Morgunblaðið - 31.07.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Skemmtilegs er yfirskrift sameig-
inlegrar sýningar listahjónanna
Patty Spyrakos og Baldurs Helga-
sonar, sem opnuð var í Gallery Port,
Laugavegi 23b, um liðna helgi. Áður
en lengra er haldið er vert að taka
fram að ekki er um ritvillu að ræða í
nafninu – s-ið í restina er á réttum
stað. „Smá orðagrín og misskiln-
ingur milli okkar hjóna. Patty er
bandarísk og ekki alveg með íslensk-
una á tæru,“ segir Baldur til skýr-
ingar.
Þau unnu verkin gagngert fyrir
sýninguna á vinnustofu sinni í Chi-
cago þar sem þau eru búsett ásamt
tveimur, ungum dætrum. Hann sýnir
fjórtán olíumálverk og allnokkrar
teikningar. Hún tólf keramik-
skúlptúra. „Við förum ólíkar leiðir í
listsköpun okkar, en þó bæði skop-
myndaleiðina. Þá eigum við það líka
sameiginlegt að fást við fígúruna og
mannslíkamann í verkum okkar auk
þess sem við sækjum okkur inn-
blástur í dægurmenningu sem og fé-
lags- og siðfræðistefnu, þróunar-
sálfræði og dulhyggju svo nokkuð sé
nefnt,“ segir Baldur.
Skop, mennska og mannúð
Spurður hvort verk hans spegli
ádeilu af einhverju tagi svarar hann
að þessa dagana sé vissulega erfitt
að forðast slíkt ef maður búi í Banda-
ríkjunum. „Við fyrstu sýn virðast
verkin kannski bara vera skopmynd-
ir, sem er mín leið til að draga áhorf-
andann að þeim. En svo er ýmislegt
annað á bakvið, sem vonandi skín í
gegnum skopið og kímnina, jafnvel
angist, mennska og mannúð. Fígúr-
urnar eru stundum á mörkum þess
að vera mannlegar, eina sem kann að
benda til að svo sé eru ákveðnir lík-
amspartar eins og hendur, eyru eða
augu.“ Stutta svarið við spurning-
unni er því já. Yfirleitt háðsádeila
nánar tiltekið
Baldur og Patty segja verk sín
byggjast á sjónrænni skynjun á
hversdagslegum fyrirbrigðum og
óhlutbundnum verum. Leiðarljós
Patty í skúlptúragerðinni er hlut-
verk konunnar sem viðfangs sem og
réttindi kvenna. Flestir skúlptúr-
arnir á þessari fyrstu sýningu henn-
ar hér á landi sýna konu með brjóstin
berskjölduð, þykkar varir og stýfða
handleggi. Kvenímyndin er í brenni-
depli, en þó hvorki gallalaus né nak-
in, enda leitast Patty við að spegla
innri togstreitu og öngþveiti í verk-
um sínum. Skúlptúrar í líki kvenna
með hárskraut, slaufur og þvíumlíkt
eiga að undirstrika að útilokað sé að
dæma fólk eftir útlitinu einu saman.
Kynntust í San Fransiskó
„Hrár raunveruleiki þess að reyna
að viðhalda öflugri sjálfsvitund og
þurfa samtímis að bjóða mjólk og
Samstiga á skopmyndaleiðinni
Fjölskrúðugar fígúrur einkenna Skemmtilegs, sýningu listahjónanna Patty Spyrakos og Baldurs
Helgasonar Sýningin var opnuð um liðna helgi í Gallery Port Fékk „draumagigg teiknarans“
Skúlptúrar Kvenímyndin er í brennidepli í skúlptúrum Patty, en hún hefur
einnig unnið röð samstæðra verka um vinsæl matvæli á Íslandi.
Listahjón Patty
Spyrakos og
Baldur Helgason.
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
Handrit að ævisögu mannréttinda-
frömuðarins Malcolm X með köfl-
um sem ritstjórum þótti ekki við
hæfi að hafa með þegar bókin var
gefin út, var keypt á uppboði af al-
menningsbókasafninu í New York,
New York Public Library, í síðustu
viku. Bókin heitir The Autobiog-
raphy of Malcolm X og var rituð af
Alex Haley, höfundi Roots, í sam-
starfi við Malcolm X. Rannsókn-
armiðstöð innan bókasafnsins helg-
uð menningu þeldökkra keypti
þetta merka handrit og talsmaður
hennar segir það nú komið „heim
til Harlem“. Handritið var upp-
haflega í eigu Haley en síðar keypti
það lögmaður Rosu Parks, Gregory
Reed, og hefur handritið alla tíð
verið í einkaeigu en er nú komið í
opinbera eigu.
Í frétt Guardian segir að í hand-
ritinu megi m.a. sjá skriflegar at-
hugasemdir og viðbætur Malcolm X
og hvernig ritstjórar bókarinnar og
Haley hafi mildað orðalag hans á
köflum með sínum viðbótum og
breytingum. Deilur Malcolm X og
ritstjóra urðu til þess að þremur
köflum var sleppt úr bókinni, köfl-
um sem blökkumannaleiðtoginn
vildi að væru í henni.
Handrit að ævisögu
Malcolm X selt á uppboði
AFP
Merkilegt Handritið sem selt var á uppboði í New York í liðinni viku.