Morgunblaðið - 06.07.2018, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ 2018 15FÓLK
Icelandair Sylvía
Kristín Ólafsdóttir
hefur verið ráðin
forstöðumaður
nýrrar stuðnings-
deildar flugreksturs
Icelandair. Sylvía kemur til Ice-
landair frá Landsvirkjun þar sem
hún var deildarstjóri jarðvarma-
deildar á orkusviði. Áður starfaði
hún m.a. hjá höfuðstöðvum Ama-
zon í Evrópu, og sem forstöðu-
maður á fjármálastöðugleikasviði
Seðlabanka Íslands.
Sylvía er með M.Sc-próf í Opera-
tional Research frá London School
of Economics og B.Sc-próf í iðn-
aðarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Hún situr í stjórn Ölgerðarinnar og
Símans og er í starfshópi um Hvít-
bók um framtíðarsýn fyrir fjár-
málakerfið.
Sylvía stýrir stuðnings-
deild flugreksturs
Margrét Lena Kristensen og Karl
Már Lárusson komu auga á að að-
gengi að heilsufarsgögnum er ekki
eins og best verður á kosið. „Gögn
um sjúkdómsgreiningu, lyf, niður-
stöður prófa og læknismeðferðir eru
geymd á ólíkum stöðum, í ólíkum
kerfum og gagnagrunnum sem í sum-
um tilfellum tala ekki saman, og hafa
ekkert upplýsingaflæði sín á milli.
Vilji einstaklingur fá að sjá heilsu-
farsgögnin sín gæti hann þurft að
fara á milli margra staða, og jafnvel
mæta í eigin persónu til að sækja
gögnin.“
Jafnvel innan sömu stofnunarinnar
getur það gerst að upplýsingaflæði á
milli deilda er skert. „Getur þetta
leitt til þess að einstaklingur er send-
ur í endurtektar rannsóknir s.s. blóð-
prufur og myndatökur, eða lyfi ávísað
án vitundar um ofnæmi eða önnur lyf
sem ávísað hefur verið af öðrum
lækni og skráð á öðrum stað.“
Þannig lýsir Margrét hluta af
vandanum sem LiveLine ætlar sér að
leysa.
LiveLine tekur þátt í Startup
Reykjavík í sumar og er ætlunin að
búa til eina gátt þar sem almenningur
getur nálgast eigin heilsufarsgögn og
valið, eftir atvikum, að deila upplýs-
ingunum með heilbrigðisstarfsfólki
eða öðrum sérfræðingum.
„LiveLine verður milliliður fyrir
einstaklinga og aðstoðar þá við að
sækja gögnin sín með rafrænum
hætti. Allt á þetta að gerast í einu
skrefi og taka örstutta stund enda
markmiðið að LiveLine tengist öllum
þeim kerfum sem geyma heilbrigðis-
upplýsingar.“
Eiga rétt á upplýsingum
Margrét segir nýja Evrópu-
reglugerð um meðferð persónu-
upplýsinga greiða leiðina fyrir þjón-
ustu af þessu tagi. Mikið hefur verið
fjallað um að reglugerðin leggi ríkar
skyldur á herðar þeim sem safna og
vinna með persónugögn en minna
hefur verið rætt um að reglugerðin
tryggir jafnframt rétt einstaklinga til
að fá afhent gögn sem varða þá sjálfa,
sama hvar og hvernig þau eru vistuð.
Með lausnum eins og LiveLine
getur fólk því betur áttað sig á eigin
gögnum og tekið stjórnina. „LiveLine
hjálpar notandanum að fá yfirsýn yfir
eigin sjúkrasögu og tryggja að þeir
sem veita honum heilbrigðisþjónustu
hafi allar nauðsynlegar upplýsingar
til að gera vandaða sjúkdómsgrein-
ingu eða veita meðferð við hæfi,“ seg-
ir Margrét og bætir við að nefna megi
fjölmörg dæmi þar sem þjónusta
LiveLine gæti sparað tíma og pen-
inga og aukið gæði heilbrigðis-
þjónustu. „Við getum t.d. ímyndað
okkur einstakling sem á sér langa
sjúkrasögu, hefur flakkað á milli
lækna og farið í alls kyns rannsóknir
á mismunandi stöðum. Erfitt getur
verið að halda utan um öll þessi gögn,
bæði fyrir fagaðilann og einstakling-
inn sjálfan. Betra aðgengi að þessum
upplýsingum ætti að létta störf lækna
til muna og um leið hjálpa til að draga
úr kostnaði hér og þar.“
Evrópureglugerðin sem vikið var
að hér að framan kveður á um haár
sektir ef rangt er farið með persónu-
upplýsingar, og varla er að finna við-
kvæmari persónugögn en sjúkrasögu
fólks. „Við leysum úr því með því að
geyma aldrei eða safna gögnum sjálf.
LiveLine sér aldrei gögnin sem not-
andinn biður um, heldur sækir þau
einfaldlega í aðra gagnagrunna og
miðlar beint áfram til einstaklingsins.
Með öruggu skráningarkerfi, sem
fylgir nýjustu stöðlum, má síðan
tryggja að óviðkomandi komast ekki
inn í kerfið til að sjá upplýsingar um
aðra.“
Gervigreind gæti hjálpað
Þegar fram í sækir mætti hugsan-
lega nota kerfi LiveLine til að t.d.
hjálpa við sjúkdómsgreiningu eða
forvarnir. Myndi þá gervigreind
skima öll heilbrigðisgögn til að reyna
að greina mynstur. „Það eru mjög
spennandi hlutir að gerast á sviði
gervigreindar í heilbrigðisþjónustu
en hugmyndir af þessu tagi eru samt
mjög fjarlægur veruleiki í dag og
myndu kalla á að yfirstíga ýmsar
hindranir, bæði tæknilegs og lagalegs
eðlis. Fyrsta skrefið væri þá að
tryggja að ekki megi rekja gögnin til
tiltekinna einstaklinga áður en þeim
er safnað saman til greiningar. Þá
myndi kerfið þurfa að hafa aðgang að
gríðarlegu magni gagna til að geta
skilað sínu, en að koma LiveLine í
loftið verður löng vegferð og reiknum
við með að á næsta ári getum við að-
eins birt notendum takmarkaðar heil-
brigðisupplýsingar en bætum svo við
nýjum gagnasöfnum skref fyrir
skref.“
Tekjumodel LiveLine er enn í mót-
un en Margrét telur best ef hægt
verður að fjármagna þjónustuna
þannig að sjúklingar þurfi ekki að
standa straum af kostnaðinum.
„Kerfið einfaldar fagaðilum vinnuna
og hjálpar heilbrigðisstofnunum að
spara, svo að jafnvel gæti verið eðli-
legt að hið oinbera stæði straum af
kostnaðinum.“
Að sögn Margrétar glíma heil-
brigðiskerfi um allan heim við sama
vanda og fjöldi sprotafyrirtækja vinn-
ur að því að koma fram með hugvits-
samlegar lausnir. „Við munum reyna
að finna okkar hillu og móta okkur
sérstöðu á þessum markaði. Ein leið
sem við sjáum til að byrja að ná fót-
festu erlendis er að vera íslenskum
ferðalöngum innan handar enda mjög
gagnlegt ef fólk þarf að leita til lækn-
is á ferðalagi erlendis að geta strax
sótt sjúkrasöguna frá Íslandi.“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
„Betra aðgengi að þessum upplýsingum ætti að létta störf lækna til muna og um leið hjálpa til við að draga úr
kostnaði hér og þar,“ segir Margrét Lena Kristensen. Í dag dreifast gögn mjög víða í heilbrigðiskerfinu.
Ein gátt að
öllum heilsu-
farsgögnum
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Mikið getur áunnist, fyrir bæði sjúklinga, heilbrigðisstarfs-
fólk og -stofnanir, ef sprotanum LiveLine tekst að greiða
almenningi leið að eigin heilsufars- og sjúkrasögu.
SPROTAR
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma