Morgunblaðið - 07.08.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Framtak-Blossi er umboðsaðili
fyrirVOLVO PENTA á Íslandi
Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is
Framtak-Blossi
kappkostar að bjóða
góða þjónustu og
sanngjarnt verð á
varahlutum.
Hafið samband við
Hafþór í síma 895-3144
eða hafthor@blossi.is
Stema kerrurCompair loftpressur
Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja
Stema kerrurCompair loftpressur
Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833
asafl.is
HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ríflega 2.000 ferðamenn hafa verið
fluttir á brott af eyjunni Lombok í
Indónesíu í kjölfar jarðskjálfta sem
reið þar yfir í fyrrakvöld. Þá hefur
fjölda fólks verið gert að yfirgefa
eyjar í grennd við Lombok. Talið er
að 98 hið minnsta hafi látið lífið í
skjálftanum auk þess sem mörg þús-
und byggingar á svæðinu eyðilögð-
ust. Samkvæmt upplýsingum á vef
AFP náði skjálftinn stærðinni 6,9 á
richter þegar mest lét.
Björgunarfólk á vettvangi hefur
frá því á sunnudagskvöld unnið
hörðum höndum að því að finna fólk
sem kann að hafa lifað skjálftann af.
Sutopo Purwo Nugroho, talsmaður
almannavarna í Indónesíu, segir að
grunur leiki á því að fólk kunni að
vera fast undir rústum bygginga í
norðurhluta Lombok. Þá hafi skort-
ur á björgunarbúnaði og slæmir veg-
ir hamlað því að hægt væri bjarga
fólki í norður- og austurhluta eyj-
arinnar, en talið er að það svæði hafi
orðið einna verst úti í skjálftanum.
Tala látinna fer hækkandi
Ráðgert er að um 80% norður-
hluta Lombok séu rústir einar. „Við
eigum von á því að tala látinna eigi
eftir að halda áfram að hækka. Öll
fórnarlambanna sem við vitum að
látið hafa lífið hingað til eru heima-
menn,“ sagði Nugroho í samtali við
fréttastofu AFP í gær. Þar staðfesti
hann einnig að allt að 20.000 íbúar
eyjarinnar gætu misst heimili sín
vegna skjálftans en mikil neyð ríkir
á svæðinu. Þá sé mikil þörf á fleiri
sjúkraliðum auk þess sem matur og
lyf eru af skornum skammti.
Mikið neyðarástand ríkti á Lom-
bok í allan gærdag en í kjölfar
skjálftans í fyrrakvöld var raf-
magnslaust á fjölmörgum stöðum á
eyjunni. Þá var hlúð að mörg hundr-
uð manns á götum úti sökum þess að
sjúkrahús í nokkrum borgum, m.a.
höfuðborginni Mataram, voru ekki
starfhæf. Til að bregðast við neyðar-
ástandinu voru sett upp tjöld þar
sem hægt var að sinna sjúklingum.
Fjölmörg fórnarlamba höfðu enga
aðstoð fengið í gær en læknar á
svæðinu gerðu sitt besta við að
reyna að hlúa að sem flestum.
Íslendingur staddur á svæðinu
Stjórnvöld í Indónesíu unnu í gær
að því að koma um 1.200 ferðamönn-
um frá Gili-eyjum, þremur vinsælum
ferðamannaeyjum, sem eru í grennd
við Lombok. Margrét Helgadóttir
var ein þeirra sem stödd voru á Gili
Air, einni þriggja eyjanna, þegar
skjálftinn reið yfir. „Við frusum bara
og sem betur fer vorum við ekki inni
á hótelinu þegar skjálftinn reið yfir,“
sagði Margrét í samtali við frétta-
stofu AFP en þakið á hótelinu þar
sem hún hefur dvalið hrundi í
skjálftanum. Hún hefur nú verið
flutt á brott en hún lýsir upplifun
sinni af skjálftanum sem hræðilegri.
Alls um 228.000 hafa látist
síðustu ár
Mannskæðar hamfarir í Indóne-
síu eru ekki nýjar af nálinni en jarð-
skjálftinn í fyrrakvöld er einn fjöl-
margra mannskæðra hamfara sem
hafa átt sér stað í landinu á síðustu
árum. Nú síðast létu 17 manns lífið í
litlum skjálfta sem reið yfir Lombok
í síðustu viku. Sá skjálfti var þó
fremur lítill í samanburði við aðra
jarðskjálfta síðustu ár.
Fyrir tæplega tveimur árum létu
ríflega 100 manns lífið og enn fleiri
slösuðust í skjálfta af stærðinni 6,5 á
richter á Aech á norðurodda eyjar-
innar Súmötru. Þá misstu 84.000
manns heimili sitt.
Árið 2010 týndu 430 manns lífi í
flóðbylgju og jarðskjálfta af stærð-
inni 7,8 á richter í Mentawai í
vesturhluta eyjarinnar Súmötru.
Auk þess misstu 15.000 manns heim-
ili sitt.
Auk fyrrgreindra hamfara hafa
um 227.000 manns látið lífið í fjórum
stórum jarðskjálftum á árunum
2004-2010. Mestar voru hamfarirnar
árið 2004 þegar 220.000 manns létu
lífið. Alls hafa því tæplega 228.000
týnt lífi svo vitað sé til vegna jarð-
skjálfta og hamfara í landinu síðustu
fjórtán ár.
Mikið mannfall í skjálftanum
Ríflega 2.000 ferðamenn fluttir á brott af eyjunni Lombok í Indónesíu Tala
látinna hækkar 228.000 hafa látið lífið í jarðskjálftum og hamförum síðustu ár
AFP
Jarðskjálfti Talið er að 98 manns hið minnsta hafi látið lífið í skjálftanum í
fyrrakvöld. Miklar björgunaraðgerðir stóðu yfir á eyjunni í gær.
Sádi-Arabía hefur vísað sendiherra
Kanada úr landi auk þess að kalla
eigin sendiherra í Kanada heim. Þá
hafa allir nýir viðskiptasamningar
á milli landanna verið settir á ís. Að
því er fram kemur á vef AFP er
ástæðan sögð vera óskir ráða-
manna í Kanada þess efnis að yfir-
völd í Sádi-Arabíu láti aðgerðar-
sinna, sem sitja á bak við lás og slá,
lausa. Þessum óskum var illa tekið í
Sádi-Arabíu með fyrrgreindum af-
leiðingum.
SÁDI-ARABÍA, KANADA
Vísað til síns heima
Mikil sprenging varð þegar flutn-
ingabíll ók á vörubíl sem var hlað-
inn eldfimum efnum í borginni
Bologna á Ítalíu. Að því er fram
kemur í ítölskum fjölmiðlum hrundi
brúin að hluta þar sem áreksturinn
átti sér stað. Tveir eru látnir og 60
slasaðir hið minnsta, en loka þurfti
veginum í Borgo Panigale í út-
hverfi Bologna í kjölfar slyssins.
Mikill eldhnöttur myndaðist við
áreksturinn en rúður í fjölda húsa í
nágrenninu brotnuðu vegna
sprengingarinnar.
BOLOGNA, ÍTALÍA
Sprenging í kjölfar
áreksturs í Bologna
Slysið Mikinn reyk lagði yfir hraðbraut-
ina frá slysstað eftir áreksturinn í gær.
AFP
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Viðskiptabann og refsiaðgerðir
Bandaríkjanna gagnvart Íran tóku
gildi á miðnætti, en banninu er
beint að bílaiðnaði í Íran og við-
skiptum með gull og aðra málma.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
ákvað í maí að draga Bandaríkin
út úr gildandi samkomulagi
ríkjanna og hefur síðan þá gagn-
rýnt stefnu ríkisins harðlega. Að
því er fram kemur á vef BBC telur
Trump að efnahagsþrýstingur
muni neyða írönsk stjórnvöld til að
gera nýjan samning við Banda-
ríkin.
Þau ríki sem einnig eiga aðild að
samkomulagi hafa sagst munu
virða það en samkomulagið hljóð-
aði upp á það að Íran léti af öllum
kjarnorkutilraunum sínum gegn
því að refsiaðgerðum í garð ríkis-
ins yrði hætt. Bresk, þýsk og
frönsk stjórnvöld áttu öll aðild að
kjarnorkusamkomulaginu sem var
gert árið 2015 og hafa sagst harma
aðgerðir Bandaríkjanna.
Þrátt fyrir að Trump hafi sett
viðskiptaþvinganir á Íran segist
hann opinn fyrir því að koma á
nýju samkomulagi við ríkið. „Ég er
enn opinn fyrir því að koma á
samningi sem tekst á við öll slæmu
verk írönsku stjórnarinnar,“ sagði
Trump, en hann hefur sakað írönsk
stjórnvöld um stuðning við hryðju-
verkamenn.
Hassan Rouhani, forseti Írans,
brást við yfirlýsingu Trumps í gær
þar sem hann sagði tvískinnungs
gæta í ummælunum. „Samninga-
viðræður með viðskiptaþvingunum
eru út í hött. Þetta eru þvinganir
sem hafa áhrif á börn, sjúklinga og
alla írönsku þjóðina,“ sagði Hassan.
Þvinganir hafa tekið gildi
Donald Trump segist opinn fyrir nýju samkomulagi við
Íran Forseti Írans segir viðræður ekki koma til greina
AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti
og forseti Írans, Hassan Rouhani.