Morgunblaðið - 30.07.2018, Qupperneq 23
m.a. Sjónlistaverðlaun Íslands árið
2006. Verk hennar hafa birst í fag-
tímaritum, vefsíðum og bókum víða
um heim.
Guðrún er nú deildarstjóri þróun-
ar og þjónustu hjá Reykjavík-
urborg, menningar- og ferða-
málasviði, í Borgarbókasafninu frá
2015, og notar þar aðferðafræði
hönnunar við stefnumótun, breyt-
ingastjórnun og nýsköpun í þjón-
ustu.
Guðrún sat í stjórn Félags vöru-
og iðnhönnuða 2013-1016, í stjórn
Verkefnastjórnunarfélags Íslands
2014-2016, situr í fagráði Tækniþró-
unarsjóðs frá 2015 og er dómnefnd-
arfulltrúi og varamaður fyrir
Hönnuarverðlaun Íslands frá 2016.
„Áhugamálin eru ferðalög, fram-
tíðarfræði, náttúran og dýrin, en
mesti frítími minn fer í fjölskyld-
una, kofann okkar í Skammadal,
hundinn minn og Sundhöllina.“
Fjölskylda
Eiginmaður Guðrúnar er Jón Ás-
geir Hreinsson, f. 11.7. 1957, graf-
ískur hönnuður og verslunarmaður.
Foreldrar hans: Jóna Sigríður
Jónsdóttir, fyrrv. deildarstjóri og
verslunarkona, og Hreinn Björns-
son bifvélavirki sem er látinn.
Börn Guðrúnar eru Freyja Stein-
grímsdóttir, f. 26.4. 1989, pólitískur
ráðgjafi, búsett í Reykjavík, en
maður hennar er Vilhjálmur Ólafs-
son; Lilja Björk Jónsdóttir, f. 7.2.
1994, söngkona og verslunarkona
Reykjavík en maður hennar er
Bóas Gunnarsson og dóttir þeirra
er Unnur Freyja Bóasdóttir, f.
2017, og Fannar Logi Jónsson, f.
26.10. 1995, kokteilbarþjónn en
kona hans er Steinunn Þorsteins-
dóttir.
Stjúpsynir Guðrúnar eru Viggó
Jónsson, f. 10.1. 1976, Creative Di-
rector, búsettur í Reykjavík, en
kona hans er Selma Hafliðadóttir
og eru börn þeirra Erna Ingibjörg
Viggósdóttir, f. 2005, Styrmir
Viggósson, f. 2008, og Ástrós
Viggósdóttir, f. 2012; Björn Elíeser
Jónsson, f. 29.12. 1982, eigandi Por-
cealin Fortress, búsettur í Reykja-
vík, og Daníel Cochran Jónsson, f.
13.2. 1989, yfirkokkur Sushi Sosial,
búsettur í Reykjavík, en kona hans
er Sara Yvonne Ingþórsdóttir.
Guðrún Lilja
Gunnlaugs-
dóttir
Guðmundur Friðjónsson
b. og skáld á Sandi
Guðrún Lilja Oddsdóttir
húsfr. á Sandi
Sigurbjörg Guðmundsdóttir
húsfr. á Sandi
Njáll Friðbjarnarson
b. á Sandi í Aðaldal
Lilja Njálsdóttir
saumak. og húsfr. í Rvík
Vilborg Friðfinnsdóttir
húsfr. í Naustavík
Friðbjörn Friðbjarnarson
b. í Naustavík í Náttfaravíkum, bróðursonur Friðjóns, föður
Guðmundar, skálds á Sandi og Sigurjóns á Litlulaugum
Hólmfríður Friðbjarnardóttir húsfr. á Granastöðum
Kristín Halldórsdóttir húsfr. á Þrastastöðum í Fljótum
Sigurjón
Friðjóns-
son b. og
skáld á
Litlu-
laugum
Ásdís Hildur Runólfsdóttir tónlistarkenn-
ari og fiðluleikari við Sinfóníuhljómsv. Ísl.
Helgi Jósefsson Vápni
skólastj. og myndlistarm.
Hólmfríður Bjartmars-
dóttir myndlistarkenn-
ari og skáld á Sandi
Hildur Halldórsdóttir húsfr. í Rvík
SigfúsBjartmarsson
skáld í Rvík
Guðmundur
Hartmannsson fv.
lögregluvarðstj. á
Selfossi
Bjartmar Guðmundsson alþm. og b. á Sandi
Pálmi
Jónasson
frétta-
maður
Kristbjörg Friðbjarnardóttir húsfr. á Halldórsst. í Kinn
Kristín Hall-
dórsdóttir
alþm. á Sel-
tjarnarnesi
Auður Friðbjarnardóttir húsfr. í Hraunkoti
Bragi Sigurjónsson alþm., ráðh. og rith.
Halldóra Sigurjónsdóttir skólastjóri
Húsmæðraskólans á Laugum
Anna Sigurðardóttir
húsfr. í Rvík
Helgi Jörgensson
tollþjónn í Rvík, af Klingenbergsætt
Dýrfinna Helgadóttir
húsfr. í Rvík
Jósef Halldórsson
húsasmíðam. í Kópavogi
Ingibjörg Jósefsdóttir
yfirhjúkrunark. á Grund í Rvík, dóttir
Jósefs. J.Björnssonar, alþm. og fyrsta
skólastj.Búnaðarskólans á Hólum
Halldór Gunnlaugsson
b. í Garðakoti í Hjaltadal, síðar kaupm. og oddviti í Hveragerði
Úr frændgarði Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur
Gunnlaugur Jósefsson
frumkvöðull og fv. framkvstj. í Rvík
Fríður Sigurjónsdóttir ljósmóðir í Rvík
Dagur Sigurjónsson skólastj. á Litlulaugum
Arnór Sigurjónsson rith. á Þverá
Áskell Sigurjónsson b. á Laugafelli
Hrafn Bragason fv.
hæstaréttardómari
Guðrún Alsæl uppi í Skammadal.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
Eirvík flytur heimilistæki inn
eftir þínum séróskum
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Pétur Sigurjónsson fæddist íReykjavík 30. júlí 1918. For-eldrar hans voru hjónin Sig-
urbjörg Ásbjörnsdóttir, f. 1882, d.
1975, húsfreyja, og Sigurjón Pét-
ursson, f. 1888, d. 1955, iðnrekandi
og íþróttafrömuður, oftast kenndur
við Álafoss.
Pétur lauk stúdentsprófi af stærð-
fræðibraut Menntaskólans í Reykja-
vík árið 1936 og fór þá til Dresden í
Þýskalandi í nám í efnaverkfræði við
Technische Hochschule og lauk
Dipl.Ing. prófi 1941 og Text.Ing í
ullariðnaði frá Hochere Text-
ilfachschule í Cottbus 1943.
Pétur varð innlyksa í Þýskalandi í
seinni heimsstyrjöldinni og fór að
vinna í spunaverksmiðju í Grossen-
heim, en árið 1943 fékk hann leyfi til
að starfa í Danmörku og var deildar-
stjóri hjá Den Kongelige Militære
Klædefabrik í Usseröd í Hörsholm.
Þegar stríðinu lauk komst Pétur
loksins heim til Íslands og varð
verksmiðjustjóri og tæknilegur
framkvæmdastjóri við klæðaverk-
smiðjuna Álafoss. Hann var yfir-
verkfræðingur og framleiðslustjóri
Sementsverksmiðju ríkisins á Akra-
nesi 1960-1965 en var skipaður for-
stjóri Rannsóknarstofnunar iðn-
aðarins árið 1965 og gegndi þeirri
stöðu til 1978 þar til stofnunin var
sameinuð nokkrum öðrum stofn-
unum og til varð Iðntæknistofnun
Íslands. Eftir það starfaði Pétur um
nokkurra ára skeið við rannsóknir
hjá Iðntæknistofnun uns hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Pétur sat í stjórn Félags íslenskra
iðnrekenda 1955-1958 og var fulltrúi
iðnaðarráðuneytisins í svokallaðri
eiturefnanefnd 1967-1991. Hann rit-
aði greinar í tímarit Verkfræðinga-
félags Íslands og gaf út rit um ullar-
vinnslu og ullariðnað og kenndi á
fjölda námskeiða um trefjaiðnað.
Eiginkona Péturs var Halldóra
Ebba Guðjohnsen, f. 7.4. 1921, d. 6.1.
2011. Börn Péturs og Halldóru eru
Þórar, Björn og Anna María.
Pétur lést 16. maí 2016.
Merkir Íslendingar
Pétur Sigurjónsson
95 ára
Kristín Þórunn Jónsdóttir
Ólafía Katrín Hansdóttir
Stefán Þorláksson
Vilborg Kristófersdóttir
80 ára
Einar Friðrik Malmquist
Sigurður Pétur Guðjónsson
Valgerður Óskarsdóttir
75 ára
Dolly Erla Nielsen
Geir A. Gunnlaugsson
Helgi P. Helgason
Hrafnhildur Karlsdóttir
Kristín Guðrún
Hjartardóttir
Lóa Henný Olsen
Sigtryggur Sveinn
Bragason
70 ára
Ásgerður Sjöfn
Guðmundsdóttir
Hrefna Sigurðardóttir
Hulda Ágústsdóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Stefanía Ásgeirsdóttir
Sveinn Jónasson
Valberg Áslaugur
Kristjánsson
60 ára
Ásta Gunna Kristjánsdóttir
Brynjar Sigtryggsson
Sigfús Sævar Sigurðsson
Sigrún Halla Gísladóttir
Þórdís Másdóttir
50 ára
Bjarni Þorbjörnsson
Guðrún Björk Geirsdóttir
Guðrún Lilja
Gunnlaugsdóttir
Helga Dúnu Jónsdóttir
Pétur Björgvinsson
Ruslans Juferovs
Sigríður Guðný Árnadóttir
Sigurður Bjarki Þórðarson
Valdimar Þorsteinsson
Vilhjálmur G. Vilhjálmsson
40 ára
Árni Ólafur Hafsteinsson
Diðrik Örn Gunnarsson
Eva Björk Valdimarsdóttir
Grazyna Radwanska
Guðmundur Þór Valsson
Hjalti Valþórsson
Jóhann Gunnar Helgason
Ragnhildur Elín Lárusdóttir
30 ára
Arnar Helgi Jónsson
Auðna Margrét
Haraldsdóttir
Bogdan-Catalin Tandura
Hafdís Bára Böðvarsdóttir
Hilma Ósk Hilmarsdóttir
Hulda Björk
Guðmundsdóttir
Katrín Lilja Ólafsdóttir
Kristján Friðbjörn
Sigurðsson
Sigurjón Bjarni
Sigurjónsson
Skúli Jón Friðgeirsson
Stefán Claessen
Stefán Geir Helgason
Til hamingju með daginn
40 ára Árni er úr Reykja-
vík en býr í Garðabæ.
Hann er flugstjóri hjá Ice-
landair.
Maki: Birgitta Gunnars-
dóttir, f. 1970, vinnur hjá
Icelandair.
Börn: Eva Lind, f. 2007,
og Eygló Kristín, f. 2010.
Foreldrar: Hafsteinn Hall-
dórsson, f. 1939, rafvirki,
og Helga Friðriksdóttir, f.
1943, handavinnukennari
og kenndi í Hússtjórnar-
skólanum.
Árni Ólafur
Hafsteinsson
40 ára Ragnhildur er
Hafnfirðingur og er lög-
fræðingur hjá EY endur-
skoðun og ráðgjöf.
Maki: Heimir Guðjóns-
son, f. 1969, knattspyrnu-
þjálfari HB í Færeyjum.
Börn: Lárus Orri, f. 2000,
Sindri Svan, f. 2004, og
Ásta Lovísa, f. 2014.
Foreldrar: Lárus Berg
Sigurbergsson, f. 1945, fv.
frkvstj. Ölgerðarinnar, og
Ásta Sigríður Eyjólfs-
dóttir, f. 1945, vann hjá HÍ.
Ragnhildur Elín
Lárusdóttir
30 ára Skúli ólst upp á
Seltjarnarnesi en býr í
Reykjavík. Hann er knatt-
spyrnumaður hjá KR og
er með BS-próf í við-
skiptafræði.
Maki: Jennifer Berg, f.
1991, fyrirsæta.
Foreldrar: Friðgeir Sig-
urðsson, f. 1963, lögfræð-
ingur og forstjóri PwC á
Íslandi, og Ragnhildur
Skúladóttir, f. 1963, vinn-
ur hjá ÍSÍ. Þau eru bús. á
Seltjarnarnesi.
Skúli Jón
Friðgeirsson
Hægt er að senda
mynd og texta af
nýjum borgara eða
brúðhjónum af slóðinni
mbl.is/islendingar
eða á netfangið
islendingar@mbl.is
Börn og
brúðhjón