Morgunblaðið - 30.07.2018, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Viðtal The WallStreet Journ-al um helgina
við Devin Nunes,
þingmann Repúblik-
ana og formann
nefndar þingsins um
leyniþjónustumál,
var mikið lesið, enda
athyglisvert. Í viðtalinu er rætt
um vinnubrögð Alríkislögreglu
Bandaríkjanna, FBI, í forseta-
kosningunum 2016 og aðdraganda
þess að Trump tók við embætti
forseta. Það sem komið hefur í
ljós við rannsókn Nunes og fleiri
er síður en svo til þess fallið að
auka traust á FBI eða sannfæra
almenning um að sú mikilvæga
stofnun standi utan og ofan við
átök stjórnmálanna.
Í inngangi viðtalsins segir WSJ
frá því að rannsókn á vinnubrögð-
um FBI hafi leitt í ljós að FBI hafi
notað heimildarmenn gegn
Trump í kosningabaráttunni, að
stofnunin hafi orðið sér úti um
heimild til hlerunar hjá Trump
byggða á skýrslu sem unnin var
fyrir kosningavél Hillary Clinton,
og að eftir kosningar hafi starfs-
menn Obama forseta misnotað að-
stöðu sína til að fylgjast með liðs-
mönnum Trumps.
Nunes lýsir miklum áhyggjum
af því sem FBI gerði og raunar
einnig af viðbrögðum fjölmiðla.
Hann segir að margt af því sem
komið hafi upp í Bandaríkjunum
sé nokkuð sem komi upp í ríkjum
sem Bandaríkjamenn líti á sem
vandamálaríki. „Það er stjórn-
málaflokkur sem stýrir leyniþjón-
ustustofnunum og stjórnar fjöl-
miðlunum, allt til þess að tryggja
að þessi flokkur haldi völdum,“
segir Nunes og bætir við að ef
Bandaríkin fari þessa leið sé þar
ekki lengur um að
ræða virkt lýðræði.
Hann segir að eitt
af því sem vakið hafi
athygli hans og orðið
til þess að hann hafi
farið að gruna að
ekki væri allt með
felldu hafi verið þeg-
ar lítill hópur af starfsmönnum
Obama hafi skyndilega farið að
gera nýtt öryggismat tveimur vik-
um áður en Trump átti að taka við
embætti og farið að halda því
fram að Rússar hafi unnið sér-
staklega að því árið 2016 að fá
Trump kosinn forseta. „Enginn
neitar því að Rússarnir voru að
reyna að ata Hillary Clinton auri
vegna þess að allir jarðarbúar –
þar með taldir Rússar – trúðu því
að hún mundi vinna,“ segir Nu-
nes. Þess vegna hafi ekki verið
neitt vit í því þegar þessu hafi ver-
ið snúið á haus og fullyrt að þetta
hafi snúist um að fá Trump kjör-
inn forseta.
Fyrir Bandaríkin skiptir miklu
að rannsókn sú sem Nunes vinnur
að klárist og að allt sem máli
skiptir komi upp á yfirborðið. Ef
rétt er, sem flest bendir til, að
FBI hafi verið misnotuð í forseta-
kosningunum er nauðsynlegt að
tryggja að ekkert þvílíkt end-
urtaki sig. Þess vegna er til dæm-
is óskandi að Trump verði við
beiðni nefndar Nunes um að létta
leynd af gögnum sem kunna að
varpa skýrara ljósi á þessi mál.
En það er líka mikilvægt fyrir
marga blaðamenn og áhrifamikla
fjölmiðla að láta ekki skoðun sína
á Trump hafa áhrif á umfjöllun
um þessi mál. Þau dæmi hafa því
miður iðulega sést en enginn fjöl-
miðill sem tekur sig alvarlega get-
ur leyft sér slíkt.
Nauðsynlegt er að fá
botn í rannsókn á
þætti FBI í forseta-
kosningunum
bandarísku 2016}
Óhreint mjöl
Launakostnaðurhefur hækkað
gríðarlega á liðnum
árum eins og stjórn-
endur úr mat-
vælageiranum bentu
á í samtölum við
Morgunblaðið á
laugardag. Steinþór
Skúlason, forstjóri SS, nefnir að
laun hafi á síðustu þremur til fjór-
um árum hækkað um 30-40% en
aðeins brot af þessari hækkun hafi
farið út í verðlagið. Gengi krónu
hafi framan af verið að styrkjast
sem hafi hjálpað til, en gengið
muni ekki styrkjast meira og því
þurfi að hækka verð. Hann telur
tímabili lágrar verðbólgu lokið og
framundan sé 5-10% verðbólga
næstu tvö árin eða svo. Aðrir taka
í sama streng um kostnaðarhækk-
anir sem séu byrjaðar að fara út í
verðlagið og hljóti að halda því
áfram.
Ofan á þessar kostnaðarhækk-
anir sem fyrirtækí í landinu hafa
lent í leggjast miklar opinberar
álögur á laun. Tryggingagjaldið
var hækkað mikið í tíð vinstri
stjórnarinnar og hefur lækkað allt
of lítið síðan. Augljóst er fyrir rík-
isvaldið að bregðast
nú hratt við og lækka
tryggingagjaldið til
að skapa eðlilegra
starfsumhverfi fyrir
fyrirtækin í landinu
og draga úr þörf á
verðhækkunum.
Sama á við um
aðrar skattabreytingar sem beðið
er eftir, svo sem gjöld á bifreiðar,
eins og framkvæmdastjóri Bíl-
greinasambandsins nefnir í sam-
tali við Morgunblaðið í dag. Að
óbreyttu stefnir í tuga prósenta
hækkun bifreiða vegna breyttra
staðla ESB. Þá bíða útgefendur
bóka og fjölmiðla eftir þeim
skattalækkunum sem þeim hefur
verið lofað og veitir ekki af í bar-
áttunni við erlenda keppinauta.
Ríkisstjórnin ætti að kosta
kapps um að viðhalda þeim stöð-
ugleika sem hér hefur verið og
tryggja fyrirtækjum viðunandi
skattaumhverfi. Það er ekki hægt
að ganga út frá því að mikill vöxt-
ur með lágri verðbólgu og hratt
vaxandi velmegun haldi áfram, en
stjórnvöld þurfa að stuðla að því
að þessi jákvæða þróun geti haldið
áfram.
Stjórnvöld þurfa að
bregðast hratt við
til að neikvæðar
horfur verði ekki
að veruleika}
Blikur á lofti
L
ífsviðhorf fólks mótast oft af því
hvar það er statt. Ungt fólk hefur
aðra afstöðu til lífsins en þeir sem
teknir eru að reskjast, þeir sem
hafa lítið milli handanna hafa ann-
að sjónarhorn en hinir sem eru loðnir um lóf-
ana. Okkur hættir til þess að sjá allt undir okk-
ar sjónarhorni og gera lítið úr skoðunum
annarra. Ég ber enga virðingu fyrir skoðunum
þeirra, sem telja að ákveðnir kynþættir séu
annars flokks eða að eðlilegt sé að ákveðnar
stéttir eða hópar njóti forréttinda og fríðinda
umfram aðra. En ég vil gjarnan reyna að skilja
hvers vegna fólk hugsar eins og það gerir.
Nýlega sá ég vitnað í endurminningar rúss-
neska rithöfundarins Varlam Shalamov sem
var í fangabúðum í Síberíu í fimmtán ár undir
harðstjórn Stalíns. Sjónarhorn fangans er auð-
vitað annað en þeirra sem ganga frjálsir, en ályktanir hans
vöktu mig til umhugsunar. Í lista yfir það sem honum varð
ljóst í fangavistinni segir:
„Ég áttaði mig á því að reiðin getur viðhaldið lífsneist-
anum.
Mér varð ljóst að það getur haldið fólki á lífi að vera
sama um allt.
Ég skildi hvers vegna fólk getur ekki lifað á voninni –
það er engin von. Það getur heldur ekki lifað af á frjálsum
vilja – hvaða frjálsi vilji er til? Fólk lifir á innsæi, tilfinn-
ingu fyrir því að halda sér á lífi, rétt eins og tré, steinn eða
dýr.
Ég komst að því að maður á ekki að skipta mannkyninu
upp í gott eða slæmt fólk heldur hugrakka og hugleys-
ingja. Níutíu og fimm prósent hugleysingja
geta orðið afar grimm, jafnvel banað öðrum,
við vægustu hótun.“
Getum við dregið einhverjar ályktanir af
sjónarhorni fangans í einræðisríki? Sjálfur hef
ég séð hið prúðasta fólk taka stakkaskiptum í
óvenjulegum aðstæðum. Í verkföllum eða mót-
mælum rennur æði á suma sem eru rólynd-
ismenn frá degi til dags. Skelli á stríð magnast
ofsinn eflaust.
Fyrir viku birtist skrautleg mynd í Morg-
unblaðinu af prúðbúnum kirkjunnar þjónum.
Flestir hrifust af myndinni, en í umræðum um
hana heyrði ég að margir sem telja sig víðsýna
hafa lítið umburðarlyndi í garð kirkjunnar. Ég
er ósammála því viðhorfi, þó að ég skilji efa-
hyggju vel. Í bók eftir Englendinginn William
Lord Watts sem skrifuð var árið 1876 um för
hans yfir Vatnajökul segir hann frá því er bóndi las hús-
lestur á sunnudegi:
„Allt heimilisfólkið var saman komið og sat á rúmunum,
vel til fara og prúðmannlegt. Það var sungið, lesið og beðin
bæn.
Enginn getur efast um mildandi og sálbætandi áhrif
fágaðra trúarbragða, hverju nafni sem þau nefnast, þegar
þau eru ekki yfirskyggð af ofsatrú, og á þetta ekki hvað
síst við um þá, sem búa við fremur örðugt veraldargengi.“
Á þessa leið hugsa ég, þótt ég sé ekki trúrækinn maður.
Geri trúarbrögð öðrum gott skulum við ekki gera lítið úr
þeim, ef þau eru ekki yfirskyggð af ofsatrú.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Skoðanir annarra
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Krafa um sjálfbærni á öllumsviðum samfélagsinsverður sífellt háværari oger orðin að mikilvægu tak-
marki fyrir fyrirtæki og stjórnvöld
um allan heim.
Í auknum mæli er rætt um kol-
efnisfótspor, sem mælir hversu um-
hverfisvænt ákveðið land eða fyrir-
tæki getur talist. Allajafna er
hugtakið notað sem almennt samheiti
fyrir losun koltvísýrings eða gróður-
húsalofttegunda út í andrúmsloftið,
oft mælt á CO2 kvarða.
Skýrsla sem unnin var af verk-
fræðistofunni Eflu fyrir Vegagerðina
og kom út á dögunum skýrir frá
mengun er verður af völdum sam-
gangna.
Heildarlosun yfir 4.000 tonn
Kemur þar fram að heildarlosun
Íslands, samkvæmt mælingum Um-
hverfisstofunar, var 4.670 þúsund
tonn CO2 ígilda árið 2016. Alls var
losun gróðurhúsalofttegunda frá
farartækjum á vegum Íslands 920
þúsund tonn CO2 ígilda sama ár og
valda bifreiðar því alls 20% af heild-
arlosun landsins.
Iðnaður er stærsti þátturinn í
þessari jöfnu með 47%, samanborið
við 20% í Evrópu. Undir iðnað heyra
framleiðsla hráefna og byggingar-
efna, en einnig framkvæmdir og
byggingariðnaður. Þau hráefni og
byggingarefni sem framleidd eru er-
lendis fyrir íslenskar framkvæmdir
teljast ekki menga hér á landi og er
því hluti af þeirri mengun sem hlýst
vegna samgönguinnviða falinn í kol-
efnisbókhaldi annarra ríkja, er segir í
skýrslunni.
Takmarkanir ESB
Losun frá stóriðju eða iðnaði er í
sérstöku viðskiptakerfi ESB fyrir
losunarheimildir (e. EU ETS). Kerfið
hefur verið starfrækt innan ESB frá
árinu 2005 og hafa EFTA-ríkin verið
þátttakendur frá 2008. Fyrirtækjum
innan viðskiptakerfisins er úthlutað
ákveðnum fjölda losunarheimilda án
endurgjalds á viðskiptatímabili 2013-
2020. Stefnt er að því að árið 2020
verði losun fyrirtækja innan við-
skiptakerfisins 21% minni en árið
2005. Eftir það þurfa fyrirtækin að
leita annarra leiða til að eiga heim-
ildir fyrir losun sinni.
Með það í huga að losun frá stór-
iðju eða iðnaði er í kerfi ESB, þá má
segja að losun vegna farartækja sé í
raun stærsti losunarþátturinn sem ís-
lenska ríkið ber ábyrgð á.
Vistvænni mannvirki
Í skýrslunni segir að ein stærsta
uppspretta mengunar tengdrar sam-
göngum sé brennsla jarðefnaelds-
neytis í farartækjum. Þá þurfi einnig
að horfa til annarra umhverfisáhrifa,
s.s. mannvirkja sem raskað geta
óspilltri náttúru og valdið sjón-
mengun. Auk þess fari mikil hráefna-
notkun í gerð samgöngumannvirkja.
Ætlast er til að slík mannvirki vari til
lengri tíma og því mikilvægt að fram-
kvæmdirnar séu eins vistvænar og
sjálfbærar og möguleiki er á. Í
skýrslunni er lagt til að mannvirki
séu byggð út frá vistvænni hönnun,
sem horfir til lengri tíma og tekur
mið af öllum vistferlum mannvirkis.
Í vistvænni hönnun er mikilvægt
að huga að þremur þáttum; um-
hverfisáhrifum, að mannvirkið
sé fjárhagslega hagkvæmt í
gegnum allt ferlið og að það
hafi jákvæð áhrif á samfélagið.
Lagt er til að notast verði við
slík vistvottunarkerfi í inn-
viðaverkefnum Vegagerð-
arinnar í framtíðinni.
Vistvænni þróun
samgangna á Íslandi
Ásrún Rúdólfsdóttir, gæðastjóri
Vegagerðarinar, segir umhverf-
isstefnu Vegagerðarinnar taka
mið af áskorunum nútímans í
umhverfismálum. Rannsókn-
arsjóður Vegagerðarinnar styrki
t.a.m. umhverfisrannsóknir á
við umrædda skýrslu. „Vega-
gerð og samgöngur eru svo ná-
tengd umhverfinu og tengjast
með margvíslegum hætti inn í
umhverfisumræðuna.“ Hún seg-
ir stofnunina m.a. vera hluti af
stýrihóp um áætlun um loft-
gæði á Íslandi. „Allar styttingar
á vegum og þar með styttingar
vegalengda á milli staða
stuðla að aukinni þjóð-
hagslegri hagkvæmni
og arðsemi. Einnig
er umhverfislegur
hagur fólginn í því
að setja bundið
slitlag og slíkt,
þetta hefur allt
áhrif á um-
hverfið.“
Áætlun um
betri loftgæði
VEGAGERÐ OG UMHVERFIÐ
Ásrún
Rudolfsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Vegagerð Frá vegaframkvæmdum í Dalasýslu í sumar. Vegagerðin leitast
nú við að innleiða vistvottunarkerfi í innviðaverkefni sín.