Morgunblaðið - 27.07.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára reynslu
á markaði þar sem við
þjónustum jafnt stór
sem smá fyrirtæki.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Landið við Sultartanga hef-ur tekið stakkaskiptumog er nú orðið grænt ogfallegt. Á undanförnum
árum höfum við gróðursett þús-
undir trjáplantna í lund sem við
höfum til ráðstöfunar og dreift þar
tugum tonna af áburði. Þetta hefur
svo sannarlega skilað sér og það er
ánægjulegt að
sjá árangurinn af
starfi okkar
svona skýran,“
segir Sigurjón
Andrésson, for-
maður Ferða- og
útvistarfélagsins
Slóðavina.
Innan vé-
banda Slóðavina
eru um 600
manns, fólk sem
hefur gaman af mótorsporti á vél-
hjólum, hvar ferðast er um skipu-
lagðar leiðir og brautir í byggð og á
hálendinu. Gjarnan er hjólað á svo-
nefndu Bolöldusvæði, efst á Sand-
skeiði ofan við Reykjavík, en þar
liggja slóðar fyrir mótorhjól sem
eru samanlagt um 50 kílómetrar.
Uppgræðslustarf í tíu ár
Í Slóðavinum hangir þó meira
á spýtunni en bara að ferðast, þar
sem fólk í félaginu lætur talsvert til
sín taka í umhverfismálum. Félagið
hóf fyrir tíu árum undir forystu
Hjartar L. Jónssonar uppgræðslu
við Sultartanga. Þar hafa Heklu-
skógar tekið frá 300 hektara svæði
sem er norðan þjóðvegarins frá
Þjórsárbrúnni við Sultartanga-
virkjun að Ferjufit vestan Hraun-
eyjavegar.
Reitur þessi hefur nú fengið
heitið Mótorhjólaskógurinn, enda
eru ýmis fleiri félög í sportinu með
í þessu verkefni. Má þar nefna
Skutlurnar, félag mótorhjóla-
kvenna, BMW-klúbbbinn, HOG
Harley Davidson-klúbbinn og Gafl-
ara svo nokkrir séu nefnir. Reitur
þessi verður í framtíðinni hluti af
fyrrnefndum Hekluskógum, víð-
feðmu landi á áhrifasvæði í ná-
grenni Heklu, þar sem gróður hef-
ur eyðst í eldgosum aldanna.
Rúmur áratugur er síðan ræktun
Hekluskóga hófst, en ætlunin er að
ná gróðri þar aftur á strik, meðal
annars með því að endurheimta
birkikjarr og rækta gróðureyjar,
þaðan sem fræ mun dreifast og sá
sér sjálft. Eitt þessara svæða er
Mótorhjólaskógurinn þar sem 15
liðsmenn Slóðavina fóru í síðustu
viku og dreifðu nokkur hundruð
kílóum af áburði á Vaðöldu sem var
áður gróðursnauð melaalda en er
nú grasi vaxin og græn.
„Við erum stolt af þessu góða
verkefni og afraksturinn er greini-
legur þó markmiðinu sé ekki og
verði sjálfsagt aldrei að fullu náð.
En það er gaman að sjá landið gróa
og þetta helst líka vel í hendur við
markmið og gildi Slóðavina um
örugga og ábyrga ferðamennsku,“
segir Sigurjón Andrésson.
Mótorhjóla-
skógur grænn
og dafnar vel
Slóðavinir eru eitt félaga fólks í mótorsporti sem
vinna að uppgræðslu við Sultartanga undir merkjum
Hekluskóga. Starfið helst í hendur við markmið um
ábyrga ferðamennsku, segir formaður félagsins.
Ræktunarmenn Hér eru frá vinstri talið: Ragnar Björnsson, Þórður Antonsson, Karvel H. Árnason, Sigurjón Andr-
ésson, Emil Hreiðar Björnsson og Gísli Þór Sigurðsson og í baksýn er þetta stæðilega skilti í eyðimörkinni miklu.
Fjallasýn Með hjólin við Valöldu og í baksýn er eldfjallið mikla sem sést hvaðanæva á Suðurlandsundirlendinu.
Sigurjón
Andrésson
Hjólafélagar Pálmar Örn Þórisson,
Einar Sverrisson og Björgvin Fil-
ippusson lengst til hægri.
Sumarfrí. Ég er að fara í sum-arfrí. Ég er að fara í sumarfríí fyrsta sinn síðan ég hóf þátt-
töku mína á vinnumarkaði, sumarið
eftir 8. bekk. Ég er nefnilega mjög
venjulegur ungur Íslendingur og hef
alltaf notað sumarfríið frá skólanum
til að vinna. Og jólafríið. Og
páskafríið. Vinnumenning ungs fólks
á Íslandi er einstök og atvinnuþátt-
taka talsvert meiri en gerist annars
staðar. Skólagöngu minni er
hins vegar lokið í bili og þess
vegna hefur fjarlægur
draumur minn um sumarfrí
loks ræst.
Ég ætla alls ekki að nýta
sumarfríið í að hanga inni, í
rigningunni, og horfa á Net-
flix. Nei, vinir mínir, ég ætla
að fara til Japan þar sem
stjórnvöld hafa lýst yfir
náttúruhamförum
vegna mikils hita.
Tugir hafa látið líf-
ið vegna hita og
hitamet landsins
hríðfalla. Um
daginn mældist
þar 41,1 stigs
hiti. Vinkona
mín sem stödd
er þar úti hefur
líkt hitanum við
það að standa of ná-
lægt báli.
Ég er sumsé að fara
úr þessum góðu tíu til
tólf stigum sem hafa gælt við okkur,
ásamt rigningunni, í fjörutíu stiga
hita. Þar að auki eru Japanar afar
prúðir og kvenfólk má helst
ekki vera í flegnum klæðnaði
eða láta sjást í axlir. Ferða-
mönnum er reyndar gefinn
meiri afsláttur í klæðaburði
og ég hyggst nýta mér hann
til fulls.
Sólarvörn númer 50 var
það fyrsta sem ég setti ofan í
töskuna, enda hefur frekn-
ótta húðin mín engin
tækifæri fengið til þess
að undirbúa sig fyrir
sólina. Eitt er víst, og
það er að ég verð him-
inlifandi að komast
aftur heim í svalt
fjallaloft og rign-
ingu. Grasið er víst
ekki alltaf grænna
hinum megin.
»Ég er sumsé að fara úrþessum góðu tíu til tólf
stigum sem hafa gælt við
okkur, ásamt rigningunni, í
fjörutíu stiga hita.
HeimurÞorgerðar Önnu
Þorgerður Anna
Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is