Morgunblaðið - 07.08.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.08.2018, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  183. tölublað  106. árgangur  Í DRAUMASTARFINU Á 480 HESTAFLA OFURBÍL KVOSIN FULL AF LIST- UNNENDUM LÍFGAÐI UPP Á TÓNLISTARLÍF LANDSMANNA INNIPÚKINN 29 MERKILEGUR FERILL 26TRUKKABÍLSTJÓRI 12 Búast má við mik- illi útbreiðslu skógarkerfils hér á landi að sögn Sigurðar H. Magnússonar plöntuvistfræð- ings. Sigurður hefur háð baráttu við kerfilinn í sinni heimasveit og segir að helst þurfi að stinga plönt- una upp til að koma í veg fyrir að hún fjölgi sér. Skógarkerfill er skil- greindur sem ágeng planta og að sögn Sigurðar ryðja ágengar plöntur öðrum plöntum úr vegi og verða ein- ráðar í náttúrunni. Kerfillinn nær að- allega að nema land með bílaumferð hér á landi og sáir sér utan í vegum til að byrja með. Sigurður leggur til að kerfillinn verði sleginn við vegi í upp- hafi sumars til að koma í veg fyrir að hann fjölgi sér á nýjum svæðum. »6 Erfitt að losna við skógarkerfil  Býst við mikilli útbreiðslu kerfilsins Sigurður H. Magnússon Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Í drögum að ráðlegginum um matar- æði fyrir hrumt og veikt eldra fólk, sem embætti landlæknis hefur birt í samstarfi við rannsóknarstofu Há- skóla Íslands og Landspítala í öldr- unarfræðum, er lagt til að veikt eldra fólk auki próteininntöku sína til muna. „Próteinið skiptir gífurlega miklu máli og líkaminn þarf á því að halda sérstaklega ef hann er að berj- ast við vandamál. Fólk sem er í styrktarþjálfun eða að keppa í íþrótt- um bætir próteindufti í matinn sinn og ef þú ert með litla lyst eru til leiðir til þess að hjálpa þér,“ segir Anna Birna Jensdóttir, forstjóri á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Hún situr í faghópnum sem vann ráðleggingarn- ar. Matarlyst minnkar oft með hækk- andi aldri en þörf fyrir vítamín og steinefni er nánast óbreytt en pró- teinþörfin eykst, segir í drögunum. Anna segir að það væri góð leið fyrir eldri borgara að mæta þessari þörf, t.d með því að bæta prótein- dufti í drykki sína. „Það, eða næringardrykkir, mjólkurhristing- ar, eitthvað sem þú setur í blandar- ann og bætir þar við ögn af næring- arefnum,“ segir Anna og bætir við að líkast til hafi þeirri staðreynd ekki verið gefinn nægilegur gaumur að próteininntakan þarf að vera tölu- verð. Hún segir að verkefnið hafi verið þarft hjá Embætti landlæknis og af- ar nauðsynlegt hafi verið að fá hóp sérfræðinga til að gefa út þessar leið- beiningar. Ráðleggingunum er ætlað að auðvelda þeim störfin sem útbúa mat fyrir hrumt eða veikt eldra fólk eða sinna umönnun þess. Við gerð á drögunum var stuðst við ráðlegging- ar frá European Society for Clinical Nutrition and Metabolism, norrænar næringarráðleggingar og ráðlegg- ingar um mataræði fyrir hruma og veika frá öðrum Norðurlandaríkjum. Spurð um hvort næringarleysi hjá veiku eldra fólki sé vaxandi vanda- mál segir hún að það sé fremur aukin þekking sem leiði til þessara ábend- inga. „Ég myndi segja að rannsóknir á þessu sviði bendi okkur á þörfina. Þetta hefur kannski ávallt verið vandamál, eða lengi, miðað við mína reynslu. Nýlegar rannsóknir á þessu sviði sýna okkur fram á mikilvægið. Það skiptir náttúrlega gífurlega miklu máli að fólk sem er komið á efri ár og býr eitt og er að glíma við fjöl- þætta sjúkdóma og annað fái nær- ingu við hæfi.“ Veikt eldra fólk þarf próteinríkari fæðu  Embætti landlæknis gefur út ráðleggingar um mataræði Anna Birna Jensdóttir Þau voru ólík viðfangsefnin sem Íslendingar lögðu fyrir sig um verslunarmannahelgina. Halldór Meyer var utan við Gróttu í góðum hópi fólks sem lagði stund á svokallað sjó- drekaflug. Við þá iðju notast iðkendur við kraftdreka og þar til gert brimbretti til þess að þeytast eftir yfirborði sjávar. Í suðvestan- og norðanáttinni eru aðstæður við Gróttu einkar góðar til sjódrekaflugs. Þegar blæs úr suðaustri getur reynst betra að leggja á hafið frá Álftanesi eða Skipaskaga. Þá þykja Ölfusárósar heppilegir þegar blæs úr þeirri áttinni. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Þeyst eftir haffletinum rétt utan Gróttu  Ásgeir Sigurvinsson tók þátt í stjörnuleik gamalla kempna á 125 ára afmælishátíð Stuttgart í Þýska- landi í fyrradag. Um 60.000 manns fylgdust með leiknum, en Ásgeir er í miklum metum innan raða félags- ins. Ásgeir var á sínum tíma kosinn besti leikmaður Þýskalands ásamt því að vinna Þýskalandsmeistara- titilinn með liðinu. Undanfarið ár hefur hann starfað sem sendiherra á vegum félagsins og er því dugleg- ur að sækja leiki liðsins. „Starfið felst í því að maður er fenginn til að koma á leiki að spjalla við fólk frá ýmsum fyrirtækjum auk annarra verkefna,“ segir Ásgeir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fögnuður Ásgeir stýrði Íslandi til sigurs á ógnarsterku liði Ítala í Laugardalnum 2004. Ásgeir er sendiherra hjá Stuttgart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.