Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 Kr. 9.990.- Str. S-XXL Litir: dökkblátt, svart Nýjar peysur Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Sigtryggur Sigtrygsson sisi@mbl.is Nýtt félag Vestmannaeyjabæjar, Herjólfur ohf., sem mun sjá um rekst- ur nýja Herjólfs, auglýsti um helgina eftir starfsfólki, bæði á sjó og í landi. Hins vegar er óljóst hvenær nýr Herjólfur byrjar áætlunarsiglingar. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku kom ósk frá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. um að fá að fresta afhendingu ferjunnar fram í seinnipartinn í október næst- komandi. Ferjan mun því væntanlega ekki koma til landsins fyrr en í nóv- ember/desember. „Þegar lagt var af stað í þetta verk- efni var mikil áhersla lögð á að ferjan myndi byrja að sigla í apríl eða maí þannig að áhöfnin og sérstaklega skipstjórarnir myndu læra á skipið að sumri,“ segir Sigurður Áss Grétars- son, framkvæmdarstjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar. „Nú er svo komið að skipið mun ekki byrja áætlunarsiglingar fyrr en í nóvember ef áætlanir ganga eftir, þegar veður eru válynd. Þannig að áhöfnin þarf að takast á við miklar áskoranir að sigla á nýju skipi við erf- iðar aðstæður,“ bætir Sigurður við. Hann segir óvíst hve langan tíma það tekur að koma ferjunni í rekstur. Nýr rekstraraðili verði að taka þá ákvörð- un. Gamli Herjólfur verður tiltækur þar til sá nýi hefur áætlunarsiglingar. Ástæður seinkunar á afhendingu eru að mati pólsku skipasmíðastöðv- arinnar umbeðin aukaverk og athuga- semdir sem Samgöngustofa gerði við teikningar sem hún hafði áður sam- þykkt. Að sögn Sigurðar Áss snérust athugasemdirnar um að varaflótta- leiðir uppfylltu ekki reglur en að mati hönnuðar og virts flokkunarfélags, DNV-GL, uppfylltu þær kröfur. Samningsupphæðin við pólsku skipasmíðastöðina hljóðaði upp á 26,25 milljónir evra, eða um 3,2 millj- arða króna miðað við núverandi gengi. Aukaverk bætast alltaf við samningsupphæðina. Heildarupphæð vegna aukaverka er um þrjár milljónir evra, þar af vegna rafvæðingar ferjunnar um 2,5 milljónir evra og önnur verk 0,5 millj- ónir evra. Sem fyrr segir auglýsti nýtt rekstr- arfélag Herjólfs eftir starfsfólki um helgina. Sérstaklega var auglýst eftir framkvæmdastjóra og er umsóknar- frestur til 10. ágúst. Skilyrt er að framkvæmdastjórinn búi í Vest- mannaeyjum. Einnig var auglýst eftir stýrimönn- um, vélstjórum og hásetum svo og þjónustufulltrúum í landi. Umsóknar- frestur um þessi störf er til 23, ágúst. Umsjón með ráðningum hefur Capa- cent. Ráða þrjár áhafnir Fram kemur í auglýsingunni að reiknað sé með að ráða þrjár áhafnir á hið nýja skip og verður hverjum starfsdegi skipt í tvær vaktir. Nú þegar hefur verið ráðið í tvö störf á Herjólfi. Ívar Torfason verður 1. skipstjóri og Svanur Gunnsteins- son yfirvélstjóri. Óvíst hvenær siglingar geta hafist Ljósmynd/Crist S.A. Nýr Herjólfur Smíði skipsins er í fullum gangi hjá pólsku skipasmíðastöð- inni. Smíðin hefur tafist af ýmsum ástæðum og afhendingu mun því seinka.  Seinkun á afhendingu nýja Herjólfs veldur því að skipið kemur þegar veður eru válynd  Skipstjór- arnir þurfa að læra á skipið  Herjólfur ohf. hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra og starfsfólki Grasfrjó í lofti eru í hámarki um þessar mundir en frjókornin munu vera með mesta móti næstu tvær til þrjár vikurnar. Sigurveig Sigurðar- dóttir, læknir á göngudeild ofnæm- issjúkdóma á Landspítalanum, segir að einkenni fólks með grasfrjókorna- ofnæmi muni vera einna verst næstu vikurnar. „Hámarkið mun standa yf- ir eitthvað fram yfir verslunar- mannahelgi en mun í kjölfarið fara minnkandi. Það sem er hins vegar varasamt er að flestir Íslendingar fara í útilegu akkúrat á þessum tíma og eiga á hættu að fá mikið ofnæmi af þeim sökum,“ segir Sigurveig sem tekur þó fram að minna hafi verið að gera á ofnæmisdeildinni það sem af er sumri samanborið við síðustu ár. Komi það til af mikilli rigningu í sumar en rigningin kemur í veg fyrir að frjókornin komist á flug. „Það hefur verið minna að gera hjá okkur auk þess sem minni vanda- mál hafa komið upp hjá sjúklingum. Það er alveg klárt að ofnæmið byrj- aði seinna en venjulega á Suðurlandi. Ég veit að það hefur hins vegar verið mikið að gera á ofnæmisdeildinni fyrir austan og norðan enda hefur verið mikill hiti og sól þar,“ segir Sigurveig. Spurð hvað hægt sé að gera til að draga úr einkennum grasfrjókorna- ofnæmis segir Sigurveig að mikil- vægast sé að fylgja leiðbeiningum sérfræðinga. Nefnir hún í því sam- hengi reglulega lyfjainntöku fólks með ofnæmi. „Það er auðvitað best fyrir fólk með ofnæmi að reyna að velja sér ferðastaði þar sem ekki er mikið um óslegið gras enda ýtir það undir ofnæmið. Þess utan er mikil- vægt fyrir þá sem eru með grimmt ofnæmi að útvega sér lyf. Í fyrsta lagi eru það ofnæmistöflur án lyfseð- ilis eða töflur sem hægt er að fá vísað á hjá lækni. Í öðru lagi geta augn- dropar hjálpað mikið til að með- höndla augun. Að lokum er það nef- úði sem inniheldur stera til að minnka bólgur, en margir eru hrifnir af því,“ segir Sigurveig og bætir við að mikilvægt sé fyrir fólk að taka D- vítamín til að minnka líkur á því að það þrói með sér frjókornaofnæmi. „Þeir sem eru með skort á D-vítam- íni eru líklegri til að fá ofnæmi og ónæmisvandamál. Vítamínið er auk þess mjög mikilvægt fyrir ónæmis- kerfið óháð því hvort fólk er með of- næmi eða ekki,“ segir Sigurveig. aronthordur@mbl.is Frjókorn í lofti með mesta móti  Minna verið um frjókornaofnæmi það sem af er sumri samanborið við síðustu ár Morgunblaðið/Brynjar Gauti Frjókorn Mikið er um frjókorn í lofti um þessar mundir. Jeppabifreiðarnar tvær sem lentu í hörðum árekstri á Þingvallavegi í Mosfellsdal fyrr í þessum mánuði voru sendar í svonefnda bíltækni- rannsókn til að skera úr um hvort um hraðakstur hafi verið að ræða. Þetta segir Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Ekki er ljóst hvenær niður- staða fæst úr þeim rannsóknum. Í slysinu rákust tveir jeppar sam- an og kastaðist annar þeirra út fyrir veg og ofan í skurð. Einn lést í slys- inu, kona fædd árið 1937. Hún var búsett í Reykjavík. Tveir aðrir slös- uðust og voru fluttir á slysadeild. Hin látna var farþegi í öðrum bíln- um, en að sögn Valgarðs var öku- maður hins jeppans kona um þrí- tugt. Hún slapp að mestu við meiðsli og var ein í bílnum. Ákærusvið ákveður framhaldið Slysið varð í kjölfar framúrakst- urs yngri konunnar. Að sögn Val- garðs er búið að ræða við öll vitni í málinu og miðar rannsókn lögreglu vel. Spurður út í mögulega ákæru segir Valgarður málið verða sent til ákærusviðs lögreglunnar þegar öll gögn eru komin í hús. Ákærusviðið mun í kjölfarið taka ákvörðun um næstu skref. Áreksturinn varð til móts við af- leggjarann að Æsustöðum. Vega- gerðin hefur nú málað heila miðlínu á veginn sem bannar ökumönnum að taka fram úr öðrum bílum. Var það m.a. gert í kjölfar þrýstings frá íbú- um á svæðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mosfellsdalur Hraðakstur er sagð- ur tíður þar sem slysið varð. Bílflökin send í nán- ari skoðun  Ökumaður hins jeppans ung kona Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.