Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.07.2018, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) SIMINN -2,75% 4,24 ORIGO +1,48% 20,6 S&P 500 NASDAQ -0,01% 7.502,674 -0,11% 2.713,22 -0,84% 7.573,09 FTSE 100 NIKKEI 225 5.1.‘18 5.1.‘184.7.‘18 4.7.‘18 1.900 802.500 2.202,7 2.089,25 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 78,17 -2,63% 21.717,04 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 60 67,62 Fjármálastöðugleikaráð hefur stað- fest tillögu frá kerfisáhættunefnd um að fella Íbúðalánasjóð út af lista yfir kerfislega mikilvæga eft- irlitsskylda aðila. Eftir þá ákvörðun eru aðeins þrír aðilar á þeim lista, viðskiptabankarnir þrír, Lands- bankinn, Íslandsbanki og Arion banki. Íbúðalánasjóður hefur verið í hópi kerfislega mikilvægra eft- irlitsskyldra aðila frá því að tekið var til við að skilgreina þá 14. apríl 2015. Í kerfisáhættunefnd eiga sæti seðlabankastjóri, sem er formaður hennar, aðstoðarseðlabankastjóri, forstjóri og aðstoðarforstjóri Fjár- málaeftirlitsins og einn sérfræð- ingur sem skipaður er af fjármála- og efnahagsráðherra. Í fjár- málastöðugleikaráði eiga sæti þrír aðilar, fjármála- og efnahags- ráðherra, sem er formaður, seðla- bankastjóri og forstjóri Fjármála- eftirlitsins. Breytt eðli starfseminnar Guðrún Þorleifsdóttir, skrif- stofustjóri efnahagsmála og fjár- málamarkaða í fjármála- og efna- hagsráðuneytinu, segir að takmörkuð áhætta af starfsemi sjóðsins á fjármálakerfið í heild, minnkandi umsvif og breytingar á hlutverki Íbúðalánasjóðs hafi ráðið því að stofnunin sé ekki lengur á fyrrnefndum lista. „Töluverðar breytingar hafa orð- ið á starfsemi sjóðsins á síðustu ár- um og nú hefur hann í auknum mæli stjórnsýslu- og ráðgjafar- hluverki að gegna. Hlutverk hans sem lánveitandi hefur á sama tíma minnkað verulega.“ Hún segir að fjármálastöðug- leikaráð hafi fjármálamarkaðinn sífellt til skoðunar en kerfislegt mikilvægi einstakra fyrirtækja eða stofnana sé hins vegar metið eftir ákveðnum mælikvörðum þar sem fyrirtækin eru metin eftir stigagjöf sem er stöðluð. Stigagjöfin sem um ræðir er byggð á aðferðafræði sem sótt er til Evrópska bankaeftirlitsins sem aftur byggir aðferðafræði sína á hinni svokölluðu Baselnefnd. Við mat á kerfislega mikilvægum eftirlitsskyldum aðilum er horft til stærðar, mikilvægis, flækjustigs og starfsemi yfir landamæri og tengsl. Kerfislega mikilvægir aðilar eru þær stofnanir sem geta haft mikil áhrif á viðgang fjármálainnviða í landinu og aðgang almennings að greiðsluþjónustu og eins sparifé. Af þeim sökum hefur löggjöf sem tryggir þéttara öryggis- og eftir- litsnet í kringum þá verið sett hér á landi eins og víðast hvar í nágrannalöndunum. Sú löggjöf veldur því að Fjármálastöðug- leikaráð hefur heimildir til að leggja tiltekna eiginfjárauka á fyr- irtækin sem um ræðir. Þá er tíðni og umfang eftirlits með þessum aðilum meira en gagnvart öðrum fyrirtækjum. Þrátt fyrir hina breyttu stöðu Íbúðalánasjóðs hvað þetta varðar verður það þess ekki valdandi að sjóðurinn verði eftirlitslaus. „Þessi staða breytir því ekki að sjóðurinn verður áfram undir eft- irliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir Guðrún. Útlánin dregist mikið saman Þegar litið er yfir sögu Íbúða- lánasjóðs síðustu árin kemur í ljós að útlánasafn hans hefur dregist verulega saman. Þannig má geta þess að árið 2012 nam bókfært virði útlánasafnsins 779 milljörðum króna. Í árslok 2017 höfðu útlánin hins vegar minnkað um 279 millj- arða króna, sem jafngildir tæplega 36% samdrætti. Ekki talinn kerfislega mikilvægur lengur Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íbúðalánasjóður telst ekki lengur til kerfislega mik- ilvægra eftirlitsskyldra að- ila. Þetta hefur fjármála- stöðugleikaráð tekið ákvörðun um. Morgunblaðið/Golli Starfsemi Íbúðalánasjóðs hefur breyst mikið síðustu árin. Árið 2010 nam tap sjóðsins 34,5 milljörðum. Fjögur síðastliðin ár hefur hann skilað hagnaði. SJÁVARÚTVEGUR Stjórnendur Iceland Seafood, ISI, hafa ákveðið að tvöfalda stærð Oceanpath, ferskfiskverksmiðju fyrirtækisins í Dublin á Írlandi á þessu ári. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í tilkynningu frá félaginu ástæðuna vera söluvöxt og aukna eftirspurn eftir sjávarafurðum hjá írskum neytendum. Rétt rúmlega fjórir mánuðir eru síðan Iceland Seafood keypti Oceanpath, sem er stærsti fram- leiðandi og söluaðili ferskra sjáv- arafurða, til smásöluaðila á Írlandi. Í tilkynningunni segir að ákvörðun stjórnenda Iceland Seafood um tvöföldun á verksmiðju Oceanpath sé í takt við stefnu fyrirtækisins um að fjárfesta í lykilfyrirtækjum sem eru leiðandi í framleiðslu sjáv- arafurða og auka við verðmæta- skapandi starfsemi fyrirtækisins í Evrópu og Norður-Ameríku, eins og það er orðað í tilkynningunni. Fjölmörg ónýtt tækifæri Haft er eftir Helga Antoni í fréttinni að enn séu fjölmörg tækifæri ónýtt í virðiskeðjunni svo sem við frekari fullvinnslu og markaðssetningu. „Það eru enn ónýtt tækifæri í því að fylgja fiskinum eftir þegar hann er kominn úr landi með það að markmiði að skapa vöru sem er sérsniðin að kröfum neytenda á hverjum markaði fyrir sig og auka þannig verðmæti vörunnar enn frekar.“ Iceland Seafood greiddi 12,4 milljónir evra, eða 1,5 milljarða ís- lenskra króna, fyrir 67% hlutafjár Oceanpath í mars sl. Auk þess voru mögulegar árangurstengdar greiðslur að hámarki ein milljón evra. Velta Oceanpath var um 35 milljónir evra á síðasta starfsári eða rúmlega 4,3 milljarðar ís- lenskra króna. steingrimur@mbl.is ISI tvöfaldar verksmiðjuna á Írlandi Ljósmynd/Iceland Seafood Fiskneysla á Írlandi er í örum vexti samkvæmt rannsóknum þar í landi. SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Nálægt sex hundruð milljónir króna í afleiddar tekjur verða eftir ár hvert í Vestmannaeyjum í gegnum árlega viðburði ÍBV íþróttafélags, en við- burðirnir eru fjáröflun sem stendur undir rekstri knattspyrnu- og hand- boltadeilda ÍBV að hluta. Sú upp- hæð er fyrir utan þær tekjur sem skila sér til íþróttafélagsins sjálfs. Þetta kemur fram í samtali Við- skiptaMoggans við Dóru Björk Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra ÍBV. „Þarna er ég reyndar bara að tala um þessi tvö stóru fótboltamót, Orkumótið og Pæjumótið, og svo Þjóðhátíð. Að auki höldum við svo árlega tvö handboltamót og þrett- ándagleði, sem einnig skilar tekjum í bæinn og til okkar,“ segir Dóra Björk. Hún segir að um góðar tekjulindir sé að ræða en þó sé rekstur íþrótta- félaga samt sem áður alltaf barn- ingur, eins og hún orðar það. „Þetta gengur upp með ómældri vinnu sjálfboðaliða. Fólk hér gerir sér grein fyrir mikilvægi þessara við- burða fyrir samfélagið.“ Dóra segir að fótboltamótin tvö, sem fóru fram í júní sl., hafi gengið vel. Uppselt hafi verið með margra mánaða fyrirvara og fólk ekki sett misjafnt veður fyrir sig. Hún segir að rannsóknir sýni að ÍBV sé gríðarlega sterkt vörumerki og standi þekktustu vörumerkjum landsins ekki langt að baki. „Þetta er stórt batterí sem allir hafa skoðun á.“ Nú stendur yfir undirbúningur fyrir Þjóðhátíð, sem Eyjamenn hafa haldið nær árlega um verslunar- mannahelgina síðan 1874. „Dag- skráin er klár og miðasala gengur mjög vel. Þjóðhátíðin í fyrra var ein af okkar stærstu hátíðum og útlitið er gott fyrir hátíðina í ár einnig. Það er uppselt í Herjólf á föstudeginum og á mánudeginum en eitthvað laust aðra daga.“ 31. pollamótið Pollamótið á Akureyri, sem er eins konar árshátíð „eldri“ knatt- spyrnumanna og -kvenna og er hald- ið núna um helgina í 31. skiptið, stendur undir 10% af tekjum knatt- spyrnudeildar Þórs og sömuleiðis 10% af árlegum tekjum íþrótta- félagsins Þórs. Valdimar Pálsson, framkvæmdastjóri Þórs, segir í sam- tali við ViðskiptaMoggann að um sé að ræða stóra fjáröflun fyrir félagið, sem skipti miklu máli. „Í fyrra vor- um við með 54 þátttökulið. Núna eru komin 47 lið og vonandi náum við þeim upp í 50.“ Morgunblaðið/Ófeigur Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er drjúg tekjulind fyrir bæinn og ÍBV. 600 milljónir eftir í Eyjum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Meira en hálfur milljarður skilar sér til samfélagsins í Vestmannaeyjum í gegn- um árlega viðburði ÍBV. Pollamót Þórs á Akureyri skilar 10% árstekna Þórs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.