Morgunblaðið - 07.08.2018, Qupperneq 27
Menning
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST 2018
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það má segja að hálfgerður ævin-
týrabragur sé yfir þessum tón-
leikum,“ segir Guja Sandholt, tón-
listarkona og sópran, um tónleika
sem þær Heleena Vegter píanóleik-
ari halda í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar í dag. Tónleikarnir bera
yfirskriftina Æskuástir og ævintýri
og eru hluti sumartónleikaraðar-
innar sem fram hefur farið í safn-
inu í sumar. Á tónleikunum í dag
verða fluttir þrír flokkar ljóða sem
tengdir verða með lögum Jórunnar
Viðar, sem hefði orðið 100 ára göm-
ul á þessu ári.
„Við ætlum okkur að flytja pró-
gramm sem inniheldur ævintýra-
legan og dularfullan þráð sem við
tengjum saman við lögum Jór-
unnar. Það sem skáldin á sýning-
unni í dag eiga öll sameiginlegt er
að þau eiga eða hefðu átt stór-
afmæli á þessu ári, þetta eru því
hálfgerðir afmælistónleikar,“ segir
Guja og bætir við að efnisskrá tón-
leikanna tengist tónlistarferli henn-
ar og Heleen á einn eða annan hátt.
„Tónleikarnir munu byrja á lögum
Theu Musgrave og er það stuttur
flokkur í skoskum þjóðlagastíl.
Þetta eru í raun ævintýraleg og
fjörleg barnalög, en fyrsta ljóðið
fjallar einmitt um hvað karlinn á
tunglinu er í vondu skapi. Þessi
flokkur er allur á skosku, en ég hef
ekki mikið sungið á skosku hingað
til þannig að það hefur verið ágætis
áskorun að læra það,“ segir Guja.
Flytja í heildina þrjú verk
Eftir að flutningi á hverju verki
lýkur þá verða lög Jórunnar Viðar
leikin. Aðalverk tónleikanna er
flokkurinn, Haugtussa ópus 67, sem
hefur notið talsverðra vinsæla hér á
landi. „Það eru mjög margir hérna
heima sem þekkja þennan flokk.
Hann fjallar um unga stúlku sem er
upp á heiði þar sem hún upplifir
fyrstu ástina og ástarsorgina. Þetta
eru nýnorsk ljóð sem eru öll mjög
rómantísk,“ segir Guja.
Síðasti verkið sem flutt verður á
tónleikunum er Trois Chansons de
Bilits eftir Claude Debussy og er að
sögn Guju mjög dulúðlegt ljóð. Þá
er tónmálið afar dulúðlegt og mun-
úðarfullt og má að mörgu leyti
segja að sönglagaflokkurinn sé
erótískur. Guja segir að þegar
flutningi verksins ljúki verði lög
Jórunnar spiluð.
„Við spilum lögin hennar alltaf á
milli laga og endum síðan tón-
leikana á þeim líka. Í heildina spil-
um við því þrjú verk auk fjögurra
laga Jórunnar,“ segir hún.
Kynntust í söngkeppni erlendis
Guja hefur sungið einsöngs-
hlutverk í stórum verkum hér
heima og erlendis, en hún er annar
tveggja listrænna stjórnenda
Óperudaga í Reykjavík. Heleen er
hins vegar eins og fyrr segir píanó-
leikari og er frá Hollandi en hún
hefur m.a. unnið með einni þekkt-
ustu sópransöngkonu Hollendinga,
Charlotte Margiono.
Spurð hvernig þær stöllur hafi
kynnst segir Guja það hafa verið í
söngkeppni í Hollandi.„Við kynnt-
umst mjög óvænt árið 2013 í söng-
keppni sem haldin var í Hollandi.
Þar vorum við fyrir tilviljum par-
aðar saman, hún starfaði við keppn-
ina sem píanóleikari en ég var
keppandi. Vinskapur okkur varð
síðan alveg gríðarlega sterkum og
hún er núna ein af nánustu vinkon-
um mínum erlendis. Við höfum
ferðast og spilað mikið saman
þannig að samband okkar hefur
verið ótrúlega gefandi og skemmti-
legt,“ segir Guja.
Tónleikarnir í dag hefjast klukk-
an 20.30 og hvetur Guja sem flesta
til að láta sjá sig. „Þetta hafa alltaf
verið vel sóttir tónleikar og við von-
um að það verði engin breyting þar
á. Þess utan er þetta á safni þar sem
hægt er að fara á kaffihús að tón-
leikunum loknum og njóta þess að
horfa út á sjóinn.“
Dulúð og ævintýrabrag-
ur yfir tónleikunum
Dúó Guja Sandholt og Heleen Vegter koma fram í Sigurjónssafni í dag.
Halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í dag
hljómnum í þessu merkilega hljóð-
færi. „Hún talaði mikið og skrifaði
um hljóm sembalsins og hafði líka
brennandi áhuga á barokktón-
skáldum og þá sérstaklega Bach. Í
upphafi píanónámsins í Þýskalandi
virðist hún hafa spurt sig hvort pí-
anóið væri rétta hljóðfærið til að
spila barokktónlist á. Það rímar við
þá staðreynd að Helga var fyrsti
talsmaður hinnar alþjóðlegu upp-
runahreyfingar (e. historically in-
formed performance) á Íslandi en
hreyfingin hefur það markmið að
flytja tónlist sem næst því sem tón-
skáld liðinna alda hugsuðu sér hana
og þar skiptir gríðarlegu máli að
vera með rétt hljóðfæri í hönd-
unum.
Sumartónleikarnir í Skálholti
spruttu m.a. upp úr leit Helgu að
tónleikastað sem gæti hentað
semballeik. „Sembalinn kallar á
mjög mikinn og sérstakan hljóm-
burð eða þá góða nánd við áheyr-
endur í minna rými. Hún leitaði um
allt höfuðborgarsvæðið að heppileg-
um sal og gekk sú leit ekkert sér-
lega vel. Í heimsókn í Skálholt vor-
ið 1975 varð Helga síðan fyrir
hugljómun, sá strax hvað kirkjan
þar hentaði vel til tónleikahalds og
stofnaði Sumartónleika í Skálholti
þá strax um sumarið.“
Kom með ferska vinda
Auk þess að stýra tónleika-
dagskránni í Skálholti í þrjá ára-
tugi var Helga virk hér og þar í
tónlistarlífinu, spilaði m .a. með
Kammersveit Reykjavíkur og
Musica Antiqua, auk þess að fást
við kennslustörf. Kolbeinn segir
Helgu hafa einbeitt sér að Ís-
landi, en stöku sinnum haldið
tónleika erlendis. „Hún er víta-
mínsprauta í íslensku tónlistar-
lífi, mörg tónskáld heilluðust af
leik hennar og sömdu mögnuð
verk fyrir hana og sembalinn og
hún var alla tíð mjög öflugur
talsmaður upprunahreyfingar-
innar í tónlistarflutningi hér á
landi. Henni tókst að fá gott fólk
til liðs við sig og hvatti marga til
að fara út í nám,“ segir Kolbeinn.
„Alveg frá upphafi, á tónleik-
unum 1969, gerðu menn sér grein
fyrir þeim fersku vindum sem
fylgdu Helgu. Við það tækifæri
lýsti einn gagnrýnandi Helgu
sem nýjum litdepli í annars grá-
móskulegu tónlistarlífi Íslend-
inga.“
Kolbeinn lýsir Helgu þannig að
hún hafi verði hugrakkur lista-
maður. „Í fyrsta sinn sem við
héldum tónleika saman kastaði
hún mér og þremur öðrum tón-
listarmönnum beint út í djúpu
laugina með Tónafórn Bachs. Þar
er ekki ráðist á garðinn þar sem
hann er lægstur og fluttum við
Tónafórnina tvö sumur í röð í
Skálholtskirkju.“
Spurður hvaða lærdóm les-
endur bókarinnar og íslenskt tón-
listarfólk ættu að draga af ævi
Helgu segir Kolbeinn að hún hafi
verið listamaður sem spurði stöð-
ugt spurninga og var ætíð leit-
andi í listinni. Leit hennar sner-
ist ekki eingöngu um að afla sér
sem mestrar þekkingar á ótal
stílbrigðum eldri tónlistar heldur
að því hvernig hún sem tónlistar-
maður á 20. öld gæti miðlað tón-
list af heiðarleika og sannfæring-
arkrafti. „Túlkun hennar var oft
ágeng og ögrandi en um leið var
hún hógvær, sló aldrei um sig,
var hæglát og yfirveguð og með
yfirburðaþekkingu á því sem hún
fékkst við. Þannig tókst henni að
marka djúp spor í íslenskt tón-
listarlíf.“
Morgunblaðið/Valli
Hvalreki „Alveg frá upphafi, á tónleikunum 1969, gerðu menn sér grein fyrir þeim fersku vindum sem fylgdu
Helgu,“ segir Kolbeinn um vinkonu sína. Helga Ingólfsdóttir setti m.a. á laggirnar Sumartónleika í Skálholti.