Morgunblaðið - 30.07.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 30.07.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Þetta er bara ónýt vertíð“  Býflugur og geitungar fjölga sér minna  Rólegt sumar hjá meindýraeyðum Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þegar fólk fer að vinna í garðinum og svona þá rekst það á geitunga hér og þar. Ef það er gott veður þá er hringt í okkur en annars ekki,“ segir Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir. Lítið hefur verið af geitungum og bý- flugum á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið. „Þetta er bara ónýt vertíð. Þegar náttúran er svona þá er fólk rólegt í tíðinni og sumarið rólegt hjá okkur. Við erum aðallega að sinna því sama og á veturna, eitrum fyrir silfur- skottur og bjöllur heima hjá fólki og annað slíkt,“ bætir hann við. Guðmundur Halldórsson skor- dýrafræðingur segir býflugur og geitunga einfaldlega fjölga sér minna þegar veður er vott og kalt. „Kuldinn og bleytan hefur áhrif á skordýrin, rétt eins og okkur. Mörg skordýr fjölga sér yfir sumarið. Ef það er kalt og blautt þá fjölga þau sér hægar,“ segir hann. Guðmundur segir ólíklegt að bý- flugur og geitungar séu að drepast í stórum stíl. „Lítil fjölgun er frekar ástæða þess að minna er um geit- unga og býflugur heldur en að veðrið valdi því beinlínis að skordýr drep- ist.“ Guðmundur bendir á að fæðu- öflun verði erfiðari fyrir geitunga og býflugur þegar veðrið er eins og það hefur verið á suðvesturhorninu. „Blómstrandi blóm eru afar mikil- væg fæða fyrir geitunga og hunangs- flugur. Þetta veðurfar verður til þess að það er minna af þeim og því minna af fæðu fyrir báðar tegundirnar.“ Spurður hvort bleyta og kuldi séu vænleg fyrir einhver skordýr segir Guðmundur svo ekki vera. „Ég veit ekki til þess að það séu nein skordýr á Íslandi sem vilji lægri hita en er á sumrin. Þetta eru ein- faldlega þannig dýr að það er mikil breyting fyrir þau þegar hitinn lækkar.“ Morgunblaðið/Eggert Býflugur Þessar hafa varla látið sjá sig á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Það er búin að vera bræla suðaust- an við Vestmannaeyjar svo flotinn er búinn að vera mest hér vestan við þær. Þetta er svona heldur köflótt, var allt í lagi áðan og þá fengum við 270 tonn,“ sagði Bergur Einarsson, skipstjóri á Hoffelli SU, skipi Loðnu- vinnslunnar, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hoffellið landaði rúmlega 1.000 tonnum í síðustu viku, þ.m.t. 470 tonnum síðasta fimmtudag. Hélt skipið úr höfn á ný á föstudagsmorg- un sl. en ferðin á miðin sunnanlands tekur um sólarhring. Spurður út í næstu skref á yfirstandandi túr segir Bergur það vel geta farið svo að áhöfnin færi sig austar, en þar er bú- ist við batnandi veðri næstu daga. Venus NS, skip HB Granda hf, var væntanlegt til Vopnafjarðar um ell- efuleytið í gærkvöldi með 700 tonn af makríl. „Á Síðugrunni tókum við eitt holl og svo færðist fiskurinn til Vest- mannaeyja, bara rétt austan við Eyj- ar og var alveg upp í harða landi þar,“ sagði Kristján Þorvarðarson, skipstjóri á Venusi NS, við blaða- mann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Þá var Víkingur AK, annað skip HB Granda hf, með um 190 tonn af makríl um hádegisbil í gær, sunnu- dag, að sögn Kristjáns. Farið verður beint í löndun og stefnir Venus strax aftur út á miðin að löndun lokinni. Verður það sennilega á þriðjudags- morgun, að sögn Kristjáns. Bræla við miðin suðaustan- lands en þokkalegasta veiði  Hópur skipa vestan við Eyjar  Venus NS með 700 tonn Ljósmynd/Albert Kemp Veiðar Hoffell SU hefur landað yfir 1.000 tonnum af makríl á vertíðinni. Mikill snjór á gönguleið Lauga- vegar hefur ekki haft teljandi áhrif á sumarið, að sögn staðarhald- ara í Land- mannalaugum. Daniel Demaime er einn skála- varða í skálanum í Hrafntinnu- skeri, sem er vinsæll viðkomustaður þeirra sem ganga Laugaveginn. Segir hann að snjórinn hafi ekki horfið fyrr en nýlega. „Hér hefur rignt mikið undanfarnar vikur og því er snjótímabilinu að ljúka núna. Í ár var óvanalega mikið magn af snjó. Það má líklegast skrifa á veturinn sem var óvenju harður og lágt hita- stig í sumar.“ Hann segir snjóinn hafa gert göngufólki erfiðara fyrir í upphafi sumars en umferð verið fín þrátt fyrir veðurfar. „Þrátt fyrir veður hefur verið ágæt traffík á Laugaveginum í sumar, aðeins minna en í fyrra þó. Það var aðeins erfiðara að tjalda í Hrafntinnuskeri í byrjun sumars því það var svo mikill snjór á tjaldsvæðinu. Svo var mikil bleyta sem getur verið leiðinleg.“ Hann mælir með því að göngufólk gefi sér nokkra aukadaga við skipu- lagningu á göngu um hálendið. „Við mælum með því að fólk gefi sér svig- rúm til að geta planað gönguna út frá veðri.“ ninag@mbl.is Óvenju mikill snjór á hálendinu Fegurð Laugaveg- urinn er sívinsæll.  Færri ganga Laugaveginn í ár „Hítará var orðin hrein innan við viku frá því að skriðan, féll,“ segir Jón Guðlaugur Guðbrandsson, bóndi á Staðarhrauni í Borgarnesi, um skriðuna sem féll úr Fagraskóg- arfjalli 7. júlí og talin er hafa verið yfir milljón rúmmetrar að stærð. Skriðan stíflaði farveg Hítarár. „Hítará rennur nú framhjá skrið- unni og í farveginn í ána Tálma. Það eykur magnið af vatni sem rennur í gegnum landið hjá mér og rýfur bakkana svolítið. Landgræðslan er eitthvað að skoða hvað hægt er að gera,“ segir Jón. Ólafur Sigvaldason í Brúarhrauni í Borgarnesi og formaður veiðifélags Hítarár, segir ána orðna eðlilega og að veiði hafi verið mjög góð í sumar. Hítará að ná sér og veiði góð Vel heppnaðri hjólreiðahelgi á Akureyri lauk í gær með Íslandsmeistaramóti í fjallabruni í Hlíð- arfjalli þar sem keppni hófst við Strýtu og brun- aði hver keppandi tvívegis niður fyrirfram ákveðna braut. Betri tíminn gilti. Leiðin lá meðal annars um Andrésar-brekkuna, sem skíðamenn þekkja vel, og brautin endaði við neðri enda stólalyftunnar Fjarkans. Keppt var í fullorð- insflokki karla og kvenna og nokkrum yngri flokkum beggja kynja. Á föstudagskvöld fór fram keppni þar sem hjólað var frá Siglufirði til Akureyrar og um helgina var keppt í alls kyns hjólreiðum, m.a. var sprettur upp Listagilið í miðbænum og fjalla- hjólakeppni úr Hlíðarfjali niður í Kjarnaskóg. Brunað og stokkið í Hlíðarfjalli Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vel heppnuð hjólreiðahelgi á Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.