Morgunblaðið - 31.07.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
ljósum
erð 4.995
Stærðir 23-32
Pollastígvél
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
tígvél meðS
Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags náms-manna (BN), á 50 ára afmæli í dag. BN á um 500 íbúðir ogleigir þær félagsmönnum sínum og á næstu árum hyggst fé-
lagið byggja 250-300 íbúðir. Böðvar hefur verið framkvæmdastjóri
BN frá 2009.
Böðvar hefur verið ötull í bæjarpólitíkinni í Reykjanesbæ, en hann
fluttist til Njarðvíkur frá Reykjavík þegar hann var átta ára gamall.
Hann var bæjar-
fulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í tvo
áratugi, 1998-2018.
Á þeim tíma gegndi
hann m.a. for-
mennsku í Bæjar-
ráði Reykjanes-
bæjar í 9 ár frá
2002-2011 og var
forseti bæjar-
stjórnar frá 2011-
2014.
„Ég ákvað að
segja þetta gott í ár
enda búinn að vera
í bæjarpólitíkinni í
24 ár, en ég var
fyrst varabæj-
arfulltrúi. Núna hef
ég meiri tíma fyrir
fjölskylduna. Ég
ákvað um leið að
hætta nefndar-
störfum en ég er þó
ennþá formaður
skólanefndar Fjöl-
brautaskóla Suð-
urnesja.“
Böðvar er mikill íþróttaáhugamaður, en hann var formaður Ung-
mennafélags Njarðvíkur um tíma. „Ég hef sérstaklega mikinn áhuga
á körfubolta og er spenntur að fylgjast með liðinu mínu í vetur.“
Í tilefni afmælisins er Böðvar staddur ásamt konu og yngri dóttur
á Ítalíu.
„Þetta er draumaferðin, getum við sagt. Hún byrjaði í Feneyjum,
síðan vorum við nokkrar nætur við Gardavatn, fórum þá til La
Spezia og Písa og erum núna stödd á mjög skemmtilegu sveitahóteli
í Lucca þar sem við ætlum að eyða afmælisdeginum. Svo endum við
ferðina á því að vera nokkrar nætur á Rimini á austurströndinni.“
Böðvar er kvæntur Jónu Hrefnu Bergsteinsdóttur, þjónustustjóra
hjá Reykjanesbæ, og eiga þau saman eina dóttur, Eddu Sif, f. 2012.
Fyrir á Böðvar tvö börn, Jón tölvunarfræðing, f. 1993 og Ásu, stúd-
ent og nema í snyrtifræði, f. 1998.
Í Písa Böðvar, Jóna Hrefna og Edda Sif .
Í draumaferð á Ítalíu
Böðvar Jónsson er fimmtugur í dag
B
enedikt Sveinsson
fæddist í Reykjavík
31.7. 1938 og ólst þar
upp í Hlíðunum, við
Miklubrautina, og á
Valsvellinum. Hann hefur búið í
Garðabæ frá 1966.
Benedikt var í Ísaksskóla, Æf-
ingadeild KÍ og Austurbæjar-
barnaskólanum, lauk stúdents-
prófi frá MR 1958, embættisprófi
í lögfræði frá HÍ 1964, stundaði
viðskiptafræðinám við Minnesota-
háskóla 1964-65 og öðlaðist hrl.
réttindi 1969.
Benedikt stundaði lögmennsku
ásamt skipasölu um árabil. Hann
hefur setið í stjórn ýmissa fyr-
irtækja og var m.a. stjórnar-
formaður hjá Nesskipum sem og
í Sjóvá, síðar Sjóvá-Almennum
Benedikt Sveinsson hæstaréttarlögmaður – 80 ára
Með eiginkonu og sonum Benedikt og Guðríður eru hér með sonum sínum, þeim Sveini, Jóni og Bjarna.
Veiðir silung, fer í golf
og sinnir barnabörnum
Róið til fiskjar Á þessari 15 ára gömlu mynd er Benedikt með barnabörn-
unum Margréti Bjarnadóttur og Benedikt Bjarnasyni á Þingvallavatni.
Kópavogur Ernir Máni Elv-
arsson fæddist 4. ágúst
2017 kl. 4.28. Hann vó
3.040 g og var 47 cm lang-
ur. Foreldrar hans eru Eyrún
Hreiðarsdóttir og Elvar
Freyr Steinarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is