Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is
Óskum eftir bílum á söluskrá,
höfum laus sölustæði, kíktu við!
27. júlí 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 103.9 104.4 104.15
Sterlingspund 136.96 137.62 137.29
Kanadadalur 79.7 80.16 79.93
Dönsk króna 16.32 16.416 16.368
Norsk króna 12.744 12.82 12.782
Sænsk króna 11.851 11.921 11.886
Svissn. franki 104.61 105.19 104.9
Japanskt jen 0.9369 0.9423 0.9396
SDR 146.01 146.89 146.45
Evra 121.63 122.31 121.97
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9338
Hrávöruverð
Gull 1230.55 ($/únsa)
Ál 2056.0 ($/tonn) LME
Hráolía 73.7 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Össur seldi fyrir
158 milljónir
bandaríkjadala,
eða jafnvirði um 16
milljarða króna á
núverandi gengi, á
öðrum ársfjórð-
ungi. Hagnaður
félagsins nam 20
milljónum dala,
um 2,1 milljarði
króna. Hagnaður-
inn á öðrum ársfjórðungi var því um
12% af sölu félagsins og jókst um 49%
frá sama árshluta í fyrra.
Söluvöxtur var að mestu leyti drifinn
áfram af hátæknivörum félagins, segir í
afkomutilkynningu Össurar til Kaup-
hallar.
EBITDA, hagnaður fyrir fjármagnsliði,
afskriftir og skatta, nam 32 milljónum
dala og jókst um 15% í staðbundinni
mynt frá sama tímabili í fyrra. EBITDA
sem hlutfall af sölu var 20%. Í tilkynn-
ingu Össurar kemur fram að aukin
EBITDA-framlegð sé tilkomin vegna
aukinnar sölu hátæknivara og stærðar-
hagkvæmni í rekstri.
„Eftir hæga byrjun á árinu var niður-
staða annars ársfjórðungs í samræmi
við væntingar, með góðum vexti í sölu
og hagnaði,“ segir Jón Sigurðsson, for-
stjóri Össurar, í afkomutilkynningu.
„Sala á hátæknivörum okkar gengur vel
í bæði stoðtækjum sem og spelkum og
stuðningsvörum, þar með talin tölvu-
stýrð stoðtæki og lausnir fyrir fólk sem
þjáist af slitgigt.“ steingrimur@mbl.is
Hagnaður Össurar jókst
um 49% milli tímabila
Jón
Sigurðsson
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Samkvæmt nýju verðmati Capacent
borgar sig nú fyrir hluthafa stærsta
leigufélags landsins, Heimavalla, að
leysa félagið upp og selja eignir, eða
fyrir fjárfesta að kaupa félagið og
selja fasteignirnar.
Félagið var skráð í Kauphöll
Íslands 24. maí sl. og voru hlutabréf-
in boðin fjárfestum á genginu 1,38-
1,71 í frumútboði. Niðurstaða út-
boðsins var hinsvegar talsvert lægri
og hefur gengi bréfanna lækkað síð-
an og stendur nú í 1,18. Miðað við það
er markaðsvirði félagsins um 13
milljarðar króna. Nýtt verðmat
Capacent á félaginu hljóðar upp á
gengið 1,64 krónur á hvern hlut.
Eins og Capacent bendir á í verð-
matinu þá var bókfært virði eigin
fjár um 17,7 milljarðar króna 31.
mars sl. og gengi miðað við útgefna
hluti á þeim tíma um 1,72. „Bókfært
virði eigin fjár er því nálægt fimm
milljörðum króna hærra en sem
nemur markaðsvirði. Það samsvarar
því að bókfært verð sé um 37%
hærra en markaðsvirði eigin fjár.“
Drægi úr framboði og hækkaði
verð leiguíbúða
Í samtali við Morgunblaðið segir
Snorri Jakobsson hjá fjármála- og
hagfræðiráðgjöf Capacent að ef
kæmi til upplausnar félagsins myndi
það draga mjög úr framboði á leigu-
húsnæði, en staðan hafi væntanlega
nú þegar latt félagið til að fjárfesta
frekar í leiguhúsnæði.
„Upplausn félagsins myndi þar
með leiða til hækkunar leiguverðs.
Staðan er grafalvarleg þegar mark-
aðsvirði leigufélags er langtum
lægra en undirliggjandi verðmæti,“
segir Snorri.
Hann bendir á að mikil þversögn
sé í umræðu um leigufélögin á mark-
aðnum. Verkalýðsleiðtogar gagnrýni
félögin fyrir meinta gróðahyggju, en
ljóst sé að ef félögunum fatist flugið,
þá myndi leiguíbúðum fækka og
leiguverð hækka. „Maður áttar sig
ekki á hvaða hagsmuni verkalýðs-
leiðtogar bera fyrir brjósti í þessum
efnum.“
Hærri leigutekjur
Leigutekjur Heimavalla fyrstu
þrjá mánuði ársins voru um 31%
hærri en á sama tíma fyrir ári. Hagn-
aður fyrir söluhagnað, matsbreyt-
ingu og fjármagnsliði (NOI) var um
58% hærri. NOI var um 181 milljón
króna hærri og hagnaður um 99
milljónum króna hærri en árið 2017.
Eins og Capacent kemur inn á þá
hefur útleiguhlutfall félagsins hækk-
að um tæpt eitt prósentustig frá út-
gáfu skráningarlýsingar sem miðar
við allt árið 2017. Fór hlutfallið úr
95,9% í 96,7%. „Athygli vekur hins
vegar að útleiguhlutfall á Vestur-
landi og Vestfjörðum versnar veru-
lega frá því sem var árið 2017. Þar
fór hlutfallið úr 95,2% í 64,4%. Hlut-
fallið hækkaði hins vegar á höfuð-
borgarsvæðinu um 1,1 prósentustig
(í 98,8%) og á Austurlandi um 7,4
prósentustig (í 86,5%),“ segir í grein-
ingunni.
Telur borga sig að
leysa upp Heimavelli
Morgunblaðið/Eggert
Leiga Markaðsvirði Heimavalla er lægra en undirliggjandi verðmæti.
Fjárfestar gætu einnig keypt félagið og selt fasteignir þess
● Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,23% í
viðskiptum gærdagsins. Mest lækkaði
gengi bréfa Icelandair, eða um 3,44%, í
94 milljóna króna viðskiptum. Gengi
bréfa Marels lækkaði um 3,08% í gær, í
kjölfar afkomutilkynningar annars árs-
fjórðungs sem send var út eftir lokun
markaða í fyrradag. Velta með bréf
félagsins nam rúmlega 1,1 milljarði
króna í gær.
Lækkun á hlutabréfum