Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 10

Morgunblaðið - 15.08.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2018 SKECHERS FLEX APPEAL DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41. DÖMUSKÓR KRINGLU OG SMÁRALIND 12.995 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Breytingar á umsóknum um vega- bréfsáritun til Kanada fyrir þá sem þess þurfa tóku gildi 31. júlí. Breyt- ingarnar leiða til þess að þeir sem þurfa að sækja um dvalarleyfi og námsmenn sem dvelja þar lengur en í sex mánuði þurfa að fara á sér- stakar vegabréfsáritunarskrifstofur sem eru í London, Stokkhólmi, París og í fleiri borgum til þess að fara í líf- kennaskynjara. Í honum eru skönn- uð augu og fingraför. Lífkennaskynjara er ekki að finna í sendiráði Kanada á Íslandi sam- kvæmt upplýsingum sendiráðsins á Íslandi og sendiráðið hér á landi gef- ur ekki út vegabréfsáritanir. Ferðamenn sem dvelja styttra en sex mánuði í Kanada þurfa ekki vegabréfsáritun en þurfa að sækja rafrænt um svokallað eTA, eða Electronic Travel Authorization. Námsmenn sem dvelja lengur en sex mánuði við nám í Kanada og í einhverjum tilfellum heilbrigðis- starfsmenn eða nemendur sem dvelja styttra en sex mánuði og þeir sem sækja um langtíma dvalarleyfi í landinu þurfa að fara í lífkenna- skynjara. Samkvæmt upplýsingum frá kanadíska sendiráðinu er unnið að því að fá slíkan skynjara í sendi- ráðið hér á landi en ekki er vitað hvenær hann er væntanlegur. Fyrir breytingar þurftu ríkis- borgarar sumra landa að fara í líf- kennaskynjara til þess að fá dvalar- leyfi í Kanada. Ísland var ekki meðal þessara landa en nú þurfa ríkisborg- arar allra landa nema Bandaríkj- anna að fara í lífkennaskynjara til þess að fá vegabréfsáritun til Kan- ada. Að öllu jöfnu tekur það sex til átta vikur að fá vegabréfsáritun. Upplýsingar fyrir ferðamenn sem eru á leið til Kanada er að finna á www.canada.ca/eta og fyrir þá sem þurfa vegabréfsáritun www.ca- nada.ca/biometrics. Sækja þarf vegabréfsárit- un til útlanda  Nýjar reglur um vegabréfsáritun til Kanada  Ferðamenn þurfa ekki áritun Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kanada Winnipeg á björtum degi. Að ferðast til Kanada » Ferðamenn þurfa ekki vega- bréfsáritun til Kanada. » Ferðamenn þurfa að fylla rafrænt út eTA-umsókn. » Námsmenn sem dvelja meira en sex mánuði í Kanada, umsækjendur um langtíma- dvalarleyfi, heilbrigðis- starfsfólk, einstaka námsmenn í styttra námi og fleiri þurfa vegabréfsáritun. » Fara þarf utan í lífkenna- skynjara til þess að fá vega- bréfsáritun til Kanada. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú styttist í að Spölur afhendi rík- inu Hvalfjarðargöngin til eignar og rekstrar. Nú er miðað við að það gerist fyrir lok september, sam- kvæmt upplýsingum Gísla Gísla- sonar, stjórnarformanns Spalar. Um leið og ríkið tekur við göng- unum verður gjaldtöku í þau hætt. Vegagerðin hefur undirbúið yfir- tökuna undanfarna mánuði, sam- kvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar upplýsingafulltrúa. Koma þarf á tölvutengingum Vega- gerðarinnar við göngin og búa ákveðna menn innanhúss undir verkefnið. Þeir verktakar sem hafa mest unnið í göngunum fyrir Spöl munu vinna áfram fyrir Vegagerð- ina með sama hætti og verið hefur, a.m.k. fyrst um sinn. Spölur hefur undanfarnar vikur unnið að ýmsum endurbótum á göngunum áður en til yfirtöku ríkis- ins kemur. Má þar nefna þéttingu sprungna við vatnsklæðningu, skipt hefur ver- ið út boltum í klæðningu og teng- ingar við rafstöð lagaðar. Þá var loftnet fyrir útvarp yfirfarið og Tetrakerfið lagfært. Áformað er að fjarlægja húsin tvö sem eru sitt hvoru megin við gjaldskýlið norðanmegin ganganna. Kostnaður við niðurrifið er áætl- aður um 15 milljónir króna. Í upp- hafi átti að nota þessi hús til inn- heimtu en fljótlega var horfið frá því. Gjaldskýlið mun standa áfram, þótt ekkert gjald verði innheimt, en þar inni eru ýmiss konar lagnir og búnaður. Fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Spalar að viðskiptavinir félagsins fái að sjálfsögðu greidda þá fjármuni sem þeir kunna að eiga inni á áskriftarreikningum sínum hjá félaginu þegar hætt verður að innheimta veggjöld. Inneign verður endurgreidd „Allt sem áskrifendur og aðrir viðskiptavinir eiga inni verður endurgreitt, hvort sem eru fjár- munir á áskriftarreikningum eða ónotaðir afsláttarmiðar. Breytir engu hvenær áskriftarferðir eru greiddar fyrir fram eða keyptir af- sláttarmiðar á þeim tíma sem eftir lifir af rekstrartíma Spalar,“ segir í tilkynningunni. Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson Gjaldskýlið Hætt verður að rukka veggjald í lok næsta mánaðar. Til stendur að rífa litlu húsin við gjaldskýlið. Vegagerðin undirbýr yfirtöku á göngunum  Göngin afhent í septemberlok  Gjaldtöku verður þá hætt Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ítalska knattspyrnan verður ekki á dagskrá hjá sjónvarpsstöðvum hér á landi í vetur. Eins og Morgunblaðið greindi frá fyrr í sumar höfðu Voda- fone og Síminn lýst yfir áhuga á því að kaupa sýningarrétt knattspyrn- unnar á Ítalíu í kjölfar skipta portú- galska leikmannsins Cristiano Ron- aldo til Juventus. Nú hefur hins vegar fengist staðfest að ekkert verði af kaupunum, en að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra sölusviðs hjá Símanum, var málið lengi vel til skoðunar. Það var þó á endanum niðurstaða fyrirtækisins að sýna ekki ítölsku knattspyrnuna á rásum Sjónvarps Símans. „Ítalski boltinn sem stök vara er of flókinn og það var ástæða þess að við keyptum ekki réttinn á þessu,“ segir Magnús. Svipað er upp á teningnum hjá keppinauti Símans, Vodafone, þar sem engin plön eru um að sýna ítölsku deildina, Seríu A, í vetur. Björn Víglundsson, framkvæmda- stjóri sölusviðs hjá Vodafone, segir að ítalska knattspyrnan muni ekki standa íslenskum knattspyrnu- áhugamönnum til boða á rásum fyrir- tækisins. „Við munum þess í stað bjóða upp á mikið úrval af knatt- spyrnu frá öðrum deildum. Þá erum við að tala um vinsælar deildir eins og ensku og spænsku,“ segir Björn. Upphaflega var sýningarréttur ítölsku deildarinnar á vegum sjón- varpsstöðvarinnar Sport TV. Sá samningur var þó einungis til eins árs og var ekki framlengdur. Eins og fyrr segir jókst áhugi á sýningarréttinum til muna eftir skipti besta leikmanns heims, Cristiano Ronaldo, til Juven- tus. Þá þótti líklegt að ítalska knatt- spyrnan yrði sýnd hér á landi en nú er ljóst að svo verður ekki. Enginn keypti sýningarréttinn  Ítalski boltinn ekki á dagskrá í vetur AFP Ronaldo Af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heims í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.