Morgunblaðið - 30.07.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að v 595 1000 AGUAMARINA Frá kr. 109.995 Frá kr. 158.995 ve rð ge tur br ey st án fr ir . 13. ÁGÚST Í 11 NÆTUR COSTA DEL SOL Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Aukið aðgengi að lyfjum, alls konar fíkniefnum, og lyfsseðilsskyldum lyfj- um gæti verið ástæðan fyrir því að það séu fleiri sem hafi grun um að þeim hafi verið byrluð ólyfjan,“ segir Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum, grasrótarsamtökum sem berjast gegn kynferðisofbeldi, um byrlun ólyfjanar. „Rohypnol er það lyf sem hefur aðallega verið not- að, en ég tel að aukið aðgengi að lyfj- um almennt sé skýring á þessum far- aldri,“ segir hún við Morgunblaðið. Erfitt að sanna byrlun Anna segir grun leika á því að fleiri lyf séu nú notuð sem ólyfjan en áður. Það sé þó torsótt að sanna það enda erfitt að ganga úr skugga um að byrl- un hafi átt sér stað. „Það er erfitt að sanna að fólki hafi verið byrluð ólyfjan því lyfin hverfa fljótt úr blóðinu. Tilfinning okkar er samt sem áður sú að það séu fleiri sem gruni að þeim hafi verið byrluð ólyfjan.“ Hrönn Stefánsdóttir, verkefna- stýra Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum, tekur undir það að erfitt sé að sanna byrlun ólyfjanar. „Það þarf að gera sérstakar prófanir sem kosta mikinn pening til að sanna það. Við tökum alltaf þvag- og blóðprufu ef lögregl- unni skyldi finnast tilefni til að rann- saka málið. Þessar rannsóknir hafa verið gerðar en það hefur aldrei verið hægt að sanna lyfjabyrlun.“ Anna segir þolendahópinn saman- standa af ungum konum þó einhverj- ar undantekningar séu á því. „Það eru náttúrulega aðallega þær sem fara á skemmtistaði. Við þekkjum alveg önnur tilvik en þau eru undantekn- ingin frá reglunni.“ Umræðan mikilvæg Spurð að því hvað sé til ráða segir Anna: „Það er mjög mikilvægt að um- ræða sé í gangi og að þetta sé litið al- varlegum augum. Allir þurfa að taka þessu alvarlega, bæði samfélagið og heilbrigðisstarfsfólk. Það þarf að vera litið alvarlegum augum þegar eitt- hvað svona gerist eða einhvern grun- ar að hann hafi lent í slíku. Það er al- veg hrikalegt að lenda í þessu, brotaþolar missa alla stjórn og geta ekkert gert. Fólki á ekki að vera vísað frá eða það hunsað vegna þess að það er talið hafa drukkið of mikið. Drykkja breytir ekki brotinu,“ segir hún. Gerendamiðaðar forvarnir Anna segir að forvarnir eigi að ein- blína á gerendur. „Að hvetja fólk til að setja lok á glös og eitthvað svoleiðis er náttúrulega mjög umdeilt. Auðvitað skil ég að fólk vilji leita allra leiða til þess að svona gerist ekki, en forvarnir eiga fyrst og fremst að snúa að þeim sem fremur brotið en ekki þeim sem verður fyrir því. Það er hugarfars- breytingin sem er mjög mikilvæg.“ Mbl.is greindi frá því um helgina að lögreglan á Austurlandi rannsaki nú mál þar sem grunur leikur á að tveim- ur konum hafi verið byrluð ólyfjan helgina sem tónlistarhátíðin Eistna- flug fór fram í Neskaupstað. Fleiri grunsemdir um ólyfjan  Grunsemdir um byrlun ólyfjanar hafa færst í aukana  Verkefnisstýra hjá Stígamótum segir það skýrast af auknu aðgengi að lyfjum  Heilbrigðisstarfsfólk þurfi að taka grunsemdum alvarlega Samkvæmt ársskýrslu Stíga- móta fyrir árið 2017 urðu 37 af þeim 229 sem leituðu til sam- takanna fyrir lyfjanauðgun. Ef litið er til fyrri ársskýrslna hefur fjöldinn aldrei verið svo mikill. 27 urðu fyrir lyfjanauðgun árið 2016, 13 árið 2015, 13 árið 2014 og 17 árið 2013. Samkvæmt skýrslunum hefur lyfjanauðg- unum því fjölgað umtalsvert. 37 lyfja- nauðganir MIKIL FJÖLGUN Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það var 23 stiga hiti á hluta hátíðar- innar og Reykvíkingar fylltu á D- vítamín-forðann,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir, einn af fjórum stjórn- endum Eistnaflugs. Hún segir að byrlunarmál hafi sett svartan blett á hátíðina sem gekk að öðru leyti vel. „Við höfum fengið eina tilkynn- ingu þar sem konu var byrluð ólyfjan og heyrt af annarri. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og munum gera allt sem við getum til þess að svona lagað komi ekki fyrir á næstu hátíð. Við erum í góðu samstarfi við Aflið á Akureyri,“ segir Magný Rós sem leggur áherslu á að þolendur segi frá. „Hljómsveitirnar stóðu sig allar með prýði. Í ár var hópur fólks sem gekk um og gaf gestum knús, til að minnka pirring, og ávexti svo það færi ekki svangt í háttinn. Það féll í góðan jarðveg, “ segir Magný Rós. Fjölmenni á Bræðslunni „Það voru milli 900 og 1.000 sem keyptu sig inn og við áætlum að það hafi verið um 2.500 manns á Borg- arfirði eystri um helgina. Þar búa að jafnaði um 100 manns á veturna en fjölgar í um 200 á sumrin,“ segir Heiðar Ásgeirsson, einn af forsvars- mönnum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri. „Bræðslan var algjörlega dásam- leg og sem betur fer förum við einu sinni enn áfallalaust í gegnum hátíð- ina, að því gefnu að allir hafi komist heilir heim,“ segir Heiðar sem var að hefja fyrsta áfanga að frágangi eftir hátíðina seinni partinn í gær. Heiðar segir að hátíðargestir hafi fengið tækifæri til að rölta niður á bryggju og fylgst með 5 til 6 hvölum sem spókuðu sig í firðinum. Í gærkvöldi var afréttarinn hald- inn þar sem þeir sem að hátíðinni koma hittast og klæða sig í þá óskila- muni sem ekki hefur tekist að koma til skila. Brosandi fólk á Mærudögum „Það eru allir brosandi út að eyr- um á Húsavík í dag. Formlegri dag- skrá lauk á laugardagskvöld en á sunnudag hlupu börn á Húsavík á milli húsa og söfnuðu mæru,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, sem stýrði Mærudögum í fyrsta sinn. Hún tók hátíðina alla leið og gisti á tjaldstæðinu með alla fjölskylduna. 20 ára hátíð á Grundarfirði Á góðri stund var haldið í 20. skipti á Grundarfirði um helgina og tókst ljómandi vel þrátt fyrir smá rign- ingu, að sögn Gunnar Kristjáns- sonar, fréttaritara Morgunblaðsins. „Við enduðum hátíðina á sunnudag í 20 stiga hita og áttum það inni eftir dapurt sumar sem hefur á köflum verið eins og vetrarveður í febrúar,“ segir Gunnar. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Mærudagar Talið er að rúmlega 4000 manns hafi verið á Húsavík um helgina. Guðrún Huld Gunnarsdóttir, segir að hátíðarhöldin hafi farið vel fram. Sælgæti var áberandi í skreytingum á Húsavík þar sem orðið mæra þýðir sælgæti. Margmenni á hátíðum  Byrlunarmál svartur blettur á Eistnaflugi Ljósmynd/Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir Stemming Gleði og hamingja ríkti á Bræðslunni á Borgarfirði eystri þegar Stjórnin og fleiri hljómsveitir héldu uppi stanslausu stuði fyrir hátíðargesti. Albert Kemp Fáskrúðsfjörður Kenderísgangan var heldur blaut á Frönskum dögum sem haldnir voru á Fáskrúðsfirði dagana 26. til 29. júlí. Vel var mætt í gönguna eins og alltaf. Jafnframt henni fóru fram tónleikar með KK í félagsheimilinu þar sem var húsfyllir. Setning dag- anna fór fram á föstudaginn á Búða- grund með ávörpum og brekkusöng og síðar flugeldasýningu. Veður var gott og allt fór vel fram. Aðalhátíðarhöldin hófust á laug- ardag með minningarhlaupi um Berg Hallgrímsson. Góð þátttaka var í hlaupinu. Í helgistund sem haldin var í frönsku kapellunni þjón- uðu séra Petur Kovacik og séra Pet- er Fintor, prestar kaþólsku kirkj- unnar. Séra Ægir Örn Sveinsson þjónaði fyrir hönd þjóðkirkjunnar. Minningarathöfn var í franska kirkjugarðinum, þar sem séra Jóna Krístín Þorvaldsdóttir minntist frönsku sjómannanna sem þar hvíla ásamt belgískum sjómönnum. Sendi- herra Frakka, Graham Paul, flutti ávarp. Þakkaði hann Fáskrúðsfirð- ingum fyrir að halda á lofti minn- ingu frönsku sjómannanna og hversu vel væri að öllu staðið. Au- rore Devos bæjarfulltrúi frá Gravel- ines flutti kveðjur frá bæjarstjóra sem ekki gat verið viðstaddur. Há- tíðarhöldin héldu áfram á planinu við Tanga í góðu veðri. Dansleikir voru í Félagsheimilinu Skrúð og fóru þeir vel fram.Ýmsar uppá- komur voru alla dagana svo sem hjólreiðakeppni, Fáskrúðsfjarðar- hlaup, Leikhópurinn Lotta og dorg- veiðkeppni. Blaut kenderís- ganga á góðri gleði  Góð þátttaka og flottir flugeldar Morgunblaðið/Albert Kemp Minning Blómsveigir lagðir við minnisvarða franskra sjómanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.