Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgar-fjarðar, söngkona og söngkennari, á 60 ára afmæli í dag.170 nemendur eru skráðir í skólann næsta haust, en ellefu
kennarar munu starfa við hann í vetur. Höfuðstöðvarnar eru í
Borgarnesi, en skólinn er síðan með útibú á Hvanneyri, Kleppjárns-
reykjum og Varmalandi.
Theodóra hefur verið skólastjóri tónlistarskólans frá 1991. „Ég
var ráðin til að leysa af skólastjórann sem fór í ársleyfi, en svo
ákvað hann að hætta alveg og þá tók ég við og hef verið hér
síðan.“ Hún hefur þó alltaf verið að syngja meðfram starfinu. „Svo
syngjum við fjölskyldan mikið saman og komum fram á tónleikum.
Ég verð með afmælisveislu í kvöld í Hjálmakletti fyrir vini og
vandamenn og hún byrjar á tónleikum okkar fjölskyldunnar.“
Eiginmaður Theodóru er Olgeir Helgi Ragnarsson, sem er með
prentþjónustu í Borgarnesi, en hann kláraði söngnám frá Tónlistar-
skóla Borgarfjarðar í fyrra. Dætur þeirra eru Sigríður Ásta, sem
er í leiklistarnámi í Kaupmannahöfn, og Hanna Ágústa, sem er í
söngnámi í Leipzig, en þær eru báðar söngmenntaðar frá Söngskól-
anum í Reykjavík eins og mamma þeirra. „Við munum öll syngja í
afmælinu og góð vinkona og frænka, Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
leikur undir á píanó.“
Auk klassískrar tónlistar hlustar Theodóra einnig á Elly Vil-
hjálms og ABBA og tónlist af þeim toga og hún hefur gaman af því
að ferðast og horfa á góðar bíómyndir. „Við höfum aðeins verið að
ferðast um hálendið í sumar. Við reynum frekar að vera heima á
Íslandi á sumrin en skreppum til útlanda á veturna og heimsækjum
stelpurnar.“
Fjölskyldan Theodóra, Hanna Ágústa, Sigríður Ásta og Olgeir stödd í
Vínarborg vorið 2014, en þar stundaði Theodóra söngnám.
Fjölskyldutónleikar
í afmælisveislunni
Theodóra Þorsteinsdóttir er sextug í dag
A
rna Kristín Einarsdóttir
fæddist í Reykjavík 6.8.
1968 og ólst þar upp að
mestu. Foreldrar henn-
ar voru við nám í Sví-
þjóð 1969-1972 og fjölskyldan flutti
aftur út og bjó í Stokkhólmi á árunum
1985-1990.
Arna Kristín lauk stúdentsprófi af
tónlistar- og nýmálabraut MH árið
1988, einleikaraprófi í flautuleik frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík 1990,
útskrifaðist með láði með Profess-
ional Performance í flautuleik frá In-
diana-háskóla í Bloomington í Banda-
ríkjunum 1992, stundaði síðan nám
við Konunglega tónlistarháskólann í
Manchester og lauk þaðan postgra-
duate-gráðu árið 1997.
Arna Kristín bjó í Manchester og
starfaði við flautuleik og kennslu þar
til ársins 2000 þegar hún vann prufu-
spil um afleysingastöðu annars
flautuleikara hjá Sinfóníuhljómsveit
Íslands, sem hún gegndi í fjögur ár.
Arna Kristín hóf meistaranám í
menningarstjórnun við Háskólann á
Bifröst 2004 og útskrifaðist 2007. Eft-
ir farsælan feril sem flautuleikari og
kennari á Englandi og Íslandi í tvo
áratugi snéri hún sér að menningar-
stjórnun. Hún var dagskrárstjóri
Norræna hússins, síðan verkefna-
stjóri á skrifstofu Menningar- og
ferðamála hjá Hafnarfjarðarbæ, tón-
leikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands frá 2007 og var ráðin fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar
Íslands árið 2013. Árið 2017 var hún
Arna Kristín Einarsdóttir, framkv.stj. Sinfóníunnar – 50 ára
Í leikhúsi í London Styrmir Örn, Arna Kristín, Hilmar Starri og Steinunn Halla að horfa á leikritið The Lion King.
Vill vanda sig við lífið
Hjónin Arna Kristín og Hilmar giftu sig á afmælisdegi hennar árið 2005.
Keflavík Sara Björk fædd-
ist 30. september 2017 í
Reykjavik. Hún vó 3.795 g
og var 50 cm löng. For-
eldrar hennar eru Roberto
Malatesta og Pilar Diaz.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Ármúla 24 - s. 585 2800
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is