Morgunblaðið - 06.04.2018, Page 43
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 43
mældist eitt sinn 140-150 hnúta
vindur. (64 hnútar eru 12 vindstig)
Öll fjarskipti við stjórnendur fóru
fram um gervitungl á Inmarsat C-
tækjum skipsins.
Við komum á svæðið 10. janúar en
óveður tafði för okkar þangað.
Eins og fyrr var getið voru skipin
færð til, norður-suður, eftir því
hvernig lægðirnar þróuðust og fóru
yfir Atlantshaf, en syðst fór Ægir í
ferðinni á stað: 45°44 N breidd og
034°47 V lengd, eða um 1.160 sjómíl-
ur suð-suðvestur frá Reykjanesi og
voru þá um 390 sjómílur til Azor-
eyja.
Það var engin tilviljun sem olli því
að staðsetning skipanna var ákveðin
á þessu hafsvæði. Að baki lágu at-
huganir veðurfræðinga frá árunum
1989 til 1994 þar sem kom fram að
þar fóru um flestar dýpstu lægð-
irnar austur yfir Atlantshaf enda
reyndist svæðið vera hið mesta
veðravíti. Sjá meðfylgjandi kort.
Þegar ég var við nám í Stýri-
mannaskólanum um 20 árum fyrr
lærðum við nemarnir veðurfræði,
skemmtilegt fag að mér fannst. Þar
lærðum við hjá mínum góða læri-
meistara og síðar skólastjóra, Guð-
jóni Ármanni Eyjólfssyni, að teikna
m.a. veðurkort þar sem fram komu
hitaskil, kuldaskil og samskil ásamt
öðru sem nauðsynlegt var að hafa á
umræddum kortum.
Þetta var fyrir tíma veðurkorta-
móttakara sem komu síðar.
Þurfti ekki að rifja upp fræðin
Þessu námi tengdist einnig svokall-
að „Weather routing“. Í stuttu máli
byggðust þau fræði á því að forðast
skyldi það að skip lentu í slæmum
veðrum, sem sagt, reyna að sneiða
framhjá dýpstu lægðunum og þá að-
allega til að spara eldsneyti, auka ör-
yggi skips og áhafnar og tryggja það
að farmur skipa verði síður fyrir
tjóni.
Á þessum tíma þegar ég var við
nám var framtíðin óráðin, var ég
jafnvel að hugsa um að fara í lang-
siglingar og þá var eins gott að
kunna þessi fræði vel þegar lagt yrði
á úthafið.
Nei, nú þurfti ekkert að rifja upp
þessi fræði því nú skyldi haldið í veg
fyrir allar dýpstu lægðir sem geyst-
ust yfir Atlantshaf og helst ekki
missa af neinni þeirra, uppörvandi
eða hitt þó heldur.
Í dag sjáum við það oft hjá Land-
helgisgæslunni að jafnvel stór flutn-
ingaskip koma hingað upp undir Ís-
land og fara jafnvel norður fyrir land
til að forðast slæmt sjólag suður á
Atlantshafi á leið sinni austur eða
vestur um haf.
Haldið til Cork á Írlandi
Um mánaðamótin janúar-febrúar
var gert um fjögurra daga hlé á veð-
urathugunum þar sem skipin leituðu
hafnar til að taka olíu og vistir.
Við á Ægi héldum til Cork á Ír-
landi, franska skipið fór til Azoreyja,
úkraínska skipið til Halifax í Kanada
en bandaríska skipið Knorr hélt af
svæðinu í byrjun febrúar til rann-
sókna á Labradorsundi.
Við á Ægi áttum ágætar stundir á
Írlandi þar sem áhöfnin hvíldist og
fór í skoðunarferðir. Þó þurfti að
sinna ákveðnum „skyldustörfum“.
Undirritaður fór og heilsaði upp á
fulltrúa borgarstjóra í Cork eins og
algengt er að skipstjórar „herskipa“
geri þegar komið er í erlendar hafn-
ir.
Eldavélin að liðast í sundur
Hafnarstjóri Cork var einnig heim-
sóttur, farið var í heimsókn til írska
sjóhersins og haldin móttaka um
borð í Ægi fyrir fulltrúa írska sjó-
hersins og fleira fólk.
Ýmis búnaður var lagfærður um
borð í stoppinu svo sem rakamælir
veðurstöðvarinnar og eldavél skips-
ins en hún var hreinlega að liðast í
sundur eftir allan veltinginn.
Stjórnendur verkefnisins í Shann-
on komu í heimsókn um borð í varð-
skipið, menn sem varðskipsmenn
höfðu átt dagleg samskipti við í
gegnum Inmarsat C-tækin, og var
það ánægjuleg heimsókn.
Aftur í veðurathuganir
Haldið var aftur út frá Cork 3. febr-
úar og haldið á fyrri veður-
athuganaslóðir. Eins og við var að
búast hreppti varðskipið hin verstu
veður í ferðinni, væntanlega veð-
urfræðingum verkefnisins til
ánægjuauka en daglega voru okkur
sendar afar nákvæmar þriggja daga
veðurspár, miðaðar sérstaklega við
þau svæði sem skipin voru á hverju
sinni og oft fengum við fyrirmæli um
að sigla í veg fyrir lægðirnar.
Það kom fyrir að þegar við feng-
um þessi fyrirmæli um að færa okk-
ur til á svæðinu var stundum illa
„ferðafært“ og einungis mögulegt að
halda sjó.
Í einu skeytanna frá veðurfræð-
ingum í Shannon á Írlandi stóð eft-
irfarandi þegar kröpp lægð var að
nálgast hratt úr suðvestri: „It should
be a very nice case“, og í öðru skeyti
frá þeim stóð „Low no. 41 conside-
red for the moment as the best Fast-
ex case“.
Ég skal alveg viðurkenna að ég
var ekki jafn hrifinn og fyrrgreindir
veðurfræðingar þegar ég las þessi
skeyti frá þeim. Vindhraði á svæðinu
var oftast um 35-40 hnútar (16-20m/
sek) flesta daga, og þegar vindur
datt niður í 25-30 hnúta (12-15m/sek)
höfðu sumir á orði að það væri kom-
in blíða.
Hæstu öldur langt yfir turninn
Verst var veðrið dagana 14. og 15.
febrúar, en þá blés hressilega eða
frá 50 hnútum (25m/sek) upp í 80-90
Skólastjórinn og nemandinn
Halldór B. Nellett og Guðjón
Ármann Eyjólfsson um borð
í varðskipinu Þór árið 2014.