Morgunblaðið - 30.07.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 30.07.2018, Síða 1
M Á N U D A G U R 3 0. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  177. tölublað  106. árgangur  AUÐUR VAR MJÖG DRÍF- ANDI KONA FERÐ UM FOSSASLÓÐ BÓK UM LÍF OG LAUNRÁÐ ÓGNVALDS GENGIÐ MEÐ EFRI HLUTA ÞJÓRSÁR 12SÝNING Á GLJÚFRASTEINI 26 bbbbm 29 Yfir 2.500 manns voru stödd á Klambratúni í gær þar sem fram fór barnahátíðin Kátt á Klambra. Hitinn fór yfir 20 gráður á túninu líkt og víða annars staðar á landinu og ljóst að sólþyrstir Íslendingar kunnu vel að meta stemninguna. Voru allflestir gestir létt- klæddir og spókuðu sig á stuttbuxum og stuttermabol. Fjölbreytt skemmtiatriði voru á dagskránni en þema hátíðarinnar er karni- val og leikir. Voru því mörg börnin andlits- máluð þegar þau léku sér í þrautabrautunum. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræð- ings hjá Veðurstofu Íslands, mældist hæstur hiti á landinu 24,7 gráður á Patreksfirði. Í Reykjavík fór hitinn mest upp í 23,5 gráður upp úr hádegi. Mjög víða náði hiti yfir 20 gráður nema sumstaðar austanlands þar sem var þoka og heldur vindasamt. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar mældist 20 stiga hiti eða meira á 64 veður- stofum í byggð og 8 stöðum til fjalla. Er það hæsta 20 stiga hlutfall frá því í hitabylgjunni árið 2008. Adam var þó ekki lengi í paradís á Norðurlandi en í Grímsey og á Skjálfanda og allt að Siglufirði varð mikið þrumuveður. „Þetta er auðvitað harla óvanalegt. Úrkomu- magnið var ævintýralegt sumstaðar, en slík- um hlýindum getur fylgt mikil bleyta.“ »11 Morgunblaðið/Valli Fjölskyldustemning á einum besta degi sumarsins Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Aldrei hafa fleiri leitað til Stígamóta, grasrótarsamtaka sem berjast gegn kynferðisofbeldi, vegna lyfjanauðg- ana en í fyrra, samkvæmt árs- skýrslum samtakanna. Alls leituðu 37 einstaklingar til samtakanna eftir að hafa orðið fyrir lyfjanauðgun. Að mati Önnu Bentínu Her- mansen, ráðgjafa hjá Stígamótum, er aukið aðgengi að hverskonar lyfj- um ein helsta orsök þess að fleiri telji að sér hafa verið byrluð ólyfjan. „Ro- hypnol er það lyf sem hefur aðallega verið notað, en ég tel að aukið að- gengi að lyfjum almennt sé skýring- in á þessum faraldri,“ segir Anna í samtali við Morgunblaðið. Grunur leikur á að fleiri lyf séu nú notuð í þessum tilgangi en áður. Anna bendir á að einbeittur brota- vilji sé fyrir hendi hjá gerendum. „Það er auðvitað mjög erfitt að kom- ast inn í huga þess sem dettur slíkt í hug. Þetta er svo einbeittur brota- vilji og snýst um að hafa algert vald yfir brotaþola, en það er náttúrulega það sem nauðgun snýst um.“ Hrönn Stefánsdóttir, verkefna- stýra neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum, segir erfitt að sanna byrlun ólyfjanar og að það hafi í raun aldrei tekist. „Það þarf að gera sérstakar próf- anir, sem kosta mikinn pening, til að sanna það. Við tökum alltaf þvag- og blóðprufu ef lögreglunni skyldi finn- ast tilefni til að rannsaka málið. Þessar rannsóknir hafa verið gerðar en það hefur aldrei verið hægt að sanna lyfjabyrlun,“ segir hún. Anna segir mikilvægt að um- ræðunni sé haldið á lofti og að for- varnir séu efldar. „Við þurfum að vera með öflugar forvarnir og í þeim á að einblína fyrst og fremst á þann sem fremur brotið en ekki þann sem verður fyrir því. Allir þurfa að taka þessu alvarlega, bæði samfélagið og heilbrigðisstarfsfólk.“ Aðgengi að lyfjum ýtir undir hættu á ólyfjan  Aldrei orðið fleiri lyfjanauðganir  Erfitt að sanna byrlun Morgunblaðið/Sverrir Lyf Grunur leikur á að fleiri lyf séu notuð sem ólyfjan nú en áður. MFleiri grunsemdir um ólyfjan »4  „Bílar eru mjög verðteygin vara og hækkanir sem þessar munu stöðva sölu,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, nýr framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, í sam- tali við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að verð á nýjum bifreiðum mun hækka um 20-30% um áramót ef stjórnvöld bregðast ekki við breyttum aðferð- um við mælingu útblásturs bíla samkvæmt nýrri löggjöf Evrópu- sambandsins. „Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þessa reglu og óskað eftir fundum með ráðherrum, en ekki fengið enn,“ segir María Jóna. »6 Morgunblaðið/Ómar Umferð Landinn hefur verið iðinn við að kaupa sér bíla, en nú kann það að breytast. Stjórnvöld bregðist við verðhækkunum „Ég bind vonir við að endurskoðun samnings um starfs- skilyrði sauðfjár- ræktar muni marka nýja og bjartari tíma í íslenskri sauðfjárrækt. Að við sköpum þessari mikilvægu atvinnu- grein þær forsendur að hún verði sjálf- stæð og samkeppnishæf,“ segir Krist- ján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, en til að bregð- ast við þeim vanda sem sauðfjár- bændur standa frammi fyrir telur ráð- herrann meðal annars þörf á breyt- ingum á þeim búvörusamningi sem gerður var við sauðfjárbændur og tók gildi í ársbyrjun 2017. »17 Mun marka nýja og bjartari tíma  Sauðfjárrækt verði samkeppnishæf Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.