Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 27

Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 27
arformaður 1972-90. Hann átti sæti í stjórn Sjúkrahúss Hvammstanga 1974-90 og var formaður stjórnar þess síðustu árin, sat í hreppsnefnd Hvammstangahrepps 1970-74, í sýslu- nefnd Vestur-Húnavatnssýslu 1974- 88, í Héraðsnefnd Vestur-Húnavatns- sýslu 1988-90, í stjórn Fjórðungs- sambands Norðlendinga 1978-86 og formaður stjórnar þess 1982-84, sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga 1982-90, Lánasjóðs sveitarfélaga 1983-91 og í Orkuráði 1987-91. Þórður hefur setið í ýmsum nefnd- um á vegum sveitarfélaga á Norður- landi og á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og sat í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfálaga í nokkur eftir að hann lauk störfum. Þórður var í stjórn Alþýðu- bandalagsfélags Vestur-Húnavatns- sýslu og miðstjórn Alþýðubandalags- ins til 1991, var varaþingmaður þess á Norðurlandi vestra 1983-91. Hann hef- ur ritað greinar um sveitarstjórnarmál og fleira, einkum í tímaritið Sveit- arstjórnarmál. Þórður lét af störfum sem fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bjargráðsjóðs árið 2008 en nokkrum árum fyrr lét hann af starfi framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga. En hvað hefur Þórður verið að sýsla síðan? „Það er nú svona eitt og annað. Ég hef þýtt skáldsögur, tekið saman skrá um bíla með H-númerum í Vestur- Húnavatnssýslu, frá því fyrsti bíllinn kom í sýsluna 1926, og unnið Húsaskrá Hvammstanga frá upphafi byggðar til 1940. Þar liggja fyrir upplýsingar um stærðir allra húsanna, lýsing þeirra og staðsetning og eigendur eða húsráð- endur í tímaröð. Meirihluti þessara húsa hefur nú verið rifinn. Ég hef auk þess skráð öll íbúðarhús með sérheit- um sem byggð voru á árunum 1940-72 er hús á staðnum fengu númer við til- teknar götur. Staðsetning húsanna hefur verið færð inn á loftmyndir af staðnum.“ Þórður hefur átt hesta í 48 ár og far- ið í hestaferðir víða um land: „Eftir að ég hætti störfum höfum við hjónin dvalið öll sumur á heimaslóðum á Grund í Vesturhópi og sinnt þar ýms- um endurbótum. Þar hefur verið kom- ið upp góðri aðstöðu til að sinna hesta- mennsku og útreiðum. Þar á stórfjölskyldan margar góðar og eft- irminnilegar samverustundir.“ Fjölskylda Þórður kvæntist Elínu Þormóðs- dóttur, f. 6.11. 1944. Hún er dóttir Þor- móðs Eggertssonar og Ingibjargar Þórhallsdóttur, bænda á Sauðadalsá. Börn Þórðar og Elínar eru: Skúli, f. 19.1. 1964, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri en eiginkona hans er Sigurbjörg Frið- riksdóttir tannfræðingur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn; Hjör- dís, f. 27.1. 1968, grunnskólakennari en eiginmaður hennar er Þór Þor- steinsson blikksmiður og eiga þau tvö börn, og Sunna, f. 30.4. 1975, ferða- málafræðingur og á hún tvö börn. Systir Þórðar er Hólmfríður, f. 26.6. 1947, gift Þorvaldi Böðvarssyni, fyrrv. rekstrarstjóra Vegagerðar ríkisins á Hvammstanga, og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Þórðar voru Skúli Magn- ússon, f. 9.8. 1916, d. 17.11. 1969, vega- verkstjóra á Hvammstanga, og Hall- dóra Þórðardóttir Líndal, f. 20.6. 1914, d. 30.6. 1987, húsfreyja. Þórður Skúlason Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. í Þórukoti Benedikt Björnsson b. í Þórukoti Guðný Benediktsdóttir húsfr. í Þórukoti og á Hvammstanga Þórður Þ. Líndal b. í Þórukoti og verkam. á Hvammstanga Halldóra Þórðardóttir Líndal húsfr. á Hvammstanga Halldóra Þórðardóttir húsfr. í Síðumúla, systur- dóttir Þórðar, föður Björns forsætisráðherra Þorsteinn Línda Salómonsson b. í Síðumúla og víðar Þorgerður Þorleifs- dóttir húsfr. í Gottorp Þorleifur Kjartan Kristmundsson pr. á Kolfreyjustað Arngrímur Ísberg hér- aðsdómari í Rvík Kristján Albertsson rithöfundur Þórarinn Þorleifsson b. og hagyrðingur á Skúfi Kristmundur Þorleifsson gullsmiður í Rvík Þórhildur Guðjóns- dóttir héraðsskjala- vörður á Blönduósi Albert Þórðarson aðalbók- ari Landsbanka Íslands Karl Guðmundur Friðriksson bún- aðarhagfr. Guðmundur Þór Ásmunds- son skólastj. Laugarnesskóla Rósa Ívars- dóttir húsfr. á Marðarnúpi í Vatnsdal Matthías Þórðarson þjóðminjavörður Sigríður Petra Friðriksdóttir jarðfr. Inga Sigríður Kristmunds- dóttir húsfr. í Kópavogi Ingibjörg Kristmundsdóttir húsfr. á Skeggjastöðum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svæðis- stj. UN WOMEN, fv. borgarstj. og fv. ráðh. Friðrik Karlsson framkvstj. Domus Medica Karl Gauti Hjaltason alþm. Ingibjörg J. Níelsdóttir húsfr. í Rvík Karl Friðriksson brúarsmiður og vegamálastj. Norðurlands Kolbrún Steinþórs- dóttir sjúkra- liði í Kópavogi Halldóra Ívars- dóttir húsfr. á Kóngsbakka Friðrik Björnsson b. í Bakkakoti Pálína Stefánsdóttir vinnuk. í Hafrafellstungu í Öxarfirði Sigurgeir Sigurðsson b. í Hrauntanga á Öxafjarðarheiði Hólmfríður J. Sigurgeirsdóttir húsfr. á Hvammstanga Magnús Þorleifsson verkam. á Hvammstanga Steinvör Gísladóttir sonardóttir Ragnheiðar Vig- fúsdóttur, systur Bjarna Thor- arensen, skálds og amtm. Þorleifur Kristmundsson „jarlaskáld“ verkam. á Blönduósi Úr frændgarði Þórðar Skúlasonar Skúli Magnússon vegaverkstj. á Hvammstanga ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Helgi Bergs eldri fæddist áFossi á Síðu 27.7. 1888.Foreldar hans voru Helgi Bergsson, bóndi á Fossi, og k.h., Halla Lárusdóttir húsfreyja. Helgi var sonur Bergs Jóns- sonar, bónda á Fossi, af ætt Jóns Steingrímssonar, og Guðleifar Helgadóttur húsfreyju, en Halla var dóttir Lárusar Stefánssonar, bónda í Mörtungu á Síðu, af Kvos- lækjarætt, og Ragnhildar Ein- arsdóttur húsfreyju, systurdóttur Guðríðar, langömmu Jóhannesar Kjarval listmálara. Albróðir Helga var Lárus Helga- son, stórbóndi og alþingismaður á Kirkjubæjarklaustri, faðir þeirra Helga og Siggeirs á Kirkjubæj- arklaustri. Eiginkona Helga var Elín Berg Jónsdóttir húsfreyja, dóttir Jóns Thorstensen, prests á Þingvöllum, og k.h., Guðbjargar Jónasdóttur Thorstensen, f. Johnsson. Jón var bróðir Elínar Thorstensen, ömmu Agnars Guðmundssonar, skipstjóra á hvalbátunum og föður Guðrúnar Agnarsdóttur læknis og fyrrv. al- þingismanns og formanns Krabba- meinsfélags Íslands. Börn Helga og Elínar: Guðbjörg Helgadóttir, húsmæðrakennari í Reykjavík; Helgi Bergs, banka- stjóri Landsbankans, Halla Bergs sendiráðunautur og Jón H. Bergs, hæstaréttarlögmaður. og fyrrv. for- stjóri Sláturfélagsins, sem er einn á lífi systkinanna. Helgi lauk prófum frá Versl- unarskólanum árið 1909 og stund- aði síðan framhaldsnám í versl- unarfræðum erlendis. Helgi hóf störf hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 1909, var skrif- stofumaður þar til 1914, var for- stjóri matardeildar félgsins 1914-16, féhirðir og aðalbókari félagsins á árunum 1916-24 og var forstjóri Sláturfélags Suðurlands frá 1924 og þar til hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Þá sinnti hann ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum og átti sæti í nefndum og ráðum. Helgi lést 29.1. 1957. Merkir Íslendingar Helgi Bergs 95 ára Jóhanna Anna Einarsdóttir 90 ára Björn Stefánsson 85 ára Ólafur Örn Arnarson Rannveig Ólafsdóttir Vilhjálmur Þorláksson 80 ára Erna Arngrímsdóttir Hrafn Jóhannsson 75 ára Birna H. Björnsdóttir Björg Drífa Snorradóttir Edda Thorarensen Ingólfsdóttir Eðvald Bóasson Elsa Aðalsteinsdóttir Guðrún Eygló Guðmundsdóttir Halldór Pálsson Hjördís Guðbjörnsdóttir Þorgerður Sigurjónsdóttir Þórður Skúlason 70 ára Eva Sybille Guðmundsdóttir Grétar Gissurarson Jón Ragnar Sævarsson Pálmi Stefánsson Ragnheiður St. Sigurðardóttir Steingrímur Guðjónsson Steinunn Áskelsdóttir 60 ára Arngrímur Friðrik Ólafsson Ásta Óladóttir Bryndís Edda Snorradóttir Edmuntas Stankus Guðrún Guðjónsdóttir Hans Ragnar Þorsteinsson Kolbrún V. Grétarsdóttir María Sólveig Héðinsdóttir Tadeusz Jablonski 50 ára Eydís Eyjólfsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Hasnat Mbarak Juma Kristín Hanna Ásbjörnsdóttir Róbert Bjargarson Sveinn Óskar Sigurðsson Zbigniew Gruszfeld 40 ára Elín María Þorvarðardóttir Elín Rut Guðnadóttir Eva Dögg Sigurðardóttir Hajir Attigui Halla Kjartansdóttir Haukur Daníel Hrafnsson Hrannar Jónasson Hörn Ragnarsdóttir Kristín Stefanía Þórarinsdóttir Lukasz Wieslaw Mrowiec Sigurður Rafn Ágústsson Telma Róbertsdóttir Vigdís Sigríður Guðmundsdóttir 30 ára Andri Bjartur Jakobsson Andri Þór Jóhannsson Anne Floriane Marie Jeanneau Auður Elín Finnbogadóttir Berglind Friðriksdóttir Bjarni Siguróli Jakobsson Boris Pardo Andrade Daníel Freyr Jónsson Erna Jóna Jakobsdóttir Gunnar Þorbjarnarson Helga Gyða Óskarsdóttir Ólafur Karl Stefánsson Sindri Ástmarsson Sólveig Johnsen Til hamingju með daginn 30 ára Sólveig ólst upp í Mosellsbæ og á Ítalíu, býr í Reykjavík, lauk BA-prófi í kvikmyndafræði, stundar MA-nám í ritlist og rekur skemmtistaðinn Gaukinn. Kærasta: Una Jóhann- esdóttir, f. 1982. Foreldrar: Marta Guð- jónsdóttir, f. 1961, lífeðl- isfræðingur og háskóla- kennari, og Jóhannes Johnsen, f. 1953, forn- fræðingur og listamaður. Þau búa í Mosfellsbæ. Sólveig Johnsen 30 ára Auður ólst upp í Reykjavík, býr í Mos- fellsbæ, lauk MSc-prófi í lyfjafræði og hefur starf- að hjá Lyfjum og heilsu. Maki: Guðjón Þorsteins- son, f. 1988, forritari. Dætur: Þuríður, f. 2014, og Matthildur, f. 2017. Foreldrar: Þuríður Krist- jánsdóttir, f. 1950, próf- arkalesari við Morgun- blaðið, og Finnbogi Jónsson, f. 1950, d. 2016, málari og fræðimaður. Auður Elín Finnbogadóttir 30 ára Sindri ólst upp í Reykjavík, er umboðs- maður hljómsveita og að- albókari Iceland Airwa- ves-tónlistarhátíðarinnar. Maki: Særún Andr- ésdóttir, f. 1988, hjúkr- unarfræðingur við bráða- móttökuna. Sonur: Jakob Sindrason, f. 2016. Foreldrar: Ástmar Leifur Þorkelsson, f. 1955, og Margrét Yngvadóttir, f. 1956. Sindri Ástmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.