Morgunblaðið - 30.07.2018, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
✝ Helga Guð-mundsdóttir
fæddist 22. júní
1929 í Reykjavík.
Hún lést á Land-
spítala Háskóla-
sjúkrahúsi 21. júlí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Sigríður Bene-
diktsdóttir frá
Eskifirði, f. 6. jan-
úar 1896, og Guðmundur
Helgason frá Hvítanesi í Hval-
firði, trésmiður, f. 27. október
1888. Systkini Helgu eru: Gísli,
f. 1930, Guðfinna, f. 1931, Guð-
sjúkraliði, gift Rúnari Inga
Garðarssyni, f. 1990, kvik-
myndagerðarmanni. Eiga þau
einn dreng, Gabríel Inga, f.
2012. 2) Júlía, f. 1995, há-
skólanemi.
Helga fæddist og ólst upp á
Njálsgötu 59 í Reykjavík. Hún
gekk í Austurbæjarskóla og síð-
an í Verslunarskóla Íslands og
lauk þaðan verslunarprófi árið
1949. Hún starfaði lengi á aug-
lýsingaskrifstofu Morgunblaðs-
ins og seinna á skrifstofu
Áburðarverksmiðjunnar í Gufu-
nesi þar sem hún hitti eig-
inmann sinn. Helga tók sér frí
frá vinnumarkaðinum á meðan
hún ól upp dóttur sína og tók
aftur til starfa við skrif-
stofustörf hjá Landssíma Ís-
lands við uppfærslu og skrán-
ingu símaskrár.
Útförin verður frá Fossvogs-
kirkju hinn 30. júlí 2018 kl. 13.
ríður, f. 1933, d.
1935, Kristján, f.
1934, d. 2018,
Helgi, f. 1936d.
2017, Guðríður, f.
1938, og Eðvarð, f.
1939. Helga giftist
Gunnari Þórarni
Ólasyni, efnaverk-
fræðingi, f. 29. jan-
úar 1925, d. 29. júlí
1991. Barn þeirra
er Þóra Guðrún
Gunnarsdóttir, f. 1966, mynd-
listamaður, eiginmaður hennar
er Grétar Sölvason, f. 1964,
múrarameistari. Börn þeirra
eru 1) Klara Rakel, f. 1992,
Í dag verður móðir mín lögð til
hinstu hvílu. Margar minningar
streyma fram, góðar og dýrmæt-
ar. Mamma var afar góðhjörtuð
kona og mátti ekkert illt sjá. Hún
fóðraði stóran dúfnahóp á svöl-
unum okkar í Sólheimum, föður
mínum og nágrönnunum til mik-
illar armæðu og dró stundum
með sér heim flækingsketti til að
gefa þeim rjómabland. Hún var
styrktarforeldri hjá Action Aid
þar sem hún styrkti indverskar
stúlkur til menntunar löngu áður
en byrjað var á þessu hér af
Rauða krossinum og SOS. Einu
sinni man ég eftir að hún kom
með bréf sem hún hafði fengið
sent frá Action Aid sem hún var
afskaplega óánægð með. Í bréf-
inu var henni tjáð að stúlkan sem
hún styrkti til náms hefði verið
tekin úr skólanum af foreldrum
sínum til að fara að vinna þar sem
fjölskyldan þurfti á peningum að
halda. Þetta var meira en stóra
hjartað hennar mömmu þoldi því
í kjölfarið ákvað hún að styrkja
frekar almenn málefni en að
þurfa að þola svona vonbrigði aft-
ur. Mamma lagði mikið upp úr
námi og hve margar dyr það gæti
opnað að vera vel menntaður.
Sjálf hafði hún verslunarpróf frá
Verslunarskólanum og vann við
skrifstofu- og ritarastörf allan
sinn starfsferil. Föður mínum
kynntist hún þegar hún starfaði í
Áburðarverksmiðjunni en þar
vann hann einnig sem efnaverk-
fræðingur. Mamma hafði alltaf
mikið og gott samband við
mömmu sína og systkini sín og
hún elskaði allar mágkonur sínar
sem systur. Afmælis- og sérstak-
lega jólaboð voru mannmörg og
skemmtileg og mamma, systir
hennar Guðfinna og mágkonurn-
ar hlóðu borðin kræsingum svo
allir stóðu á blístri. Árið 1993
lenti mamma í bílslysi ásamt
yngsta bróður sínum og eigin-
konu hans. Blessunarlega lifðu
þau öll en mamma hlaut heila-
skaða sem breytti lífi hennar og
okkar allra og gerði það að verk-
um að hún bjó á hjúkrunarheimili
til dauðadags. Starfsfólki Skóg-
arbæjar þakka ég umönnunina
og einnig starfsfólki gjörgæslu-
deildar Landspítalans í Fossvogi
fyrir hugulsama fylgd síðustu
stundirnar.
Þóra Gunnarsdóttir.
Nú er ég minnist Helgu systur
minnar rifjast upp margar minn-
ingar frá bernsku- og æskuárum
okkar. Við fæddumst öll systkin-
in í húsinu við Njálsgötuna nr. 59
og var Helga okkar elzt. Við báð-
ar á líkum aldri, vorum mjög
samrýndar og góðar vinkonur.
Hennar leiksystur voru einnig
mínar. Við húsið okkar var stór
garður og grasblettir þar sem við
og vinir okkar lékum okkur á af-
girtri lóðinni. Mörg sporin áttum
við systurnar um Laugaveginn.
Faðir okkar var trésmiður og oft
færðum við honum eftirmiðdags-
kaffið á verkstæðið, sem var á
Laugavegi 1. Stöku sinnum átt-
um við erindi í Sokkabúðina hjá
Söru. Frú Sara var einkar væn
kona og talaði við börn eins og
fullorðin væru. Hún virtist
þekkja öll fatanúmer viðskipta-
vina sinna. Í þá tíð var Laugaveg-
urinn okkar Oxfordstræti sem
margir þekkja; iðandi mannlíf,
bílaumferð og hávaði miðað við
okkar friðsælu Njálsgötu. Þá
fann ég hlýjuna og öryggið frá
hendi Helgu systur minnar, enda
var henni treystandi fyrir litlu
systur sinni. Þegar við systurnar
höfðum aldur til var eina fáan-
lega vinnan að gæta barna. Það
gerðum við og öfluðum okkur
tekna og fengum þá stöðuheitið
„barnapía“. Æskuár okkar liðu
að mestu í félagsskap KFUK.
Þar eignuðumst við góðar vin-
konur og eigum fallegar minning-
ar þaðan. Helga systir var afar
minnug og átti auðvelt með allt
nám, enda gott að leita til hennar
á námsárunum. Hún var glaðlynd
og þolinmóð, mjög góð systir og
vinkona. Söknuður minn er mik-
ill. Þá vil ég að endingu þakka
starfsfólki Hjúkrunarheimilisins
Skógarbæjar fyrir afar góða
umönnun sem Helga systir mín
naut þar eftir bílslys sem hún
lenti í fyrir allmörgum árum. Þar
leið henni alltaf mjög vel. Þóru,
Grétari, Klöru Rakel, Júlíu og
öðrum ástvinum sendum við
systkinin, makar og frændsystk-
inin okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Verði hún ætíð á Guðs
vegum.
Guðfinna.
Föðursystir mín Helga Guð-
mundsdóttir hefur kvatt okkur
og hafið för sína í sumarlandið.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá systkinahópnum sem
ólst upp á Njálsgötu 59. Nú hefur
elsta systkinið fallið frá og er
Helga þriðja systkinið sem fellur
frá á innan við ári.
Helga var ævinlega þakklát
fyrir stórt sem smátt. Hún naut
samverustunda með Guðfinnu
systur sinni sem sinnti henni ein-
staklega vel eftir að Helga slas-
aðist mikið í bílslysi. Þá naut hún
þess að hitta fjölskyldu og frænd-
fólk og rifja upp gamla tíma sem
hún mundi svo vel. Hún lofaði allt
sitt fólk við hvert tilefni og þar
var ekkert til sparað við orðaval-
ið. Þar sem Sibba mágkona henn-
ar eldaði afar ljúffengan mat þá
fékk hún að sjálfsögðu viðurnefn-
ið „Sibba súperkokkur“.
Helga hafði einstaklega gam-
an af því að segja sögur og sér-
staklega af pabba þegar hann var
smábarn enda var hún stóra syst-
ir og þurfti því oft að gæta hans.
Ekki fylgdi sögunum hvort það
hefði verið mikið í uppáhaldi hjá
henni að gæta hans. Eitthvað
virtust þær systur Helga og Guð-
finna hafa þurft að kaupa sér smá
frið frá honum stöku sinnum með
því að gefa honum eina krónu fyr-
ir sælgæti. Upp frá því fékk
pabbi viðurnefnið „Ebbi króna“.
Helga þakkaði ævinlega fyrir
háan aldur og naut lífsins eins og
heilsan leyfði. Helga var einstak-
lega frændrækin, hvers manns
hugljúfi og síðast en ekki síst var
hún virkilega orðheppin og grín-
isti fram í fingurgóma. Ef hún
hefði verið á sínum besta aldri í
dag þá er ég viss um að hún hefði
verið uppistandari. Þeir eru ótelj-
andi brandararnir sem komu frá
henni. Þeim fjölgaði með hverju
árinu sem leið. Það eru ófáar
veislurnar sem hún kom í til okk-
ar hjóna og þar sat unga fólkið í
kringum hana og gjörsamlega
veinaði af hlátri yfir því sem kom
frá henni. Gömul æskuvinkona
mín hafði á orði við mig í skírn-
arveislu yngri dóttur minnar að
Helga ætti bara að skella sér í
uppistand þrátt fyrir háan aldur,
hún myndi stórgræða á því.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldunn-
ar votta Guðfinnu, Þóru, Grétari
og fjölskyldu þeirra okkar dýpstu
samúð.
Sandra Eðvarðsdóttir
og fjölskylda.
Við Helga urðum vinkonur
þegar við settumst í þriðja bekk í
Verslunarskóla Íslands haustið
1947. Helga spurði hvort við ætt-
um ekki að sitja saman og ég
samþykkti það. Ég leit upp til
Helgu því hún var tveimur árum
eldri en ég. Ég mundi óljóst eftir
Helgu og Finnu systur hennar
þegar við bárum út Morgunblað-
ið nokkrum árum fyrr. Við Finna
vorum einnig fermingarsystur.
Ég fékk góðar móttökur hjá fjöl-
skyldu Helgu á Njálsgötu 59.
Systkinin voru sjö og kölluð fal-
legu systkinin því þau voru svo
lagleg. Við vorum svo nánar við
Helga að stundum gistum við
hvor hjá annarri, til dæmis þegar
framkvæmdir voru á heimilum
okkar. Við vinkonurnar sóttum
kristilegar samkomur en snið-
gengum dansæfingar og ferðalög
á vegum skólans. Helga var góð-
ur námsmaður og náði hún sér-
staklega góðum tökum á ensku
sem kom sér vel þegar hún ferð-
aðist til útlanda. Rúmfræði vafð-
ist fyrir okkur Helgu svo Guð-
mundur bróðir minn tók okkur í
aukatíma. Helga fékk verðlaun á
burtfararprófi og notaði styrkinn
til utanfarar.
Við Helga höfðum þann sið
þegar við vorum í Verslunarskól-
anum að sækja messu á aðfanga-
dag í Dómkirkjunni hjá séra
Bjarna Jónssyni. Annar prestur
kom ekki til greina. Ég vildi að
við hefðum getað haldið þessum
sið áfram alla ævi en fjarlægð og
fjölskylduhagir komu í veg fyrir
það. Mér eru líka minnisstæðar
samkomur KFUM og K í Vatna-
skógi og Vindáshlíð. Sérstaklega
er minnisstætt mót í Vatnaskógi
sumarið 1950. Þar tjölduðum við
saman, ég, Helga og Finna ásamt
Grétu og Svövu og fleiri vinkon-
um.
Margar gleðistundir áttum við
í saumaklúbbi okkar níu skóla-
systra. Klúbburinn tvístraðist
eftir skólagöngu þegar við flutt-
um í ýmsar áttir en lifnaði aftur
við um miðjan sjötta áratuginn.
Aðeins þrjár eru nú á lífi. Eftir að
við skólasysturnar úr VÍ tókum
upp þann sið að hittast mánaðar-
lega á Grand Hótel höfum við
færst nær hver annarri og kynnst
enn þá betur.
Helga var falleg kona, fólk sem
eitt sinn mætti henni á tröppun-
um í Sólheimum spurði ná-
grannakonu hennar hver þessi
fallega kona væri. Helga var allt-
af smekklega klædd og átti fal-
legt heimili. Ég leit oft inn til
hennar á laugardögum eftir fundi
í Langholtskirkju og hún tók mér
alltaf vel og sagðist einmitt hafa
ætlað að hita kaffi. Ég sagði
Helgu frá áhyggjum mínum yfir
hinu og þessu en Helga stappaði í
mig stálinu og sagði: „Þú miklar
þetta fyrir þér, Anna.“
Síðustu árin sáumst við Helga
sjaldan vegna veikinda. Helga
sýndi ávallt æðruleysi og jafnað-
argeð og henni varð tíðhugsað til
skólasystkina okkar í símtölum.
Innilegar samúðarkveðjur til
ættingja og þá sérstaklega til
Guðfinnu systur hennar og Þóru
dóttur hennar.
Anna G. Þorsteinsdóttir.
Helga
Guðmundsdóttir
Elsku pabbi,
tengdapabbi og afi.
Þú kvaddir þenn-
an heim 7. júlí sl. eftir erfið veik-
indi síðasta hálfa árið. Aldrei er
maður tilbúinn að kveðja en þetta
er víst lífsins gangur.
Við geymum minningar um
ánægjulegar stundir í gegnum
tíðina og efst í huga okkar eru
ferðalög bæði innanlands og ut-
an. Við fjölskyldan nutum þess að
ferðast með ykkur mömmu. Það
að skreppa upp í Heiðmörk eða á
Þingvelli á góðum degi með nesti
og kannski veiðistöng ef við átti
var alltaf svo skemmtilegt. Og
Spánarferðirnar eru ógleyman-
legar en þar vorum við lóðsuð um
staði sem þið mamma höfðuð far-
ið á í fyrri ferðum ykkar og ýms-
um fróðleik lætt að okkur. Borð-
uðum á veitingastöðum þar sem
þú þekktir jafnvel starfsfólkið frá
Jónas Grétar
Sigurðsson
✝ Jónas GrétarSigurðsson
fæddist 9. sept-
ember 1933. Hann
lést 7. júlí 2018.
Útför Jónasar
fór fram frá Bú-
staðakirkju 23. júlí
2018.
fyrri tíð en þú hafðir
gaman af spjalli og
þó að tungumálið
væri ekki alveg til
staðar gastu alltaf
gert þig skiljanleg-
an. Og hitinn var
þitt uppáhald. Þó að
hitastigið væri 35-37
stig þá fannst þér
það bara notalegt.
Elsku pabbi,
tengdapabbi og af,i
við þökkum þann tíma sem við
höfum haft með þér.
Hvíli þú í friði.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Ingigerður, Róbert og
Vigfús Heiðar.
Kæra vinkona.
Það var mér mik-
ið áfall að frétta af
sviplegu fráfalli þínu. Leiðir okk-
ar lágu fyrst saman við afleys-
ingar á leigubíl á BSR fyrir
nokkrum árum. Við áttum ekki í
miklum samskiptum fyrst um
sinn, en auðvitað fórstu ekki
fram hjá mér. Þú leist ekki svo
vel út þá og barst með þér að
hafa upplifað ýmislegt.
Tíminn leið og segja má að við
höfum fyrst átt almennileg sam-
skipti þegar við sátum saman
leyfishafanámskeið vorið 2017.
Við náðum strax ágætlega sam-
an, og mér er minnisstæður há-
degisverður sem við snæddum á
sushi-veitingastað, sem þú sagðir
mér að þú hefðir mikið dálæti á.
Svo mikið var dálætið, að þú vild-
ir keyra alla leið frá Mjódd og inn
í Hafnarfjörð. Við ræddum um
daginn og veginn og áttum gæða-
stund. Útlitslega hafðirðu tekið
miklum stakkaskiptum. Þú ljóm-
aðir af hamingju og það fór ekki
framhjá neinum að þar fór ást-
fangin stúlka, en skömmu áður
hafði samband ykkar Jónbjörns
hafist. Það var svo gaman að fá
að fylgjast með ykkur á sam-
skiptamiðlum og verða vitni að
því hversu innilega ástfangin þið
voruð og hvernig lífið lék við ykk-
ur.
Við fengum svo úthlutað leyfi
til leigubílaaksturs á sama tíma
og vorum í svolitlum samskiptum
þá. Mér leið ávallt vel í nærveru
þinni, það var afskaplega gaman
að setjast inn í bíl hjá þér og eiga
við þig gefandi samræður. Við
bjuggum yfir svipaðri lífs-
reynslu, sem getur gefið fólki
dýpt ef það vinnur úr henni. Það
átti svo sannarlega við um þig.
Við ræddum um að hittast og
fagna nýfengnu leyfi með því að
fá okkur sushi, en af því varð því
miður ekki. Þykir mér sárt að
hafa ekki fengið að hitta þig aft-
ur, því þó svo að kynni okkar hafi
ekki verið löng eða samskiptin
mikil þótti mér einkar vænt um
þig. Þú varst glæsilegur fulltrúi
stéttarinnar, hafðir mikla lífs-
reynslu og gríðarlega útgeislun,
svo af bar. Ég dýrkaði rámu
röddina þína, heillaðist af ein-
stökum hlátrinum og týndist ein-
hvers staðar í fallegu brosi þínu.
Elsku Þóranna mín. Megi Guð
geyma þig og englarnir vefja
örmum sínum utan um þig þang-
að til við hittumst aftur.
Kæri Jónbjörn og aðrir að-
standendur. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð gefa
ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Guðmundur Óskar
Bjarnason.
Leiðir okkar Þórönnu lágu
saman á Bifröst fyrir um áratug.
Kynni okkar hófust þó ekki fyrir
alvöru fyrr en ég réð hana til
starfa hjá mér í versluninni í
þorpinu. Þá var hún í fjarnámi
við Háskólann á Bifröst en bjó á
staðnum og þetta hentaði því
fullkomlega.
Án þess að hafa of mörg orð
Þóranna
Gunnarsdóttir
✝ Þóranna Gunn-arsdóttir fædd-
ist 1. september
1981. Hún lést 16.
júlí 2018.
Útför Þórönnu
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 27.
júlí 2018.
um það, þá var þetta
samstarf mjög
skemmtilegt. Lítil
búð í litlu þorpi úti á
landi gerir að verk-
um að þeir sem
starfa í búðinni vita
allt um alla og meira
en vilji er til. Við
Þóranna áttum svo
margar stundir
saman þar sem við
flissuðum að kaup-
hegðun fólks, spáðum fyrir um
kaup morgundagsins og gerðum
áætlanir um að hækka sölutölur
með því að auka framboð á sum-
um vörum. Það voru ófáir dag-
arnir þar sem við hlógum okkur
máttlausar eftir tilraunir með
grillaðan kjúkling, þar sem önn-
ur hvor okkar gleymdi iðulega að
taka úr frysti tímanlega og þurft-
um svo að vera að hringja í fólk,
seinka afhendingartíma og af-
saka. Þóranna hafði yfir þeim
einstaka eiginleika að búa, að ef
hún gerði mistök, þá bara sagði
hún það. Og svo fylgdi alltaf út-
skýring sem var oftast svo fyndin
og einlæg að það var ekki annað
hægt en að hlæja með. Það var
líka eiginleiki hjá Þórönnu, að
finna alltaf broslegu hliðina á að-
stæðum sem er mjög aðdáunar-
verður hæfileiki sem ég hef reynt
að tileinka mér.
Við áttum sumt sameiginlegt
eins og börn í sama bekk. Við
gátum rætt ósanngjarnar kröfur
kennara um heimanám, hvernig
skólinn var ekki að skilja sér-
þarfir nemenda og þannig mál-
efni. Það var okkur hugleikið þar
sem börnin okkar eru einstök og
með hæfileika sem passa ekki al-
veg inn í grunnskólakerfið. Þór-
anna hafði áhyggjur af því að
framkoma við hana væri öðruvísi
því hún hefði eignast sína dóttur
mjög ung, en ég gat sagt henni að
ég, mun eldri, væri að upplifa það
sama og við værum bara báðar
að glíma við svipuð verkefni og
áskoranir.
Á þessum tíma lét ég son minn
á einhverfurófi starfa í búðinni
við áfyllingar og önnur einhæf og
einföld störf tvisvar í viku. Það
var á þeim dögum sem ég fór fyrr
en Þóranna sá um að loka og
hafði því umsjón með honum.
Alltaf gat hún hrósað honum og
ekki bara í hans eyru, heldur líka
í mín daginn eftir. Þetta var
hennar hæfileiki. Hún gat alltaf
séð það jákvæða og góða, hitt var
aukaatriði, enda lítil ástæða til að
velta sér upp úr því. Í síðustu
viku fór þessi sonur minn og sótti
um vinnu í hverfisbúðinni og
fékk, auk þess að fá metna
starfsreynslu. Þetta veit ég að
hún Þóranna mín sá um úr sum-
arlandinu.
Það hefur alla tíð frá Bifrast-
arárunum haft áhrif á mig hvað
Þóranna var dugleg að tjá sig og
tilfinningar sínar, hún sagði fólk-
inu sínu allt um sína ást og vænt-
umþykju og geymdi ekkert af því
fram á síðasta dag. Í dag kann ég
að meta þennan lærdóm. Ég
syrgi Þórönnu, en góðu minning-
arnar og þakklætið fyrir kynnin
eru sorginni yfirsterkari. Þór-
anna auðgaði líf mitt og minna
sona og það mun ekki gleymast.
Elsku Eva Marý, ef ég get ein-
hvern tímann gert fyrir þig
helminginn af því sem mamma
þín gerði fyrir Valdimar minn þá
yrði ég mjög glöð.
Fv. verslunarstjóri Samkaupa
á Bifröst,
Sylvía Ólafsdóttir.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar