Morgunblaðið - 30.07.2018, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 21
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Ganga um nágrennið kl. 11. Félagsvist með vinningum kl.
13. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl.
14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst.
Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á Qigong á
Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega vel-
komin. Vitatorg sími: 411-9450
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501.Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá kl. 14-15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi
kl. 13.
Gjábakki kl. 9 Handavinna, kl. 13 Canasta.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið
kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, ganga kl. 10, handavinnu-
hornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir vel-
komnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Korpúlfar Gönguhópar Korpúlfa starfandi í allt sumar, hressir, bætir,
kætir. Allir velkomnir kl. 10 alla mánudagsmorgna og miðvikudags-
morgna, lagt af stað frá Borgum með gleði í hjarta.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30,morgunleikfimi kl. 9.45, upp-
lestur kl. 11, gönguhópurinn kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Upplýsingar
í s. 4112760.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
✝ Ágúst Jóhanns-son fæddist að
Teigi í Fljótshlíð 31.
ágúst 1927. Hann
lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu
Grund 22. júlí 2018.
Foreldrar
Ágústs voru Mar-
grét Albertsdóttir
og Jóhann Jensson,
bændur í Teigi.
Ágúst kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sig-
rúnu Runólfsdóttur, þann 28.
ágúst 1955. Hún er fædd 31. jan-
úar 1930. Foreldrar hennar voru
Unnur Þorsteinsdóttir og Run-
ólfur Runólfsson í Bræðratungu
í Vestmannaeyjum.
Börn Ágústs og Sigrúnar eru:
Unnur Ágústsdóttir, f. 6. júní
1955, Margrét Ágústsdóttir, f. 6.
október 1957, Runólfur Ágústs-
son, f. 9. apríl 1963, kvæntur Ás-
laugu Guðrúnardóttur, f. 14.
apríl 1973, og Jóhann Ágústs-
son, f. 2. mars 1965, kvæntur
Aðalheiði Gunnarsdóttur, f. 10.
september 1966.
Börn og stjúpbörn Unnar eru
Börn Jóhanns eru Hugrún
Sjöfn Jóhannsdóttir, f. 1991 og
Ágúst Freyr Jóhannsson, f.
1993.
Að lokinni skólagöngu í
Barnaskóla Fljótshlíðarhrepps
frá 8 til 12 ára aldurs, lauk
Ágúst gagnfræðaprófi frá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni árið
1946. Árin 1952-1953 stundaði
hann nám við landbúnaðarskóla
á Jótlandi auk þess sem hann
vann á dönsku býli og kynnti sér
búskaparhætti þar ytra. Árið
1955 hófu þau hjónin, nýgift, bú-
skap að Teigi með foreldrum
hans. Ágúst átti sæti í hrepps-
nefnd Fljótshlíðarhrepps sam-
fellt í 17 ár, um tíma sem vara-
oddviti. Hann sat einnig árum
saman í stjórn Fjárræktarfélags-
ins og var formaður þess. Árið
1972 brugðu þau hjónin búi og
fluttust á Selfoss þar sem Ágúst
var starfsmaður Kaupfélags Ár-
nesinga, fyrst sem lagerstjóri en
síðan sem innheimtufulltrúi, allt
til ársloka 1995, þegar hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Síðustu árin bjuggu Ágúst og
Sigrún á Vesturgötu 7 í Reykja-
vík.
Útför hans verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag,
30. júlí 2018, klukkan 13.
Sigrún Krist-
insdóttir, f. 1973,
Védís Árnadóttir, f.
1977, Heiðar Valur
Bergmann, f. 1979,
Hallgrímur Árna-
son, f. 1988, Salvör
Bermann, f. 1990,
og Katrín Árna-
dóttir, f. 2000.
Börn Margrétar
eru Kristín Ágústa
Krantz, f. 1977, gift
Jeff Krantz, Franklín Jóhann
Margrétarson, f. 1980, kvæntur
Sólveigu Hallsteinsdóttur, og
Lára Hrafnsdóttir, f. 1990.
Dóttir Kristínar Ágústu er
Mía Sólrún Hannah Krantz. Syn-
ir Franklíns Jóhanns eru Jón
Halldór Franklínsson, Ágúst
Helgi Franklínsson og Maron
Veigar Franklínsson.
Börn og stjúpbörn Runólfs
eru Skarphéðinn Án Runólfsson,
f. 1987, Stefán Bjartur Runólfs-
son, f. 1988, Eyvindur Ágúst
Runólfsson f. 1995, Emilía Ósk
Bjarnadóttir, f. 1997, Lana Sóley
Magnúsdóttir, f. 2008 og Sigrún
Erla Runólfsdóttir, f. 2014.
Föðurbróðir minn Ágúst Jó-
hannsson frá Teigi í Fljótshlíð er
látinn tæplega 91 árs að aldri.
Gústi frændi bjó ásamt Dúnu eig-
inkonu sinni myndarbúi í Teigi 1 á
uppvaxtarárum mínum en for-
eldrar mínir voru bændur í Teigi
2. Teigsbæirnir eru tveir á sama
hlaðinu og var því eðlilega mikill
samgangur og samhjálp þegar á
þurfti að halda þau tæplega 20 ár
sem Gústi og Dúna bjuggu þar
ásamt börnum sínum. Synirnir
Olli og Jói voru enda mínir fyrstu
leikfélagar þó þeir væru báðir
nokkrum árum yngri en ég. Árið
1972 fluttist fjölskyldan á Selfoss
og það var ekki laust við að ég velti
því fyrir mér á þeim árum hversu
erfitt það hlyti að vera fyrir Gústa
að selja bústofn, vélar og jörð og
skipta um starfsvettvang eins og
hann gerði. Ég ímynda mér þó að
það hafi auðveldað Gústa að flytj-
ast burtu þar sem Jens, yngsti
bróðir hans tók við búinu að Teigi
1. Gústi hóf störf sem innheimtu-
fulltrúi hjá Kaupfélagi Árnesinga
og þar starfaði hann fram á eft-
irlaunaaldur. Bóndinn blundaði þó
ávallt í Gústa og strax eftir að
hann flutti á Selfoss byggði hann
sér hesthús í útjaðri bæjarins og
stundaði þaðan útreiðar og einnig
hélt hann nokkrar kindur í húsinu.
Gústi og Dúna voru tíðir gestir í
Fljótshlíðinni, einkum á sumrin og
í mörg ár voru þau með hjólhýsi í
landi Hlíðarendakots hjá vini
þeirra sem þar bjó og þar var
Gústi ætíð með reiðhesta sína með
sér.
Gústi var glæsimenni og gæfu-
maður, eignaðist fjögur mann-
vænleg börn og átti frábæra eig-
inkonu sem hefur stutt mann sinn
í blíðu og stríðu í um 65 ár. Gústi
var fluggreindur, aflaði sér
menntunar í búfræðum í Dan-
mörku á unga aldri og var síles-
andi. Á þeim fjölmörgu árum sem
ég og Hlín kona mín höfum heim-
sótt Gústa og Dúnu, ýmist á Sel-
fossi eða í Reykjavík, hafði hann
alltaf frá mörgu að segja, þuldi
heilu ljóðabálkana og rakti ættir
og heiti örnefna og staða í okkar
heimasveit.
Allt fram á síðustu vikur fyrir
fráfall sitt hringdi Gústi reglulega
í Jens bróður sinn og spurði frétta
af búskapnum í Teigi og í öll þau
skipti sem ég heimsótti hann
ræddum við um sveitina okkar.
Hann spurði hvernig búskapurinn
gengi en tveir af yngri sonum
Jens og sambýliskona annars hafa
nú tekið yfir búreksturinn á báð-
um Teigsbæjunum. Eitthvað sem
gladdi Gústa óskaplega mikið þeg-
ar frá var gengið, en í Teigi er nú
rekið stórbú.
Þó heilsan hafi ekki verið góð
síðustu árin þá átti Gústi margar
góðar stundir og gott var að heim-
sækja hann og rifja upp liðna tíð.
Verst þykir mér að hafa ekki bet-
ur lagt á minnið eða skrifað hjá
mér allan þann fjölda vísna og frá-
sagna sem fara nú með honum.
Ég votta Dúnu, börnum þeirra
og fjölskyldunni allri samúð.
Minningin um Gústa frænda lifir.
Guðbjörn Árnason.
Ágúst Jóhannsson
✝ Sigmar Jónssonfæddist á Mæli-
felli í Skagafirði 25.
maí 1935.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 23. júlí sl. eftir
stutt en erfið veik-
indi.
Foreldrar hans
voru hjónin Jón Dal
Þórarinsson, f.
12.11. 1911, d. 23.2.
1997, og Sigurveig Jóhannes-
dóttir, f. 4.7. 1915, d. 22.2. 2005,
bændur í Tunguhlíð Lýtings-
staðahreppi.
Sigmar var elstur sex systk-
ina, þau eru Jóhannes Þór, f.
1938, d. 1997, Bergþóra, f. 1939,
d. 1940, Magnús Þórarinn, f.
1943, Hallur Steinar, f. 1953, og
Ragnheiður Hrefna, f. 1954.
Sigmar kvæntist Hlíf Jóhanns-
dóttur hinn 13. apríl 1963.
Hlíf, f. 15.7. 1939, er dóttir
arvatni 1954 og fluttist til
Reykjavíkur eftir það. Hann
vann um tíma á Keflavíkur-
flugvelli og síðar starfaði hann
mikið við sölumennsku hjá fyr-
irtækjum eins og Davíð S. Jóns-
syni og Friðriki Bertelsen þang-
að til hann varð hlutaeigandi að
heildversluninni Vestu. Árið
1976 keyptu þau hjónin heild-
verslunina S. Ármann Magn-
ússon og ráku hana fram til árs-
ins 2011.
Sigmar var alltaf virkur í fé-
lagsstörfum, var formaður Skag-
firðingafélagsins í Reykjavík,
stofnaði og var formaður Skag-
firsku söngsveitarinnar ásamt
því að koma af stað briddsdeild
innan Skagfirðingafélagsins.
Hann sat í stjórn Félags ís-
lenskra stórkaupmanna og var
virkur innan félagsins í mörg ár,
hans helsta ástríða voru veiðar
og þá helst laxveiðar á stöng og
nutu hjónin þess áhugamáls sam-
an.
Útför Sigmars fer fram í Bú-
staðakirkju í dag, mánudaginn
30. júlí 2018, kl. 15.
hjónanna Jóhanns
Sigurðar Jóhanns-
sonar og Ólafar
Guðrúnar Bjarna-
dóttur. Börn Sig-
mars og Hlífar eru
Sveinn Dal, f. 1963,
Sigrún Jóna, f.
1966, eignmaður
hennar er Sigurður
Guðmundsson, f.
1964, og Jóhanna, f.
1975, eiginmaður
hennar er Atli Guðmundsson, f.
1989. Fyrir átti Sigmar soninn
Jón Pál, f. 1960, d. 1993, móðir
hans er Dóra Jónsdóttir. Hlíf á
dótturina Ólöfu Guðrúnu, f. 1959,
sem Sigmar gekk í föðurstað og
ættleiddi síðar, eiginmaður Ólaf-
ar er Sigurður Gunnarsson, f.
1949. Barnabörn eru 17 talsins
og barnabarnabörnin 8.
Sigmar ólst upp í Skagafirði
fram á unglingsár, útskrifaðist
frá Héraðsskólanum á Laug-
Til þín, elsku pabbi.
Þú ert ljós í myrkri minnar sálar
minningarnar ylja á sorgarstund.
Er þræddi eg ljósi byrgðar brautir hál-
ar
birti upp þín hlýja og góða lund.
Þú gafst mér von í veður lífsins
dróma,
vinur, sem að aldrei gleymist mér,
með nálægð þinni hvunndag léstu
ljóma
lífið varð mér sælla nærri þér.
Þú verður hér í draumi dags og nætur
ef dreyra þakin hugur kvelur mig,
ef sorgir á mig herja og hjartað grætur
huggunin, er minningin um þig.
Ég kveð þig nú með djúpan harm í
hjarta.
Þú hefur lagt af stað þín síðstu spor.
Til himnaföður liggur leið þín bjarta,
liðnar þrautir, aftur komið vor.
(Rúna Guðfinnsdóttir.)
Þín elskandi dóttir,
Sigrún.
Sumarið er senn á enda og
komin er kveðjustund. Það er
skrýtið til þess að hugsa hvað lífið
þýtur áfram, hversu auðvelt það
er að gleyma sér, að staldra við
og njóta í erli dagsins. Þegar mér
var það ljóst að það væri ekki
langt þar til hann afi myndi
kveðja þetta líf rifjuðust upp fyr-
ir mér góðar minningar. Ég var
mikið hjá ömmu og afa í Aust-
urgerði á mínum uppvaxtarárum
og bjó þar af og til um tíma.
Þeirra heimili var mér ávallt opið
og þar var gott að vera. Afi vann
mikið, hann var kaupmaður og
því var mörgu að sinna. Hann
kenndi mér ýmsa ósiði hvað varð-
ar mat, honum fannst gott að
borða. Cheeriosið var vel sykrað
svo skafa mætti úr botninum, vel
var sett af feiti og smjöri á fiskinn
og rúgbrauðið. Á unglingsárum
þegar ég bjó þar um tíma kom
hann heim á hverju kvöldi með
VHS spólur, eina nýja og aðra
gamla. Sá gamli var oft sofnaður
áður en myndin var búin og
ósjaldan með vindil í hendi, þá
var amma ekki langt undan að
drepa í vindlinum. Ekki fór það
fram hjá neinum þegar afi var
sofnaður, það heyrðist milli
hæða. Amma og afi héldu ávallt
jólaboð á jóladag þar sem mikið
var sungið og trallað og yfirleitt
var kalkúnn um kvöldið fyrir
börn og barnabörn. Ég man ekki
eftir afa öðruvísi en brosandi og
glöðum þegar fjölskyldan kom
saman.
Elsku afi, nú ertu kominn í
sumarlandið, þar til við sjáumst
næst.
Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagans
blóm,
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina felur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
Sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og ertu gengin á guðanna fund,
Það geislar af minningu þinni.
(Fr. St. frá Grímsstöðum.)
Elsku afi, farðu í friði, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Bjarni Már.
Sigmar Jónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn
úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á
útfarardegi verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður en
skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í
Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000
slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli
sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um hvar og hvenær
sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar
eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar