Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Niðurstaðaþingkosn-inganna í
Kambódíu á
sunnudag er ekki
traustvekjandi. Í
gær var tilkynnt
að Þjóðarflokkur
Kambódíu, flokk-
ur Huns Sens forsætisráð-
herra, hefði unnið öll 125 sæti
á þingi. Talsmaður sigur-
flokksins sagði að þetta væri
„ákvörðun fólksins“ og fagn-
aði niðurstöðunni.
Í yfirlýsingu frá helsta
stjórnarandstöðuflokknum,
Þjóðbjörgunarflokki Kambó-
díu, var hins vegar talað um
„dauða lýðræðis“ og „myrkan
dag“ í sögu Kambódíu.
Hun Sen var foringi í liði
Rauðu kmeranna, sem myrtu
að talið er tvær milljónir
Kambódíumanna. Hann
hljópst undan merkjum, flúði
og komst til valda í Kambódíu
árið 1985 með fulltingi Víet-
nama. Flokkur hans hefur
sigrað í hverjum kosningum
sem haldnar hafa verið frá
1998.
Spilling hefur ríkt í
stjórnartíð Huns Sens og
hann verið sakaður um að
sölsa undir sig land og fé og
beita kúgun til að halda völd-
um. Hann hefur þó reynt að
halda í ímynd lýðræðis, meðal
annars til að tryggja stuðning
frá Vesturlöndum. Þegar kos-
ið var 2013 fékk Þjóðbjörg-
unarflokkurinn 44% atkvæða
samkvæmt opinberum tölum
og flokkur Huns Sens tapaði
fjórðungi sæta sinna á þingi.
Því var engu að síður haldið
fram að úrslitunum hefði ver-
ið hagrætt og lék grunur á að
Hun Sen hefði tapað kosning-
unum.
Í fyrra lét Hun Sen til skar-
ar skríða gegn andstæðingum
sínum. Sam
Rainsy, leiðtoga
stjórnarand-
stöðuflokksins í
kosningunum fyr-
ir fimm árum, var
meinuð þátttaka í
stjórnmálum og
fór í útlegð. Í
fyrrahaust var svo Kem
Sokha, leiðtogi Þjóðbjörg-
unarflokksins, handtekinn og
sakaður um landráð. Honum
var gefið að sök að hafa lagt á
ráðin með bandarískum
stjórnvöldum um að steypa
stjórn Kambódíu. Í kjölfarið
leysti hæstiréttur landsins
flokkinn upp.
Einnig var látið til skarar
skríða gegn fjölmiðlum.
Fjölda útvarpsstöðva var lok-
að fyrir að brjóta reglur um
útsendingar. Þetta voru
stöðvar sem höfðu verið með
stjórnarandstæðinga á dag-
skrá hjá sér og notað efni frá
Voice of America og Radio
Free Asia, sem bandarísk
stjórnvöld fjármagna. Helsta
stjórnarandstöðublaðinu,
Cambodia Daily, var lokað í
september vegna vangoldinna
skatta. Blaðið hafði gagnrýnt
Hun Sen og stjórnarfar hans
harðlega, en verið látið óá-
reitt, sennilega vegna þess að
fáir skilja það vegna þess að
það kemur út á ensku og út-
breiðslan er aðeins um fimm
þúsund eintök.
Stjórnarfarið í Kambódíu
hefur verið gagnrýnt á
Vesturlöndum og úrslit kosn-
inganna sömuleiðis, en annar
tónn er í Kínverjum, sem hafa
verið ósparir á lánsfé til Huns
Sens. Þegar Kem Sokha var
handtekinn sögðu þeir að
stöðugleiki væri aðalatriði og
nú hafa þeir sent Hun Sen
árnaðar- og hamingjuóskir
vegna úrslita kosninganna.
Hun Sen leysti upp
stjórnarandstöðuna,
þaggaði niður í and-
stæðingum, lokaði
fjölmiðlum og vann
svo öll sætin á þingi}
„Ákvörðun fólksins“?
Þórey S. Þórð-ardóttir,
framkvæmda-
stjóri Lands-
samtaka lífeyris-
sjóða, gagnrýndi
í gær miklar tekjutengingar
almannatryggingakerfisins
við lífeyrissjóðakerfið. Þetta
kom fram í viðtali við hana í
Ríkisútvarpinu. Þar benti
hún á að margt fólk sem
hefði sýnt fyrirhyggju og
lagt fyrir sæi þess ekki stað
í betri kjörum eftir starfs-
lok.
Það er mikið til í þessum
athugasemdum. Fólk á að
njóta þess að spara til elli-
áranna og ríkið þarf að fara
mjög varlega í að
refsa fólki fyrir
slíka fyrirhyggju.
En tekjuteng-
ingar eru mun
víðar hjá hinu
opinbera og þar þarf einnig
að fara með mikilli gát. Í
skattkerfinu hafa tekjuteng-
ingar orðið til þess að jað-
arskattarnir svokölluðu, það
hlutfall hverrar viðbótar-
krónu sem fólk vinnur sér
inn en ríkið tekur til sín,
eru oft svimandi háir og
draga úr vilja til að vinna.
Þetta getur ekki verið
markmið ríkisvaldsins, ekki
frekar en að draga úr vilja
fólks til að spara.
Ríkið á hvorki að
letja fólk til vinnu
eða sparnaðar}
Óhóflegar tekjutengingar K
ennari hefur áhrif að eilífu,
ómögulegt er að segja til um
hvenær áhrifa hans hættir að
gæta.“ Þessi tilvitnun er eign-
uð sagnfræðingnum og rithöf-
undinum Henry Adams og hún lýsir einna
mikilvægasta ábyrgðarhlutverki okkar
allra, áhrifunum sem við getum haft á ann-
að fólk. Á því sviði hafa kennarar sann-
arlega ákveðna sérstöðu.
Í gær var opnuð sýning á Gljúfrasteini
helguð Auði Laxness, en í ár er öld frá
fæðingu hennar. Sýningin varpar ljósi á
lífshlaup og listsköpun þeirrar merku konu
sem oftar sinnti sínu bak við tjöldin. Auður
var ein þeirra sem kalla fram það allra
besta í fólkinu í kringum sig. Það er aðdá-
unarverður eiginleiki og dýrmætur, eins og
við þekkjum öll. Auður sinnti ótal verkefnum og
gegndi afar fjölbreyttu hlutverki á Gljúfrasteini, eins
og glöggt má sjá á sýningunni. Hún starfaði um
stutta hríð sem handavinnukennari en hafði af heim-
ildum að dæma til að bera margt sem við tengjum
við framúrskarandi kennara.
Þar vil ég fyrst nefna djúpstæða virðingu fyrir
fólki og viljann til að koma fram við alla, óháð stöðu
þeirra, af umhyggju. Það er ljóst af sögum af Auði
að hún lagði sig fram við að liðsinna öðrum, hún
skapaði samfélag í kringum sig og var einkar lagin
við að láta fólki líða vel. Menningarsetrið
á Gljúfrasteini ber þess vott hversu skap-
andi og úrræðagóð Auður var, og fram-
sýn. Þegar saga hennar er ígrunduð
skynjum við vel að hún gerði kröfur og
fann leiðir að lausnum, en þeir eiginleikar
einkenna einmitt góða kennara. Í hennar
eigin sköpun og handverki finnum við al-
úð, frumleika og metnað. Fróðleiksfýsi
hennar er líka öllum ljós sem um hana
lesa. Hún var réttnefndur fjölfræðingur,
fljót að tileinka sér nýja hluti og þekk-
ingu. Framlag Auðar til íslensks hand-
verks er lofsvert. Hún skrifaði fjölda
greina um vefnað, prjón og handverk auk
þess að vinna að hannyrðum og hönnun.
Hún hlaut stórriddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu fyrir framlag til íslenskr-
ar menningar árið 2002.
Það verður seint metið hversu mikil gæfa það var
fyrir bókmenntirnar og menninguna í okkar litla
landi að heiðursfólkið frú Auður og Halldór Laxness
fundu hvort annað og sköpuðu sér sitt líf á Gljúfra-
steini. Ég hvet alla sem tækifæri hafa til þess að
kynna sér líf og starf Auðar Laxness. Áhrifa hennar
gætir á ótal stöðum, sem við erum þakklát fyrir í
dag.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Kennarinn Auður Laxness
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Þetta er áhyggjuefni sökumþess að við teljum þettaeiga rætur sínar að rekjatil matvæla,“ segir Har-
aldur Briem, fyrrverandi sóttvarn-
arlæknir, um tvö smit listeríu sem
nýverið komu upp hér á landi. Lík-
ur eru á því að smitin hafi komið
til vegna neyslu á frosnu grænmeti
en það hefur þó ekki fengist stað-
fest. Á síðustu tveimur árum hefur
verið hægt að rekja tæplega 50 til-
felli í Evrópu til maísbauna sem
framleiddar voru í verksmiðju í
Ungverjalandi. Þá hefur sami stofn
greinst í frosnu grænmeti sem
framleitt var í verksmiðjunni en
líkt og fyrr segir hefur ekki verið
hægt að tengja smitin hér á landi
við umrædda verksmiðju.
Fullfrískt fólk ekki í hættu
Haraldur segir að helsta smit-
leið listeríu hér á landi sé með
matvælum sem ýmist hafa verið
menguð frá upphafi eða mengast í
framleiðsluferlinu og komin eru er-
lendis frá. Þá séu helstu mat-
vælategundir sem hægt er að
tengja við bakteríuna mjúkir og
ógerilsneyddir ostar auk grafins
lax, en þess utan hefur bakterían
fundist í tilbúnum og niður-
sneiddum kalkúnum og kjúklingum
í Bandaríkjunum.
„Þetta getur auðvitað leynst
út um allt en sem betur fer kemur
þetta ekki oft upp,“ segir Haraldur
og bætir við að litlar líkur séu á
smitum hjá fullfrísku fólki þrátt
fyrir að það neyti matvæla eða
annarra vara sem innihalda bakt-
eríuna. „Fólk sem er veikt fyrir
getur smitast. Þá erum við að tala
um til dæmis fólk sem er mjög
aldrað og veikburða auk þess sem
ófrískar konur geta verið í hættu.
Sem betur fer eru þetta hins vegar
mjög sjaldgæfar sýkingar,“ segir
Haraldur.
Mikill fjöldi smita í fyrra
Síðustu ár hafa greinst að
jafnaði um tvö tilfelli listeríu á ári
hér á landi. Mikil aukning var þó á
listeríusmitum í fyrra en að sögn
Haraldar voru tilfellin sjö. Þrjú
þeirra leiddu til dauða, þar af eitt
hjá nýfæddu barni. „Það smituðust
mjög margir í fyrra og upp komu
dauðsföll í tengslum við það. Það
var annars vegar hjá eldra fólki
sem var fremur veikburða hins-
vegar lést nýfætt barn,“ segir Har-
aldur.
Að því er fram kemur á vef
landlæknis geta einkenni listeríu
verið mjög misjöfn. Í upphafi getur
fólk fundið fyrir bráðum hita, höf-
uðverk, ógleði og alvarlegu blóð-
þrýstingsfalli. Barnshafandi konur
geta oft og tíðum verið nær ein-
kennalausar eða með vægan hita.
Þrátt fyrir það getur sýkingin leitt
til fyrirburafæðingar eða fóstur-
láts. Til að meðhöndla sýkinguna
þarf að taka inn sýklalyf en í flest-
um tilvikum eru batahorfur góðar,
þó með einhverjum frávikum.
Fylgja verður leiðbeiningum
Spurður um hvað hægt sé að
gera til að koma í veg fyrir smit af
völdum listeríu segir Haraldur að
sjóða eigi frosnar matvörur. „Bakt-
erían deyr ekki við frystingu á
matvælum. Þegar vörurnar þiðna
þá getur bakterían farið að láta á
sér kræla á nýjan leik. Eina
örugga leiðin er að snöggsjóða
vörur eins og t.d. frosið grænmeti
til að hægt sé að neyta þeirra á
öruggan máta,“ segir Haraldur
sem hvetur fólk til að fara eftir
eldunarfyrirmælum sem fram
koma á umbúðum frosins græn-
metis og annarra vara til að
tryggja að ekkert smit verði.
Frosin matvæli geta
verið afar varasöm
Frosið grænmeti Til að koma í veg fyrir smit af völdum listeríu er mikil-
vægt að fara eftir leiðbeiningum á umbúðum frosinna matvara.
Sökum tíðra
matarsýkinga
í Evrópu hef-
ur fram-
kvæmda-
stjórn
Evrópusam-
bandsins
ákveðið að
herða þurfi
eftirlit með
framleiðslu á frystu og létt-
soðnu grænmeti og baunum.
Haraldur segir að smit af
völdum listeríu hafi verið tals-
vert vandamál í Evrópu. „Þetta
hefur verið vesen í álfunni. Til
dæmis í Ungverjalandi, en þar
hefur vandamál vegna listeríu
verið til staðar í einhvern tíma,“
segir Haraldur.
Til að bregðast við þessu er í
skoðun hjá Evrópusambandinu
að evrópskir framleiðendur
uppfylli sömu kröfur um eftirlit
með listeríu og þeir sem fram-
leiða viðkvæm matvæli, á borð
við reyktan lax og álegg.
Regluverkið
til skoðunar
ESB MUN BREGÐAST VIÐ
Haraldur Briem