlað að flyttist
með. Eins gæti innflutningstegundin
sjálf farið út böndunum hjá mönnum
og valdið usla, eins og mörg dæmi
eru um erlendis. Nefnir Guðrún sem
dæmi þegar Kyrrahafsostrur voru
fluttar frá Suður-Evrópu til rækt-
unar í Danmörku í kringum árið
1970.
„Þeir hafa misst ostrurnar úr
böndunum. Ostran er orðin verulega
ágeng tegund þar við land.“
Framandi lífvera finnst utan nátt-
úrulegra heimkynna vegna viljandi
eða óviljandi flutnings.
Fáar framandi lífverur gerast
áleitnar en í því felst að þær verða
ráðandi í nýja umhverfinu og breyta
ásýnd þess, hrekja burtu aðrar líf-
verur og geta jafnvel valdið umhverf-
is-, efnahags- eða heilsufarslegum
skaða.
Framandi lífverur nema hér land
Glærmöttull Tegundin
gæti mögulega orðið
áleitin í skelfiskrækt.
Gífurlegur fjöldi sjávarlífvera fer á milli hafsvæða á hverjum einasta degi án þess að hafa beinlínis til þess vilja, heldur flytjast þær
með umsvifum mannanna. Ýmsar þessarar lífvera festast í sessi á nýjum stað, geta vaxið og fjölgað sér og teljast þá framandi.
Grjótkrabbi Krabbans varð fyrst vart í Hvalfirði árið 2006, en hefur breiðst út.
Guðrún G.
Þórarinsdóttir
Ljósmynd/Pálmi Dungal
Ljósmynd/Sindri Gíslason
Hvað er framandi lífvera?