Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 10

Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Þetta fór miklu betur en maður þorði að vona. Maður vissi ekki hvernig veðrið yrði en það fór bara vel og byrjaði að lægja á miðnætti og fínt veður var klukkan tvö. Fólk skemmti sér vel og þetta var bara frábært,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður Þjóðhátíðar- nefndar, um skemmtanahald í Eyj- um um helgina. Um 400 manns gistu í íþróttahúsinu á mánudagsnóttina eftir að hafa glatað tjöldum sínum í veðrinu en Jónas segir stemninguna hafa verið með besta móti. Herjólfur fór 11 ferðir í gær til að ferja fólk heim af Þjóðhátíð. Þá áætlar lög- reglan að um 600-700 manns hafi flogið heim í gær upp á meginlandið. Á samráðsfundi viðbragðsaðila á Þjóðhátíð var talið að gestir hefðu verið á bilinu 14 til 15 þúsund í ár. Halldór Harðarson, einn skipu- leggjenda fjölskylduhátíðarinnar Ein með öllu á Akureyri, segir að allt hafi gengið vel fyrir norðan. „Þetta gekk eiginlega bara frábærlega. Margir að tala um að þetta sé bara ein besta hátíðin til þessa. Það var allt stappað og risaflugeldasýning. Mjög góð hátíð og allir fóru glaðir heim,“ segir Halldór. Hann segir að langflestir hafi skemmt sér fallega á Akureyri en fleiri þúsundir sóttu lokatónleika hátíðarinnar á leiks- húsflötinni fyrir norðan. Á Flúðum fór síðan fram önnur fjölskylduhátíð og segir Bessi Theódórsson, fram- kvæmdastjóri Sonus viðburða, sem heldur fjölskylduhátíðina á Flúðum, gríðarlega marga hafa sótt Flúðir heim um helgina. „Það var gríðar- lega margt fólk hérna, mestmegnis fjölskyldufólk, og við vorum með alla afþreyingu fjölskyldumiðaða, bæði dagskemmtanir og kvölddagskrá líka. Þó að dansleikirnir hafi verið með hefðbundnu sniði. Allt dans- leikjahald fór vel fram líka og við vorum vel mönnuð. Á laugardaginn var traktoratorfæran og ætli það hafi ekki verið milli 6 og 8 þúsund manns þar,“ segir Bessi, en hin fræga furðubátakeppni fór svo fram á sunnudeginum með sigri bátsins Jólasveinar í sumarfríi. Þá var einnig barist um Evrópu- meistaratitilinn í mýrarbolta í Bol- ungarvík um helgina og segir Thelma Rut Jóhannsdóttir, ein skipuleggjanda, að keppnin hafi gengið vel fyrir sig. Segir hún einnig að skemmtanahald hafi verið með besta móti fyrir vestan. Liðið Ker- ecis, sem samanstendur af starfs- mönnum lyfjafyrirtækisins Kerecis á Ísafirði, fór með sigur af hólmi í mýrarboltanum í ár. Unnu þeir lið Mínútumanna í úrslitum, sem er einnig skipað heimamönnum, en þeir töpuðu einnig í úrslitum mýrarbolt- ans í fyrra. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson Blysin tendruð Mikil stemning var í brekkunni þegar blysin voru tendruð í lok brekkusöngsins. Fjölmargir gestir ákváðu að mynda fegurð Herjólfsdals þegar hann lýstist upp á miðnætti. Fjölbreytt skemmt- anahald um land allt Verslunarmannahelgin 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.