Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 Goshver Á Geysissvæðinu er iðandi mannlíf enda er það einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Geysir hefur haft hægt um sig síðustu áratugi en Strokkur vekur oft hrifningu ferðalanga. Árni Sæberg Jóhannesarborg | Í liðinni viku var hald- inn tíundi árlegi fund- ur ríkjanna, sem skammstöfuð hafa ver- ið BRIKS (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður- Afríka). Þegar fyrsti fundur þeirra (þá voru þau BRIK, Suður- Afríka bættist við 2010) var haldinn, 2009, var heimurinn í viðjum fjár- málakreppu, sem þróuðu ríkin ollu, og hin tápmiklu BRIK-ríki voru fulltrúar framtíðarinnar. Með því að snúa bökum saman höfðu þessi ríki bolmagn til að skáka vestrinu í heimspólitíkinni. Vestrænir fréttaskýrendur hafa hins vegar lengi vanmetið það sem býr í þessum ríkjum og hafa þau því neyðst til að krefjast aukins vægis í alþjóðlegum stofnunum. 2011 og 2012 gerðu BRIKS-ríkin alvarlegar athugasemdir við það hvernig for- ustumenn voru valdir í Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabank- ann. En þar sem ekki var samstaða að baki þeim héldu Evrópumaður (Christine Lagarde) og Bandaríkja- maður (Jim Yong Kim) áfram að leiða þessar stofnanir. Og þótt BRIKS-ríkin hafi fengið þessar stofnanir til að gera umbætur á kosningafyrirkomulagi þannig að þróunarríkin fengju aukið vægi, hafa Bandaríkin og Evrópa enn völd umfram stærð. Þetta er bakgrunnur þess að BRIKS-ríkin ákváðu að leita ann- arra leiða með því að stofna árið 2014 Nýja þróunarbankann og sinn eigin gjaldeyris- sjóð í viðbúnaðarskyni (Contingent Reserve Arrangement). Þessar aðgerðir hafa verið settar fram sem viðauki við hið ríkjandi Bretton Woods-kerfi, en það er auðvelt að sjá hvernig þau gætu orðið grunnur að öðrum kosti í stjórnun fjármála í heiminum ein- hvern tímann í framtíðini. Þótt BRIKS-ríkin leggi enn ár- herslu á fjölþjóðahyggju er þegar öllu er til skila haldið ljóst að þau eru ekki bundin órofa böndum við núverandi skipan heimsmála. Vissulega gefa föst sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna Kínverj- um og Rússum ákveðið forskot á flest önnur lönd. En ríkin eru engu að síður bæði með efasemdir um núverandi skipan mála. Utanríkisstefna Kína endur- speglar í auknum mæli stöðu lands- ins sem rísandi stórveldi. Í sam- ræmi við hinn „kínverska draum“ Xis Jinpings, forseta landsins, hef- ur Kína þrýst af hörku á um að vera jafningi í samskiptum við Bandarík- in. Og á 19. þingi kínverska komm- únistaflokksins í fyrra setti Xi tak- mark sitt um að endurreisa Kína sem stórveldi fram með enn skýrari hætti en áður. Hvernig Kína notar þau tæki sem landið hefur til ráðstöfunar til að tryggja stöðu sína í heiminum mun skipta hin BRIKS-ríkin talsverðu máli vegna þess að þau munu þurfa að laga sína stefnu að hinum nýju leiðum Kína. Frá 2013 hafa Kín- verjar komið á fót Innviðabanka Asíu og hleypt af stokkum frum- kvæði kennt við Belti og braut. Þá hafa þeir lagt til útvíkkun BRIKS í „BRIKS+“, væntanlega undir for- ustu Kína. Kínverjar kynntu fyrirætlanir sínar um Innviðabanka Asíu skömmu eftir að hafa undirritað stofnsáttmála Nýja þróunarbank- ans 2014. Í Nýja þróunarbankanum á hvert BRIKS-ríkjanna jafnan hlut og lagði hvert þeirra fram tíu millj- arða dollara í stofnfé í upphafi. Þótt jafn hlutur hafi ekki verið sú leið sem Kínverjar hefðu kosið ákváðu þeir að neyta ekki aflsmunar. Hins vegar er Kína stærsti hlut- hafinn í Þróunarbanka Asíu og munar þar miklu. Hlutur þeirra er 26,6% samanborið við 7,7% hlut Indverja og 6% hlut Rússa. Brasilía og Suður-Afríka hafa ekki lagt fram neitt fé enn sem komið er, þrátt fyr- ir að vera skráð stofnríki. Þróun- arsjóður Asíu er því dæmi um að Kína, ekki BRIKS, fari „aðra leið“. Stofnunin er opin jafnt þróunar- ríkjum sem þróuðum ríkjum en Kína er í þungamiðjunni. Með sama hætti hefur Belti og braut frá því það var kynnt til sög- unnar 2013 þróast yfir í það sem Cobus van Staden, fræðimaður við Alþjóðastofnun Suður-Afríku, kall- ar „viðskipta- og fjárfestingafyrir- komulag með afgerandi Peking- slagsíðu“. Belti og braut er höfuð- verkefni Xis. Von hans er að skapa „samfélag sem deilir sköpum“ og nái út fyrir Evrasíu og Indlandshaf. Belti og braut gera Kína kleift að umbreyta efnahagsmætti sínum í heimspólitískt afl. Að síðustu ber tillagan um „BRIKS-plús“ vitni breytingu í ut- anríkissamskiptum Kína og hún mun augljóslega hafa áhrif á hin BRIKS-ríkin. Á leiðtogafundi BRIKS-ríkjanna í Xiamen í Kína 2017 gaf Xi til kynna að hann vildi að hópurinn endurspeglaði eitthvað meira en núverandi ríkjahóp. Þar við bætist áherslan sem hann legg- ur nú þegar á samvinnu milli þróunarríkja. Upphafleg tillaga Xis virtist gefa til kynna stækkun hóps- ins, sem nokkur hinna ríkjanna í hópnum hafa lagst harðlega gegn. Nú hefur Suður-Afríka tekið upp þá hugmynd með því að halda „BRIKS-plús“ fund á þriðja degi leiðtogafundarins í ár. Þessi þrjú atriði undirstrika að hvaða marki Kína er, með aukinni dirfsku, miklu valdameira en bandamenn landsins í BRIKS- hópnum. Með Innviðabanka Asíu og Belti og braut leggja Kínverjar nú grunn að nýrri skipan mála í sínum heimshluta og veröldinni. Kínversk stjórnvöld hrinda sýn Xis í fram- kvæmd með viðskiptum, fjárfest- ingu og með því að beita afli sínu, sérstaklega í Suður-Kínahafi. Engu að síður hafa hin BRIKS-ríkin mikilvægu hlutverki að gegna í að gera „hina kosti“ Kína lögmæta. Hvert þeirra leggur áherslu á um- bætur í alþjóðakerfinu og að búa til heim þar sem valdið dreifist á fleiri póla, en hafa þó ekki endilega kom- ist að sameiginlegri niðurstöðu um það hvernig hin nýja skipan eigi að líta út. Suður-Afríka gerir á ný tilkall til forustu á meginlandi Afríku undir forustu Cyrils Ramaphosa. Það gæti þýtt meiri áherslu á Afríku meðal BRIKS-ríkjanna. En um leið og Suður-Afríka fylgir eftir hags- munum Afríku auk sinna eigin þarf landið að vera opið fyrir því að starfa ekki aðeins með hinum BRIKS-ríkjunum, heldur einnig öðrum þróunarríkjum og bandalög- um meðal þeirra. Lokatakmarkið hlýtur að vera að styðja og ýta und- ir fyrirkomulag, sem byggist á reglu. Það er þegar öllu er til skila haldið í þágu Afríku. Elizabeth Sidiropoulos »Hvernig Kína notar þau tæki sem landið hefur til ráðstöfunar til að tryggja stöðu sína í heiminum mun skipta hin BRIKS-ríkin tals- verðu máli vegna þess að þau munu þurfa að laga sína stefnu að hin- um nýju leiðum KínElizabeth Sidiropoulos Höfundur er framkvæmdastjóri Al- þjóðamálastofnunar Suður-Afríku. ©Project Syndicate, 2018. www.project-syndicate.org Vaxandi veldi á tímamótum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.