Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 8

Morgunblaðið - 07.08.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018 Sigurður Björnsson krabba-meinslæknir ritaði fróðlega grein um heilbrigðismál hér í blað- ið á laugardag. Þar bendir hann á að Ísland standi fremst í flokki á ýmsa mælikvarða þegar kemur að gæðum heilbrigðis- þjónustunnar en sé engu að síður í meðallagi þegar kemur að kostnaði. Þetta er eftirtekt- arverður árangur.    En Sigurður hefur áhyggjur afþróuninni. Einn þáttur í kerf- inu hér á landi er sjálfstætt starf- andi sérfræðilæknar og hefur kostnaður við þann þátt verið hóf- legur þannig að hver króna hefur skilað tiltölulega miklu.    Hann segir nýjustu ráðstöfunheilbrigðisyfirvalda vera að „bregða fæti fyrir unga lækna sem lokið hafa sérnámi og hyggjast koma til starfa á Íslandi með nýj- ustu þekkingu og hefja störf innan heilbrigðisþjónustunnar með sama hætti og forverar þeirra hafa gert til þessa. Þeir fá ekki að starfa eftir samningi við Sjúkratryggingar Ís- lands eins og þeir sem fyrir eru, þannig að sjúklingar sem til þeirra leita þurfa að bera allan kostnaðinn af læknisheimsókninni sjálfir og eru þannig sviptir sjúkratrygg- ingum, sem þeir hafa greitt iðgjöld fyrir frá unglingsaldri. Með þessu eru yfirvöld að innleiða mismunun þar eð tryggingarnar taka þátt í greiðslu fyrir þjónustu hjá sumum læknum en ekki fyrir sömu þjón- ustu hjá öðrum læknum. Þetta eru nýmæli, sem ganga þvert á vinnu- reglur trygginganna og yfirlýsta stefnu yfirvalda til þessa.“    Full ástæða er til að taka undiráhyggjur Sigurðar um þá við- horfsbreytingu sem virðist vera að eiga sér stað hjá heilbrigðisyfir- völdum. Sigurður Björnsson Fæti brugðið fyrir unga lækna STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.8., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 10 alskýjað Nuuk 11 léttskýjað Þórshöfn 11 rigning Ósló 18 rigning Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 8 heiðskírt Lúxemborg 33 heiðskírt Brussel 30 heiðskírt Dublin 21 skýjað Glasgow 19 alskýjað London 30 heiðskírt París 33 heiðskírt Amsterdam 27 heiðskírt Hamborg 30 heiðskírt Berlín 28 heiðskírt Vín 30 skýjað Moskva 24 heiðskírt Algarve 30 heiðskírt Madríd 34 heiðskírt Barcelona 30 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 30 þrumuveður Aþena 31 léttskýjað Winnipeg 17 skýjað Montreal 27 léttskýjað New York 32 heiðskírt Chicago 23 rigning Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:55 22:13 ÍSAFJÖRÐUR 4:42 22:36 SIGLUFJÖRÐUR 4:24 22:20 DJÚPIVOGUR 4:20 21:47 Velkomin í okkar hóp! Innritun og nánari upplýsingar í síma 581 3730 og á jsb.is Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt fyrir konur og stelpur sem tekur mið af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti, hreysti og vellíðan. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Rétta þjálfunin sem veitir vellíðan! Haustkortið komið í sölu! Besta verð 49.900 kr. gildir til 29. desember „Það er alveg mögulegt að þetta sé hluti af ein- hverri upplifun,“ segir Magnús Eyjólfsson, einn eigenda Retro Guesthouse á Blönduósi, um tvær timburtunnur sem útbúnar hafa verið sem gisti- rými fyrir gesti gistihússins. Tunnurnar, sem upp- runalega komu frá Eistlandi, hafa notið mikilla vin- sælda meðal erlendra ferðamanna hér á landi. Magnús segir að þegar hann festi ásamt öðrum kaup á rekstri Retro Guesthouse árið 2016 hafi ýmsu verið ábótavant innan tunnanna. „Ég kynnt- ist konunni minni ekki fyrir svo löngu og fékk um svipað leyti spurnir af því að maðurinn sem átti Retro Guesthouse væri í söluhugleiðingum. Þetta var ekki auglýst eða neitt þannig heldur hringdum við bara í hann og hann seldi okkur þetta. Í fyrra fórum við síðan í það að innrétta þetta betur,“ segir Magnús og bætir við að auk timburtunnanna sé gistihúsið með aðra gistimöguleika á sínum snær- um. Það séu hins vegar timburtunnurnar sem njóti mestra vinsælda meðal erlendra ferðamanna. „Þetta lítur auðvitað smá út eins og hobbitahús, sem gerir þetta að upplifun sem er ólík flestu öðru,“ segir Magnús. aronthordur@mbl.is Bjóða gistingu í timburtunnum  Hefur notið mikilla vin- sælda meðal ferðamanna Ljósmynd/Booking.com Timburtunna Gistirýmin eru á Blönduósi en þau voru innréttuð að nýju fyrir um ári. Veðurstofa Íslands tilkynnti um gas- mengun í gær nærri ánni Múlakvísl austan við Vík í Mýrdal. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúru- vársérfræðings hjá Veðurstofunni, eiga katlar í Mýrdalsjökli það til að leka jarðhitavatni og fylgir þeim brennisteinslykt. „Þetta er ekki eiginlegt hlaup heldur er betra að kalla þetta leka. Slíkir lekar eiga sér stundum stað á þessu svæði.“ Hún hvetur fólk til að staldra ekki lengi við í kringum upptök árinnar í lengri tíma því það geti valdið óþæg- indum. Lekinn úr katlinum tengist ekki hlaupinu í Skaftá. „Þetta er al- gjör tilviljun, að okkur séu að berast tilkynningar vegna brennisteins- lyktar á þessum tveimur svæðum, en katlarnir eru alveg aðskildir og ekki hluti af sama kerfi,“ útskýrir Hulda. ninag@mbl.is Mengun við Múlakvísl Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mengun Jarðhitavatn sem barst í ána hefur orsakað gasmengun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.