Morgunblaðið - 27.07.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert alltaf með meiriháttar hug-
myndir um lífið og tilgang þess. Taktu því fagn-
andi sem jákvætt er en gerðu þér líka far um
að læra af mistökunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert í góðu jafnvægi og því gæti þér
fundist yfirmaður þinn óvenju sanngjarn í dag.
Gerðu áætlanir og láttu óttann við hið óþekkta
ekki ná tökum á þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Nú er rétti tíminn til að stefna félög-
unum saman til fundar og leggja á ráðin. Erfitt
samtal sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nýttu hæfileika þína, hversu lítilfjör-
legir sem þú heldur að þeir séu. Samræður um
heimspeki, trú eða frumspeki gæti fengið þig
til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er nánast ómögulegt að sýna hlut-
leysi í skoðunum í dag, ekki síst í ástamálum.
Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gerðu aðeins það sem þú veist sannast
og best því allt annað mun koma í bakið á þér
þótt síðar verði. Stundum er betra að vinna
með en reyna að kollvarpa öllu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram,
að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of
nærri öðrum. Þú gengur í augun á hvers kyns
yfirboðurum í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þeir eru margir sem vilja hitta þig
að máli svo þú átt erfitt með að skipuleggja
tíma þinn. Einhver mun ljóstra upp leyndarmáli
sem kemur á óvart.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Láttu ekki aðra draga úr þér kjark-
inn, því oft er það bara öfund þeirra, sem þora
ekki að láta til skarar skríða. Þú ert að fara í
gegnum breytingatímabil og minningarnar
streyma fram í hugann.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hlustaðu á eðlisávísun þína, þegar
kemur að máli sem snertir þig og þína nán-
ustu. Málamiðlunarhæfileikar þínir fara ekki
framhjá yfirmönnum þínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Reyndu að gera þér grein fyrir því
til hvers er ætlast af þér í stað þess að láta þín-
ar eigin væntingar ráða ferðinni. Leyfðu þér að
setja markið hærra en þú hefur gert und-
anfarið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er eitt og annað í þínum eigin garði
sem þarfnast athugunar og úrbóta. Skoðaðu
hug þinn vandlega og gerðu svo það sem hann
segir þér.
Helgi R. Einarsson segist hafahorft á fríðan flokk manna
arka niður Almannagjána á skjánum
og þá varð þetta til. – „Senuþjóf-
urinn“:
Sjálfstæð, létt í lund,
labba’ um Gjána’ á fund.
„Nú dámar mér!
Dorrit hér
að dandalast með hund.“
O síðan kom „Síðasta hálmstráið –
(vandi ljósmæðra)“:
Ég hrópa út til héraða
og hógvær upp vill bera’ða:
„Nú er lag,
við leysum slag,
ef landsmenn hætta’ að gera’ða.“
Pétur Stefánsson yrkir á Boðn-
armiði:
Margeir var matsveinn á sænum,
á mótorskipum og kænum.
Hann eldaði stundum
innyfli úr hundum
og eggjastokka úr hænum.
Allmargir uppaf hrukku,
er Ægir bryti á Lukku
matreiddi júgur
og maðkaðar bjúgur
með Bíldudalsbaunum úr krukku.
„Góður er nú grauturinn,“ sagði
Kristjana Sigríður Vagnsdóttir:
Hann bauð nú Pétri með pjatti
en prakkarinn eftir því rakti.
Hann gekk ekki á grautinn
því grimm var nú þrautin
á gárungnum munnurinn slapti.
En úti var engin á gangi
þar angaði grafúldinn langi.
Þá glaðnaði í gaurnum
hann gekk út að staurnum,
grenjaði hér mætir hinn svangi.
Björn Ingólfsson kveður:
Á heimili aldraðra á Hjöllum
var hópur af eldgömlum köllum
sem lagðist og dó.
En Lárus á Mó
var dauðastur af þeim öllum.
Valur Jensson er góður matmaður:
Landann oft langar í súrmeti
og langreyðar dýrindis búrmeti,
en útlenskir aular
og ungir drengstaular
úða í sig andstyggðar gúrmeti.
Hér er vetrarvísa eftir Sigurði
Hornfirðingi frá Brunnhóli:
Nú er úti hregg og hríð
hristist skegg á köllunum,
einhver sagði: auma tíð,
uppi er snjór á fjöllunum.
Á fimmtudagsmorgun skrifaði
Guðmundur Halldórsson í Boðn-
armjöð og var sannspár:
Í vatnsgallann sér vinda menn
við er lukku snúið
tveggja daga sumar senn
á Suðurlandi búið
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Senuþjófurinn og af matseld
Í klípu
„BEYGÐU NÆST TIL HÆGRI – OG ÞAÐ
ER VERST FYRIR ÞIG EF ÞÚ „GLEYMIR“
STEFNULJÓSINU AFTUR.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VIL FÁ BÓK UM HRAÐLESTUR OG 85
SKÁLDSÖGUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hún sér
eitthvað í þér!
ÉG FINN FYRIR
MIKLUM ÞRÝSTINGI ROOOOOOOP…
EN NÚ EKKI
SVO MIKLUM
ÉG VONA AÐ DÝR
FARI TIL HIMNA!
ÞAÐ ER SVO FALLEGT AÐ
HEYRA ÞETTA? MEINARÐU
ÞAÐ Í RAUN OG VERU?
AUÐVITAÐ! HVAÐ VÆRI
HIMNARÍKI ÁN SVÍNARIFJA OG
KJÚKLINGAVÆNGJA?!
Víkverji vaknaði um daginn og leittil veðurs. Það sem blasti við fyr-
ir utan gluggann kom honum ekki í
opna skjöldu. Skýjabreiða svo langt
sem augað eygði hafði völd yfir himn-
inum sem fyrr þetta sumarið á suð-
vesturhorninu. Það skipti þó ekki
máli því Víkverji var búinn að fá sig
fullsaddan. Þykkar peysur og galla-
buxur fylltu fataskápinn en Víkverji
hafði varla klæðst öðru síðan í ágúst
tvö þúsund og sautján.
x x x
Víkverji þurfti að grafa langt inn ífataskápinn til að finna sum-
arkjólana sem kúrðu letilega inni í
skáp og virtust njóta inniverunnar
ákaflega. Það var þó ekki í boði fyrir
þá að liggja lengur í dvala. Víkverji
greip þann skrautlegasta, gulan og
ermastuttan og náði að draga hann
fram, með herkjum þó.
x x x
Næsta verk Víkverja var að skóflasér vanilluís í skál. Það má víst
bara fá sér frysta blöndu af rjóma og
sykri í morgunmat á sólardögum og í
dag var sólardagur, eða það hafði
hann ákveðið.
x x x
Því næst setti Víkverji upp sólgler-augun og opnaði út á svalir, sem
hann deildi með annarri stúlku úr
Háskóla Íslands, slengdi berum tán-
um upp í loft, gúffaði í sig ísnum og
sleikti skálina á eftir. Þetta var lífið.
Víkverji leit út eins og stórt sólblóm
með hvítt skegg eftir átið og stúlkan
sem deildi með honum svölum leit út
um gluggann og rak upp stór augu.
Hvað þóttist hann eiginlega vera að
gera, í fárviðri sem þessu?
x x x
Það skipti Víkverja þó engu málihvað nágrannanum þótti um
veðrið, já, eða útlitið á Víkverja ef út í
það var farið. Hann var búinn að taka
ákvörðun um að veðrið væri dásam-
legt og enginn fengi að slá hann út af
laginu. Ekki einu sinni brjálæðisleg
rigningin og kuldahrollurinn sem fór
um bera leggi hans. Nei, í dag var
sól, á morgun yrði sól og sólin myndi
fylgja Víkverja um ókomna tíð. Eða
alla vega þar til hann fengi lungna-
bólgu og kvefpest. vikverji@mbl.is
Víkverji
Komið til mín, öll þér sem erfiðið og
þunga eruð hlaðin, og ég mun veita
yður hvíld
(Matt: 11.28)
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í