Morgunblaðið - 06.07.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018FRÉTTIR
Ótal verkefni hafa lent á borði Guðrúnar Ingv-
arsdóttur eftir að hún settist í forstjórastólinn
hjá FSR í febrúar. Meðal áhugaverðari verkefna
stofnunarinnar um þessar mundir er samkeppni
um skipulag stjórnarráðsreits og fulln-
aðarhönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþing-
is.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Á næstu misserum mun hópur lykilstarfs-
manna hjá FSR ljúka störfum vegna aldurs og
verður mikil áskorun að tryggja yfirfærslu á
þeirri verðmætu þekkingu sem þau búa yfir.
Ljóst er jafnframt að áherslur stjórnvalda í
loftslagsmálum munu að óbreyttu hafa þónokk-
ur áhrif á opinberar framkvæmdir og ákvarð-
anatöku þeim tengda. Þá er engin launung á því
að sveiflukennt umhverfi íslensks byggingariðn-
aður skapar miklar áskoranir fyrir Fram-
kvæmdasýsluna líkt og aðrar skipulagsheildir
sem tengjast iðnaðinum. Opinberar fram-
kvæmdir taka langan tíma í undirbúningi og
staða hagkerfisins getur tekið miklum breyt-
ingum á meðan á þeirri vinnu stendur með til-
heyrandi áskorunum í áætlunargerð og eft-
irfylgni.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Ég er nýkomin úr kynnisferð hjá finnskri
systurstofnun Framkvæmdasýslunnar, Sena-
atti. Þar fræddumst við um þróun vinnuum-
hverfis og skrifstofuhúsnæðis hjá finnskum
ráðuneytum og stofnunum en Finnarnir eru í
fremstu röð á heimsvísu í þeim efnum. Al-
gjörlega frábær ferð og við komum heim hlaðin
hugmyndum og lausnum fyrir íslenskt stofn-
anaumhverfi.
Hugsarðu vel um líkamann?
Það verður að segjast eins og er að síðasta
rúma áratuginn hefur flest annað en regluleg
hreyfing verið í forgangi. Er því óskaplega
ánægð að hafa nú síðustu þrjá mánuði gert brag-
arbót með því að skella mér á námskeið í Hreyf-
ingu hjá snillingnum Dísu Dungal. Frábær og
nauðsynleg viðbót.
Hvaða bók hefur haft mest
áhrif á hvernig þú starfar
Þar sem ég les mikið eru áhrifavaldarnir ófáir
en meðal þeirra sem standa upp úr eru Tim
Brown með aðferðafræði Design Thinking,
Michael Porter með kenningum sínum og grein-
ingaraðferðum tengt atvinnulífi og hagkerfum
og Janine Benyus með umfjöllun sinni um
Biomimicry. Samnefnt eiga þau að nálgast mót-
un atferlis og umhverfis á greinandi og skapandi
hátt.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Þessi spurning var nú svo erfið að ég hringdi í
vin. Nefnd voru Steinunn Ólína, Edda Björgvins
(í gervi Stellu Löve) og Jón Gnarr. Steinunn að
sögn vegna myndugleika, Edda vegna hress-
leika og drifkrafts en Jón vegna þess hve gaman
honum þyki að leika konur.
Hvernig heldurðu þekkingu þinni við?
Með því að rækta við hvert tækifæri fróðleiks-
þorstann sem ágerist með hverju árinu – svo
mikið að eiginmanninum þykir stundum nóg um.
Lestur, sjónvarpsáhorf, námskeið, fyrirlestrar,
mannamót og samtöl við frótt fólk kemur þar
allt við sögu enda sama hvaðan gott kemur.
Hvaða lögum myndirðu breyta ef
þú værir einráð í einn dag?
Ég myndi breyta skipan stjórnarmálefna inn-
an ráðuneyta þannig að málefni byggingar- og
skipulagsmála, húsnæðismála og samgangna
væru staðsett saman að norrænum fyr-
irmyndum. Með slíku fyrirkomulagi er ég sann-
færð um að samlegðartækifæri í málaflokkunum
myndu stóraukast og stuðlað yrði að heilbrigðari
byggðaþróun og öflugri samfélagsuppbyggingu.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég hef ákaflega gaman af að vinna með fólki
og myndi seint þrífast ein við skrifborðið. Að
styðja við samstarf og teymisvinnu, miðla, þróa
og stuðla að umbótum eru mínar ær og kýr.
Þessu gæti ég hugsanlega fundið farveg í
kennslu eða ráðgjöf ef ég ætlaði að breyta til.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Húsasmíði – ekki spurning. Hef oft hugsað
hvað slík þekking hefði bætt miklu við í gegnum
árin. Reyndi að sækja um sumarvinnu hjá
tveimur byggingaverktökum þegar ég var við
nám í Iðnskólanum en var tilkynnt að þar væru
ekki ráðnar stelpur í vinnu. Sem betur fer hefur
það breyst svo kannski ég ætti séns í dag.
SVIPMYND Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
Sveiflukennt umhverfi skapar miklar áskoranir
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Guðrún reyndi að fá vinnu hjá byggingarverktaka þegar hún lærði tækniteiknun en var hafn-
að á grundvelli kyns. „Sem betur fer hefur [viðhorfið] breyst svo kannski ég ætti séns í dag.“
NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1992; tækniteiknari frá Iðnskól-
anum í Reykjavík 1994; arkitekt MAA frá Arkitektaskólanum í Aarhus 1999; MSc í
Stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild HÍ 2015
STÖRF: Arkitekt og hönnunarstjóri hjá Arkís og Arkþing 1999-2010; stýrði þróun og
nýframkvæmdum hjá Búseta 2011-2017; stýrði innleiðingu aðgerðaáætlunar í hús-
næðismálum hjá velferðarráðuneytinu 2017; forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
frá 2018.
ÁHUGAMÁL: Sem sönn félagsvera eru samverustundir með fjölskyldu og vinum
númer eitt tvö og þrjú hvort sem er heima fyrir eða á ferðalögum, í skíðabrekku,
fjallgöngu, góðu matarboði eða á spennandi veitingastað. Svo les ég mikið og hef
óbilandi áhuga á hönnun og arkitektúr.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Guðjóni Hlyni Guðmundssyni viðskiptafræðingi og
við eigum þrjá syni sem eru 4, 12 og 15 ára.
HIN HLIÐIN
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Atvinna