Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
✝ Áslaug Ragn-ars var fædd í
Reykjavík 23. apríl
1943. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans af völd-
um lifrarkrabba-
meins 75 ára að
aldri, hinn 18. júlí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru frú Ólafía
Þorgrímsdóttir
fótaaðgerðafræðingur, f. 10.12.
1916, d. 23.10. 1997, og Kjartan
Ragnars, hæstaréttarlögmaður
og sendifulltrúi í utanríkisþjón-
ustunni, f. 23.5. 1916, d. 7.1.
2000. Áslaug var elst fimm
systkina, en hana lifa Bergljót
listmálari, f. 1944; Hildur fv.
móttökufulltrúi, f. 1947; Kjart-
an hæstaréttarlögmaður, f.
1949; og Ragna hjúkr-
unarfræðingur, f. 1958.
Áslaug gekk árið 1964 í
hjónaband með Magnúsi Þórð-
arsyni, blaðamanni og síðar
upplýsingafulltrúa Atlantshafs-
bandalagsins. Þau Magnús
skildu, en hún giftist tvisvar
aftur, fyrst Jóni Ísleifssyni og
síðar Aðalsteini Emilssyni. Þau
skildu einnig.
laug störf sem blaðamaður á
Morgunblaðinu, lengi í erlend-
um fréttum en einnig skrifaði
hún um menningu og þjóðmál.
Þá gaf hún sig að stjórnmála-
störfum, var í forystu Hvatar,
félags sjálfstæðiskvenna í
Reykjavík, Varðar, fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík og varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Reykjavík 1974-78. Hún lét sig
menningu miklu varða og tók
þátt í margvíslegu starfi á þeim
vettvangi, en einnig gaf hún
sig að málefnum geðsjúkra.
Hún ritaði tvær skáldsögur,
Haustviku og Sylvíu, sem hlutu
góðar viðtökur. Hún annaðist
einnig margvíslega þáttagerð
fyrir útvarp og sjónvarp, þar á
meðal menningarþáttinn
Gluggann í Ríkissjónvarpinu
og eins var hún einn umsjón-
armanna Kastljóss Ríkissjón-
varpsins. Eftir hana liggja ýmis
rit, þar á meðal vinsæl mat-
reiðslubók, Maturinn hennar
mömmu, um íslenskan heim-
ilismat. Áslaug starfaði síðar
fyrir ýmsa aðra fjölmiðla, svo
sem Tímann og Dag, en hin síð-
ari ár fékkst hún við ýmis rit-
störf, þýðingar og útgáfu.
Útför Áslaugar fer fram í
Dómkirkjunni í dag, 27. júlí
2018, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
Synir Áslaugar
og Magnúsar eru
1) Andrés, fæddur
28.4. 1965, blaða-
maður á Englandi.
Barnsmóðir hans
er Fjóla Ósk Gunn-
arsdóttir, en barn
þeirra er Iðunn
Andrésdóttir, f.
1997. Eiginkona
hans er Auðna
Hödd Jónatans-
dóttir blaðamaður og börn
þeirra eru Anna Ceridwen, f.
1999, Ragnheiður, f. 2008,
Magnús, f. 2011 og Jakob
Þórður, f. 2011. 2) Kjartan,
fyrrverandi borgarfulltrúi,
fæddur 5.12. 1967; maki Guð-
björg Sigurgeirsdóttir hjúkr-
unarfræðingur og börn þeirra
eru Snæfríður, f. 1999, Magnús
Geir, f. 2001, og Oddný Áslaug,
f. 2009.
Áslaug ólst upp í Reykjavík
og gekk í Laugarnesskóla og
Kvennaskólann. Vegna starfa
föður síns ólst Áslaug að miklu
leyti upp erlendis og bar þess
síðan merki sem heimskona.
Heimkomin gerðist Áslaug
flugfreyja hjá Loftleiðum, en
upphafi 8. áratugarins hóf Ás-
Það er skarð fyrir skildi við
fráfall Áslaugar Ragnars,
tengdamóður minnar. Áslaug
var um margt sérstök kona sem
sópaði að. Hún hafði eindregnar
skoðanir á flestum málum og lét
þær óspart í ljós. Börnum sýndi
hún skilyrðislausa umhyggju
enda var hún einstaklega barn-
góð. Börnin okkar Kjartans voru
ekki há í loftinu þegar þau voru
farin að heimsækja hana upp á
eigin spýtur enda bjó hún í
næstu götu við okkur. Í þessum
heimsóknum dekraði Áslaug við
börnin á sinn hátt en siðaði þau
líka til með ýmsum hætti. Hún
fylgdist vel með því hvað krakk-
arnir fengust við hverju sinni og
sagði þeim álit sitt á því af hrein-
skilni og hispursleysi en ætíð á
jafnræðisgrundvelli. Oft varð ég
þess áskynja að eftir heimsókn
til ömmu Áslaugar voru börnin
hugsi yfir einhverju sem hún
hafði sagt þeim og sáu hlutina þá
gjarnan frá nýju sjónarhorni.
Slík samtöl voru oft um viðfangs-
efni líðandi stundar eins og
skólanámið, framkomu og
klæðaburð en þau gátu líka verið
um heimsmálin eða löngu liðna
atburði í mannkynssögunni. Ein-
hverju sinni spurðu börnin
ömmu sína út í stöðu mála í
Austurlöndum nær og fýsti að
vita um ástæður hins þráláta
ófriðar þar. Þar komu þau ekki
að tómum kofunum enda hafði
Áslaug skrifað margar fréttir og
fréttaskýringar um þessi mál
sem blaðamaður um árabil. Hitt
kom börnunum á óvart að amma
þeirra hafði ferðast um þennan
heimshluta sem blaðamaður á
sínum tíma og þannig komist ná-
lægt átakasvæðum. Ferðaðist
hún m.a. til Íraks á meðan styrj-
öld geisaði á milli Íraka og Írana
og sat þá blaðamannafund með
Saddam Hussein, einræðisherra
landsins og einum helsta illvirkja
í þessum heimshluta um langt
skeið.
Áslaug hafði mikinn áhuga á
matargerð og naut þess mjög að
bjóða barnabörnunum í mat
enda hefur ömmumaturinn ætíð
verið í miklu uppáhaldi hjá þeim.
Held ég að þessi matarboð hafi
verið með helstu eftirlætisstund-
um hennar. Árið 1991 sendi hún
frá sér matreiðslubókina Matinn
hennar mömmu því henni fannst
vanta bók um gamla góða heim-
ilismatinn, sem framreiddur hef-
ur verið af mörgum kynslóðum
mæðra þessarar þjóðar með góð-
um árangri en gæti átt undir
högg að sækja. Margar mat-
reiðsluperlur eru í bókinni enda
hefur hún notið mikilla vinsælda
og var endurútgefin fyrir nokkr-
um árum. Með bókinni hefur Ás-
laug svo sannarlega lagt sitt af
mörkum til varðveislu íslenskrar
matargerðar og það hafa verið
forréttindi að njóta leiðsagnar
hennar í þessum efnum.
Áslaug var ástríðufullur unn-
andi sígildrar tónlistar og hafði
mikið yndi af því að sækja tón-
leika. Sjálf lék hún á píanó frá
unga aldri og það veitti henni
mikla ánægju að fylgjast með
tónlistarnámi afkomenda sinna.
Oft sat hún heima og las í bók
eða fékkst við hannyrðir á með-
an hún hlustaði á tónlistarperlur.
Um síðustu áramót greindist
Áslaug með þann illvíga sjúkdóm
sem nú hefur lagt hana að velli.
Frá því í febrúar var hún að
mestu á sjúkrahúsi en tókst á við
veikindin af miklu æðruleysi.
Sem fyrr hafði hún mikla
ánægju af því að hitta fólk og var
þakklát fyrir allar þær heim-
sóknir sem hún fékk. Það var
glatt á Hjalla þegar við héldum
upp á 75 ára afmæli hennar á
Hávallagötunni í apríl og einnig
hafði hún mikla ánægju af því að
fara í föstudagskaffi hjá Blaða-
mannafélaginu og skiptast þar á
skoðunum við margt skemmti-
legasta fólk landsins.
Margar kærar minningar um
Áslaugu geymast í hugskoti.
Henni hefði eflaust þótt of per-
sónulegt að tíunda þær hér enda
hafði hún ákveðnar skoðanir á
því hvað ætti heima í minning-
argreinum og hvað ekki. Að leið-
arlokum viljum við aðstandendur
koma á framfæri kæru þakklæti
til starfsfólks krabbameinsdeild-
ar, meltingar- og nýrnadeildar
og síðast en ekki síst líknardeild-
ar Landspítalans þar sem Ás-
laug naut frábærrar umönnunar
síðustu mánuðina.
Guð blessi minningu Áslaugar
Ragnars.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir.
Áslaug systir mín er borin til
grafar í dag. Hún var elst okkar
fimm systkina, Bergljót rúmu
ári yngri en hún, ég í miðjunni
svo Kjartan og loks Ragna yngst
okkar.
Ég mun sakna hennar mikið.
Þó að stundum slettist upp á vin-
skap skapstórra systra var
sterkur þráður væntumþykju á
milli okkar.
Áslaug var mörgum hæfileik-
um gædd, hún skrifaði bækur,
stjórnaði útvarps- og sjónvarps-
þáttum, var flink í höndunum,
prjónaði hér á árum áður flíkur
sem voru engu líkar og bjó til
dásamlegan mat. Hún var
heimskona og valdi það sem hún
vildi hafa í kringum sig af kost-
gæfni og smekkvísi. Hún bar
sterkan og mikinn persónuleika
og hafði ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og bjó
líka yfir hlýju og kímnigáfu. Líf-
ið var henni ekki alltaf auðvelt
og hún fór dult með tilfinningar
sínar. Það var ekki hennar stíll
að kvarta, hún kvartaði aldrei.
Undanfarin tvö ár eða svo voru
henni afar erfið og mér er það
ljóst svona eftir á að sjúkdóm-
urinn var þá þegar líklega farinn
að gerjast en krabbameinið
greindist í janúar á þessu ári.
Mjög fallegt og náið samband
var milli Áslaugar og barna-
barna hennar allra, en ekki síst
Snæfríðar, dóttur Kjartans og
Guðbjargar, sem var sólargeisl-
inn í lífi hennar. Og það var fal-
legt að sjá hvað synirnir Kjartan
og Andrés reyndust móður sinni
vel í veikindunum sem og alla
tíð.
Kjartani og Andrési og fjöl-
skyldum þeirra votta ég mína
dýpstu samúð.
Megi hún hvíla í friði hún
systir mín.
Hildur Kjartansdóttir.
Ég vil minnast Áslaugar
Ragnars sem hefur verið sam-
ferðarmaður minn í lífinu.
Í hugskotinu geymi ég mynd
af henni daginn sem hún gekk að
eiga Magnús Þórðarson, móður-
bróður minn. Myndin er ekki
veruleikanum samkvæmt, því að
þar stendur Áslaug á svölum
húss sem ég veit að hefur aldrei
haft svalir, en dagurinn er sól-
bjartur því að minningin er góð.
Nær sannleikanum er að Áslaug
hefur verið hluti af mínu lífi eins
lengi og mig rekur minni til. Þau
Maggi frændi voru nágrannar
okkar þegar ég var barn og þótt
þau flyttu var það svo sem ekki
langt. Þegar þar kom að hjónin
skildu hélt Áslaug áfram að vera
hluti af gangverkinu eins og
sjávarföll eða árstíðir; eðlilegur
hluti af tilverunni sem kom og
fór, en þó aldrei lengra en svo að
fullvíst var að birtist fljótlega á
ný.
Áslaug var af kynslóð foreldr-
anna en samband okkar ein-
kenndist þó af jafnræði; við kom-
um okkur alltaf beint að efninu
og það var gaman að tala við
hana. Nokkrum sinnum bauð Ás-
laug mér til sín og sagði að hana
langaði að gefa mér eitthvað.
Svo gaf hún mér hluti. Litla og
fallega því að hún hafði fallegan
smekk. Mér þótti vænt um þetta
og um þessa hluti sem eru nú
orðnir mér til minningar um líf.
Um leið og ég kveð Áslaugu
sendi ég Andrési og Kjartani
sonum hennar samúðarkveðjur,
barnabörnum og systkinum.
Lára Magnúsardóttir.
Mér var brugðið fyrir rétt
rúmu hálfu ári er í ljós kom að
Áslaug hefði fengið illvígan gest
og að tími hennar væri líklega
talinn í mánuðum frekar en miss-
erum. Áslaug var gift Magnúsi
móðurbróður mínum og var móð-
ir góðvina minna og frænda,
Kjartans og Andrésar. Ég var
sem barn heimagangur á heimili
þeirra Magnúsar á Hávallagötu
og síðar eftir að þau skildu á
heimili hennar á Mímisvegi. Nú
hin síðari ár hafa samverustund-
irnar jafnframt verið margar á
vettvangi Sjálfstæðisflokksins
enda var hún virk í starfi hans.
Áslaug var áberandi þar sem
hún fór, sköruleg og ákveðin en
jafnframt mikill húmoristi. Hún
var fróð og vel að sér, lét sig
þjóðfélagsmál miklu varða, var
hápólitísk og ófeimin við að viðra
skoðanir sínar. Og það átti ekki
einungis við um þjóðfélagsmálin
heldur flest það sem fangaði hug
hennar. Segja má að hún hafi
verið ástríðumanneskja. Hún var
listræn með afbrigðum, sem sást
bæði á heimili hennar sem skart-
aði fögrum munum, í þýðingum
hennar og skáldskap, píanóleik
og þá ekki síst í matargerð henn-
ar. Hún var ekki einungis af-
burðakokkur, maturinn varð að
vera fallegur. Það er mér
ógleymanlegt er ég fékk pitsu í
fyrsta skipti árið 1978, en þá
voru þær framandi matur. Aldrei
hafði ég séð fallegri mat, svo ekki
sé minnst á bragðið. Áslaug var
ófeimin við að prófa nýja hluti en
taldi mikilvægt að halda líka í
hefðina. Allt sást þetta í mat-
reiðslubókinni hennar Maturinn
hennar mömmu sem var og er
feikivinsæl, en þar festi hún á
bók margar hefðbundnar íslensk-
ar uppskriftir sem verra væri að
féllu í gleymskunnar dá.
Þó að Áslaug væri ekki sátt
við óboðna gestinn sem tekið
hafði sér bólfestu í líkama henn-
ar, þá tók hún honum af æðru-
leysi og jafnaðargeði. Hún var
sátt og ánægð með það sem hún
skilur eftir sig hér á jörðu. Vel
gerða syni og mannvænleg,
greind og fjörug barnabörn sem
áttu huga hennar allan. Og sem
voru einkar hænd að henni. Á
síðasta fundi okkar, er ég heim-
sótti hana á líknardeild, brosti
hún og hló er talið barst að auga-
steinum hennar, barnabörnun-
um. Ég kveð Áslaugu með virkt-
um og votta um leið fjölskyldu
hennar innilegustu samúð mína
og minna.
Þórður Þórarinsson
Þegar horft er yfir farinn veg
síðustu rúma hálfa öld er nánast
ótrúlegt hve stór hópur af hæfi-
leikaríku fólki, konum og körlum,
hafa komið við sögu á ritstjórn
Morgunblaðsins á þessu tímabili.
Þetta sama fólk hefur svo eftir
atvikum horfið til annarra starfa
í samfélagi okkar og markað þar
spor, hvort sem er í stjórnmál-
um, menningu eða atvinnulífi.
Ein úr þessum hópi var Ás-
laug Ragnars, en útför hennar
fer fram í dag.
Kynni okkar hófust reyndar
áður en ég hóf störf á Morg-
unblaðinu en á þeim árum var
það eitt öðru fremur, sem hugs-
anir ungs fólks snerust um, sem
á annað borð hafði áhuga á þjóð-
málum en það var kalda stríðið.
Sennilega skilur ungt fólk í dag
ekki í hve ríkum mæli það mótaði
okkar kynslóð.
Í þeim efnum var Áslaug „ein
af oss“, ef svo má að orði komast.
Leiðir þeirra Magnúsar Þórð-
arsonar, sem þá var blaðamaður
á Morgunblaðinu en síðar sér-
stakur starfsmaður Atlantshafs-
bandalagsins á Íslandi, lágu sam-
an, en hann var án efa mesti
ritsnillingur meðal ungra sjálf-
stæðismanna í pólitísku dægur-
þrasi þeirra tíma. Þau eignuðust
tvo syni, Andrés og Kjartan, sem
báðir áttu eftir að koma við sögu
á ritstjórn Morgunblaðsins.
Áslaug var traustur blaða-
maður, sem var jafnvíg í umfjöll-
un um erlend sem innlend mál-
efni og kom reyndar líka við
sögu í útvarpi og sjónvarpi.
Það kom okkur samstarfs-
mönnum hennar á óvart, þegar
hún gaf út skáldsögu haustið
1980, Haustviku. Um hana sagði
Guðmundur Gíslason Hagalín í
umsögn í Morgunblaðinu:
„Þessi skáldsaga er ekkert
glingur... Hún hefur sem sé á
blaðamennskuferlinum skerpt
djúpskyggni athyglisgáfu sinnar
með að bakhjarli eigin reynslu...“
Áslaug gaf út aðra skáldsögu
tveimur árum síðar, Sylvíu.
En hún var jafnframt virk í
starfi Sjálfstæðisflokksins, fyrst
meðal ungra sjálfstæðismanna
en síðar í félagasamtökum sjálf-
stæðiskvenna. Hún skipaði 12.
sæti á framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjavík í þing-
kosningunum sumarið 1974, þeg-
ar flokkurinn vann einn mesta
sigur sögu sinnar undir forystu
Geirs Hallgrímssonar.
Síðar var hún reglulegur þátt-
takandi á fundum Samtaka eldri
sjálfstæðismanna í Valhöll og
var á fundum þar í vor, þótt þá
væri svo komið að veikindin
sæktu fast að.
Það er tryggð af því tagi, sem
er enn kjölfestan í starfsemi
Sjálfstæðisflokksins.
Þegar horft er fram á veg á
unga aldri er leiðin löng fram
undan. Þegar horft er til baka er
lífið ótrúlega stutt.
Samstarfsmenn Áslaugar fyrr
á tíð minnast hennar sem starfs-
manns, sem hægt var að treysta
á. Það skiptir máli í því arga-
þrasi, sem einkennir líf á rit-
stjórn dagblaðs á hverjum ein-
asta degi.
Áslaug bar það með sér í lífi
og starfi að hún kom úr menn-
ingarlegu umhverfi.
Ég sendi sonum hennar og
öðrum afkomendum samúðar-
kveðjur.
Styrmir Gunnarsson.
Áslaug Ragnars hefur kvatt
þennan heim. Það er sjónarsvipt-
ir að henni. Ég átti samleið með
henni um áratuga skeið, fyrst á
vettvangi blaðamennskunnar og
svo einnig í vinahópi. Áslaug var
hreinskiptin og lét hlutina heita
sínum nöfnum, hafði ákveðnar
skoðanir en var jafnframt hlý og
trygg manneskja. Ég minnist
hennar ekki síst á stundu stolts
þegar fyrsta barnabarn hennar,
Iðunn Andrésdóttir, var skírð.
Þar var ég gestur ásamt dóttur
minni. Ég minnist hennar sem
blaðakonunnar Áslaugar, dríf-
andi og hugmyndaríkrar. Í ára-
tugi hittumst við svo sex blaða-
konur sem höfðum starfað
saman á Morgunblaðinu á
skemmtifundum. Blásið var til
þessara funda með jöfnu millibili
árið um kring á hinum ýmsu
veitingastöðum borgarinnar. Það
er skarð fyrir skildi að missa
hana úr hópnum. Síðari árin lágu
leiðir okkar Áslaugar einnig
saman í „Föstudagsklúbbnum“
hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Þar var hún mikill fengur fá-
mennum fulltrúum blaðakvenna.
Gjarnan drógum við okkur sam-
an í horn og spjölluðum. Þarna
naut Áslaug sín, hnyttin og bein-
skeytt. Hennar verður saknað á
þeim vettvangi sem öðrum. Og
seint gleymist þeim sem til
þekktu æðruleysið sem hún
sýndi í banalegunni.
Blessuð sé minning Áslaugar
Ragnars. Ég, fyrir hönd ýmissa
samstarfskvenna og vina, sendi
hennar nánustu innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Fallin er frá mæt kona, Ás-
laug Ragnars. Ég hafði heyrt
Áslaugar getið, Vesturbæingur,
blaðamaður og sjálfstæðismaður
sem hún var. Fljótlega eftir að
ég hóf þátttöku í starfi Sjálf-
stæðisflokksins sá ég henni
bregða fyrir á fundum, hún var
ein af tryggari stuðningsmönn-
um flokksins og mátti ganga að
því vísu að hún sæti fundi í Val-
höll eða legði flokknum lið í að-
draganda kosninga. Eftir að ég
tók við sem formaður Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna kynnt-
ist ég Áslaugu betur. Hún var
ein af þeim fyrstu til að gefa sig
á tal við mig, hvatti mig til góðra
verka og það var ljóst að hún bar
hag landssambandsins fyrir
brjósti sér. Við tókum iðulega tal
saman þegar við hittumst, hún
var dugleg að sækja viðburði
landssambandsins þó að heilsan
hefði gefið eftir og hún hringdi
líka þegar hún vildi ræða málin.
Áslaug var góður liðsmaður og
kunni ég að meta hreinskilni
hennar og sýn á stjórnmálin.
Áslaug var einlæg og hlý og
ég þakka fyrir góða samfylgd.
Fyrir hönd Landssambands
sjálfstæðiskvenna færi ég sonum
hennar og fjölskyldu samúðar-
kveðjur um leið og ég þakka Ás-
laugu fyrir framlag hennar og
stuðning við landssambandið.
Formaður Landssambands
sjálfstæðiskvenna,
Vala Pálsdóttir.
Nú falla þeir frá einn af öðr-
um blaðamennirnir sem ég
kynntist þegar ég byrjaði blaða-
mennskuferil minn snemma á ní-
unda áratug síðustu aldar. Ás-
laug Ragnars var ein í
samhentum hópi blaðamanna á
ritstjórn Morgunblaðsins niðri í
Aðalstræti á þeim tíma. Það voru
sönn forréttindi að fá að kynnast
og verða hluti af þeim góða hópi,
enda ríkti einstakur andi og
kraftur á ritstjórninni og á
vinnustaðnum öllum, eins og þeir
geta vitnað um sem þar áttu hlut
að máli. Svo liðu árin og leiðir
skildi eins og gengur. Áslaug
hætti á Morgunblaðinu og hvarf
til annarra starfa, sem þó voru
ætíð tengd blaðamennsku og rit-
störfum, og ég gerðist starfs-
maður stéttarfélags blaðamanna
þegar tímar liðu. Engin veit sína
ævina fyrr en öll er. En svo
gerðist það fyrir nokkrum árum
að við gátum endurnýjað kynni
okkar þegar Áslaug fór að venja
komur sínar í svonefnt föstu-
dagskaffi, sem við höldum hér
vikulega í félagsaðstöðu Blaða-
mannafélags Íslands, og erum
með árið um kring, ef utan er
skilið hásumarið. Föstudags-
klúbburinn, sem svo er nefndur,
er fimmtán ára um þessar mund-
ir. Hann er vettvangur fyrir
blaðamenn til þess að koma sam-
an og ræða landsins gagn og
nauðsynjar eða hvað eina sem
hæst ber hverju sinni. Eðli máls-
ins samkvæmt eru það einkum
eldri blaðamenn, sem komnir
eru á eftirlaun, og þeir sem eru í
lausamennsku og hitta ekki
starfsfélagana reglulega, sem
koma á fundina. Það vita allir
sem komið hafa að blaða-
mennsku að djúp og gagnrýnin
umræða er nauðsynlegur grunn-
ur góðrar blaðamennsku, enda
verða umræður oft ærið fjörug-
ar. Sitt sýnist hverjum, en með
skoðanaskiptum nálgumst við
kjarna málsins. Áslaug auðgaði
fundina með nærveru sinni og
ljúfmennsku. Hún tók ævinlega
mikinn þátt í umræðunni á sinn
stillta og hógværa máta, en stóð
fast á sínu og hljóp ekki eftir al-
menningsálitinu. Ég fann að
skoðanir okkar og áherslur fóru
saman í mörgum atriðum og
örugglega fleirum en þegar við
vorum yngri.
Fyrir mína hönd og föstu-
dagsklúbbsins þakka ég Áslaugu
fyrir samveruna og viðkynn-
inguna á liðnum árum og bið
henni Guðs blessunar. Sonum
hennar og fjölskyldu votta ég
samúð.
Hjálmar Jónsson.
Áslaug Ragnars