Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 4

Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Reyktur lax í brunchinn Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kvosin, Melabúðin, Nettó, Samkaup, Sunnubúðin, Pure Food Hall flug- stöðinni Keflavík. Með því að velja hráefnið af kostgæfni, nota engin aukaefni og hafa verkhefðir fyrri tíma í hávegum, framleiðum við heilnæmar og bragðgóðar sjávarafurðir. Bæjarráð Hveragerðis samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tilboð frá Landformi ehf. um að gera úttekt á gróðurhúsunum í bænum. Eins og sagði frá í Morgunblaðinu á dög- unum hafa mörg gróðurhúsin sem voru í miðju bæjarins verið tekin of- an á undanförnum árum, svo segja má að byggðin hafi breytt um svip. Alls voru um 50 þúsund fermetrar undir gleri í Hveragerði þegar best lét fyrir 30-40 árum eða svo, en nú aðeins 10-15 þúsund fermetrar. Það er Oddur Hermannsson, landslagsarkitekt hjá Landformi, sem mun meta varðveislugildi gróð- urhúsanna, en hann hefur tvívegis unnið aðalskipulag Hveragerð- isbæjar og er öllum staðháttum kunnugur. Þá hefur Pétur Ármanns- son hjá Minjastofnun boðist til að að- stoða bæjarfélagið við þetta verk- efni, en frumkvæðið kemur frá Nirði Sigurðssyni sem er bæjarfulltrúi bæjarmálafélagsins Okkar Hvera- gerði. Í greinargerð frá Landformi, sem birt er á vef Hveragerðisbæjar, segir að úttektin muni taka til allra uppi- standandi ylræktarhúsa og garð- yrkjustöðva innan bæjarmarkanna. Í skráningu fyrir hvert hús og stöð verði helstu upplýsingar og myndir settar inn. Varðveislugildið verði metið út frá menningu, umhverfi og ástandi bygginganna. Sumar megi mögulega nýta áfram til garðyrkju en önnur hafi varðveislugildi, séu sögulegar minjar og megi fá hlut- verk samkvæmt því. sbs@mbl.is Meta á gildi gróðurhúsa  Varðveisla í Hveragerði  Menning, umhverfi og ástand Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveragerði Gróðurhús við Þelamörk; í Blómabænum, sem svo var kallaður. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Í gær var hafist handa við að mála heila miðlínu á vegarkafla á Þing- vallavegi í Mosfellsdal. Framúrakst- ur verður þar með bannaður á þeim kafla í dalnum þar sem fjöldi afleggj- ara liggur að veginum. Íbúar hafa lengi krafist úrbóta á veginum, en að þeirra sögn er hrað- og framúrakst- ur tíður á svæðinu. Banaslys varð á veginum sl. laugardag og ákvað Vegagerðin í kjölfarið að banna þar framúrakstur. Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, hefur verið unnið að deiliskipulagi ásamt sveitarstjórn þar sem gert er ráð fyrir tveimur til þremur hringtorgum á veginum. Í þá vinnu verður þó líklegast ekki farið fyrr en á næsta ári. Íbúar hótuðu lögbroti Fulltrúar hverfisfélagsins Víghóls í Mosfellsdal sendu frá sér ályktun í kjölfar íbúafundar í fyrradag þar sem ályktað var að ef Vegagerðin myndi ekki bregðast við myndu íbú- ar mæta með málingarrúllu og ganga sjálfir í verkið. Slíkt athæfi er með öllu ólöglegt, að sögn Guð- brands Sigurðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. „Það hefði gagnast lítið. Það er náttúrulega ólöglegt athæfi, það má enginn gera það [að mála veginn] nema veghaldari,“ segir Guðbrand- ur. „Engum hefði borið að fara eftir því og í rauninni bara skemmdaverk á vegi. Þetta hefði bara verið krot sem hefði getað skapað hættu ef menn kæmust upp með að mála bara hvað sem þeim sýnist á vegina.“ Hann segist fyrst og fremst hafa litið á þessa hótun íbúa sem hróp á að- gerðir. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, tekur í sama streng og segir það algjörlega bannað samkvæmt lögum að mála á vegi enda sé Vegagerðin veghaldari. „Mér finnst það einkennilegt að vera uppi með slíkar hótanir þegar við vorum búin að tilkynna að við myndum mála heila línu.“ Búið að mála miðlínu í Mosfellsdal Morgunblaðið/Árni Sæberg Vegmerkingar Vegagerðin sendi viðeigandi aðila til að mála miðlínu á vegarkaflanum í Mosfellsdal í gærmorgun.  Vegagerðin sendi vinnuhóp til að mála heila miðlínu á Þingvallavegi í Mosfellsdal  Íbúar höfðu áður hótað því að ganga í verkið sjálfir  Slíkt væri ólöglegt með öllu, segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni Óli Már Aronsson olimar@rang.is Séra Sváfnir Sveinbjarnarson bauð til veislu á 90 ára afmælisdaginn í gær í Hvoln- um á Hvolsvelli. Margt var um manninn, á þriðja hundrað gestir komu til að samfagna honum. Sváfnir setti samkomuna með stuttu ávarpi og bauð svo tveimur barna- börnum sínum að stýra samkvæminu. Þau Sváfnir Gíslason og Anna Elín Kjart- ansdóttir tóku við veislustjórn og byrjuðu á að syngja afmælissönginn, allir viðstaddir risu úr sætum og tóku vel undir. Gísli Sváfnisson tók síðan til máls og færði föður sínum nýútkomna ljóðabók frá börnum Sváfnis, með ljóðum sem Sváfnir hefur samið gegnum tíðina. Nefnist ljóðabókin Heimalönd. Þá flutti afmælisbarnið ræðu sem það kallaði predikun og sló á létta strengi í lokin. Meðal atriða á samkomunni var flutningur Öðlinganna á nokkrum lög- um og meðal annars var frumflutt lag eftir Gísla Sváfnisson við texta séra Sváfnis. Séra Sváfnir er einstaklega ern og býr í eigin íbúð á Hvolsvelli og segist una sér við lestur, grúsk og skriftir. Hann lét af störf- um fyrir 20 árum eftir áratuga þjónustu við kirkjuna og samfélagið. Afmælisfagnaður héraðshöfðingja Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Vinafundur Það var glatt yfir afmælisbarninu þegar það tók á móti Samúel Erni Erlingssyni og öðrum gestum.  Um 300 manns samfögnuðu afmælisbarninu Miklar myglu- og rakaskemmdir hafa komið í ljós í húsnæði Háskól- ans á Akureyri og tæma þurfti hluta af húsnæðinu vegna þess. Háskólinn neyðist til að leigja skrifstofuhúsnæði á öðrum stað í bænum vegna skemmdanna. Um er að ræða elsta hluta Sól- borgarhússins svokallaða þar sem stoðstarfsemi háskólans hafði að- stöðu. „Eitt hús var tæmt fyrir jól og svo var annað tæmt núna í byrjun júní. Það var raki í veggjum og menn fóru í það að framkvæma sýnatökur og rækta úr því. Þá kom í ljós að þetta var slæmt,“ segir Hólmar Svansson, framkvæmdastjóri HA, í samtali við mbl.is. Til stendur að fara í viðgerðir á húsnæðinu en umfangið á eftir að koma í ljós. Talið er að kostnaður við viðgerð- irnar gæti numið allt að 200 millj- ónum króna en fjármagnið er ekki til reiðu eins og er. thor@mbl.is Mygla og raki herja á háskólann  Rýma þurfti byggingu að hluta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.