Morgunblaðið - 07.08.2018, Qupperneq 23
endurráðin af stjórn hljómsveitar-
innar til fjögurra ára.
Arna Kristín hefur setið í stjórn
ýmissa sjóða sem styrkja ungt tón-
listarfólk. Sem tónleikastjóri Sinfón-
íuhljómsveitarinnar lagði hún grunn-
inn að stofnun Ungsveitar Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, árið 2009. Þar
fá ungir, framúrskarandi tónlistar-
nemendur tækifæri til að vinna undir
handleiðslu hljóðfæraleikara Sinfón-
íuhljómsveitarinnar og stjórnenda
hennar: „Ég trúi svo heitt á mátt tón-
listarinnar. Tónlistin er tungumál
sem allir skilja og tónbókmenntirnar
geyma einhver merkustu og fegurstu
listaverk sem mannsandinn hefur
skapað. Tónlistin fer líka með okkur í
tímaflakk, við færumst á milli landa
og ólíkra menningarheima á sama
tíma og við komumst í snertingu við
okkar eigin tilfinningar. Tónlist er
þannig hálfgerður galdur sem erfitt
er að útskýra.“
Arna Kristín stundar útihlaup og
aðra hreyfingu, fylgist með sonunum
á fótboltamótum á sumrin og fjöl-
skyldan fer á skíði á veturna. „Það er
nauðsynlegt að hafa góða bók við
höndina, hafa eitthvað á prjónunum
og hitta vini og vinkonur í sauma-,
matar- eða leikhúsklúbbum.
Ég vona að mér auðnist að halda
góðri líkamlegri og andlegri heilsu á
seinna æviskeiðinu og takist að hafa í
heiðri lífsmottó Bjarnfríðar, móður-
ömmu minnar, sem fékk mig í afmæl-
isgjöf fyrir 50 árum: Að vanda mig við
lífið!“
Fjölskylda
Eiginmaður Örnu Kristínar er
Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, f. 9.10.
1971, grafískur hönnuður. Foreldrar
hans eru Hilmar Jónsson, f. 6.7. 1948,
búsettur í Reykjavík, og Ásdís Þor-
steinsdóttir, f. 22.5. 1948 búsett á
Spáni.
Fyrri maður Örnu Kristínar er
Geir Rafnsson, f. 10.11. 1969, endur-
skoðandi hjá National Health Service
í Leeds á Englandi.
Dóttir Örnu Kristínar og Geirs er
Halla Geirsdóttir, f. 12.9. 1992, leik-
kona í London.
Synir Örnu Kristínar og Hilmars
Þorsteins er Hilmar Starri Hilmars-
son, f. 27.7. 2004, og Styrmir Örn
Hilmarsson. f. 15.11. 2009.
Systur Örnu Kristínar eru Vera
Einarsdóttir, 11.8. 1980, blaðamaður í
Reykjavík, og Gró Einarsdóttir, f.
12.4. 1988, doktor í félagssálfræði.
Foreldrar Örnu Kristínar eru
hjónin Einar Karl Haraldsson, f. 17
12. 1947, ritstjóri og ráðgjafi í
Reykjavík, og Steinunn B. Jóhann-
esdóttir, f. 24.5. 1948, leikkona og
rithöfundur.
Arna Kristín
Einarsdóttir
Málfríður Bjarnadóttir
húsfreyja áAkranesi
Leó Eyjólfsson
skipstjóri og bílstjóri áAkranesi
Bjarnfríður Leósdóttir
kennari og verkalýðsleiðtogi áAkranesi
Jóhannes Finnsson
bókari og sjóm. áAkranesi
Steinunn B. Jóhannesdóttir
leikkona og rithöfundur í Rvík
Steinunn Jóhannesdóttir
húsfreyja á Flateyri
Finnur Torfi Guðmundsson
skipstjóri og útgerðarm. á Flateyri
Elísabet Ronaldsdóttir kvik-
myndaklippari í LosAngeles
Sólborg Sigurðardóttir húsfr. í Rvík
allbera Jóhannesdóttir kennari
og skólabókavörður áAkranesi
Hildur Guðna-
dóttir tónskáld
Ríkharður
Daðason fv.
landsliðsm. í
knattspyrnu
Ronald Símonarson
listamaður í Svíþjóð
Haraldur Ingi Haraldsson myndlistarm. og
fv. forstöðum. Listasafnsins áAkureyri
Guðmundur Þ. Jónsson
form. Iðju áAkureyri og
Landssambands iðnverkafólks
Ingveldur G.Ólafs-
dóttir dagskrár-
gerðark. á RÚV
Ragnheiður
Ríkharðsdóttir fv.
bæjarstj. íMosfells-
bæ og fv. alþm.
Elísabet Ólafía Sigurðar-
dóttir húsfr. í Rvík
Bjarnveig Friðriksdóttir húsfr. áAkureyri
Gróa Finnsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði
Hallbera
Guðný Leós-
dóttir húsfr.
áAkranesi
Álfheiður Steinþórsdóttir
sálfr. og rithöfundur í Rvík
Jón Þór Birgis-
son í Sigur Rós
Reynir Leósson
knattspyrnukempa og
framkvstj. hjá Vodafone
Saga Garðars-
dóttir leikkona
og uppistandari
Birgir Ögmunds-
son vélvirki í Rvík
Leó Jóhannesson
kennari áAkranesi
Garðar Sigur-
björn Garðarsson
tæknifr. í Rvík
Ingibjörg Sigurðardóttir húsfr. í Rvík
H
Hallbera
Guðný
Gísladóttir
landsliðsk.
í knatt-
spyrnu
Garðar Finnsson skipstj. áAkranesi
Ragnheiður Kristín Kristjánsdóttir
klæðskeri áAkureyri
Matthías Einar Guðmundsson
lögregluþjónn í Reykjavík
Sigríður Kristbjörg Matthíasdóttir
verslunarkona áAkureyri
Haraldur A.M. Sigurðsson
íþróttakennari áAkureyri
Jakobína G. Camilla Friðriksdóttir
yfirsetukona á Hjalteyri
Sigurður Gunnar Jónsson
sjómaður á Hjalteyri
Úr frændgarði Örnu Kristínar Einarsdóttur
Einar Karl Haraldsson
ritstjóri og ráðgjafi í Rvík
Á Hjalteyri Þar er Friðrikshús, þar
sem afi Örnu fæddist og stórfjöl-
skyldan nýtur samverustunda.
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Sigurður Sigfússon fæddist 7.ágúst 1918 á Hofi á Höfða-strönd. Foreldrar hans voru
hjónin Sigfús Hansson bóndi, síð-
ast í Gröf á Höfðaströnd, f. 1874,
d. 1946, og Anna Jónína Jósafats-
dóttir húsfreyja, f. 1879, d. 1941.
Foreldrar Sigurðar fluttust frá
Hofi að Gröf árið 1921 og ólst hann
þar upp. Hann fór í trésmíðanám í
Iðnskólanum á Siglufirði árið 1938
og lauk þaðan burtfararprófi vorið
1941. Að því loknu fór hann til
Vestmannaeyja og lauk þaðan
sveinsprófi árið 1943. Árið 1945
fluttist hann til Sauðárkróks og
hlaut þar meistarabréf í iðn sinni.
Á Sauðárkróki var Sigurður með
umsvifamikinn rekstur til ársins
1958. Hann var með bygginga-
starfsemi og reisti m.a. barnaskóla
og verkamannabústaði og hélt úti
vinnuflokkum sem í voru að
minnsta kosti 40 manns. Hann var
með trésmíðaverkstæði, útskrifaði
marga trésmiði og rak um tíma
einnig húsgagnaframleiðslu. Hann
rak verslun, byggði frystihús og
hóf slátrun og fiskvinnslu og beitti
sér fyrir fyrstu togaraútgerð á
Sauðárkróki með þátttöku í út-
gerðinni á Norðlendingi í samráði
við Ólafsfirðinga auk
síldarsöltunar.
Árið 1958 flutti hann til Reykja-
víkur og stofnaði þar Fasteigna-
miðstöðina sem lengst af var í
Austurstræti. Hann starfaði sem
fasteigna- og skipasali í tæp 30 ár,
eða til 1985.
Sigurður var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Helga Guðrún Bald-
vinsdóttir. Þau eignuðust einn son,
Frey Baldvin, f. 1943, d. 2011.
Önnur kona Sigurðar var Geirlaug
Helga Þorkelsdóttir. Börn þeirra
eru Una, f. 1948, Sigfús Jón, f.
1951, Zophanías Þorkell, f. 1955,
og Alma, f. 1957. Þriðja eiginkona
Sigurðar var Bára Sigrún Björns-
dóttir. Börn þeirra eru Pétur Þór,
f. 1954, kjörsonur Sigurðar, Birna,
f. 1964, og Sigurður Birkir, f. 1969.
Sigurður lést 8. janúar 1997.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Sigfússon
101 ára
Anna Hallgrímsdóttir
85 ára
Dagný Rafnsdóttir
Rögnvaldur
Guðbrandsson
80 ára
Erling Einarsson
75 ára
Alda Magnúsdóttir
Anna Gústafsdóttir
Hafsteinn B. Sigurðsson
Hreiðar V. Guðmundsson
Kristján Þór Haraldsson
Ragna Skagfjörð
Bjarnadóttir
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir
Viðar Björnsson
Þuríður Gunnarsdóttir
70 ára
Árni Vigfússon
Fahri Ajdini
Guðmundur Jón
Skarphéðinsson
Ingvaldur Ásgeirsson
Jakobína Færseth
Júlíus Hólm Baldvinsson
Lárus Kristinn Lárusson
Rúnar Gíslason
60 ára
Hildur Þuríður
Sæmundsdóttir
Hulda Björg Rósarsdóttir
Jóhann Garðarsson
Karólína Birna Snorradóttir
Marías Hafsteinn
Guðmundsson
Sófus Páll Helgason
Valborg Kjærbech Óskarsd.
Þóra Sigurþórsdóttir
50 ára
Alexander Högnason
Ann Linda Denner
Birna Dagbjört Þorláksd.
Birna Sigurbjörnsdóttir
Diego Mendoza Madrazo
Drífa Björk Guðmundsd.
Eiríkur Eiríksson
Friðjón Rúnar Sigurðsson
Guðjón Þór Baldursson
Hörður Gunnarsson
Karólína Júlíusdóttir
Kristján Jónsson
Linda Sólveig Magnúsdóttir
Sigríður Halla Stefánsdóttir
Sigurður Páll Ásmundsson
Torfi Sigurbjörnsson
40 ára
Alejandro Sambiagio
Bjarne Klemenz Vesterdal
Elfa Björk Rúnarsdóttir
Halla Sif Elvarsdóttir
Jóhanna Lúvísa Reynisd.
Jóna María Ásmundsdóttir
Óskar Þór Hauksson
Sigurlína Dögg Sigurðard.
Sofiya Dimitrova Zahova
Svava Elfarsdóttir
Þórdís Þúfa Björnsdóttir
30 ára
Anna Margrét Arthúrsdóttir
Anna Marie Lárusdóttir
Bergur Páll Gylfason
Björg Birgisdóttir
Daniel Olaru
Emil Freyr Júlíusson
Freyja Þorvaldardóttir
Guðmundur H. Úlfarsson
Heiðrún Hafsteinsdóttir
Íris Arnardóttir
Karol Komosinski
Ragnar Sigurðarson
Taib Boulefra
Tryggvi Höskuldsson
Valgeir Hrafn Snorrason
Til hamingju með daginn
40 ára Jóna María er
Mosfellingur og er vöru-
stjóri hjá Hagkaupum.
Maki: Óli Pétur Möller, f.
1969, kerfisfræðingur og
eigandi Netvals.
Börn: Ásmundur Ingi, f.
2000, og Birta Möller, f.
2010. Stjúpdætur eru
Andrea, f. 1989, og Rósa
Margrét,. f. 1993.
Foreldrar: Ásmundur
Jónatansson, f. 1953, d.
1995, og Sína Þorleif
Þórðardóttir, f. 1953.
Jóna María
Ásmundsdóttir
40 ára Lína er Akur-
eyringur og býr þar..
Börn: Helena Dögg, f. 1999,
og Hildur Jana, f. 2005.
Systkini: Lárus Orri, f.
1973, Kristján Örn, f. 1980,
og Aldís Marta f. 1993.
Foreldrar: Sigurður Krist-
ján Lárusson, f. 1954, d.
2018, skipasmiður, knatt-
spyrnumaður og -þjálfari,
og Valdís Ármann Þorvalds-
dóttir, f 1955, hárgreiðslu-
meistari á Akureyri.
Sigurlína Dögg
Sigurðardóttir
30 ára Íris er Reykvík-
ingur og er birtinga-
ráðgjafi hjá Birtingahús-
inu. Hún er þjóðfræðingur
að mennt.
Maki: Hjörtur Helgi Þor-
geirsson, f. 1986, raf-
virkjameistari og eigandi
HHÞ raflagna.
Börn: Birkir Máni, f.
2009, og Björgvin Örn, f.
2013.
Foreldrar: Örn Gunnars-
son, f. 1955, og Bryndís
Guðjónsdóttir, f. 1957
Íris
Arnardóttir
Nýr stór
humar
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja