Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 14

Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Sérfræðingar í erfiðum blettum! Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR Gengi tyrknesku lírunnar gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um liðlega 1,5% á mánudag og hefur aldrei mælst lægra. Líran hefur verið á niðurleið jafnt og þétt og rýrnað um tvo þriðju gagnvart dalnum á undanförnum fimm árum. Það sem af er þessu ári hefur líran veikst um fjórðung. Að sögn Reuters er skrifast lækkunin á mánudag einkum á það að ríkisstjórn Trumps tilkynnti á föstudag að tollfrjáls aðgangur Tyrklands að Bandaríkjamarkaði yrði tekinn til nánari skoðunar. Gæti það leitt til þess að tollar hækkuðu á allt að 1,66 milljarða dala virði af varningi sem Tyrkir seldu til Bandaríkjanna. Sambandið kólnar Tilkynning Bandaríkjastjórnar kom í kjölfar þess að ráðamenn í Ankara ákváðu að leggja hefndar- tolla á bandarískar vörur vegna hækkaðra tolla Bandaríkjanna á stál og ál. Kastast hefur í kekki milli þjóðanna sem starfa þó saman innan Atlantshafsbandalagsins. Deilir löndin á um hvernig taka skal á Sýrlandsvandanum og þá hefur samband þeirra versnað enn frekar vegna réttarhalda sem núna standa yfir í Tyrklandi yfir bandaríska prestinum Andrew Brunson. ai@mbl.is AFP Tap Vegfarendur á verslunargötu í Istanbúl fyrir helgi. Líran hefur veikst um fjórðung það sem af er árinu. Tyrkneska líran hefur aldrei verið veikari  Vaxandi líkur taldar á tollastríði BNA og Tyrklands SØIK segir lögregluna þegar hafa tryggt sér mikið magn gagna vegna rannsóknarinnar en ekki sé hægt að segja til um það á þessu stigi hvort rannsóknin leiði til sakamáls. Ekki sé heldur ljóst hve- nær rannsókninni lýkur. Danske Bank segir innanhúss- rannsókn standa yfir hjá bankan- um og á henni að vera lokið í september. ai@mbl.is segir bankann boðinn og búinn að aðstoða við rannsókn málsins en líkum hefur verið leitt að því að jafnvirði 53 milljarða danskra króna hafi verið hvítþvegið. Það voru blaðamenn Berlingske Tid- ende sem ljóstruðu málinu upp haustið 2017 og greindu þeir frá að peningar rússneskra glæpamanna og einræðisherra Aserbaídsjan hefðu runnið í gegnum bankann. Efnahagsbrotadeild dönsku lög- reglunnar, SØIK, hefur sett af stað rannsókn á Danske Bank vegna gruns um að útibú bankans í Eist- landi hafi verið notað til peninga- þvættis. Jyllandsposten greinir frá þessu en danska lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem staðfest er að rannsókn fari fram. Lögfræðingur Danske Bank Meint peningaþvætti Danske Bank rannsakað  Jafnvirði tuga milljarða danskra króna fór um Eistland Samgönguráðuneyti Taívan leitar nú leiða til að hegna erlendum flug- félögum sem látið hafa undan þrýst- ingi kínverskra stjórnvalda um að vísa til Taívans sem hluta af Kína. Bloomberg hefur eftir ónafngreind- um heimildarmanni innan taívönsku stjórnsýslunnar að refsingarnar geti m.a. falist í því að breyta lendingar- og flugtakstímum flugfélaganna eða meina þeim að nota landgöngubrýr á flugvöllum landsins. Einnig er til skoðunar að skapa hvata sem verð- launa flugfélög sem vísa til Taívans með hlutlausari hætti, s.s. með því að leyfa þeim að greiða lægri lendingar- og þjonustugjöld. Í apríl sendi flugmálastjórn Kína 40 erlendum flugfélögum bréf þar sem þeim var skipað að gera ekki Kína, Hong Kong og Taívan jafnhátt undir höfði og t.d. vísa til Taívan á vefsíðum sínum sem „kínverska Taívan“ eða „Taívanhéraðs Kína“, og sýna Taívan í sama lit á kortum og meginland Kína. ai@mbl.is Refsa flugfélögum fyrir að hlýða Kína Eftir tólf ár í forstjórastólnum hjá bandaríska gosdrykkja- og snakk- risanum PepsiCo hefur Indra Nooyi ákveðið að láta af störfum. Í tilkynn- ingu sem fyrirtækið sendi frá sér á mánudag segir að Nooyi muni hætta sem forstjóri 3. október næstkom- andi og gegna áfram hlutverki stjórnarformanns þar til á fyrri hluta árs 2019. Ramon Laguarta hefur verið val- inn sem arftaki Nooyi, en hann á að baki 22 ára feril hjá PepsiCo og hef- ur gegnt stöðu framkvæmdastjóra frá því í september 2017. Hann verð- ur sjötti forstjóri PepsiCo í 53 ára sögu fyrirtækisins, að því er FT greinir frá. Forstjóratíð Nooyi hefur einkum einkennst af því að laga vöru- framboð fyrirtækisins að breyttum óskum neytenda, sem leggja æ meiri áherslu á hollari matvæli. Það hefur PepsiCo m.a. gert með drykkjum eins og Bubly, sem er bragðbætt sódavatn, og með kaupum á fyrir- tækjum á borð við Bare Snacks, sem framleiðir snarl úr ávöxtum og grænmeti. ai@mbl.is Indra Nooyi hættir hjá Pepsi AFP Kaflaskil Indra Nooyi þykir hafa stýrt fyrirtækinu á farsælan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.