Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 11FRÉTTIR Af síðum Sú var tíð að töluverð óánægja var með „yfirburðastöðu“ Tesco á breskum matvörumarkaði og olli þónokkru fjaðrafoki fyrir áratug. Gagnrýnin fór minnkandi eftir að Tesco skrikaði fótur í nokkur skipti og dró saman seglin. Núna er Tesco mætt aftur á sviðið. Innkaupa- samstarf með keðjunni Carrefour þýðir að birgjar eru aftur orðnir áhyggjufullir. Þeir óttast möguleikann á að tveir stærstu viðskiptavinir þeirra muni krefjast mikilla afslátta. En hvorki birgjar né fjárfestar ættu að ókyrrast. Hlutabréfaverð Tesco og Carrefour bifaðist varla á mánudag. Er það að vissu leyti til marks um að í sögulegu tilliti hefur samstarf af þessu tagi ekki haft mikinn ávinning í för með sér. Mun minna sparast með innkaupa- samstarfi en með samruna. Birgjar ætlast til þess að pantanir stækki og að skilvirkni aðfangakeðjunnar aukist, t.d. með meiri stöðlun, ef þeir eiga að geta réttlætt að lækka hjá sér verðið. Vandamálin koma bersýnilega í ljós þegar kemur að innkaupum á milli landa. Erfiðleikar Carrefour í Kína og misheppnuð innreið Tesco inn á Bandaríkjamark- að sýna að það er erfitt fyrir kjörbúðir að nýta sér stærðarhagkvæmni á heimsvísu. Og það er enn erfiðara fyrir kjörbúðakeðjur sem snúa bökum saman að ná fram stærðarhagkvæmni. Að því sögðu þá er mikill kippur í fyrirtækjakaupum að undanförnu til marks um hve miklu það getur skipt að njóta stærðarhagkvæmi á matvörumarkaði. Sölutekjur Tesco og Carrefour á heimsvísu nema samanlagt um það bil 140 milljörðum evra, sem er nærri tvöfalt meira en samanlögð sala J. Sainsbury og Asda – sem nýlega tilkynntu um samruna. Helsti keppinautur Carrefour í Frakklandi, Casino, greindi frá því í síðustu viku að gerður hefði verið innkaupasamningur við aðr- ar verslanakeðjur, þar á meðal Auchan í Frakklandi og Metro í Þýska- landi. Með því að vinna saman geta kjörbúðakeðjurnar átt auðveldara með að takast á við það að samkeppnin verður æ harðari á sama tíma og markaðurinn vex hægt. Samningur Tesco og Carrefour mun leggja mesta áherslu á vörur sem fyrirtækin tvö láta framleiða undir eigin nafni. Það gerir þeim betur kleift að halda í við keppinauta eins og Lidl og Aldi sem bjóða upp á minna úrval af vörum en á mjög lágu verði. Með samstarfinu gæti sparnaður Tesco og Carrefour við kaup á vörum úr eigin vörulínu skilað þeim um það bil 200 milljónum punda. Carre- four gæti grætt mest á samstarfinu. Þar mælist hlutfall rekstrarhagn- aðar 2,5% sem er nokkru lægra en hjá Tesco þar sem hlutfallið er 2,9%. Fyrri atlögur í slagnum við lágvöruverðsverslanirnar hafa komið mjög illa út fyrir rekstur stóru verslanakeðjanna. Innkaupasamstarfið mun hjálpa Tesco og Carrefour að lækka hjá sér verðið og á sama tíma bæta hjá sér arðsemina. En það eru litlar líkur á að framlegðin verði aftur jafn góð og hún var fyrir áratug. Þess verður langt að bíða að stórmarkaðirnir komist aftur í einokunarstöðu. LEX Tesco og Carrefour: búðabræðralag Horfur eru á að útkeyrðir Suður- Kóreumenn muni loksins fá einhverja hvíld í þessari viku, þökk sé nýjum lögum um vinnumarkaðsmál sem taka senn gildi. Lögin kveða á um leyfilegan hámarksfjölda vinnu- stunda á viku og eiga að stuðla að betra jafnvægi vinnu og einkalífs hjá launþegum. „Worabael“ – samsuða af orðunum „work life balance“ – er á allra vörum í Suður-Kóreu, en landið er í hópi þeirra Asíuþjóða þar sem vinnuvikan er lengst. Nú verða fyrirtæki með meira en 300 starfsmenn, og allar op- inberar stofnanir þar í landi, að minnka hámarksfjölda vinnustunda á viku úr 68 í 52. Suður-Kórea er vel þekkt fyrir menningu sem ýtir undir að fólk vinni úr hófi fram, og hefur iðjusemi lands- manna átt þátt í því hversu hratt tókst að iðnvæða landið á síðastliðinni hálfri öld og hvernig því var um leið breytt úr stríðshrjáðu landi í ellefta stærsta hagkerfi heims. Lengsta vinnuvikan Hvergi er hægt að finna þróað hag- kerfi þar sem vinnuvikan er lengri eða sjálfsmorðstíðnin hærri en í Suð- ur-Kóreu. Að jafnaði unnu Suður- Kóreubúar 2.024 klukkustundir á árinu 2017 sem setur landið í annað sæti á eftir Mexíkó á lista Efnahags- og þróunarstofnunarinnar (OECD). En langur vinnudagur þýðir ekki meiri framleiðni, og mælist fram- leiðni landsins á hverja klukkustund með því minnsta í hópi OECD- ríkjanna. Fækkun vinnustunda var eitt af helstu kosningaloforðum Moons Jae-ins. Hann var kjörinn forseti á síðasta ári, þökk sé fyrirheitum um að bæta líf hins almenna Suður- Kóreubúa með því að tryggja honum „réttinn til að hvílast“. Fyrr á árinu kom Moon því til leiðar að lágmarks- laun í landinu voru hækkuð um 16% og hafa þau ekki hækkað svo ört síð- an 2000. Frá og með þessum mánuði er Suður-Kóreubúum leyft að vinna 40 stundir á venjulegum vinnutíma og 12 klukkustundir af yfirvinnu, þökk sé þeirri ákvörðun þingsins í febrúar að breyta lögunum. Eigendur fyrir- tækja sem brjóta lögin eiga á hættu að verða dæmdir í allt að tveggja ára fangelsi eða þurfa að greiða allt að 20 milljón wona sekt (17.945 bandaríkja- dali) en stjórnvöld gáfu atvinnulífinu sex mánaða aðlögunartíma þar sem engum sektum og refsingum var beitt. Lögin munu líka ná í vaxandi mæli til minni fyrirtækja, í smáum skrefum fram til ársins 2021, og eru aðeins fimm atvinnugreinar undan- skildar – þar á meðal samgöngur og heilbrigðisþjónusta. Breytingarnar munu hafa í för með sér að suðurkóresk fyrirtæki verða af 12.000 milljörðum wona (11 millj- örðum dala) árlega ef þau ætla að halda framleiðslu óbreyttri, að því er Korean Economic Research Institute hefur reiknað út. Fulltrúar stjórnarmeirihlutans á þingi og verkalýðsfélög hafa lýst ánægju sinni með breytingarnar og stjórnvöld vonast til að stytting vinnuvikunnar verði til þess að fjölga störfum og auka framleiðni. Embætt- ismenn telja nýju lögin jafnvel geta hjálpað til við að stemma stigu við lækkandi fæðingartíðni í landinu, en hún náði sögulegu lágmarki á síðasta ári og fer meðalaldur íbúa ört hækk- andi. „Við ættum að leggja okkur fram við að hjálpa nýja kerfinu að festa sig í sessi því það mun gefa samfélaginu okkar „worabael“,“ sagði Choo-Mi-ae, þingflokksformaður stærsta flokksins á suðurkóreska þinginu. Berjast gegn breytingunum En atvinnulífið hefur beitt sér gegn breytingunum, og þá sér í lagi smá og meðalstór fyrirtæki sem gengur erfiðlega að manna lausar stöður. Gagnrýnendur nýju laganna segja að þau muni auka tekjubilið á milli starfsmanna hjá stórum fyrir- tækjum annars vegar og smáum og meðalstórum hins vegar, en síðar- nefndi hópurinn myndar 90% af vinnumarkaði Suður-Kóreu og mun eiga í erfiðleikum með að bæta starfs- fólki sínu upp lækkun fastra launa með yfirvinnugreiðslum. „Í stað þess að fólk geti notið til- verunnar á kvöldin, þá gæti útkoman frekar orðið sú að fólk þurfi að bæta við sig hlutastarfi,“ sagði stjórnar- andstöðuflokkurinn Liberty Korea í tilkynningu sem hann sendi frá sér. Kim Tae-gi, hagfræðiprófessor við Dankook-háskóla, sagði: „Aðeins einn af hverjum tíu launþegum mun njóta góðs af breytingunum. Fyrir flest smá og meðalstór fyrirtæki verður útkoman hærri launakostn- aður og minni arðsemi á sama tíma og starfsmenn þurfa að láta sér lynda lægri laun fyrir styttri vinnu- dag.“ 52 klukkustunda þak á vinnuvikuna í Suður-Kóreu Eftir Song Jung-a í Seúl Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrirætlanir stjórn- valda í Suður-Kóreu um verulega styttingu vinnu- vikunnar. Forseti landsins er hins vegar fastur fyrir. AFP Hvergi á byggðu bóli í þróuðum ríkjum heimsins vinnur fólk viðlíka langan vinnudag og í Suður Kóreu. Nú mun vinnuvika margra styttast þar í landi. Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.