Morgunblaðið - 27.07.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Okkar ástkæra,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR
frá Holtsmúla,
til heimilis að Fellstúni 6,
Sauðárkróki,
lést þann 17. júlí á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á Sauðárkróki.
Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 28. júlí
klukkan 14.
Ragnar Eyfjörð Árnason
Sigurður Ingi Ragnarsson Steinunn Valdís Jónsdóttir
Árni Eyfjörð Ragnarsson Sigurrós Einarsdóttir
Smári Hallmar Ragnarsson Halla Mjöll Stefánsdóttir
Gunnur Pálsdóttir
og ömmubörn
Okkar kærleiksríki,
FILIPPUS BJÖRGVINSSON,
Sólheimum 25,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
31. júlí kl. 13:00.
Sjöfn Árnadóttir
Selma Filippusdóttir
Björgvin Filippusson Kolbrún J. Gunnarsdóttir
og afabörn
Elskuleg frænka okkar,
GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR,
andaðist 15. júlí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði
(Báruhraun) fyrir hlýhug og umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Erla Pálmadóttir
Lóa Björg Óladóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNA BJÖRGVINSDÓTTIR
frá Kálfsá í Ólafsfirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Dyngju,
Egilsstöðum, mánudaginn 23. júlí.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. ágúst
klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum.
Björgvin Sveinbjörnsson Sigrún Gunnlaugsdóttir
Árni Sveinbjörnsson Elín A. Þ. Björnsdóttir
Sveinbjörn Þ. Sveinbjörns.
Stefanía Ó. Sveinbjörnsd. Sigfús Guttormsson
Hallfríður Sveinbjörnsdóttir Knut Nordbö
Guðrún B. Sveinbjörnsdóttir Stian Ersland
barnabörn og barnabarnabörn
Kær frænka okkar,
JÓNÍNA GARÐARSDÓTTIR,
áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 41,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
laugardaginn 14. júlí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Guðrún Jónasdóttir og fjölskylda
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs
bróður okkar, mágs og vinar,
JÓNS TRAUSTA STEINGRÍMSSONAR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri
fyrir góða umönnun og umhyggju.
Sveinbjörn Steingrímsson Lína Gunnarsdóttir
María Steingrímsdóttir
Björn Jónsson Arndís Brynjólfsdóttir
✝ Ingimar Núma-son fæddist 15.
október 1938 í Sæ-
landi, Vesturgötu
15, Ólafsfirði. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 18. júlí
2018.
Foreldrar hans
voru Magnea Stef-
ánsdóttir, f. 24. maí
1919, d. 29. október
1980 og Númi Ingi-
marsson, f. 1. janúar 1913, d. 26.
júní 1940. Seinni maður Magneu
var Jakob Einarsson, f. 15. októ-
ber 1903, d. 14. ágúst 1971.
Fósturforeldrar Ingimars
voru Jón Ingimarsson, f. 1. júní
1904, d. 28. júní 1981, og Svein-
ína Sigmundsdóttir, f. 15. janúar
1911, d. 22. nóvember 1986.
Alsystkini Ingimars voru Sig-
ríður Sæland, f. 25. júní 1937, og
Páll Beck Valdimarsson, f. 17.
janúar 1941, d. 7. mars 2016.
Sammæðra bræður Ingimars eru
Guðbjörn Jakobsson, f. 25. ágúst
Matthías, f. 4. febrúar 1965, og
Helga, f. 11. október 1967, gift
Hlyni Guðmundssyni, f. 26. ágúst
1967, börn þeirra eru, Kristófer
Númi, f. 21. febrúar 1991, Ingi-
mar Elí, f. 10. september 1992,
og Anna Dís, f. 22. mars 2001.
Ingimar og Ingibjörg eiga átta
barnabarnabörn.
Ingimar ólst upp í Ólafsfirði
og gekk í Barnaskóla Ólafs-
fjarðar. Um fermingu byrjaði
hann að róa með Magnúsi Guð-
mundssyni á Freymundi og réri
síðan á hinum ýmsu bátum. Árið
1957 fór Ingimar á Þorleif ÓF
með Jóni Sigurpálssyni, Síðan á
Þorleif Rögnvaldsson ÓF. Haust-
ið 1967 hóf hann störf á Sig-
urbjörgu ÓF 1. Á Sigurbjörginni
var Ingimar með þremur skip-
stjórum, Ólafi Meyvant Jóakims-
syni, Magnúsi Þorsteinssyni og
Vilhjálmi Sigurðssyni.
Ingimar var heiðraður 11. júní
2006 af Sjómannafélagi Ólafs-
fjarðar fyrir vel unnin störf til
hagsbóta fyrir sjómenn og Ólafs-
fjörð.
Ingimar verður jarðsunginn
frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 27.
júlí 2018, kl. 14.
1944, Einar Jak-
obsson, f. 15. júní
1947, Barði Jak-
obsson, f. 21. októ-
ber 1952, og Stefán
Jakobsson, f. 18.
október 1954.
Ingimar kvæntist
3. júní 1963 Ingi-
björgu Guðrúnu Ár-
dal Antonsdóttur, f.
19. júní 1942. For-
eldrar hennar voru
Anton Baldvin Björnsson, f. 17.
feb. 1893, d. 9. apríl 1975, og
Guðrún Anna Sigurjónsdóttir, f.
1. apríl 1905, d. 28. mars 1988.
Börn Ingimars og Ingibjargar
eru, Nína, f. 30. desember 1961,
börn hennar eru, Ingi Valur, f.
11. jan. 1984, Vilhjálmur Þór, f.
11. júlí 1987, og Ingibjörg Ellen,
f. 30. nóvember 1995.
Númi, f. 1. feb. 1963, kvæntur
Steinu Jónu Hermannsdóttur, f.
14. sept. 1966, dætur þeirra eru
Andrea, f. 23. mars 1992, og
Helga Guðrún, f. 12. júní 1993.
Elsku besti pabbi minn. Það er
mikil sorg í hjarta mínu núna og
það verður skrýtið að koma heim
til Ólafsfjarðar og þú verður ekki
þar til að taka á móti mér og mín-
um, með hlýju faðmlagi. Minn-
ingarnar streyma fram og erfitt
er að halda aftur af tárunum. Mér
finnst það mikil forréttindi að
hafa átt pabba eins og þig, þú
varst einstakur maður, með stórt
og fallegt hjarta og þú gafst aldr-
ei upp, sama hvaða verkefni voru
lögð fyrir þig. Fjölskyldan var
þér það dýrmætasta og allt fram
á síðustu stundu ljómaðir þú þeg-
ar barnabörnin og langafabörnin
þín voru í kringum þig. Missir
okkar allra er mikill.
Ég lofa því að við munum
halda vel utan um mömmu, passa
hana eins og þú varst vanur að
gera og halda minningu þinni á
lífi með skemmtilegum sögum.
Minning þín er ljós í líf okkar.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Takk fyrir allt, elsku pabbi, ég
mun aldrei gleyma þér.
Þín dóttir,
Helga.
Það er erfitt að kveðja. Erfitt
að sjá á eftir góðum tengda-
pabba, afa og langafa barnanna
sinna. Þú varst alltaf svo blíður
og þakklátur og aldrei kvartaðir
þú. En um leið og kveðjustundin
er sár, er minningin um góðan
mann ómetanleg.
Á þeim 30 árum sem ég hef
verið tengdasonur þinn hefur þú
kennt mér svo margt sem ég mun
alltaf minnast með þakklæti. Á
svona stundu staldrar maður við
og rifjar upp, eins og t.d. þegar ég
kom í fyrsta skipti í heimsókn til
Ólafsfjarðar. Helga var að vinna
og hafði beðið þig að fara inn á
Dalvík og sækja mig, þangað sem
ég hafði fengið far. Þar beið ég
eftir þér, mjög stressaður strák-
ur. En stressið hvarf eins og dögg
fyrir sólu um leið og ég settist inn
í bílinn hjá þér. Við spjölluðum á
leiðinni og þegar við komum út í
múla, tók á móti okkur svarta-
þoka. Ég varð greinilega eitthvað
hræddur þegar við komum efst
upp í múlann og þú leist á mig og
sagðir: „Þetta er allt í lagi, vinur,
þú getur alveg verið rólegur, al-
veg þangað til við förum hinum
megin við stikurnar.“ Já, þú varst
einstakur.
Á þessum árum var ég byrj-
aður í matreiðslunámi og var
nánast alæta á allt og það höfðum
við t.d. rætt á leið okkar til Ólafs-
fjarðar. Ég lagði mig þegar við
komum heim í Ægisbyggðina og
stuttu seinna heyri ég þegar þú
kallar í mig og segir að það sé
komin matur. Ég svitnaði þegar
ég sá og fann lyktina af signa
fiskinum sem þú hafðir sett í
pottinn með stolti – það eina sem
ég hef aldrei getað borðað er því
miður siginn fiskur. En þú varst
ekki lengi að redda málunum
þegar þú komst að því og hentir
pylsum í pott fyrir verðandi
tengdason þinn.
Ég er óendanlega þakklátur
fyrir allar þær samverustundir
og minningar sem við fjölskyldan
höfum búið til með þér og Ingu.
Ferðirnar okkar bæði hérlendis
og erlendis verða rifjaðar upp um
ókomna tíð og minningu um góð-
an mann haldið á lofti.
Elsku tengdapabbi, ég kveð
þig mig söknuði og þakka þér fyr-
ir allt.
kveðja,
Hlynur.
Elsku afi.
Þá er að komið að kveðjustund.
Undanfarnir dagar hafa verið
heldur skrýtnir heima á Ólafs-
firði, það er nefnilega frekar
skrýtið að hafa þig ekki heima hjá
ömmu, og það er skrýtið að eiga
ekki von á afaknúsi þegar maður
gengur inn um dyrnar í Ægis-
byggðinni, maður minn eini hvað
ég á eftir að sakna þess.
Allt frá því að þú slasaðist fyrir
tuttugu árum hefur lífið ekki ver-
ið neinn dans á rósum fyrir þig,
en það stöðvaði þig ekki í því að
reyna að njóta lífsins til hins ýtr-
asta, með fjölskyldunni þinni.
Þrátt fyrir þær takmarkanir sem
urðu á hreyfigetu þinni og á máli
þínu. Þú sýndir mér, og okkur
fólkinu þínu hvernig taka á hlut-
unum með æðruleysi. Þótt sum
nöfn og orð hafi týnst í huga þér
fyrir tuttugu árum og erfitt hafi
verið fyrir þig að koma setning-
um frá þér eins og þú hefðir viljað
léstu það ekki aftra þér í því að
eiga góð og falleg samtöl við okk-
ur, orðin komu yfirleitt, bara að-
eins seinna en þú hefðir viljað.
Þið amma sýnduð okkur
hvernig fjölskyldur eiga að vera,
nánar og samstiga í gegnum lífs-
ins ólgusjó, hvernig þær takast á
við erfiðleika og hvernig á að
gleðjast í faðmi fjölskyldunnar,
því ávallt var fjölskyldan í fyrsta
sæti og alltaf vilduð þið eiga
stundir með fólkinu ykkar.
Til marks um það má nefna að
fyrir rétt rúmlega ári kláraðirðu
erfiða lyfjameðferð á þrítugsaf-
mælisdaginn minn, meðferð sem
hafði reynst þér þung og erfið.
Það léstu ekki aftra þér í því að
mæta fjórum dögum síðar í af-
mælisveislu sem ég hélt í Kópa-
vogi. Það er falleg og dýrmæt
minning að eiga að hafa séð ykk-
ur ömmu dansa með börnunum
ykkar og barnabörnunum langt
frameftir nóttu, þið nefnilega gát-
uð ekki hugsað ykkur að missa af
þessari stund með fólkinu ykkar.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
notið handleiðslu þinnar í lífinu,
þakklátur fyrir allar góðu stund-
irnar okkar, hvort sem þær voru
yfir púsli í stofunni, langt fram
eftir nóttu, eða þegar þú vildir
endilega vakna fyrir allar aldir
með mér til þess að horfa á kon-
unglegt brúðkaup. Þá má nefna
bílferðirnar okkar milli lands-
hluta þar sem við amma sungum
hástöfum með þeim lögum sem
spiluð voru á leiðinni, endalaust
væri hægt að halda áfram að rifja
upp góðar og ljúfar stundir sem
við áttum saman.
Elsku afi, takk fyrir allt. Takk
fyrir að hafa verið svona skiln-
ingsríkur, takk fyrir að hafa sýnt
mér hvernig maður berst áfram í
lífinu sama hvað gengur á og takk
fyrir að kenna mér að það er allt í
lagi að leyfa tárunum að renna
þegar fallegt lag hljómar í út-
varpinu.
Ég veit að þú barðist af öllum
þínum mætti við þennan erfiða
sjúkdóm, það sáum við og fund-
um fram að þinni síðustu stundu.
Hvíldu í friði, elsku besti afi
minn.
Þinn afastrákur,
Vilhjálmur Þór.
Elsku besti afi,
Þetta var löng og ströng bar-
átta og þú neitaðir að gefast upp.
Þú tókst á þessum veikindum af
svo miklu æðruleysi og ég lærði
svo margt af þér á þessum tíma.
Þrátt fyrir að ég og fjölskylda
mín flyttum til Bretlands fyrir
tveimur árum var samt alltaf svo
stutt til þín og ömmu með hjálp
tækninnar.
Það var ekkert mikilvægara í
lífi þínu en fjölskyldan, þú hafðir
svo gaman af því að fylgjast með
okkur barnabörnunum á ferð og
flugi. Þú fylgdist svo vel með og
varst svo stoltur af okkur bæði í
leik og starfi. Fljótlega fóru að
bætast við langafabörn til að
fylgjast með en þau áttu svo
sannarlega hug þinn allan.
Það var alltaf mikil tilhlökkun
þegar við vorum á leið heim í
Ólafsfjörð þar sem við áttum allt-
af okkar herbergi hjá ykkur. Sig-
rún Dís og Embla Marín urðu
alltaf svo spenntar þegar við
sögðum þeim að við værum á leið
heim í fjörðinn til ykkar ömmu
þar sem þær vissu að þú biðir eft-
ir þeim því þú áttir alltaf súkku-
laðirúsínur og laumaðir alltaf til
þeirra pening. Við Alexandra
munum hugsa vel um „stelpurnar
þínar“ og segja þeim sögur af þér
og hversu mikið þú elskaðir þær.
Ég á eftir að sakna þess að sjá
þig ekki standa í glugganum í
herberginu hans Matta þar sem
þú beiðst spenntur eftir okkur og
að ógleymdum notalega-óþægi-
lega-góða-skegg-kossinum sem
var aldrei langt undan. Þú hafðir
svo gaman að því að rifja upp
gamlar minningar af sjónum og
voru ófáar sögur sem við fengum
að heyra þegar við vorum í heim-
sókn hjá þér.
Ég minnist allra utanlands-
ferðanna með þér og ömmu, bæði
á leikvang draumanna í Man-
chester og allra ferðanna til
Spánar. Það sem þú hafðir gaman
af því að ferðast en hvergi leið þér
betur en að horfa á Manchester
United hvort sem það var á vell-
inum eða bara á heimavelli heima
í stofu. Harðari stuðningsmann
var erfitt að finna og það kom
ekkert annað til greina en að
verða stuðningsmaður Man-
chester United. Þegar ný tengda-
börn gengu í fjölskylduna og
studdu ekki rétt lið þá var þeim
einfaldlega snúið! Það sem ég á
eftir að sakna þess að koma heim
til ykkar ömmu og horfa á leiki
með þér.
Þau voru ófá jólin sem við
héldum með þér, Matta og ömmu
í Ægisbyggðinni, það kom aldrei
neitt annað til greina en að eyða
jólunum með ykkur. Eftirvænt-
ingin eftir hinum árlega flutningi
á Ó helga nótt var alltaf mikil, þar
sem þú naust þess að hlusta í
stólnum þínum með tárin í aug-
unum, og gleymist seint, mér
fannst aldrei jólin komin fyrr en
við vorum búnir að hlusta á Ó
helga nótt.
Ég var svo ánægður með að
hafa náð að koma heim til þín og
eyða með þér síðustu dögunum á
sjúkrahúsinu, halda í höndina á
þér og segja þér hversu stoltur ég
væri af þér!
Þú ert og munt ávallt vera mín
fyrirmynd ég veit að þú varst
stoltur af mér og ég ætla að halda
áfram að gera þig stoltan.
Það sem ég á eftir að sakna
þín, elsku afi minn! Ég mun aldr-
ei gleyma þér og þú munt ávallt
eiga stóran stað í hjarta mínu.
Ég kveð þig að sinni. Þangað
til við hittumst næst
Þinn,
Kristófer Númi.
Elsku Ingimar.
Það er svo margt sem mig
langar að rifja upp, en samt er
svo erfitt að skrifa svona grein.
Ég er búin að þekkja þig í tæp 9
ár og frá fyrsta degi var vel tekið
á móti mér á þínu heimili. Þú
tókst hreinlega svo vel á móti, að
þú varst vanur að koma út á stétt
þegar þú sást bílinn nálgast,
sama þótt það væri um hánótt. Þú
varst alltaf svo þakklátur að fá
okkur í heimsókn og hafðir svo
gaman að því að leika við stelp-
urnar okkar Kristófers. Sigrún
Dís saknar þín mikið og það er
sárt. Ég reyni mitt besta að segja
henni hvar þú ert, uppi á himnum
að fylgjast með okkur. Eftir að
við heimsóttum þig á sjúkrahús-
ið, þá sagði hún: „Vonandi get ég
hitt langafa aftur á morgun,
kannski fer hann ekki strax upp í
skýin.“
Ég mun sjá til þess, að þær al-
ist upp við að þekkja langafa
Ingimar. Að þær muni eftir hlýju
knúsunum, glottinu á þér þegar
þú laumaðist til að gefa þeim
súkkulaðirúsínur fyrir morgun-
mat og skemmtilegu sögunum
sem þú sagðir okkur af sjónum.
Það þurfti oft ekki mikið til að
gleðja þig, nóg var að heyra fal-
legan fuglasöng, sjá Manchester
United skora mark eða fá góða
veðurspá fyrir Ólafsfjörð, þá
heyrðist gjarnan í þér: „Þetta er
dýrðlegt“.
Já, ég á eftir að sakna þess að
heyra þessi orð og vildi óska að
þú gætir setið hér í stólnum þín-
um aðeins lengur. Nærvera þín
var svo notaleg.
Takk fyrir allt spjallið, utan-
landsferðirnar, konfektmolana
og allt hitt. Þú áttir enn þá eftir
að heimsækja okkur til Bret-
lands, en þú veist að þú er alltaf
velkominn.
En þangað til næst, elsku Ingi-
mar, við munum halda utan um
fjölskylduna og gera þig stoltan
af okkur, því geturðu treyst.
Þín vina,
Alexandra.
Ingimar Númason