Morgunblaðið - 07.08.2018, Page 26
Myndatökur Ferðamenn stilla sér upp á brúnni.
Göngubrúin Cau Vang,
eða Gullbrúin, í Ba Na-
hæðum nærri Da Nang
í Víetnam hefur vakið
mikla athygli bæði þar í
landi sem erlendis,
enda fyrsta brúin sem
haldið er uppi af tveim-
ur steyptum höndum.
Brúin er 150 metra
löng og liggur milli
skógi vaxinna hæða í
miðju landinu. Og ekki
er nóg með að henni sé
haldið uppi af steyptum
höndum heldur er hún
líka gyllt. Öruggt þykir
að brúin muni trekkja
að ferðamenn, bæði
innlenda sem erlenda.
AFP
Ævintýraleg Brúin Cau Vang, Gullbrúin, í Víetnam er engri annarri lík.
Hendur halda uppi gullbrú í Víetnam
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
Verð á mann í
tveggja manna herbergi
ISK159.900
Verð á mann í
tveggja manna herbergi
ISK189.000
Miðað við 2 saman
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Hópferð með Fúsa
á Brekku 11. árið í röð
Bókaðu
snemma!
Uppselt
öll árin
Farið frá Seyðisfirði 5. september
og komið til baka 11. september
Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna
frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun,
gisting í 4 nætur á Hótel Færeyjummeð hálfu
fæði. Gist er í Þórshöfn og þaðan er farið í
skoðunarferðir um eyjarnar. Hér getur þú
upplifað Færeyjar með skemmtilegu fólki.
Aðeins
6 sæti
laus
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ferill Helgu Ingólfsdóttur
semballeikara var merkilegur fyr-
ir margra hluta sakir, en hún setti
sterkan svip á íslenskt tónlistarlíf
og á m.a. heiðurinn af því að hafa
sett á laggirnar árlega tónleika-
hátíð í Skálholti, fyrstu sumar-
tónleikaröðina á Íslandi. Hátíðinni
stýrði hún af metnaði og dugnaði
allt fram til ársins 2004. Það ár
hætti hún að spila opinberlega og
lést árið 2009, aðeins 67 ára
gömul.
„Helga lærði píanóleik í Reykja-
vík, var gríðarlega efnileg og tók
glæsilegt einleikarapróf árið 1963.
Þá hélt hún til Þýskalands í fram-
haldsnám en tók krappa beygju og
skipti alfarið yfir í sembal – sem
er ansi mikil og dramatísk ákvörð-
un fyrir svo efnilegan píanista,“
segir Kolbeinn Bjarnason.
Kolbeinn er höfundur bókar-
innar Helguleikur um Helgu og
Sumartónleika í Skálholtskirkju.
Útgefandi er bókaútgáfan Sæ-
mundur og var verkefnið styrkt af
Hagþenki, Miðstöð íslenskra bók-
mennta, Tónlistarsjóði og Minn-
ingarsjóði um Helgu Ingólfs-
dóttur. Ritstjóri bókarinnar er
Mörður Árnason, Aðalsteinn Svan-
ur Sigfússon annaðist hönnun og
umbrot en Bjarni Rúnar Bjarna-
son útbjó sex geisladiska sem
fylgja bókinni. „Strangt til tekið
er Helguleikur samheiti yfir bók-
ina og geisladiskana, og mætti
jafnvel líta á bókina sem ofvaxinn,
450 síðna geisladiskabækling,“
segir Kolbeinn, en á diskunum er
að finna úrval upptaka af flutningi
Helgu. „Upptökurnar eru lang-
flestar gerðar af Ríkisútvarpinu,
spanna tímabilið 1963 til 2003, og á
nærri öllum þeirra leikur Helga
einleik. Því fer fjarri að um sé að
ræða tæmandi safn af upptökum
með Helgu en við völdum úr stóru
safni þær upptökur sem okkur
þótti skipta mestu máli og Bjarni
vann upptökurnar, hreinsaði þær
og kom á stafrænt form. Helga gaf
út nokkrar hljómplötur og geisla-
diska, sem eru ekki í þessu safni,
og ber þar hæst rómaða túlkun
hennar á Goldberg-tilbrigðum
Bachs.“
Hrifin af hljómnum
Kolbeinn, sem árið 2014 sendi
frá sér bók um Leif Þórarinsson
tónskáld, var flautuleikari að aðal-
starfi í hálfan fjórða áratug og var
það í gegnum tónlistina að leiðir
hans og Helgu lágu saman: „Ég
hafði verið að einbeita mér að nýrri
tónlist og framúrstefnutækni í
flautuleik en langaði að sökkva mér
niður í barokkstílinn og þá fyrst og
fremst til að geta spilað Bach al-
mennilega. Ég leitaði til Helgu og
spurði hvort ég mætti koma í tíma,
spila fyrir hana og fá ráðleggingar.
Hún tók erindinu vel og ýtti mér
lengra út í barokkið. Ég eignaðist
strax barokkflautu og hélt til Hol-
lands í nám í barokkflautuleik,“ út-
skýrir Kolbeinn. Árið 1988 sneri
Kolbeinn úr því námi og var upp
frá því einn af mörgum tónlistar-
mönnum á sporbaug Helgu. „Málin
atvikuðust líka þannig að ég varð
skotinn í einum nemenda hennar
og leiðir okkar og sembalsins hafa
legið saman síðan.“
Helga lauk sembalnáminu í
Þýskalandi 1968 og bjó síðan í
Bandaríkjunum til 1971. Hún hélt
fyrstu sembaltónleika Íslandssög-
unnar í Norræna húsinu í septem-
ber 1969. Kolbeinn hefur kembt öll
þau gögn og bréf sem finna má um
Helgu og segir hann að sennileg-
asta skýringin á að hún skyldi
ákveða að leggja fyrir sig sembal-
leik hafi verið einskær hrifning af
„Nýr litdepill í annars grámósku-
legu tónlistarlífi Íslendinga“
Ný bók skoðar íslenska tónlistarsögu undanfarna hálfa öld í gegnum feril Helgu Ingólfsdóttur
Hún hélt m.a. fyrstu sembaltónleikana á Íslandi og þótti lífga mjög upp á tónlistarlíf landsmanna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stökk „Í upphafi píanónámsins í Þýskalandi virðist hún hafa spurt sig hvort
píanóið væri rétta hljóðfærið til að spila barokktónlist á,“ segir Kolbeinn um
þá ákvörðun Helgu að færa sig frá píanóinu yfir í sembalinn.
Kolbeinn kveðst hafa skrifað
bókina sem menningar- og hug-
myndasögu, og þar gæti ýmissa
grasa þó svo að ævi og störf
Helgu séu í forgrunni. „Hennar
er ekki getið fyrr en á 52. blað-
síðu og þá í framhjáhlaupi. Hún
hefði hvort eð er örugglega
aldrei samþykkt að skrifuð yrði
ævisaga sem einblíndi alfarið á
hana. Í staðinn freista ég þess
að skoða þróun íslensks tónlist-
arlífs í gegnum störf Helgu,“
segir Kolbeinn. „Ég geri enga
tilraun til að slá dýrðarljóma á
tónlistarmanninn Helgu Ingólfs-
dóttur og dreg bæði fram nei-
kvæða og jákvæða dóma um
leik hennar. Það er forvitnilegt
að bera saman skrif um tónleika
Helgu innanlands og erlendis.
Erlendir gagnrýnendur voru að
vísu, með örfáum undantekn-
ingum, jákvæðir en ekki nærri
því eins hátt upp og þeir ís-
lensku. Það er sáralítið, ef nokk-
uð, um neikvæða íslenska
dóma; íslenskir gagnrýnendur
voru hástemmdir, jafnvel skáld-
legir, og virðist stundum eins og
þeir hafi verið í fullkominni
hrifningarvímu.“
Íslenskir
gagnrýnend-
ur hátt uppi
GÓÐAR VIÐTÖKUR