Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2017 Ford F-350 King Ranch Litur: Oxford white, Mesa brown að innan. 6,7L Diesel ,440 Hö, 925 ft of torque. Með upphituð/loft- kæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart og trappa í hlera, Driver altert-pakki, Trailer tow camera system og airbag í belti í aftursæti. Öll standsetning er innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. Laus aðra viku í ágúst. VERÐ 10.690.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Litur: Stone blue, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 Chevrolet LTZ Litur: Cajun Red, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 9.590.000 m.vsk 2018 Ram 3500 Limited Tungsten Litur: Svartur Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, 6,7L Cummins Tungsten Edition. VERÐ 9.680.000 m.vsk Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á starfrækir útibú á Reykjanesi sem hefur farið ört stækkandi með auknum umsvifum á svæðinu og á Keflavíkurflugvelli.Auk þess að sinna öryggismálum einstakra flug- félaga í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá sinnir Securitas öryggisleit, að- stoð við farþega með skerta hreyfi- getu (PRM), umsjón með týndum munum ásamt fleiri verkefnum. Eftir að fyrrngreindur samning- ur Securitas og Isavia tekur gildi verða rúmlega 100 starfsmenn á vegum Securitas við störf í Leifs- stöð. Securitas og Isavia hafa gert með sér samstarfssamning um að Securitas taki yfir öryggisleit í verktakahliðum á Keflavíkurflug- velli ásamt öryggisleit komufarþega frá þriðju löndum. Gengið var til samninga við Securitas í framhaldi af útboði í júní síðastliðnum og mun fyrirtækið taka yfir þjónustuna á næstu dög- um. Starfsemi Securitas á flugvöllum og í tengslum við flug er sífellt að aukast, að því er fram kemur í til- kynningu frá fyrirtækinu. Securitas Tekur við öryggisleit  Fjöldi starfsmanna fer yfir 100 á vegum Securitas á Keflavíkurflugvelli Morgunblaðið/Ómar Flugstöð Securitas mun taka við öryggisleit í verktakahliðum o.fl. ● Forsvarsmenn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins gera ráð fyrir svipuðum fjölda viðskiptavina í Vínbúðirnar nú í vikunni fyrir frídag verslunarmanna. Á vef fyrirtækisins kemur fram að í fyrra hafi um 137 þúsund viðskiptavinir rekið inn nefið í þessari viku og kippt með sér 767 þúsund lítrum af áfengi. Bent er á til samanburðar að í hefðbundinni viku í júlímánuði séu viðskiptavinirnir í kringum 110 þúsund talsins. Þá er bent á að annasamasti dagur vikunnar sé föstudagurinn og telst hann með allra umfangsmestu dögum í verslun með áfengi í landinu. Í fyrra seldust 230 þúsund lítrar þann eina dag og fjöldi viðskiptavina var um 38 þúsund. ÁTVR býst við svipuðum fjölda viðskiptavina 31. júlí 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 104.89 105.39 105.14 Sterlingspund 137.52 138.18 137.85 Kanadadalur 80.3 80.78 80.54 Dönsk króna 16.436 16.532 16.484 Norsk króna 12.848 12.924 12.886 Sænsk króna 11.963 12.033 11.998 Svissn. franki 105.67 106.27 105.97 Japanskt jen 0.9438 0.9494 0.9466 SDR 147.09 147.97 147.53 Evra 122.46 123.14 122.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.5921 Hrávöruverð Gull 1219.15 ($/únsa) Ál 2053.0 ($/tonn) LME Hráolía 74.5 ($/fatið) Brent ● Aðallisti Kauphallar Íslands var að mestu rauður við lokun markaða í gær eftir fremur takmörkuð viðskipti upp á 674 milljónir króna. Flest félögin lækk- uðu, þrjú stóðu í stað og eitt félag jók virði sitt í viðskiptunum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,42% í gær og stóð í 1.560,09 stigum í lok dags og hefur vísitalan ekki verið lægri síðan 24. ágúst 2015, eða í tæp þrjú ár. Mest lækkuðu bréf Haga, eða um 2,54% í 82 milljóna króna viðskiptum. Þá lækkuðu bréf Símans um 2,22% í 52 milljóna króna veltu. Fasteignafélagið Eik lækkaði um 1,94% í 44 milljóna kóna viðskiptum og Skeljungur fór nið- ur um 1,91% í 24 milljóna króna veltu. Þá lækkaði Reginn um 1,76% en við- skipti með félagið námu 28 milljónum króna. Einungis gengi hlutabréfa í Arion banka hækkaði í viðskiptum gærdags- ins í Kauphöllinni, eða um tæplega 1% í liðlega 6 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan í sínu lægsta gildi í nær 3 ár BAKSVIÐ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Fjöldi nýskráðra ökutækja á fyrri helmingi ársins nam 17.181 ökutæki, en hafði verið 20.000 ökutæki á sama tímabili í fyrra, samkvæmt tölum sem Samgöngustofa tók saman að beiðni Morgunblaðsins. Forsvars- menn bílaumboða segja í samtali við blaðið að erfitt sé að bera saman bílasölu í ár og árið í fyrra, því 2017 var eitt besta ár Íslandssögunnar í bílasölu. Spurður um ástæður minni bíla- sölu í ár en á sama tímabili á síðasta ári segir Úlfar Steindórsson, for- stjóri Toyota á Íslandi, að það sé að miklu leyti vegna minni kaupa frá bílaleigum á árinu. „Það er stærsta skýringin, en til viðbótar er töluvert af nýlegum notuðum bílum á mark- aðnum og ekkert óeðlilegt að fólk skoði það, heldur en að kaupa sér nýjan bíl. Þetta er samspil af þessu tvennu.“ Úlfar segir það rökrétt að bílaleig- ur skuli hafa dregið úr bílakaupum á þessu ári og að bílaleigur hafi mögu- lega farið aðeins framúr sér á síðasta ári. „Það er alveg rökrétt að sala til bílaleignanna sé minni í ár, það hefði verið skrítið ef svo hefði ekki verið. Bílaleigur voru orðnar of margar og ég held að þeim hafi fækkað töluvert á þessu ári. Þær voru líklega allar að kaupa aðeins of marga bíla í fyrra. Það hefði verið mjög órökrétt ef þær hefðu ekki dregið úr kaupum á bílum í ár, að mínu mati.“ Bílaleigur vega þungt Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar, segir að minni kaup bíla- leigna vegi þungt hjá bílasölum. „Þegar við skoðum breytingar á markaðnum þá skiptum við honum upp í fjóra markaðshluta. Hlutinn „sala bíla til bílaleigna“ hefur dregist saman um 22% það sem af er ári. Einkabílamarkaðurinn er um það bil 3% niður í ár, atvinnubílamarkaður- inn er óbreyttur og fjórði hlutinn er sala fólksbíla til fyrirtækja sem er 10% minni í ár. Samanlagt er þetta um 15% sam- dráttur og þar vega bílaleigur lang- mest. Bílaleigurnar eru í kringum 40% af heildarkaupum.“ Egill segir að þó svo að það sé samdráttur í ár þá gæti árið endað sem fjórða eða fimmta besta bíla- söluár Íslandssögunnar. „Tölurnar segja árið í fyrra besta bílasöluár Íslandssögunnar, en það sló metið frá árinu 2005. Árið í ár stefnir í að verða fjórða eða fimmta besta ár sögunnar.“ Hlaðanlegir tvinnbílar vinsælir Spurður um það hvort neytendur séu í ríkari mæli að færa sig yfir í tvinnbíla eða rafmagnsbíla segir Eg- ill að það sé áberandi hvað sé að selj- ast best. „Hlaðanlegir tvinnbílar, þar er alveg gífurlegur vöxtur. Þetta eru bílar sem henta vel íslenskum að- stæðum. Við eigum það til að keyra langar vegalengdir og viljum komast langt á einni áfyllingu eða hleðslu. Í þessum bílum er mesta sprengingin, það er næstum tvöföldun í sölu á þessum bílum. Hreinir rafbílar og tvinnbílar sem ekki er hægt að hlaða seljast ekki jafn vel. Ég tel það vera alveg tvö til þrjú ár í að hreinu raf- magnsbílarnir taki við sér af ein- hverri alvöru. Það vantar enn drægnina. Ný kynslóð af hreinum rafmagnsbílum er að koma á næstu árum, bílum sem ættu að ná að keyra svona 500 til 600 kílómetra á einni hleðslu. Þá fyrst fara þessir bílar að seljast af alvöru.“ Samdráttur í nýskráningu bíla  14% samdráttur var í nýskráningu bíla á fyrri helmingi ársins  Minni kaup bílaleigna á þessu ári en í fyrra Fjöldi nýskráðra ökutækja á fyrri helmingi árs 2010-2018 .000 He im ild : S am gö ng us tof a 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2.858 4.247 6.211 6.345 8.309 11.311 16.076 20.000 17.181 20 15 10 5 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.