Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 25 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Krossgátufjör nr. 5 Krossgátublaðið Krossgátufjör nr. 5 er komið út Krossgátugaman á hverri síðu. www.fristund.net KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibæ Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristals- ljósakrónur, veggljós, matarstell, kristalsglös til sölu. BOHEMIA KRISTALL Glæsibær. Sími 7730273 Bókhald NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn- ingsfærslur o.fl. Hafið samband í síma 649-6134. Ýmislegt Glæsilegar eignarlóðir til sölu í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og skógi vaxið land. Útsýni með því fallegasta sem gerist. Mikil veður- sæld. Aðeins 100 km frá Reykjavík og 60 km frá Selfossi. Uppl í s 8935046. Húsviðhald FLÍSALAGNIR - MÚRVERK FLOTUN - SANDSPARSL MÁLUN - TRÉVERK Ásamt öllu almennu viðhaldi fasteigna Áratuga reynsla og þekking skilar fagmennsku og gæðum Tímavinna eða tilboð Strúctor byggingaþjónusta ehf. S. 893 6994 Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl. 16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaf- fisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá 14.30- 15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega velko- min. Vitatorg sími: 411-9450 Gjábakki Kl. 20 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30 útvarpsleikfimi kl. 9.45 hádegismatur kl. 11.30 bridge í handavinnustofu kl. 13 og eftir- miðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50 við hringborðið kl.8.50 boccia kl.10.15 listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, síðdegiskaffi kl.14.30 allir velkomnir óháð aldri nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl 10.30 leikfimi í salnum Skólabraut kl. 11. spilað í króknum 330 bíó-ferð á MAMA MIA farið verður frá Skólabraut 13:45. Fyrir frekari upplýsingar um ferðina hafið samband við Thelmu í síma 8663027. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 14. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. ✝ HrafnhildurJónsdóttir fæddist 6. sept- ember 1944 á Stóru-Ávík, Árnes- hreppi, Stranda- sýslu. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akra- nesi 15. júlí 2018. Foreldrar hennar voru Jón Guð- mundsson, f. 13.9. 1910, d. 25.1. 1974, bóndi í Stóru-Ávík, og Unnur Að- alheiður Jónsdóttir, f. 1.8. 1917, d. 8.9. 1991. Systkini Hrafnhildar eru: Anna, f. 16.10. 1938, maki Karl Hall- bertsson, Margrét, f. 15.11. 1939, maki Gunnsteinn Gísla- son, Fanney Ágústa, f. 15.2. 1941, maki Jón Jónsson, Sól- veig Stefanía, f. 12.6. 1942, maki Guðmundur Gísli Jóns- son, Guðmundur, f. 16.10. 1945, d. 25.4. 2009, Jón, f. 31.7. 1948, d. 16.11. 2017, maki Guðbjörg Jóna Elísdótt- ir, Kristín Guðrún, f. 27.6. 1950, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Gísli Sigurðsson, Hörð- ur, f. 8.3. 1953, d. 17.8. 2015, maki Guðný Elín Geirs- dóttir, Benedikt Guðfinnur, f. 8.9. 1954, d. 9.11. 1974, og Ólína El- ísabet, f. 27.9. 1955. Eiginmaður Hrafnhildar er Elías Ólafur Magnússon, f. 8.7. 1936. Börn þeirra eru 1) Magnús Guðberg, f. 13.10. 1964. 2) Guðmundur, f. 5.11. 1965, synir hans eru Elías Hallgrímur, f. 2.1. 2001, og Hallgrímur Ísak, f. 1.5. 2002, fósturdóttir Karolína Olsen, f. 19.5. 1998. 3) Unnar Að- alsteinn f. 7.1. 1967, vinkona hans er Margrét Þórðardóttir. 4) Ingibjörg Anna, f. 26.12. 1967, maki Þröstur Karlsson, dætur þeirra eru Heiðrún Sól, f. 17.11. 2004, og Brynja Mar- grét, f. 25.2. 2007, dóttir Ingi- bjargar er Hrafnhildur Anna, f. 22.11. 97, dóttir Þrastar er Hrafnhildur, f. 25.6. 1996, sambýlismaður hennar er Daníel Magnússon, sonur þeirra er Unnar, f. 18.1. 2017. Hrafnhildur ólst upp í Stóru-Ávík, og hún gekk í Finnbogastaðaskóla. Hún byrj- aði ung að vinna heimilisstörf á heimilinu, enda var systk- inahópurinn stór. Á unglings- árum fór hún til Reykjavíkur að vinna á Hótel Vík, einnig vann hún í sláturhúsinu á Norðurfirði, hún stofnaði heimili í Djúpavík á Ströndum með Elíasi árið 1965. Fluttu þau svo til Akraness árið 1972, byrjaði hún fljótlega að vinna á Akraborginni við þrif, og vann þar þangað til Akra- borgin hætti siglingum, með- fram því vann hún við síld- arsöltun nokkrar vertíðir. Hún hafði unnið í þvottahúsinu á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Höfða, og að síðustu á Sam- býlinu við Vesturgötu, þangað til hún hætti að vinna. Hrafnhildur greindist með krabbamein árið 2013, sem hún háði hetjulega baráttu við en það hafði svo yfirhöndina. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju í dag, föstu- daginn 27. júlí 2018, kl. 13. Elsku móðir okkar lést hinn 15. júlí eftir erfið veikindi. Gott er að hún þjáist ekki lengur. Komið er að kveðjustund sem alltaf er erfið. Móðir okkar var mjög dugleg, byrjaði ung að vinna á heimilinu þegar hún var að alast upp í sveitinni, nóg var að gera og systkinahópurinn stór. Hún átti okkur systkinin á rúmlega þremur árum, og saum- aði hún og prjónaði allt á okkur fyrstu árin, eins og var örugg- lega gert á flestum heimilum á þeim tíma, og fór hún létt með það. Eftir að við fluttum frá Djúpavík til Akraness árið 1972, fór hún að vinna úti og faðir okk- ar að vinna á sjónum, og var hún að mestu ein að sjá um heimilið. Heimilið var opið fyrir öllum og það var mikill gestagangur hjá þeim, af systkinum, vinum og öðru frændfólki, mikið hlegið og alltaf kræsingar á borðum. Barnabörnin voru alltaf velkomin í pössun þegar þau voru lítil og alltaf gaman að fá þau í heimsókn. Mamma var mikill dýravinur, átti bæði hund og ketti síðustu ár. Síð- ustu ár hafa verið henni mjög erf- ið, ekki bara vegna veikinda hennar, því pabbi okkar veiktist fyrir 10 árum og þurfti hann mikla aðstoð heima við. Elsku mamma, takk fyrir öll árin og hvíl þú í friði Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Kveðja, Magnús, Guðmundur, Unnar og Ingibjörg. Nú blómið fagra er fallið og fölnuð laufin græn, um daginn kom það kallið því krjúpa strá í bæn, það hafði af blómum borið og birtu stafað frá, en var í skyndi skorið af skæðum dauðans ljá. (Björn Guðni Guðjónsson) Það var nokkuð hávaxin 10 ára stúlka en frekar lítil í sér sem sat á þilfari á flóabátnum Guðrúnu og horfði á Strandafjöllin líða hjá, með kvíðahnút í maga og örlítil tár á vanga. Þetta var ég á leið frá foreldrum mínum til sumardval- ar á stað sem var jafn fjarlægur í mínum hugarheimi og sólin, Djúpavík. Á þessum árum var al- gengt að börn væru send í sveit en ég var á leið í þorp, lítið en vinalegt þorp sem mátti þó muna sinn fífil fegurri. Fljótlega eftir komuna til Djúpavíkur var frá mér tekinn allur kvíði því það var ekki bara þorpið sem var vina- legt, heldur allt fólkið sem þar bjó en þó sérstaklega þau hjón sem ég átti að dvelja hjá, Hrafnhildur Jónsdóttir frá Stóru-Ávík og Elí- as Magnússon frá Veiðileysu. Hjá þeim dvaldi ég fjögur sumur í leik og starfi því hlutverk mitt var að gæta barna þeirra hjóna og vera þeim vinur og félagi. Á árunum eftir sumardvalirnar kom ég á hverju sumri til skemmri dvalar í sumarfríum en eftir slysið í Djúpavíkurkleif áræddi ég ekki í mörg ár að fara þangað, þjökuð af afleiðingum hörmulegs slyss. Sem betur fer flutti fjölskyldan til Akraness og voru þá hægari heimantökin með heimsóknir. Alltaf voru það ljúfar stundir því þau hjónin reyndust mér sem bestu foreldrar alla tíð. Ekki var það mér síður mikilvægt að eiga hana Hrafnhildi að sem bestu vinkonu, nánast sem systur. Til hennar gat ég alltaf leitað ef eitt- hvað bjátaði á eða bara til að eiga með henni góðar stundir. Þá fengu barnungir strákarnir okk- ar oft að vera hjá þeim Hrafnhildi og Ella og víst er að þeir eiga margar góðar minningar um skemmtilega dvöl hjá þeim. Þess vegna er litlu fjölskyldunni okkar efst í huga þakklæti fyrir allar góðu stundirnar með Hrafnhildi á lífsleið hennar sem var alltof stutt en svo mikið gefandi. Ævi hennar sem einkenndist af gæð- um og góðmennsku mun ætíð verða efst í huga þeirra sem eftir lifa. Sorg og söknuður sækja nú fast að en góðu minningarnar munu fylgja okkur alla tíð. Hulda, Björn og strákarnir. Hrafnhildur Jónsdóttir „Hvað heitir kötturinn?“ Forsagan er sú að frést hafði í Drekavoginum að von væri á nýrri fjölskyldu í litla einbýlis- húsið á móti okkar húsi og að í henni væri stelpa á mínum aldri. Árið var 1972 og stærstu ár- gangarnir í Vogahverfinu vaxnir upp og ekki leikfélagar á hverju strái í litlu götunni. Ég var ofur- spennt og fegin að skipta á þremur hrekkjóttum bræðrum sem höfðu búið í húsinu og von- andi nýrri vinkonu. Stór og harla óvenjulegur flutningabíll skreyttur tveimur grímum, ann- Dagbjört Sóley Snæbjörnsdóttir ✝ Dagbjört Sóleyfæddist 11. febrúar 1932. Hún lést 13. júlí sl. Hún var jarð- sungin frá Lang- holtskirkju í gær, 26. júlí 2018. arri brosandi og hinni grátandi, hafði verið á ferð- inni dagana áður með búslóð nýju fjölskyldunnar og gaf forsmekkinn að því sem koma skyldi. Þarna var hún sem sagt komin og þetta var það eina sem ég þorði að segja þar sem ég stóð úti á miðri götu í rigningunni; nýju stelpuna þorði ég ekki að horfa á heldur sneri mér að mömmunni sem virkaði einhvern veginn þannig að feimin stelpa lagði í að tala við hana. Það er skemmst frá því að segja að þarna upphófst lífstíð- arvinátta okkar fjögurra. Ég og Elín, Dagga og svo náttúrlega kötturinn sem reyndist heita því óvenjulega nafni Desdemóna, að sjálfsögðu ættað úr leikbók- menntunum eins og svo margt annað í þessari skrautlegu fjöl- skyldu. Síðan er liðin næstum hálf öld og nú er Dagga blessunin búin að kveðja okkur. Hún var ein- stök alla tíð og fátt sem henni var óviðkomandi þegar hún var upp á sitt besta. Bóhem fram í fingurgóma, langt á undan sinni samtíð með svo margt og næm á menn og málefni. Uppátækja- söm og glaðlynd. Hún og Gísli heitinn áttu bæði stórar fjöl- skyldur og voru vinamörg. Heimili þeirra var því vinsæll viðkomustaður fyrir stóra og smáa og mikið spáð og spekúler- að. Dagga kom víða við í starfi og leik og var þetta tvennt oft sam- tvinnað hjá henni. Við Elín feng- um oftar en ekki að fylgja henni í vinnu, fyrst í allar bæjarferðirn- ar að rukka inn auglýsingar fyrir Tímann sáluga og síðar vorum við velkomnar að heimsækja hana á Flókadeildina eða inn á Klepp þar sem hún kenndi handavinnu. Hún vissi sem var að svona stelpuskjátur hefðu bara gott af því að sjá hvernig þeir sem höllum fæti stóðu í líf- inu, hefðu það. Við fengum líka að sjá hvernig frúarleikfimi, jóga til heilsubótar, svæðanudd og hitt og þetta sem hún tók sér fyrir hendur fór fram. Hvers- dagurinn í för með henni var aldrei venjulegur. Útilegur, lautarferðir í Ed- dubæinn við Elliðaárnar, ferða- lög á puttanum, trjárækt, leik- húsferðir, Þórbergur og Laxness í ógleymanlegum upp- lestri og sögur spunnar af fingr- um fram, nú síðast hláturjóga. Handavinnan yfirleitt óhefð- bundin og litrík. Dagga var nátt- úrubarn í svo mörgum skilningi og vildi að við stelpurnar þyrð- um, gætum og vildum. Hafði yndi af ferðalögum og rígfullorð- in ferðaðist hún til Austurlanda nær og fjær. Lífsgleðinni hélt hún. Trúði á líf eftir dauðann og það er huggun harmi gegn að hún sé nú sameinuð Gísla sínum sem hún missti allt of snemma. Ég kveð Döggu full þakklætis fyrir allt það sem hún leyfði mér að upplifa og taka þátt í á sinn óeigingjarna hátt. Um leið og ég þakka samfylgdina vil ég votta Elínu minni, Pétri, Gunnu og að- standendum mína dýpstu sam- úð. Kristín K. Alexíusdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á út- farardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.