Morgunblaðið - 30.07.2018, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
Hvert leiðir það
okkur að leyfa ótak-
mörkuð leyfi fyrir
leigubílaakstri? Eig-
um við ekki að læra
af Svíum sem gáfu
þetta frjálst fyrir
mörgum árum?
Reyndir leigubíl-
stjórar sem höfðu
verið árum saman í
starfinu hurfu en í
staðinn komu Pakist-
anar, óþjóðalýður og menn með
litla reynslu. Árangurinn af því
var ofbeldi, rán og nauðganir. En
þeir sáu að sér og breyttu þessu í
fyrra horf. Þarf að finna hjólið upp
aftur, höfum við ekki reynsluna
frá Svíum?
Og ekki nóg með það, stöðv-
arskylda var afnumin, menn
þurftu ekki að vera á stöð. En
stöðin er aðhald fyrir leigubíl-
stjóra. Ef kúnninn gleymir til
dæmis einhverju í bílnum eða þarf
nauðsynlega að hafa samband við
bílstjórann sem keyrði viðkomandi
hvernig á hann að komast í sam-
band við hann ef hann er ekki á
stöð? Þetta kemur ekki kúnnanum
til góða.
Þeir sem eru að ráðskast með
þetta, þykjast vita bet-
ur og ætla að breyta
kerfinu hafa ekki
hundsvit á hvað þeir
eru að segja. Auðvitað
þarf að vera umræða
um leigubílaakstur og
gagnrýni er bara af
því góða. Við leigubíl-
stjórar viljum endilega
gera betur ef við get-
um, okkar starf er að
þjónusta sem best
okkar kúnna og finna
út hvað betur mætti
fara, en umræðan verður að vera á
sanngirnisgrundvelli. Þeir sem eru
að ráðskast með þessi mál leita
álits margra aðila en ekki leigubíl-
stjóranna sjálfa sem hafa víðtæka
reynslu og hafa unnið við þetta í
áratugi. Það er mikið bogið við
þetta.
Frjálsræði í
leigubílaakstri
Eftir Árna Arnar
Óskarsson
Árni
Óskarsson
» Þeir sem eru að
ráðskast með þetta,
þykjast vita betur og
ætla að breyta kerfinu
hafa ekki hundsvit á
hvað þeir eru að segja.
Höfundur er leigubílstjóri.
Sjaldan hefur fárán-
leiki þjóðkirkju nú-
tímans blasað jafn vel
við og núna um helgina
við vígslu nýs vígslu-
biskups að Skálholti.
Morgunblaðið hjálpaði
lesendum sínum að sjá
hvað hún er langt leidd
í eigin upphafningu,
sjálfsdekri, skilnings-
leysi á erindi sínu við
nútímann og ein-
angrun frá þjóðinni.
Forsíðumynd blaðsins sýnir heila
hersingu af silkihúfum í orðsins
fyllstu merkinu ganga til kirkju með
flaksandi skikkjur eða umsveipaðir
möttli með asnalegt mítur á hausn-
um og datt mér satt að segja í hug að
þarna væri fréttamynd af töku kvik-
myndar um tímann fyrir upplýs-
inguna þegar biskupar, prestar og
prelátar kaþólismans fyrir siðskiptin
sýndu með búningi sínum sauð-
svörtum almúganum að þeir væru
með sérstaka velþóknun hinnar heil-
ögu þrenningar og eins gott fyrir
púka, djöfla og illar vættir að halda
sig fjarri. Eða var kannski búið að
endurvekja Spaugstofuna? Eða
kannski siðskiptin hafi gengið til
baka?
Eftir því sem kirkjan fjarlægist
þjóðina meira þeim mun meira hefur
prjálið og yfirdrepsskapurinn aukist
þannig að öllu almennilegu fólki
hlýtur að verða bumbult af. Er furða
þó að kirkjur standi tómar flesta
daga ársins nema í jarðarförum þeg-
ar við flykkjumst í kirkjur til að sýna
minningu látinna samferðamanna
virðingu okkar og eftirsjá, á jólum
og í skyldumætingu við ferming-
arundirbúninginn. Prestar landsins
eru tónandi ámátlega í
kirkjum sínum nánast
einir síns liðs fyrir utan
þá sem starfa í kirkj-
unum.
Kirkjan virðist hafa
valið sér það hlutskipti
að vera sett til hliðar í
lífi þjóðarinnar og held-
ur að hægt sé að hressa
upp á dvínandi virðingu
með prjáli, silki og
purpura. Kirkjan er að
kyrkja sjálfa sig með
því að neita að taka
þátt í þörfum nútímans.
Hún er nánast ekki lengur til mikils
gagns. Hér þarf að koma skýrt fram
að þessi hörðu orð eiga ekki við alla
þjóna kirkjunnar en sannarlega við
þá sem hafa ráðið för. Meðal presta
landsins eru nokkrir heiðursmenn.
Enginn má við mörgum og þungum
straumi meðalmennskunnar.
Þetta þarf ekki að vera svona.
Kirkjan ætti að hafa stórt hlutverk
en víkur sér undan skyldum sínum –
snýr nefinu upp í loft. Meira að segja
maður eins og ég sem þykist ekki
vera trúaður á sjálfa helgisöguna er
sannfærður um að við þurfum að
standa þéttan vörð um kristnina,
sem eina veigamestu stoð vestrænn-
ar menningar. Ég viðurkenni einnig
þörf sem flestir hafa að leita skýr-
inga á tilveru sinni utan hins sýni-
lega veruleika. Trúin er mörgum
líkn – sérstaklega á erfiðum stund-
um lífsins.
Hættur steðja nú að menningu
Evrópu, sem ýmsir kjarkmiklir ofur-
hugar keppast við að benda á þrátt
fyrir hættur sem steðja að þeim sak-
ir málflutnings þeirra. Það er sótt að
grunnstoðum menningar Evrópu –
kristninni, gyðingdómnum, hinni
heiðríku grísku heimspeki, Róm-
arréttinum og upplýsingarstefnunni.
Kirkjan lætur sig ekkert varða þó að
kristni hafi verið eytt nánast alveg
með ofbeldi í öllum Mið-Aust-
urlöndum þar sem vagga kristni og
grískrar menningar var – já vagga
þeirra vestrænu menningar sem við
búum enn við og er án vafa lang-
glæsilegasta menning sem heim-
urinn hefur séð. Þessi árin er verið
að kreista síðustu dropana úr
kristninni á þessum slóðum þannig
að eftir stendur sviðin jörð með
glundroða, vankunnáttu, fátækt og
manndrápum. Og kirkjan segir ekki
neitt, sem er skiljanlegt því að hún
hefur enga þekkingu á því við hvaða
öfl er að eiga.
Saga Mið-Austurlanda er lýsandi
dæmi um hvað er í vændum fyrir
Evrópu ef almenningur, en þó um-
fram allt varðmenn samfélagsins,
halda áfram að sofa á verðinum. Ísl-
am er fyrst og fremst pólitísk hug-
myndafræði um það hvernig á að
hremma allt mannlegt samfélag
heimsins undir þessa hörðu kló. Ísl-
am sækir svo hratt á í Evrópu, að
sumum löndum Evrópu er ekki hug-
að framhaldslíf sem vestræn land-
svæði. Þar má taka sem dæmi Sví-
þjóð, Þýskaland, Frakkland, Belgíu
og Bretland. Þegar þessi lönd falla
styttist í næstu lönd og að lokum
mun öll Evrópa falla inn í þetta ægi-
lega myrkur og einnig við.
Yfirdrepið sveipað möttli
með mítur á hausnum
Eftir Valdimar H.
Jóhannesson » Þetta þarf ekki að
vera svona. Kirkjan
ætti að hafa stórt hlut-
verk en víkur sér undan
skyldum sínum – sting-
ur nefinu upp í loft.
Valdimar H.
Jóhannesson
Höfundur er á eftirlaunaaldri.
Nú liggja fyrir um-
hverfis- og skipulags-
ráði Reykjavíkur tvær
tilögur um að opna
veitingastaði í grónum
íbúðahverfum í mið-
bænum og er gert ráð
fyrir útiveitingaað-
stöðu á báðum stöðum.
Annarsvegar er tillaga
um breytingu á deil-
iskipuagi á Iðn-
aðarmannareit svo
hægt sé að opna útiveitingastað við
Iðnaðarmannahúsið á horni Hall-
veigarstígs og Ingólfsstrætis en
hinsvegar að breyta Ásmundarsal
við Freyjugötu í veitingastað og hafa
nágrannar beggja þessara staða
mótmælt þessum tillögum harðlega.
Þegar reglur um kvóta á veit-
ingastaði á Laugavegi tóku gildi
gripu menn til þess bragðs að opna
veitingastaði í hliðargötum, oft í ná-
grenni við íbúabyggð
sem hefur hopað undan
þessum ágangi. Íbúa-
byggð í nágrenni við
Laugaveg hefur lengi
verið ógnað af fjölda
kráa og skemmtistaða
sem margir hverjir eru
með útiveitingaað-
stöðu. Nábýli við slíka
staði hefur löngum ver-
ið erfitt vegna ónæðis
og mörg dæmi eru um
flótta nágranna sem
hafa búið í næsta ná-
grenni við slíka staði.
Nokkur dæmi eru um að íbúar við
Ingólfsstræti hafi flúið enda eru níu
veitingastaðir á stuttum kafla, frá
Hverfisgötu að Amtmannsstíg og
eru tveir þeirra með útiaðstöðu sem
hefur valdið miklu ónæði í hverfinu.
Allt í kringum fyrirhugaða veit-
ingastaði er íbúabyggð. Á Hallveig-
arstíg 1 hafa verið reknir veit-
ingasalir í kjallara og hefur oft verið
ónæði í hverfinu út af þeim sér-
staklega þegar dauðadrukknir fram-
haldsskólanemendur eru að veltast
um garða í nágrenninu. Nágrönnum
hrýs hugur við því ef þessi starfsemi
verður opnuð út á götu með útiveit-
ingaaðstöðu og breyttum inngangi
en þá mun fleira fólk verða utandyra
að kvöldi og nóttu til með háreysti
og ónæði sem fylgir drukknu fólki.
Það er ekki hægt að halda því
fram að það bráðvanti veitingastaði í
miðborgina, til dæmis eru tíu veit-
ingastaðir fyrir á Iðnaðarmannareit
og veitingastöðum á Skólavörðuholti
hefur farið fjölgandi á undanförnum
árum. Tilfinning okkar íbúanna er
sú að margskonar starfsemi önnur
væri þarfari okkur sem hér búum og
störfum. Á fundi sem Íbúasamtök
miðborgar héldu fyrir borgarstjórn-
arkosningar kom fram skýr vilji
frambjóðenda til að halda mið-
bænum í byggð en mjög hefur verið
sótt að honum sem íbúahverfi, sér-
staklega með ásælni ferðaþjónust-
unnar í íbúðar- og atvinnuhúsnæði.
Nú er kominn tími til að standa við
stóru orðin og grípa til aðgerða til að
vernda íbúabyggðina. Ég skora á
borgaryfirvöld að fella þessar tvær
ofangreindu tillögur um skipulags-
breytingar: Dagur og kó, ekki meir,
ekki meir!
Dagur ekki meir, ekki meir
Eftir Benóný
Ægisson » Íbúabyggð í mið-
bænum hefur lengi
verið ógnað af fjölda
kráa og skemmtistaða
og nábýli við slíka staði
hefur valdið ónæði og
flótta nágranna.
Benóný
Ægisson
Höfundur er rithöfundur og
íbúi í miðbænum.
benaegis@simnet.is
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.