Morgunblaðið - 07.08.2018, Síða 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
✝ RagnheiðurJónsdóttir
fæddist í Berjanesi
í Vestmannaeyjum
10. apríl 1928. Hún
lést 29. júlí 2018 á
hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Kópa-
vogi.
Hún var dóttir
Jóns Einarssonar
frá Fljótakróki í
Meðallandi, f. 1895,
d. 1989, og Ólafar Friðfinns-
dóttur frá Borgum í Vopnafirði,
f. 1901, d. 1985. Ragnheiður var
næstelst fjögurra systkina, elst
var Elísa, fædd 1925, en hún lést
í janúar á þessu ári, yngri eru
bræðurnir Gunnar Sveinbjörn,
fæddur 1931, og Einar, fæddur
1934. Ragnheiður giftist Ernst
Sigurðssyni vélfræðingi, þau
eiga tvær dætur. Jón Rúnar er
kvæntur Þóru Elínu Guðjóns-
dóttur hjúkrunarfræðingi,
þeirra börn eru Ernst Guðjón
véltæknifræðingur, kvæntur
Öldu Birgisdóttur lækni, þau
eiga tvö börn, Elínu Rúnu dýra-
lækni, gifta Sigtryggi Klement-
ssyni véltæknifræðingi, þau eiga
þrjú börn, og Jón Þór verkfræð-
ing.
Ragnheiður var gagnfræð-
ingur, vann við fiskverkun og
síðar verslunarstörf í Vest-
mannaeyjum og Reykjavík eða
þar til hún útskrifaðist sem
sjúkraliði 1975 og vann frá þeim
tíma við umönnunarstörf, lengst
af á Vífilsstöðum, þar til starfs-
ævinni lauk.
Ragnheiður var félagslynd og
tók virkan þátt í starfi síns
stéttarfélags, kvenfélags, fé-
lagsstarfi eldri borgara og pólit-
ík, á meðan kraftar leyfðu.
Útför hennar fer fram frá
Lindakirkju í dag, þriðjudaginn
7. ágúst, kl. 15.
Fridolf Backman
íþróttakennara, f.
21.10. 1920, d. 22.2.
2018, og hófu þau
búskap í Reykjavík,
bjuggu síðar í
Garðabæ og luku
samverunni í Kópa-
vogi. Börnin urðu
tvö, Þuríður hjúkr-
unarfræðingur og
fyrrverandi alþing-
ismaður, f. 1948, og
sonurinn Jón Rúnar trésmiður,
f. 1951. Þuríður er gift Birni
Kristleifssyni arkitekt, þeirra
synir eru Kristleifur myndlist-
armaður, hann á eina dóttur, og
Þorbjörn sviðslistamaður. Áður
átti hún Ragnheiði íþróttafræð-
ing, faðir Bjarni Sívertsen.
Ragnheiður er gift Hilmari
Ragnheiður Jónsdóttir fædd-
ist og ólst upp í foreldrahúsum í
Berjanesi, Faxastíg 20, í Vest-
mannaeyjum; þar kynntist hún
engu öðru en samlyndi og ástúð,
æskuminningarnar voru bjartar,
fullar af frelsi Eyjalífsins, logni
og sólskini.
18 ára gömul kynnist hún
Ernst Backman á þjóðhátíð í
Eyjum. Hann mætti, spengileg-
ur, sólbrúnn, ófeiminn á hvítum
fötum og gerði þá sjálfsögðu
kröfu að fá að dansa við falleg-
ustu stúlkuna á ballinu. Amor
hinn berrassaði hafði lagt ör á
streng og ekki missti hann
marks.
1947 hófu þau Ragnheiður og
Ernst búskap í litlu íbúðinni í ris-
inu í fjölskylduhúsinu á erfðafes-
tulandinu efst við Háaleitisveg-
inn í Reykjavík, þar sem nú er
Stóragerði 8, og þar fæddust
börnin.
Þetta voru mikil viðbrigði fyrir
hina ungu húsmóður og ný áskor-
un. Húsið var í rauninni uppi í
sveit, langt var í alla aðdrætti og
það var ferðalag fyrir vini og ætt-
ingja að koma í heimsókn;
strætóferðir voru stopular. Eng-
inn sími var þá á Háaleitisveg-
inum. Svo hægt væri að hringja
heim til Eyja þurfti því að fara í
ferðalag niður á landsímastöð við
Austurvöll og panta þar símtal,
það var sjaldan gert, en gjarna og
oft skrifað. Þar lýsir móðirin
unga daglegu lífi í sjálfsþurftabú-
skapnum. Hvernig gömlu káp-
unni var sprett og henni vent og
úr varð skriðgalli á Þurý, sem
nýttist vel í fyrstu ferðum hennar
út í heiminn. Kosturinn við ein-
angrunina á Háaleitisveginum
var að þar gafst Ragnheiði næði
til að þróa sína meðfæddu næmni
fyrir hannyrðum og þar var
grunnurinn lagður að mörgum
meistarastykkjum.
1962 flytur fjölskyldan í næsta
nágrenni þegar Háaleitisvegur
23 varð að víkja fyrir nýju skipu-
lagi. Þau fóru ekki langt og í
Stóragerði 15 bjuggu þau næstu
16 árin, því næst á Markarflöt-
inni, þá í Lautasmáranum og síð-
ast í Boðaþinginu.
Þegar börnin voru orðin sjálf-
bjarga fór Ragnheiður út á
vinnumarkaðinn, hún vann í
Rúblunni, bókaverslun Máls og
menningar. Þar kynntist hún rót-
tækninni í lifandi félagsskap, en
jafnframt starfaði hún mikið í
Kvenfélagi Sósíalista; í Tjarnar-
götu 20 var mörg pönnukakan
bökuð og mikið þurfti að hella
uppá. Um stjórnmálaskoðanir
Ragnheiðar þurfti aldrei að efast
og á meðan kraftar entust sótti
hún félagsskap í starf eldri
Vinstri Grænna.
Ragnheiður lærði að spila
brids og náði góðum tökum á því
göfuga spili, en hélt sig við leik-
inn sem tómstundagaman í hópi
vinnufélaga og vina þeirra hjóna.
Nýr kafli hófst í lífi Ragnheið-
ar þegar hún á fimmtugsaldri
lærði til sjúkraliða og þar lauk
hún starfsferlinum, lengst af á
Vífilsstöðum.
Eftir að Ragnheiður veiktist
og skammtímaminnið brást í
smáatriðum var hún oftar en
ekki, í vöku sem draumi, stödd í
Vestmannaeyjum.
Við skulum því vona að á öðru
tilverustigi leynist sæmilegur
Heimaklettur, Berjanes, Klif og
Langa og á sundlaugarbakkan-
um þar bíði töffarinn í hvítu föt-
unum eftir henni Ragnheiði sinni.
Hann hefur ekki þurft að bíða
lengi, en bara fimm mánuðir eru
síðan Ernst kvaddi hérvist sína.
Björn Kristleifsson
Ragnheiður
Jónsdóttir
✝ Margét Hall-dóra Guð-
mundsdóttir fædd-
ist á Sandhólaferju í
Djúpárhreppi í
Rangárvallasýslu
22. nóvember 1925.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Skjóli 26. júlí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmundur
Halldórsson, bóndi
á Sandhólaferju, f. 11. september
1878, d. 2. mars 1946, og eigin-
feðra, Laufeyju, f. 1900, d. 1935.
Margrét lauk skyldunámi sínu
frá Þykkvabæjarskóla og út-
skrifaðist frá Húsmæðraskól-
anum á Laugarvatni 1946. Eftir
útskrift varð hún starfsmaður
skólans en eftir að hún flutti
ásamt móður sinni og systkinum
í Kópavog 1947 stundaði hún
verslunarstörf allt til starfsloka,
m.a. í Fossvogsbúðinni, Kárs-
neskjörum og Skósölunni Lauga-
vegi 1.
Helstu áhugamál Margrétar
voru tengd tónlist og starfaði
hún m.a. í Laugarvatnskórnum,
kirkjukórum, Rangæinga-
kórnum og kór eldri borgara í
Kópavogi.
Margrét var ógift og barnlaus.
Útför hennar hefur farið fram
í kyrrþey hennar ósk.
kona hans Anna
Sumarliðadóttir, f.
16. september 1900,
d. 5. júlí 1997.
Systkini Mar-
grétar voru Ingi-
mundur Þorgeir, f.
1924, d. 1976; Gunn-
ar, f. 1927, d. 2004;
Leifur, f. 1928, d.
2010, Guðrún Lilja,
f. 1929, d. 2014; Sig-
urður Grétar, f.
1934, d. 2013, og Ólafur, f. 1941.
Þá átti Margrét hálfsystur sam-
Hlýir sólargeislar læddust
inn um gluggann á fallegum
fimmtudagsmorgni í júlí og það
var komið að ferðalokum. Elsku
Magga frænka, takk fyrir öll
samtölin og góðu stundirnar
sem við áttum saman. Við
kveðjum með yl þakklætis í
hjarta.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín bróðurbörn,
Sif, Hlín og Freyr.
Magga frænka var okkur
systkinunum stoð og stytta, ljúf
og góð föðursystir sem bjó með
ömmu á Digranesveginum. Allt-
af stóðu dyrnar okkur opnar hjá
ömmu og Möggu. Stundum
komum við í næturgistingu
ásamt frændsystkinum en oftar
komum við í styttri heimsóknir,
krakkarnir frá sérvitra heim-
ilinu þar sem ekki var neitt
sjónvarp. Dýrlingurinn, Bon-
anza og teiknimyndirnar eiga
margar heima á Digranesvegi
60 í hugum okkar systkina, í
viðarklæddu sjónvarpstæki á
hjólum. Hafragrautur og engla-
kaffi, kótelettur í raspi, heitt
kakó og pönnukökur, skellihlát-
ur í frændum sem voru reknir
inn í eldhús til að frussa þar og
fíflast í jólaboðum. Heimili
Möggu og ömmu var alltaf frið-
sæll staður í flókinni tilveru.
Elsku Magga okkar, við eig-
um þér svo ótal margt að þakka.
Þú gerðir aldrei kröfur á einn
eða neinn, varst bara alltaf til
staðar fyrir okkur öll sem þurft-
um á þér að halda. Seinna léstu
þig ekki muna um að passa
næstu kynslóð af gríslingum
sem þú gekkst í ömmustað. Þótt
þú hafir ekki eignast þín eigin
börn, þá áttir þú þau svo ótal-
mörg.
Hvíldu í friði – og við biðjum
að heilsa ömmu.
Kolbrún, Hörður, Fjalar,
Sváfnir og Erpur.
Margrét Halldóra
Guðmundsdóttir
Fyrir tíu vik-
um fjallaði ég
um fangelsun
enska aðgerða-
sinnans og
blaðamannsins
Tommy Robin-
son sem hafði
verið dæmdur í
13 mánaða
fangelsi fyrir að
flytja fréttir af
réttarhöldum yfir mús-
limsku nauðgunargengi fyrir
utan dómshús í Leeds.
Tommy var handtekinn,
færður fyrir dómara, réttað
og dæmt á innan við fimm
klukkustundum frá hand-
töku, varpað í alræmdasta
fangelsi Stóra-Bretlands og
fréttabann sett á gjörning-
inn! Ég sagði á dögunum að
ljós frelsis hefði slokknað í
Bretlandi; greinina nefndi
ég Miðaldamyrkur fjölmenn-
ingar. Nú hefur áfrýjunar-
dómstóll hnekkt dóminum í
Leeds.
Tommy Robinson er laus
úr fangelsi. Áfrýjunardóm-
stóll undir forystu Burnetts
lávarðar hefur bókstaflega
rassskellt sakadómarann í
Leeds opinberlega og tekur
sérstaklega fram að saka-
dómarinn megi ekki koma
nálægt málinu þegar það
verður tekið fyrir á ný. Þú,
kæri lesandi, fremur en allur
almenningur, þekkir líklega
ekki pínu Tommy Robinson
sem breskir falsmiðlar
þagga svo kirfilega og ís-
lenskir með þeim.
„No clarity“ yfir játn-
ingum
Allt er þetta mál með ólík-
indum. Dómarinn í Leeds
kallaði sjálfur til lögreglu
þegar hann út um glugga sá
Tommy úti á götu streyma
fréttum á Facebook af
réttarhöldunum, já einan
síns liðs úti á miðri götu
segjandi veröldinni frá mið-
aldamyrkrinu sem bannað er
að tala um. Dómarinn skip-
aði fyrir um handtökuna!
Lögreglan mætti og handtók
Tommy fyrir „brot á al-
mannafriði“. Fimm klukku-
stundum síðar hafði Tommy
verið dæmdur í 13 mánaða
fangelsi og honum neitað um
eigin lögmann í óðagotinu.
Áfrýjunardómstólinn kvað
skýrt að orði og dæmdi að
engin ástæða hefði verið fyr-
ir hinum mikla asa og flýti
sakadóms í Jórvíkurskíri.
Robinson var ekki kynnt á
hvern hátt hann hefði sýnt
réttinum óvirðingu. Þvert á
móti hafi sakadómur
„muddlað“ um sakargiftir,
sagði Burnett lávarður við
dómuppsögu. Forsendur
hafi verið óljósar; „no cla-
rity“ yfir játningum sak-
bornings né forsendum fang-
elsisdómsins. Sakadómarinn
hafi hvorki fylgt réttarfars-
reglum né dæmt eftir laga-
bókstaf. Forsendur saka-
dóms sumsé áttu sér ekki
stoð í lögum. Asinn hafi gert
skipuðum verjanda Tommy
illmögulegt að koma fram
með málsbætur skjólstæð-
ingi sínum til varnar.
Þar sem viðurlög voru jafn
þung þá átti það ekki að ger-
ast að dómur væri upp kveð-
inn og maður sendur í fang-
elsi fimm klukkustundum
eftir handtöku. Skilja hefði
mátt á sakadómi í Leeds að
Tommy Robinson hefði verið
dæmdur fyrir glæp fremur
en óvirðingu við rétt sagði
Burnett lávarður. „Mistök
sem þessi hafa alvarlegar af-
leiðingar fyrir
„classification
of prisoners“
segir í dóms-
orði áfrýj-
unardóms.
Þessi gjörð
dómstólsins í
Leeds gerði það
að verkum að
Tommy Robin-
son var sendur í
alræmdasta
fangelsi Bret-
lands þar sem
þrír af hverjum fjórum föng-
um eru múslimar. Þangað
var maðurinn sendur fyrir
að streyma frétt! Afbrot sem
telst fremur borgaraleg
óhlýðni en glæpur. Í fangels-
inu var Robinson gert ljóst
af íslömskum samföngum
sínum að honum yrði ekki
langra lífdaga auðið svo
hann var settur í grimma
einangrun. Nú bíður Tommy
Robinson þess að verja
hendur sínar gegn kerfi sem
hann segir að hafi gert sér
allt til miska í fangelsinu.
Ljós frelsis tendrað á ný
Ég sagði í júní að ljós
frelsis hefði slokknað í Bret-
landi. Sú grein birtist nokkr-
um dögum eftir að um 50
manns mótmæltu undir
„grátandi Reykjavíkur-
himni“ fyrir framan breska
sendiráðið. Dómstóllinn,
undir forystu Burnetts lá-
varðar, hefur tendrað ljós
frelsis að nýju. Sakadóm-
arinn í Leeds hefur fengið
ráðningu en semi-íslamskt
Bretland marserar áfram.
Lundúnir eru orðnar ein
mesta glæpaborg veraldar
en auðvitað þaggað að fleiri
morð eru framin þar en í
New York.
Tommy var augljóslega
mjög tekinn þegar hann
birtist fyrir utan múra dýfl-
issunar. Hann neitaði að tala
við Sky News og BBC. „Allt
sem þið meginmiðlar gerið
er að ljúga,“ sagði Robinson
og hélt leiðar sinnar. Og
falsmiðlar ríkjandi rétttrún-
aðar BBC og Sky voru
sannarlega ekki hliðhollir
þessum enska alþýðumanni í
fréttaflutningi í gær, né vek-
ur fréttin mikinn áhuga
bresku pressunar sem segir
að dómaranum í Leeds hafi
orðið á „technical errors“.
Dómsmorðið í Leeds vekur
ekki áhuga góða fólksins
fremur en dómsmorð hér á
landi sem hæstaréttardóm-
ari á eftirlaunum hefur vakið
máls á en segist vera með
lognið í fangið.
Maðurinn sem tekið hefur
upp málstað alþýðufólks
gegn miðaldamyrkri fjöl-
menningar fær ekki áheyrn
breskrar pressu. Mál hans
er neðanmáls í Bretlandi. En
þeim hefur ekki tekist að
þagga niður breska alþýðu-
rödd; yfir hálf milljón manns
skrifaði undir áskorun um
frelsi Tommy Robinson og
tugir þúsunda mótmæltu á
götum enskra borga og fólk
gekk honum til stuðnings og
víða um heim.
Stærsta skömm
breskrar þjóðarsögu
Tommy Robinson stóð fyr-
ir utan dómshúsið í Leeds til
að varpa ljósi á glæpi gegn
breskum konum og sérstak-
lega barnungum stúlkum
sem undanfarin 40 ár hefur
verið rænt vítt og breitt um
Bretland af múslimum og
þær dópaðar og svo svívirt-
ar; svikin við allt að milljón
konur og stúlkur eru for-
dæmalaus í sögu vestrænna
þjóða og stærsta skömm
breskrar þjóðarsögu. Fé-
lagsmálayfirvöld og lögregla
hafa hylmt yfir þessa glæpi
en The Sunday Times og
Daily Mirror upplýst brot af.
Íslenskir falsmiðlar: RÚV
og Stöð 2, hafa þagað um
mál Tommy Robinson;
þögðu þegar Tommy var
dæmdur, þögðu þegar fólk
safnaðist saman við sendi-
ráðið og hafa þagað um
lausn hans úr fangelsi.
Ástandið er vont og versnar
á þeim bæjum. Alvarlegt er
að Morgunblaðið virðist á
hraðferð í myrkur rétttrún-
aðarins. Ritstjórnin í Hádeg-
ismóum hefur ekki frétt af
máli Tommy Robinson í
Bretlandi fremur en laun-
ráðum „Deep State“ Wash-
ington sem ritstjóri blaðsins
hefur þó verið að vekja máls
á – einn íslenskra blaða-
manna en undirmenn hans
þegja um!
Vestræn valdastétt; „dip-
lómu-elíta-í-sparifötum“ hef-
ur lagt undir sig ríkisstofn-
anir og fjölmiðla og stefnir á
New World Order með opn-
um landamærum Open So-
ciety Foundations; endalok-
um þjóðríkisins, lýðræðis og
vestrænnar siðmenningar. Í
menntahroka sínum lítur
þetta fólk niður á alþýðufólk
og treður á réttindum þess;
elítan kallar óbreytt dip-
lómulaust alþýðufólk „dep-
lorables“ eða hina fyrir-
litlegu svo vitnað sé í konuna
sem bandaríska þjóðin hafn-
aði.
Söngvaskáld snertir
kjarna þessa máls við lag
Leonard Cohen, Hallelúja:
Hér er fyrsta erindið í kvæð-
inu How they rule ya! Sem
gæti útlagst Þannig stjórna
þeir þér. Hér eru tvö erindi
úr kvæðinu:
I hear there was a secret
court
journalists weren‘t allowed to
report,
but you don‘t really care for
freedom, do ya?
It goes like this without the
fifth
gavel falls and they cuff your
wrists
It‘s not ok, that this is how
they rule ya.
... How they rule ya ...
Ég heyri að það er
leyndarréttur
forboðinn að skrifa um,
en þú lætur þig ekki frelsið
varða, er svo?
Það er svona án fimmtu nótu,
Högg glymur og handjárn
læsast.
Það er ekki ok, hvernig þeir
þér stjórna
... Hvernig þeir þér stjórna ...
Stendur þér á sama um
frelsið, kæri lesandi?
Tommy Robinson er frjáls
Eftir Hall
Hallsson
Hallur Hallsson
» Áfrýjunardóm-
stóll undir for-
ystu Burnetts lá-
varðar hefur bók-
staflega rassskellt
sakadómarann í
Leeds opinberlega
og tekur sérstak-
lega fram að saka-
dómarinn megi ekki
koma nálægt mál-
inu þegar það verð-
ur tekið fyrir á ný.
Höfundur er fréttamaður
og sagnfræðingur.