Morgunblaðið - 06.07.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Breski athafnamaðurinn Philip
Green er Íslendingum fjarri því
ókunnugur. Hann var stórtækur í
bresku viðskiptalífi og keypti, eins
og frægt er orðið,
tískuvörukeðjuna
Arcadia af Baugi. Í
kringum hrunið hafði
hann mikinn áhuga á
að eignast skuldir
Baugs með ríflegum
afslætti en hafði ekki
erindi sem erfiði.
Green tókst að
skapa sér orðspor
sem eitilharður við-
skiptamaður, sem
hafði tekist að auðg-
ast ævintýralega
hratt með útsjónarsemi og seiglu að
vopni. Svo fór orðsporið í hundana.
Vandræðin hófust eftir að Green
seldi verslanakeðjuna BHS árið
2015. Hann virðist ekki hafa skilið
vel við reksturinn því fljótlega kom í
ljós að BHS hafði safnað skuldum
upp á hundruð milljóna punda á
sama tíma og Green og fjölskylda
höfðu rakað til sín svimandi háum
upphæðum úr félaginu. Þótti Green
hafa sýnt af sér svo slæma við-
skiptahætti að neðri málstofa breska
þingsins lagði það til árið 2016 að
hann yrði sviptur riddaratigninni
sem hann hafði hlotið tíu árum áður.
Því fer fjarri að Green sé á flæði-
skeri staddur. Hann
heldur enn riddara-
tigninni, á áfram sand
af seðlum, og á ennþá
Topshop tískuveldið.
Starfsmenn BHS sitja
uppi með sárt ennið,
og tómlegan lífeyris-
sjóð.
Í nýrri bók er farið
ofan í saumana á ferli
Greens. Bókin er eftir
blaðamanninn Oliver
Shah hjá Sunday
Times og ber titilinn
Damaged Goods: The Inside Story
of Sir Philip Green, the Collapse of
BHS and the Death of the High
street.
Bókin rýnir í viðskiptahætti
Green, sem virðast hafa verið ein-
hvers konar blanda af snilligáfu,
vægðarleysi og ófyrirleitni, og þykir
verkið nokkuð vel heppnuð heimild
um ævintýralegt skeið í bresku við-
skiptalífi. ai@mbl.is
Um ólíkindatólið
Philip Green
Hinn 15. júlí næstkomandi öðlast gildi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónu-upplýsinga, en lögin eru sett til innleiðingar á
reglugerð Evrópusambandsins um sama efni. Umrædd
reglugerð hefur fengið töluverða athygli hér á landi og
raunar víða um heim og það ekki að ástæðulausu. Sam-
kvæmt efnisákvæðum hennar er einstaklingum á Evr-
ópska efnahagssvæðinu tryggð ríkari persónuvernd og
friðhelgi einkalífs en áður var og fyrirtækjum þannig
þrengri stakkur skorinn hvað varðar öflun, vinnslu og
geymslu persónuupplýsinga. Reglugerðin gerir meðal
annars ríkar kröfur til svonefndra ábyrgðar- og vinnslu-
aðila persónuupplýsinga um ráðstafanir til að tryggja ör-
yggi við vinnslu persónuupplýs-
inga. Ábyrgðar- og vinnsluaðilar
þurfa að gera viðeigandi tækni-
legar og skipulagslegar ráðstaf-
anir til að tryggja viðunandi ör-
yggi persónuupplýsinga, m.a. með
hliðsjón af nýjustu tækni, eðli, um-
fangi og tilgangi vinnslunnar og
áhættu fyrir réttindi einstaklinga.
Mikilvægt er að fyrirtæki ein-
beiti sér ekki einvörðungu að lög-
mæti öflunar og vinnslu þeirra
persónuupplýsinga sem þau hafa
undir höndum á sínum starfs-
stöðvum og í sínum gagnaverum.
Sjónum þarf jafnframt að beina að
þeirri staðreynd að starfsfólki er í auknum mæli kleift að
nálgast alls kyns persónuupplýsingar í gegnum eigin far-
síma, fartölvur og spjaldtölvur hvaðan sem er í heim-
inum, jafnvel í gegnum opin netkerfi. Þannig er sá mögu-
leiki til staðar að starfsfólk, eða eftir atvikum þeir sem
brjóta sér leið inn í snjalltæki þeirra, geti geymt og jafn-
vel deilt persónuupplýsingum þriðja aðila sem getur leitt
til þess að fyrirtækið teljist brotlegt við lög, án nokk-
urrar vitundar þess.
Rannsóknir benda til þess að margir sem verða fyrir
innbroti í snjalltæki sín verða þess oft ekki varir. Ef um
öryggisbrest við meðferð persónuupplýsinga er að ræða
skal þó ábyrgðaraðili, án ótilhlýðilegrar tafar og, ef
mögulegt er, eigi síðar en 72 klst. eftir að brestsins verð-
ur vart, tilkynna um hann til Persónuverndar nema ólík-
legt þyki að bresturinn leiði til áhættu fyrir réttindi og
frelsi einstaklinga, sbr. 27. gr. laga nr. 90/2018. Komi
þannig upp sú staða að brotist sé inn í farsíma, fartölvu
eða spjaldtölvu starfsmanns, þar sem nálgast má per-
sónuupplýsingar, hvílir samkvæmt lögum sú skylda á
viðkomandi fyrirtæki að tilkynna slíkt. Sama á við ef
slíku fjarskiptatæki er stolið eða það týnist.
Þar sem mikilvægt er að tryggja með viðhlítandi hætti
öryggi upplýsinga sem unnt er að nálgast, þurfa fyrir-
tæki sem veita starfsmönnum sínum fjaraðgang að per-
sónuupplýsingum að huga að öryggisráðstöfunum, m.a.
varðandi notkun snjalltækja. Í
því sambandi gæti verið rétt
fyrir fyrirtæki að hafa skýra
stefnu og leiðbeiningar varð-
andi notkun þeirra og jafnvel
tiltaka slíka skyldu skýrlega í
ráðningarsamningum við
starfsmenn. Þá þarf að brýna
fyrir starfsfólki að ef brotist er
inn í slíkt fjarskiptatæki eða
það glatast þá beri því skylda til
að tilkynna slíkt þegar í stað til
fyrirtækisins. Sektarfjárhæðir
geta verið háar vegna brota á
umræddum ákvæðum laganna
og geta numið allt að 2% af
heildarveltu fyrirtækisins. Mikilvægt er því fyrir fyr-
irtæki að leggja mat á öryggisráðstafanir sínar varðandi
snjalltæki og stíga nauðsynleg skref til að tryggja að
reglum sé framfylgt. Þrátt fyrir að líklegt megi telja að
stjórnvöld og dómstólar muni fyrst um sinn fara nokkuð
varfærnislega í beitingu sektarákvæða laganna, þar sem
sum ákvæði reglugerðarinnar þarfnast nánari skýringar
í framkvæmd, er ekki útilokað að skýr brot á reglugerð-
inni muni frá upphafi leiða til sektargreiðslna í ríkissjóð.
Í því samhengi verða fyrirtæki sem vinna með persónu-
upplýsingar að skoða með gagnrýnum augum ekki bara
þær persónuupplýsingar sem þau hafa með höndum
heldur einnig hvar hægt er að kalla þær fram.
Persónuvernd og
notkun snjalltækja
LÖGFRÆÐI
Lára Herborg Ólafsdóttir
Lögmaður hjá Juris lögmannsstofu
”
Komi þannig upp sú
staða að brotist sé inn í
farsíma, fartölvu eða
spjaldtölvu starfsmanns,
þar sem nálgast má per-
sónuupplýsingar, hvílir
samkvæmt lögum sú
skylda á viðkomandi fyr-
irtæki að tilkynna slíkt.
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af