Morgunblaðið - 07.08.2018, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Er stærsti
framleiðandi
sportveiðarfæra
til lax- silungs- og
sjóveiða.
Trilene XL nylon
línur til lax- silungs-
og sjóveiða í
fjölbreyttu úrvali
einnig taumaefni.
Fjölbreyt úrval af hjólum
og stöngum, til sportveiða
fyrirliggjandi.
Vöðluskór með skiptanlegum
sóla, filt, gúmmí og negldir sólar.
Tvennir sólar fylgja. Þessir skór
voru valdir bestu Vöðlu skórnir á
Efftex veiðisýningunni 2016.
Ugly Stik kaststang-
irnar eru sterku
stangir á mark-
aðnum.
Gott úrval af kast-
stöngum og hjólum,
strandveiðstangir,
Combo strand-
veiðistöng og
hjól, sjóstangir.
Stærsta úrval
stanga og hjóla
til sjóveiði.
Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum
„Betri sportvöruverslunum landsins“
Helstu Útsölustaðir eru:
Veiðivon Mörkinni
Vesturröst Laugavegi
Veiðiportið Granda
Veiðiflugur Langholtsvegi
Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi
Kassinn Ólafsvík
Söluskáli ÓK Ólafsvík
Skipavík Stykkishólmi
Smáalind Patreksfirði
Vélvikinn Bolungarvík
Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík
Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki
SR-Bygginavöruverslun Siglufirði
Útivist og Veiði Hornið Akureyri
Veiðiríkið Akureyri
Hlað Húsavík
Ollasjoppa Vopnafirði
Veiðiflugan Reyðarfirði
Krían Eskifirði
Veiðisport Selfossi
Þjónustustöðvar N1 um allt land.
Dreifing: I. Guðmundsson ehf.
Nethyl 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Við viðgerðir á gólfi Hvalsneskirkju
hefur komið í ljós að burðarbitar í
undirstöðum kirkjunnar eru úr rauð-
viði, væntanlega úr timburflutn-
ingaskipinu Jamestown sem strand-
aði við Hvalsnes árið 1881. Undirlag
burðarbitanna hefur sigið sums stað-
ar þannig að gólfið hallar.
Reynir Sveinsson, formaður
sóknarnefndar Hvalsneskirkju, sem
er sóknarkirkja Sandgerðinga, segir
að byrjað hafi verið á því að skipta um
glugga kirkjunnar. Smiðirnir fóru
síðan að huga að gólfinu. Missig er í
því. Til dæmis hallar prédikunarstóll-
inn. Reynir segir að það stafi af því að
grjót og jarðvegur undir burðarbitum
hafi sigið. Þegar smiðirnir koma aftur
úr fríi verða undirstöðurnar lagaðar
þannig að hægt verði að koma gólfinu
í rétta hæð.
Draugaskip fullt af timbri
Burðarbitarnir eru úr harðviði og
er talið að hann sé úr bandaríska
timburflutningaskipinu Jamestown
sem strandaði við Hvalsnes um
Hvítasunnu árið 1881. Þetta var stórt
seglskip og átti að flytja timbur frá
Boston til Liverpool, alls um 100 þús-
und planka. Eitthvað varð til þess að
skipverjarnir þurftu að yfirgefa skip-
ið og var bjargað í annað skip en
Jamestown rak mannlaust á hafinu í
fjóra mánuði uns það strandaði við
Hvalsnes. Fljótlega brotnaði það í
spón og timbrið dreifðist um fjörur.
Rekinn var boðinn upp og var
timbrið notað í fjölda bygginga á Suð-
vestur- og Suðurlandi. Bitarnir í
Hvalsneskirkju standa fyrir sínu en
skipta þarf um gólffjalirnar sem einn-
ig eru upprunalegar en hafa skemmst
undir teppum og öðrum gólfefnum.
Ferðamenn forvitnir
Kirkjan er lokuð á meðan á fram-
kvæmdum stendur. Kirkjubekkir,
ofnar og fleiri munir eru geymdir á
meðan í gámi fyrir utan. Reynir segir
að fjöldi ferðamanna komi að kirkj-
unni á hverjum degi. Margir séu
áhugasamir um framkvæmdirnar og
reyni hann að upplýsa fólk eftir því
sem hægt er.
Mikilvægt er að ljúka viðgerðinni
fyrir 6. nóvember, að sögn Reynis,
því þá er kirkjan bókuð fyrir brúð-
kaup. Það var gert áður en byrjað var
á framkvæmdum. Svo vill til að
væntanlegur brúðgumi er sonur yfir-
smiðsins, Páls Gíslasonar hjá Staftré
í Sandgerði, og segir Reynir að það
ætti að styrkja áætlun um verklok.
Ketill Ketilsson, stórbóndi í Kot-
vogi, kostaði byggingu kirkjunnar.
Hún er hlaðin úr tilhöggnum steinum
sem sóttir voru í klappir í nágrenn-
inu. Hún var vígð á jólum árið 1887.
Rauðviður úr Jamestown
heldur kirkjugestum uppi
Kappkostar að
ljúka verkinu fyrir
brúðkaup sonarins
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Gólfið opnað Páll Gíslason yfirsmiður opnaði gólfið til að huga að
undirstöðum. Góðir viðir úr Jamestown halda gólfinu uppi.
Þungt Smiðirnir þurftu að bera leg-
stein Steinunnar dóttur Hallgríms
Péturssonar út úr kirkjunni.
Á forsíðu blaðs Fiskidagsins mikla
sem dreift er með Morgunblaðinu í
dag stendur að Fiskidagurinn mikli
sé 12. ágúst. Hið rétta er að Fiski-
dagurinn mikli er á laugardegi eins
og síðastliðin 17 ár og ber nú upp á
11. ágúst.
Fiskidagurinn mikli
er 11. ágúst
Börkur Vígþórsson hefur verið
ráðinn skólastjóri Smáraskóla í
Kópavogi. Börkur hefur langa
reynslu af skólastjórnun. Þannig
hefur hann frá árinu 2012 verið
skólastjóri Ölduselsskóla. Þar áð-
ur, á árunum 2006-2012, veitti
hann Grandaskóla forstöðu og á
árunum 2000-2006 var hann
skólastjóri grunnskólans á Egils-
stöðum.
Börkur er með B.Ed-gráðu í
grunnskólakennarafræðum ásamt
30 eininga viðbótarvalgrein í
myndmennt frá KHÍ. Þá hefur
hann einnig lokið diplómaprófi í
stjórnun menntastofnana.
Börkur verður skóla-
stjóri í Smáraskóla