Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 12
Búast má við
fjölmenni í Þor-
lákshöfn um
verslunarmanna-
helgina þegar
Unglingalands-
mót UMFÍ fer
þar fram. Í Þor-
lákshöfn búa
1.644 manns
samkvæmt nýj-
ustu tölum. Þátt-
takendur og aðrir gestir Unglinga-
landsmóts UMFÍ eru gjarnan á
milli 5.000–10.000 talsins og verður
bærinn vægast sagt fullur af fjör-
ugu fólki.
Ómar Bragi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Unglingalandsmóts
UMFÍ, segir að þrátt fyrir mikinn
mannfjölda í bænum þá þurfi ekki
að grípa til sérstakra aðgerða á
borð við lokun gatna nema rétt þeg-
ar keppt verður í götuhjólreiðum.
„Keppnissvæðið á Unglingalands-
mótinu er að langmestu leyti í
kringum íþróttamiðstöðina og
íþróttasvæðið í bænum. Tjald-
svæðið, sem hefur verið stækkað
mikið til að taka við öllum gestum
mótsins, er í námunda við keppn-
issvæðið. Mjög stutt er frá tjald-
svæði að keppnissvæði og tekur
smástund að ganga á milli. Göngu-
stígur er á milli svæðanna og því
þurfa gestir mótsins varla að hreyfa
bíl alla helgina,“ segir Ómar í frétt
frá UMFÍ.
Unglingalandsmót UMFÍ er ein
af helstu fjölskylduhátíðum sumars-
ins. Þar geta þátttakendur valið úr
yfir 20 ólíkum keppnisgreinum eins
og bogfimi, fimleikalífi, fótbolta,
frisbígolfi, frjálsum íþróttum, glímu,
golfi, götuhjólreiðum, hestaíþrótt-
um, íþróttum fatlaðra, kökuskreyt-
ingum, körfubolta, motocross, sand-
kastalagerð, skák, skotfimi,
stafsetningu, strandblaki, strand-
handbolta, sundi og upplestri. Nýj-
ustu greinarnar eru dorgveiði og
sandkastalagerð. Boðið var upp á
keppni í kökuskreytingu í fyrsta
sinn á Unglingalandsmótinu á Eg-
ilsstöðum í fyrra og sló hún al-
gjörlega í gegn. – Allar upplýsingar
um mótið og skráning á það er á
www.ulm.is.
Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Unglingalandsmót Setningarathöfn mótanna hefur hátíðlegt yfirbragð.
Ómar Bragi
Stefánsson
Fullur bær af fjörugu fólki
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Hljómsveitin Greifarnir stendur fyrir
útihátíð á Sport í Kópavogi um versl-
unarmannahelgina. Haldin verða
Greifaböll á laugardags- og sunnu-
dagskvöld þar sem byrjað er að spila
snemma og hætt seint. Svo er hinn
rómaði Brekkusöngur á sunnudags-
kvöldinu í brekkunni fyrir neðan
Spot. Hann hefst kl. 10:30 á á sunnu-
dagskvöld og stendur til miðnættis.
Gestur Greifanna í ár er Felix Bergs-
son sem var fyrsti söngvari hljóm-
sveitarinnar þegar hún sló í gegn fyr-
ir um 30 árum. Verða því leikin og
sungin ýmis lög frá þeim tíma.
Greifar á Spot
Kátt í Kópavogi
Greifarnir Halda ball og brekkusöng.
Kjötsúpuhátíðin á Hesteyri í Jökul-
fjörðum verður endurvakin nú um
verslunarmannahelgina. Það eru
systkinin Margrét, Pálína, Hrólfur og
Haukur Vagnsbörn úr Bolungarvík
sem standa að þessari hátíð, sem
efnt var til í nokkur skipti fyrr á árum
við góðan róm. Siglt verður frá Bol-
ungarvík til Hesteyrar með Hauki
Vagnssyni á Hesteyri ÍS-95. Siglingin
yfir Djúpið tekur um 60 mínútur og
er farið kl. 12, 14 og 16. Einnig verður
siglt frá Ísafirði ef þörf krefur.
Formleg dagskrá hefst kl. 16:30 í
Læknishúsinu þar sem boðið verður
upp á dýrindis Hesteyrarkjötsúpu að
hætti Hrólfs Vagnssonar eftir upp-
skrift móður þeirra Vagnsbarna,
Birnu Hjaltalín Pálsdóttur. Eftir súp-
una verður boðið upp á kaffi og upp-
rúllaðar sykraðar pönnukökur sem
allir elska. Að lokinni súpu verður
dagskrá samsett af Pálínu Vagns-
dóttur byggð á leikjum, söng, al-
mennu glensi, og gamni undir þeim
formerkjum að maður er manns gam-
an. Að lokinni dagsskrá verður geng-
ið í fjöru þar sem verður varðeldur og
söngur áður en siglt er heim.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hesteyri Hátíðin verður haldin í
gamla Læknishúsinu í þorpinu.
Hátíð haldin á Hesteyri
Kjötsúpa og kátína fyrir vestan
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Frelsið finn ég í fluginu. Þaðer frábær tilfinning þegardrekinn hefur sig á loft ogklifrar upp. Við þær að-
stæður upplifir maður sig eins og
fuglinn fljúgandi,“ segir Kári Al-
freðsson. Hann er einn félaga í Fis-
félagi Reykjavíkur en innan þess eru
menn sem fljúga til að mynda á fis-
vélum, svifvængjum (paramótorum)
og mótorsvifdrekum. Þeir sem á síð-
astnefndu flugildunum eru hafa að-
stöðu á flugvellinum á Grund í Úlfars-
árdal, en færa sig senn á Hólmsheiði
þar sem eru flugbrautir og önnur að-
staða fyrir þennan ört vaxandi hluta
einkaflugsins.
Snerting við landið
Kári Alfreðsson byrjaði í mótor-
drekaflugi árið 1998, þá búsettur á
Höfn í Hornafirði. „Ég hef um dag-
ana prófað ýmsar útgáfur af mótor-
sporti en þetta tekur öllu fram. Að
geta flogið er auðvitað stórkostleg til-
finning og á opnum drekanum er
maður nánast í snertingu við landið;
svo gott er útsýnið. Á Hornafjarð-
arárunum fór ég stundum fljúgandi
inn að Vatnajökli og yfir Lónsöræfin,
sem var engu líkt. Það er líka gaman
að fljúga hér við Úlfarsfellið og heið-
arnar hér fyrir innan. Reyndar er
hægt að fara á mótordrekunum hvert
sem er, þeir hafa langdrægi og kom-
ast leikandi á 80 hnúta hraða.“
Utan lofthelgi
Um 230 manns eru í starfi Fis-
félags Reykjavíkur og um helmingur
er svifvængjafólk. Félagið stendur á
hverju vori fyrir námskeiðum svo
sem í svifvængjaflugi og þegar fólk er
komið upp á lagið eru þess dæmi að
stigið sé skrefinu lengra og farið í
paramótor- eða mótorsvifflug. Engin
opinber skilyrði eru gerð um þetta
flug, nema að fara má ekki inn á
svæði þar sem lofthelgi gildir. Fis-
vélaflugmenn sem eru margir í félag-
inu þurfa hins vegar að afla sér rétt-
inda hjá Samgöngustofu, en þar eru
hins vegar gerðar talsvert minni kröf-
ur en í almennu einkaflugi. Fisflugið
er líka á alla lund einfaldara og kostar
minna og fyrir vikið halda margir
flugáhugamenn sig á þessari grein.
„Það er mikil gróska í þessu
sporti. Mér finnst fátt skemmtilegra
en að fljúga og eftir að hafa tekið
nokkra hringi í fluginu á fallegu sum-
arkvöldi, kem ég eins og nýr maður
heim,“ segir Kári Alfreðsson.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugmaður Kári Alfreðsson hefur stundað mótorsvifflug síðastliðin 20 ár og lætur vænginn og vindinn bera sig.
Fisflug nýtur vaxandi
vinsælda. Mótorsvifdrek-
ar þykja skemmtileg flyg-
ildi, enda bæði hraðfleyg
og léttleikandi.
Kári flýgur frjáls
Kraftur Komið inn til lendingar á flugvellinum á Grund í Úlfarsárdal.