Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
✝ Guðrún SjöfnJanusdóttir
fæddist í Reykjavík
31. desember 1931.
Hún lést 19. júlí
2018 á hjartadeild
Landspítala.
Foreldrar henn-
ar voru Karen Ant-
onsen, f. 13. apríl
1911, d. 10. febr-
úar 1989, og Janus
Halldórsson, f. 10.
júní 1909, d. 30. október 1977.
Guðrún Sjöfn var elst fjögurra
alsystkina: Viðar Janusson, f. 2.
febrúar 1934, Þrúður Brynja
Janusdóttir, f. 2. apríl 1947, og
Gerður Janusdóttir f. 18. apríl
1952. Guðrún Sjöfn giftist
Kjartani Reyni Pétri Kjart-
anssyni 1956. Kjartan fæddist
4. júlí 1931. Hann lést. 9. júní
1984. Þau skildu árið 1976.
Foreldrar hans voru Valgerður
úar 1958, maki Magnús Haukur
Magnússon, f. 17. maí 1957.
Þau eiga tvö börn a) Magnús
Hrafn, f. 10. nóvember 1980.
Dóttir Magnúsar og Guð-
bjargar Heiðu Guðmunds-
dóttur, f. 1980, er Hekla, f.
2006. Sonur Magnúsar og Vöku
Rögnvaldsdóttur, f. 1976, er
Magnús Dagur, f. 2014. b) Mar-
grét Sjöfn, f. 19. apríl 1999. 3)
Kjartan Kjartansson, f. 26.
mars 1963. Synir Kjartans og
Guðrúnar Rögnu Sigurjóns-
dóttur, f. 24. júní 1976, eru a)
Kjartan Ragnar, f. 26. júlí 2007,
og Kolbeinn Kjói, f. 16. júní
2012. Sjöfn gekk í Austur-
bæjarskóla og lauk þaðan
gagnfræðaprófi og námi úr
húsmæðraskóla 16. júní 1954.
Hún vann mikið utan heimilis
við skrifstofustörf og af-
greiðslustörf, lengst af í Lands-
banka Íslands, þar til hún fór á
eftirlaun. Hún var félagslynd
að eðlisfari og ferðaðist mikið
eftir að börnin voru komin á
legg.
Útför hennar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag,
þriðjudaginn 31. júlí, kl. 11.
Kristjana Sig-
urgeirsdóttir, f. 18.
júlí 1906, d. 16.
ágúst 1984, og
Kjartan Reynir
Pétursson, f. 11.
janúar 1907, d. 1.
desember 1930.
Börn Guðrúnar
Sjafnar og Kjart-
ans eru 1) Karen
Kjartansdóttir, f.
10. maí 1956, en
synir hennar og Hauks Nikulás-
sonar, f. 29. nóvember 1955, d.
9. maí 2011 eru: a) Kjartan
Reynir, f. 7. nóvember 1978.
Sonur hans og Ingibjargar
Daðadóttur, f. 1976, er Sölvi
Már, f. 2012. b) Páll Arnar, f. 1.
desember 1986 en börn hans og
Láru Bjargar Þórisdóttur, f.
1988, eru Páll Haukur, f. 2011,
og Lísa Vilborg, f. 2013. 2) Val-
borg Kjartansdóttir, f. 2. febr-
Myndir frá æsku og unglings-
árum. Síbrosandi unglingur og
ung kona geislandi af lífsgleði.
Alltaf fín til fara. Myndir af
henni fram yfir tvítugt bera vitni
um útgeislun og orku sem ekki
bar skugga á. Það geta ekki allir
verið „gordjöss“ eins og mamma
á þessum myndum. Meðfædd
hláturmildi sem fylgdi henni allt-
af. Hún var næm, hafði innsæi
og var vel greind en réð ekki
alltaf hvert hugurinn stefndi sem
var í fínu lagi á þessum árum
þegar allt var skemmtilegt.
Annar kafli í lífi hennar hófst
þegar hún gifti sig árið 1956.
Ungu hjónin áttu hamingju-
stundir en erfiðleikar gerðu vart
við sig og hjónbandinu lauk eftir
20 ár.
Næstu ár einkenndust af
ferðalögum og félagslífi. Hún
vann í Landsbankanum og ferð-
aðist til útlanda nánast á hverju
ári fram yfir aldamót. Hún rækt-
aði sambönd við æskuvinkonur
og átti auðvelt með að kynnast
nýju fólki eins og til dæmis
vinnufélögum. Hún talaði vel um
fólk. Magnús Haukur, tengda-
sonur hennar og hjálparhella,
börnin, barnabörnin, Gerður
systir hennar og Ólöf nágranna-
kona hennar röðuðust ofarlega á
hróslistann. Þetta fólk og fleiri
voru yndislegt fólk og allt vel
gert. Upp úr 2012 tók við barátta
við að halda sjálfstæðri búsetu
við versnandi heilsu en ekkert
var gefið eftir. Hún átti góðar
minningar frá vori lífsins áður en
alvaran tók við en ekki miklar
varnir gegn kvíða sem sótti á
hana seinna í lífinu.
Ég spurði hana hvort hún
hefði ekki nýtt hæfileika sína til
náms sem skyldi. Hennar við-
brögð voru í samræmi við eðl-
islæga hreinskilni. „Já, Valborg
mín, það getur bara vel hafa ver-
ið.“ Um áttrætt bað hún okkur
að kaupa stórt landakort til að
festa á eldhúsvegginn. Þegar
hún sat í eldhúskróknum var oft
leitað að löndum eftir því hvað
var í fréttum. Hún skrifaði hjá
sér ýmis landfræðileg heiti og
hafði Atlas-bók við höndina til að
fylgjast með heimsmálunum,
fréttum og ferðalögum sinna
nánustu. Hún ferðaðist árið 1978
til Júgóslavíu og rifjaði upp þá
ferð þegar hún horfði á leik Kró-
atíu og Frakklands á hjarta-
deildinni. Sagði að Króatía hefði
verið hluti af Júgóslavíu. Væri
nú sjálfstætt land nálægt Ítalíu
og að Tito sem réð Júgóslavíu
hefði ekki verið ólíkur þessum
Mussolini hinum ítalska sem dó
árið þegar hún fermdist.
Síðustu árin gladdist hún yfir
mörgu, svo sem bíltúrum í hár-
greiðslu. Fór þaðan glerfín að
versla. Ef hún varð döpur eða
kvíðin eða þótti þörf á að verja
sig var ekki von á góðu, jafnvel
fyrir þá sem vildu aðstoða hana.
Á síðustu árum lífsins birtist hún
skýrt með alla sína eðliskosti.
Var stundum döpur, stundum
sár en aldrei þannig að ekki gæti
birt yfir fyrirvaralaust og af litlu
tilefni. Þá birtist húmor, blik í
ljósbláum augum og áhugi á
spjalli um það sem var efst á
baugi og hvað hún var stolt af
börnum sínum og barnabörnum.
Hún dæmdi ekki aðra en dró
frekar fram það jákvæða í fari
fólks. Hún taldi sig ekki vera
fullkomna og gerði ekki þá kröfu
til annarra. Hennar lífsviðhorf
var að allir glíma við eitthvað
erfitt. Blessuð sé minning henn-
ar.
Valborg Kjartansdóttir.
Tengdamóðir mín, Guðrún
Sjöfn Janusdóttir, eða Sjöfn eins
og hún kaus að láta kalla sig, var
samferðamaður minn í gegnum
lífið síðustu 42 ár. Þegar í upp-
hafi tókust góð kynni með okkur.
Sjöfn var einstaklega viðræðu-
góð við unglinginn sem birtist
fyrst á heimili hennar í tiltekn-
um erindum. Við töluðum oft
saman í eldhúshorninu hjá
henni, um það sem var efst á
baugi hverju sinni, nú síðast
heimsmeistaramótið í knatt-
spyrnu. Ég kem til með að sakna
þeirra samtala. Sjöfn kom oft
með nýjan flöt á umræðuefnið,
sem gaf því nýtt ljós. Hún hafði
marga kosti, einn var sá að hún
talaði aldrei illa um nokkurn
mann, lagði alltaf eitthvað gott
til. Hún hafði mjög góða kímni-
gáfu og gat oft slegið á létta
strengi og kallað fram bros eða
hlátur hjá ættingjum með sínum
skemmtilegu tilsvörum. Þau
voru ekki æfð eða tilgerðarleg,
heldur komu beint frá henni,
beint frá hjartanu. Húmorinn
var stundum hárfínn og gat leynt
á sér, en stundum beinskeyttari
en fól aldrei í sér styggðaryrði til
annarra. Hún hélt þessum húm-
or fram í andlátið. Á síðasta degi
lífs hennar sá ég bregða fyrir
glettni í augum hennar vegna til-
tekins atviks, þótt sannarlega
hafi þá verið af henni dregið.
Sjöfn var hrein og bein í sam-
skiptum og gerði ekki manna-
mun. Heiðarleiki hennar kom
þannig fram að það fór ekki á
milli mála hvað gladdi hana, en
einnig þannig að hún gat verið
hreinskilin og beinskeytt. Hún
átti margar vinkonur og hélt
góðu sambandi við þær. Við unn-
um saman tímabundið í Lands-
bankanum og þá sá ég að hún
var vinsæl meðal samstarfs-
manna, enda góður hlustandi
sem gjarnan léði ungum sem
öldnum eyra.
Sjöfn var fyrst og fremst sjálf-
stæð og dugleg manneskja sem
vann mikið utan heimilis með 4
börn. Hún hélt sjálfstæðinu alla
tíð og stóð bein í baki þó lífið hafi
lagt töluvert á hana eins gengur.
Hún þoldi illa að vera upp á aðra
komin. Hún var til dæmis ekki
hress með það þegar hún gat
ekki lengur ekið bíl. Rúmlega 80
ára gömul fór hún í þjónustuíbúð
á vegum DAS og líkaði ekki vist-
in. Þá pantaði hún, ein og sér,
flutning á sér og búslóðinni til
baka, heim í Safamýri og verk-
stýrði uppröðun húsgagna í
svona ljómandi hreingerða íbúð-
ina. Talaði síðan um það í léttum
dúr að hún hefði farið í sum-
arleyfi með búslóðina. Þannig
var Sjöfn, kraftmikil og fylgin
sér.
Hún hafði ríka þörf fyrir að
hafa röð og reglu á öllum hlutum
og henni tókst það. Hún var ná-
kvæm í fjármálum og vildi ekki
skulda neinum neitt. Snyrti-
mennska var henni í blóð borin.
Aldrei kom ég til hennar öðruvísi
en hlutirnir væru á sínum stað.
Eitt sinn bar hún undir mig
rukkun sem hún fékk á reikn-
ingi, sem hún hafði greitt að
fullu 16 árum fyrr. Sú saga er
með ólíkindum en það stóð
heima; hún náði í kvitteraðan
reikninginn niður í kjallara í
harmonikkumöppu þess árs.
Þarna var það svart á hvítu.
Fullnaðarkvittun á sínum stað.
Sjafnar verður sárt saknað,
blessuð sé minning hennar.
Ætli ég kaupi ekki rauðan
Revlon 52 varalit næst í fríhöfn-
inni, af gömlum vana.
Magnús Haukur Magnússon.
Sjöfn, amma okkar, er dáin.
Það var alltaf gott setjast niður í
eldhúskróknum hjá ömmu Sjöfn
í Safamýrinni. Ömmu var afar
umhugað um sitt fólk. Hún vildi
vita allt um okkar hagi og maður
gat alltaf verið handviss um að
hún segði manni umbúðalaust
sína skoðun á hverju sem er.
Hún fylgdist með öllum og öllu
og krafðist upplýsinga um hagi
fjölskyldumeðlima og færði til
bókar. Alltaf var hægt að treysta
því að maður fengi hreinskilið
álit á stöðu mála og oftar en ekki
hafði amma skilning á okkur eða
okkar ómerkilegu málum og ráð
sem ekki fengust annars staðar.
Það var hægt að ræða við hana
um allt á milli himins og jarðar
og hún var alltaf með á nótunum,
sérstaklega í því sem viðkom
helstu dægurmálum. Hvort sem
það voru fréttir dagsins eða nýj-
asta bíómyndin. Alveg fram á
síðasta dag lagði hún sig fram
við að sýna okkur áhuga og hlýju
þegar við heimsóttum hana.
Ömmu þótti vænt um okkur og
okkur þótti vænt um hana. Við
munum minnast hennar, húm-
orsins, einlægninnar og heiðar-
leikans með hlýju í hjarta. Við
munum sakna ömmu Sjafnar.
Magnús Hrafn Magnússon og
Margrét Sjöfn Magnúsdóttir.
Guðrún Sjöfn
Janusdóttir
✝ Anna Stein-dórsdóttir
fæddist í Syðsta-
Samtúni í
Glæsibæjarhreppi
25. júlí 1930. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 21. júlí síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru Steindór Pét-
ursson, f. 29. sept-
ember 1897, d. 26. ágúst 1975
og Jóhanna Vigfúsdóttir, f. 1.
ágúst 1895, d. 6. september
1979. Systkini hennar (sem nú
eru öll látin) voru Petra, f. 14.
apríl 1919, d. 1. mars 1967,
Guðmundur, f. 21. október
1921, d. 15. ágúst 2011 og
Gunnar, f. 23. maí 1926, d. 31.
mars 1927. Hálfbróðir, sam-
mæðra, var Hermann Val-
f. 1998. 2) Selma, f. 17. október
1962, gift Þengli Ásgrímssyni,
f. 4. janúar 1960. Þeirra börn
eru Guðrún, f. 1984 og Atli, f.
1991.
Anna ólst upp í Glæsibæjar-
hreppi þar sem foreldrar henn-
ar bjuggu á nokkrum bæjum,
síðast á Moldhaugum. Þaðan
fluttu þau til Akureyrar árið
1943. Anna lauk gagnfræða-
prófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1947. Um það leyti
hafði hún kynnst tilvonandi
manni sínum. Skömmu síðar
veiktist hún af berklum og
dvaldi á Kristneshæli um skeið.
Anna og Haukur settu svo sam-
an heimili á Akureyri og helg-
aði hún sig börnum og búi eftir
það. Anna var húsmóðir af lífi
og sál og sinnti því hlutverki af
kostgæfni meðan kraftar ent-
ust, en í febrúar á síðasta ári
flutti hún í hjúkrunarrými á
Hlíð á Akureyri þar sem hún
hlaut góða umönnun síðustu
misserin.
Útför Önnu fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 31. júlí,
kl. 10:30.
geirsson, f. 16.
október 1912, d.
15. apríl 1990.
Anna giftist
þann 26. janúar
1952 Hauki Krist-
jánssyni bifvéla-
virkja, f. 13. júlí
1928 í Stapa í Lýt-
ingsstaðahreppi, d.
15. júlí 1994. For-
eldrar Hauks voru
Kristján Árnason
og Ingibjörg Jóhannsdóttir.
Börn Önnu og Hauks eru: 1)
Úlfar, f. 6. júní 1952, kvæntur
Hólmfríði Andersdóttur, f. 4.
mars 1955. Þeirra börn eru Lí-
ney, f. 1980 og Logi, f. 1988.
Líney er gift Svavari Knúti
Kristinssyni, f. 1976, og eiga
þau börnin Emmu, f. 2011 og
Úlfar Ásberg, f. 2014, Svavar
átti fyrir dótturina Dagbjörtu,
Fallin er frá kær tengdamóðir
mín. Ég kynntist henni fyrir um
45 árum er ég fór að venja komur
mínar í Kringlumýrina þar sem
þau hjón bjuggu þá. Heimilið var
ákaflega fallegt og hlýlegt og
greinilegt að þar réð ríkjum mikil
húsmóðir. Það varð reyndar henn-
ar starfsvettvangur að vera hús-
móðir. Hún hafði leiftrandi gáfur
og hefði svo sannarlega sómt sér
sem forstjóri stórfyrirtækis eða
stjórnandi á alþjóðavísu en hún
veiktist af berklum á unglingsár-
um og lá tvívegis á Kristnesspít-
ala. Það er rétt hægt að gera sér í
hugarlund hvílík sorg það hefur
verið að fara í fyrra sinn frá ung-
um unnusta og í seinna skiptið
einnig frá fjögurra ára syni. En
hún beit á jaxlinn og tókst á við
þetta hlutskipti og stóð keik eins
og oft síðar.
Haukur maður hennar lést þeg-
ar hún var 64 ára og þá stóð hún
frammi fyrir nýjum áskorunum en
hann hafði annast flest málefni ut-
an heimilis, t.d. fjármál, en henni
veittust þessi nýju verkefni næsta
auðveld eins greind og hún var og
henni tókst furðuvel að aðlaga líf
sitt nýjum veruleika.
Hún var listræn og saumaði og
heklaði hreinustu listaverk. Út-
saumsmyndirnar hennar og dúk-
arnir prýða nú mörg heimili af-
komenda hennar og á seinni árum
fór hún að taka myndir sem hefðu
sannarlega mátt koma fyrir al-
menningssjónir. Hún átti það til
um miðnæturleytið ef kvöldhim-
inninn var fagur að skella sér út í
bílinn og á einhvern góðan stað –
gjarna Leiruveginn og taka sólar-
lagsmyndir. Margir vinanna biðu
spenntir eftir jólakortunum með
þessum myndum.
Við vorum ólíkar að mörgu en
urðum afskaplega góðar vinkonur
– það sem við gátum hlegið saman.
Ég hef sjaldan hlegið eins mikið
og við litla eldhúsborðið hennar,
t.d. þegar hún las fyrir mig mis-
mæli fréttamanna og þula en hún
hafði gjarna skrifblokk á borðinu
sinu og skráði spaugileg mismæli.
Og hún gaf mér og öðrum falleg-
ustu gjafir sem hægt er að hugsa
sér og alltaf var hún fyrst til að
færa vinum sínum blóm við öll
hugsanleg tækifæri, í gleði jafnt
og í sorg. Þegar móðir mín féll frá
var ég með ung börn og Anna var
mér og þeim svo afskaplega góð,
vildi bókstaflega allt fyrir okkur
gera.
Hún var líka Amman – ætíð
nefnd með stórum staf og greini.
Hún var þess fullviss að barna-
börnin hennar væru best, lang-
best og var alltaf til í að gæta
þeirra um lengri eða skemmri
tíma og þau dáðu hana. Hún var
orðin þreytt og sátt við að kveðja
en mikið tómarúm verður hjá okk-
ur sem eftir stöndum en minning-
in um Ömmuna lifir áfram í hjört-
um okkar.
Hólmfríður Andersdóttir.
Elskuleg amma okkar er fallin
frá. Hún var um margt merkileg
kona. Leifturklár og áhugasöm
um flest undir sólinni. Hún var
gædd fjölmörgum hæfileikum og
hafði mörg áhugamál. Ljósmynd-
irnar sem hún tók af landslagi,
skýjafari og náttúru landsins ættu
heima í bókum eða veggjum sýn-
ingarsala og handavinnan sem
hún vann hangir á veggjum víða
um land. Hún hafði brennandi
áhuga á tónlist allt frá sígildum
perlum gömlu meistaranna til
nýrra þungarokkssveita. Hún
vissi þó alltaf hvað hún vildi í þeim
efnum sem öðrum og fór ekki
leynt með skoðanir sínar.
Amma var Amman, alltaf tilek-
in með greini. Hún var líka þann-
ig. Hún gladdist yfir afkomendum
sínum, lifði fyrir þá og vildi hag
þeirra og öryggi tryggt. Það verð-
ur skrýtið að hringja ekki oftar í
ömmu þegar komið er á áfanga-
stað (hvar í veröldinni sem hann
var), en það var reglan þegar ætt-
ingjar hennar voru á faraldsfæti.
Hún var mjög góð heim að
sækja. Yfirfullt borð af kökum og
sætindum, með frasann „æ ég á
nú ekkert handa þér, geturðu ekki
fundið þér eitthvað sem þér þykir
gott?“ Kvöldmatarboð með
hrossabjúgum og jafningi og cap-
puchino-ís á eftir, hún borðaði eins
og spörfugl en við áttum að klára
allt sem eftir var. Annars vorum
við sökuð um að þykja maturinn
ekki góður.
Amman var eitt mesta hörkutól
sem um getur. Sigrast á berklum
þrisvar sinnum, stóð teinrétt alla
tíð þrátt fyrir höggningu og sigr-
aðist á öllum þeim verkefnum sem
lífið færði henni. Hún kunni líka
þá list að vera. Við munum aldrei
eftir því að hún segði að sér leidd-
ist. Hún hafði alltaf nóg að gera,
bjó sér til verkefni og sinnti hugð-
arefnum. Líklega hefur sá hæfi-
leiki nýst henni vel í gegnum erfið
veikindi á yngri árum en ekki síst
eftir að aldurinn færðist yfir og
heilsan tók að gefa sig.
Amma hafði gaman af fallegum
hlutum og bar heimili hennar og
persóna þess merki. Hún var dug-
leg að rækta fjölskyldu og vini og
ófá hlátursköstin hafa hljómað í
eldhúsinu hennar eða stofunni þar
sem hún hóaði okkur saman öll jól
og páska meðan heilsan leyfði.
Amma var södd ævidaga og
hvíldinni fegin en hversdagsleik-
inn er vissulega tómlegri hjá okk-
ur sem kveðjum hana. Hún var í
senn ættmóðir og vinkona. Hlý
amma og stílisti. Við söknum en
gleðjumst yfir öllu því sem hún gaf
okkur í veganesti.
Líney og Logi.
Anna
Steindórsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar