Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 14

Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 Ármúla 24 - s. 585 2800 ÚRVAL ÚTILJÓSA Fjárfestirinn Steve Eisman, sem er þekktastur fyrir að hafa séð fyrir bandarísku veðlánakreppuna sem stuðlaði að fjármálahruninu árið 2008, hefur greint Bloomberg frá að hann hafi tekið skortstöðu í hluta- bréfum Tesla. Eisman segir vanda Tesla felast í því að bandaríska rafbílaframleiðand- anum gengur erfiðlega að koma því til framkvæmdar sem Elon Musk, stjórnanda og stofnanda fyrirtæk- isins, dreymir um. „Elon Musk er mjög snjall maður, en heimurinn er fullur af snjöllu fólki og því verður líka að takast að framkvæma hlutina. Hann á við framkvæmdarvanda að stríða,“ sagði Eisman um afstöðu sína og bætti við að Tesla væri skammt á veg komið í þróun sjálfakandi bíla en að þar væri von á mikilli samkeppni strax á næsta ári. Eisman er ekki sá eini sem hefur áhyggjur af framtíð Tesla en margir fjárfestar eru órólegir yfir því hve hratt gengur á handbært fé fyrirtæk- isins. Hefur Tesla átt í vandræðum með að ná framleiðslumarkmiðum sínum og í síðustu viku lækkuðu hlutabréf félagsins eftir að Wall Street Journal greindi frá að Tesla hefði beðið hóp birgja að endurgreiða hluta af greiðslum þess til að hjálpa fyrirtækinu að skila hagnaði. Tesla segir umrædda beiðni eðlilegan hluta af samningaviðræðum vegna yfir- standandi viðskipta. ai@mbl.is Steve Eis- man veðjar gegn Tesla AFP Óvissa Ungur bílaáhugamaður skoðar Teslu í sýningarsal í Peking. Fulltrúar Kanada, ESB, Japans, Mexíkó og Suður-Kóreu munu hitt- ast í Genf í vikunni til að ræða hvern- ig megi bregðast við hótunum Do- nalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja tolla á innflutta bíla og varahluti. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir embættismönnum sem komið hafa að undirbúningi fundar- ins. Eins og greint hefur verið frá lét Trump hefja rannsókn á því hvort innflutningur á bílum geti ógnað þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Sams konar rannsókn var notuð til að rétt- læta tolla sem Trump lagði á ál og stál í byrjun þessa árs en talið er mögulegt að Bandaríkjastjórn leggi allt að 25% viðbótartoll á bifreiðar. Gagnrýnendur forsetans hafa bent á að tollarnir myndu hafa þau áhrif að hækka verð á bílum, draga úr sölu nýrra bifreiða og leiða til fækkunar starfa hjá bílaframleiðendum um all- an heim. Er talið sennilegt að fundurinn í Genf miði að því að samræma að- gerðir komi til þess að Trump láti til skarar skríða. Viðbrögð bílafram- leiðslulandanna gætu falist í að leggja sams konar tolla á innflutning frá Bandaríkjunum eða kæra hækk- aða tolla Trumps til Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar. Mun meiri hagsmunir eru í húfi nú en þegar toll- ar á ál og stál voru hækkaðir, en árið 2016 fluttu Bandaríkinn inn bíla fyrir 173 milljarða dala og bílaíhluti fyrir 70 milljarða, en fluttu á sama tíma inn stál fyrir 21 milljarð. ai@mbl.is AFP Floti Raðir af bílum í höfninni í Richmond. Mikið er í húfi ef tollar hækka. Bílaframleiðslu- lönd þétta raðirnar  Gætu samræmt aðgerðir gegn Trump Ef marka má ummæli Luigi Di Maio, aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu og leiðtoga Fimmstjörnuhreyfingarinn- ar, mun ný ríkisstjórn landsins ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að hætta að nota evruna. Reuters greinir frá þessu en um- mælin lét Di Maio falla í viðtali sem birt var á sunnudag í dagblaðinu Cor- riere della Sera í Mílanó. Var hann spurður álits eftir að Beppe Grillo, stofnandi Fimmstjörnuhreyfingar- innar, sagði fyrr í vikunni að Ítalía myndi þurfa að hafa það sem „plan B“ að hætta að nota evruna ef efnahags- legar aðstæður krefðust þess, og að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu til að fá það á hreint hvort meirihluti landsmanna væri fylgjandi því að gefa evruna upp á bátinn. Grillo fer ekki með embætti í sam- segir hann þjóðaratkvæðagreiðslu ekki hluta af stjórnarsáttmálanum við Norðurbandalagið, og ekki eitthvað sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í. ai@mbl.is AFP Stefna Luigi Di Maio segir ekki von á þjóðaratkvæðagreiðslu um evruna. Þjóðaratkvæði um evru ekki á dagskrá á Ítalíu  Stofnandi stjórn- arflokks vill „plan B“ sem valkost steypustjórninni sem mynduð var í vor en orð hans vöktu spurningar um hvort Ítalía kunni að vera á leiðinni út úr evrusamstarfinu. Di Maio hefur núna tekið af allan vafa um málið og Nicolás Maduro, forseti Venesúela, greindi frá því í sjónvarpsávarpi í síðustu viku að fimm núll yrðu skorin aftan af gjaldmiðli landsins og að ný- ir seðlar yrðu settir í umferð 20. ágúst. Að sögn FT munu nýju seðl- arnir ekki verða mikils virði ef verð- bólgan í landinu heldur áfram á sömu braut en AGS gerir ráð fyrir að hún fari yfir milljón prósent á þessu ári. Ætti seðillinn með hæsta nafn- virðið, 500 bólivara seðill, að vera um 6 bandaríkjadala virði í lok ágúst, og 20 senta virði í árslok. Áætlað er að um 20 milljarða bólivara virði af seðlum sé í um- ferð í Venesúela í dag og eru þeir að mestu verðlausir. Í ávarpi sínu upplýsti Maduro að gengi nýja bólivarsins yrði tengt gengi rafmyntarinnar petro sem ríkisstjórn landsins kynnti til sög- unnar fyrr á árinu. Petroinn á að vera tryggður með þeirri olíu sem er að finna í jörðu í Venesúela en nánari upplýsingar um þennan rafræna gjaldmiðil liggja ekki á lausu. Rík- isstjórnin segir að áhugasamir kaup- endur hafi boðið jafnvirði 5 milljarða dala þegar fyrstu petro-myntirnar voru boðnar út en ekki hefur verið greint frá hvert þeir peningar hafa ratað. „Ríkisstjórn Venesúela hefur enn valdið til að búa til fleiri petro-mynt- ir. Að tengja gengi [nýja] bólivarsins við petro-myntir er því ekki ekki svo frábrugðið því að tengja bólivarinn við sjálfan sig,“ hefur FT eftir hag- fræðingnum Francisco Rodríguez hjá fjárfestingarbankanum Torino Capital í New York. ai@mbl.is Fimm núll klippt af bólivarnum  Nýir seðlar fara í umferð í ágúst Nicolás Maduro Sonny Perdue, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna, segir stjórn- völd þar í landi ætla að greiða bænd- um bætur vegna þess tjóns sem þeir hafa orðið fyrir vegna tolla sem aðr- ar þjóðir hafa lagt á bandarískar vörur út af nýjum tollum Donalds Trumps. Að sögn Reuters verður greiðsl- unum beint til bænda sem rækta sojabaunir, dúrru, maís, hveiti, bóm- ull og einnig til mjólkurbýla og svínabúa en áætlað er að bandarísk- ur landbúnaður muni tapa um 11 milljörðum dala vegna hefndartolla viðskiptaþjóða Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn hyggst leggja 12 milljarða dala til hliðar til að bregð- ast við áhrifum af tollastríðinu sem Trump hefur hrundið af stað. Í viðtali við Reuters, á fundi land- búnaðarráðherra G20 ríkjanna í Buenos Aires á sunnudag, sagði Perdue að á bilinu 7-8 milljarðar dala yrðu greiddir út til bændanna. „Augljóslega mun þetta ekki bæta þeim tjónið að fullu,“ sagði hann og bætti við að um 200 milljónir dala yrðu notaðar til að greiða leið banda- rískra landbúnaðarvara inn á nýja markaði. Bæturnar verða aðeins greiddar vegna yfirstandandi upp- skeruárs og sagði Perdue að stjórn- völd hygðust ekki greiða bætur til frambúðar. ai@mbl.is  Bandarísk stjórnvöld bæta tjónið að hluta AFP Vandi Svínabændur eru meðal þeirra sem gjalda fyrir tollastríðið. Bændur fá greiðslur vegna tolla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.